Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Spíralformið er eitt af grunn-mynstrum lífsins, og raun-ar alheimsins. Í einkasýn-ingu Kristins E. Hrafns- sonar í Listasafninu á Akureyri er fólgin áminning um eðli þeirrar orku sem mótar tilveru okkar. Stór stálskúlptúr, Spírall, gengur í gegn- um safnrýmið og virðist ætla að sprengja það utan af sér með snún- ingskrafti náttúrunnar – og rým- isskynjun áhorfandans fer á sann- kallað flug. Sýningin heitir „Misvís- un“ og fjallar m.a. um afstöðu, sjónarhorn, leiðarkerfi, hreyfingu og rými – og eins og yfirskriftin gefur til kynna þá er ekkert gefið í þeim efnum. Á sýningunni getur einnig að líta fleiri skúlptúra auk grafíkmynda, siglingakorta, áttavita og svonefnds leiðarsteins. Lífið er sífelld verðandi og ljóst er að Kristinn hrífst af þeirri stað- reynd; myndhugsun hans hverfist um tilvistarlega þætti og vangavelt- ur um eðlisheiminn, stöðu mannsins og þau viðmið og staðsetning- arkerfi sem hann styðst við á veg- ferð sinni. Strax og komið er í and- dyri safnsins blasir við sýningargestinum smækkuð útgáfa af sýningunni í formi líkans eða nokkurs konar uppdráttar sem minnir hann á eigin staðsetningu, og raunar smæð. Og þegar inn í miðsalinn er komið virkjar lista- maðurinn rýmislega og huglæga af- stöðu áhorfandans sem staðnæmist við Tímamót, skúlptúr á gólfi. Stál- gormurinn laðar gestinn umsvifa- laust til sín og sendir hann í ferða- lag um sýningarrýmið, ferðalag sem er þó ekki endilega bundið stund og stað. Þar má sjá smækk- aða spegilmynd sína í pólstjörnunni og óravíddum geimsins, eða láta sogast inn í lægð yfir landi. Þegar farið er að rýna í grafíkverk á veggjum salarins sjást þar eins konar sneiðar úr sjónbaugi og tákn sem gefa til kynna áttirnar – og samkvæmt því er pólstjarna Krist- ins í norðaustri. Norðrið sjálft er á hreyfingu; það er að finna í bili (misvísuninni) milli segulnorðurs og rétts norðurs, og þetta afstæði heimsmyndarinnar undirstrikar Kristinn með verkinu Norðrið – leiðarsteinn, kompási inni í afmörk- uðu rými, sem hægt er að hreyfa (þ.e. nálina) að vild með seg- ulmögnuðum leiðarsteini, eða magnetíti. Síbreytileg heimsmynd og skynjun hvers og eins á sér, þegar allt kemur til alls, miðju í honum sjálfum. Við erum öll pól- stjörnur eins og endurspeglast í verkinu Stjarna. Ferðinni um sýninguna má líkja við lífsferðalagið þar sem hver og einn leitast við að ná áttum og staðsetja sig í heiminum, með tungumálinu ekki síður en öðrum táknkerfum. Viðkomustaðirnir eru margir og samferðamenn hug- fólgnir, eins og Kristinn tjáir með verkinu Sjókort föður míns. Lúmskur húmor býr í verkinu 360° (tileinkað H.F.) þar sem hann kink- ar kolli til andlega skyldra kollega í listinni. Sýning Kristins er úthugsuð, vönduð og hefur sterkan heild- arbrag. Verk hans eru meitluð og þau búa yfir fagurfræðilegri og efn- islegri nærveru sem áhorfandinn heldur ávallt „jarðsambandi“ við, og um leið við staðsetningu í ákveðnu rými – jafnvel þótt hug- urinn sé á siglingu um geimsins höf. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Misvísun Myndlistarmaðurinn Kristinn E. Hrafnsson við eitt verka sinna á sýningunni Misvísun/Variation. Fyrir tilstilli Listasafnið á Akureyri Kristinn E. Hrafnsson – Misvísun/Variation bbbbm Til 13. maí 2012. Opið þri.-sun. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Köntrísveit Baggalúts heldur vor- tónleika sína í Gamla bíói á morg- un, 11. maí, kl. 21. Í tilefni af þeirri köntríveislu tóku Baggalútar sig til og endurgerðu þekkta ljósmynd sem tekin var af fjórum meðlima, þ.e. Kidda, Kalla, Gumma og Braga, árið 2006 við gamla bragg- ann í Nauthólsvík. Feður þeirra settu sig í sömu stellingar á sama stað fyrir endurgerðina, þeir Jón, Sigurður, Páll og Skúli, og afrakst- urinn má sjá hér til hliðar. Ábúð- arfullir feður þar á ferð og heldur óárennilegir, eins og sjá má. Baggapabbar Feður Baggalúta við gamla braggann í Nauthólsvík. Baggapabbar í Nauthólsvík Empire Total film Variety Tommi, Kvikmyndir.is Stærsta ofurhetjumynd allra tíma! EGILSHÖLL 16 16 14 KRINGLUNNI ÁLFABAKKA VIP 12 12 12 12 12 L L 10 10 10 10 10 10 STÆRSTA FRUMSÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI ! KEFLAVÍK 16 12 10THEAVENGERS KL. 8 - 10:50 3D GONE KL. 8 2D SVARTURÁLEIK KL. 10 2D 12 12 10 AKUREYRI THEAVENGERS (3D) KL. 6 - 9 3D GONE KL. 8 2D WRATHOF THE TITANS KL. 5:40 - 10:10 2D THEAVENGERS KL. 5 - 7 - 8 - 10 - 11. 3D THEAVENGERS KL. 6 2D BATTLESHIP KL. 8 - 10:50 2D DARKSHADOWS FORSÝND. KL. 9 3D THECOLDLIGHTOFDAY KL. 5:50 2D UNDRALAND IBBA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI STÓRSKEMMTILEG TEIKNIMYND THEAVENGERS KL. 5 - 7 - 8 - 10 - 10:50 3D THEAVENGERSVIP KL. 5 - 8 - 10:50 2D THEAVENGERS KL. 5 - 10:20 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D CABIN IN THEWOODS KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D BATTLESHIP KL. 8 - 10:40 2D AMERICANPIE: REUNION KL. 8 2D FJÖRFISKARNIRM/ÍSL.TALI KL. 5 2D THEAVENGERSKL. 5 - 6 - 8 - 9 - 10:50 3D THEAVENGERS KL. 6 2D CABIN IN THEWOODSKL. 10:10 2D COLDLIGHTOFDAY KL. 6 - 8 2D TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á YFIR 37 ÞÚS. BÍÓGESTIR ! SVALI&SVAVAR ALLAVIRKA MORGNAKL. 7.00 Sláðu á þráðinn í 571 1111 eða kíktu á okkur á facebook K 100,5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.