Morgunblaðið - 10.05.2012, Page 65

Morgunblaðið - 10.05.2012, Page 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Spíralformið er eitt af grunn-mynstrum lífsins, og raun-ar alheimsins. Í einkasýn-ingu Kristins E. Hrafns- sonar í Listasafninu á Akureyri er fólgin áminning um eðli þeirrar orku sem mótar tilveru okkar. Stór stálskúlptúr, Spírall, gengur í gegn- um safnrýmið og virðist ætla að sprengja það utan af sér með snún- ingskrafti náttúrunnar – og rým- isskynjun áhorfandans fer á sann- kallað flug. Sýningin heitir „Misvís- un“ og fjallar m.a. um afstöðu, sjónarhorn, leiðarkerfi, hreyfingu og rými – og eins og yfirskriftin gefur til kynna þá er ekkert gefið í þeim efnum. Á sýningunni getur einnig að líta fleiri skúlptúra auk grafíkmynda, siglingakorta, áttavita og svonefnds leiðarsteins. Lífið er sífelld verðandi og ljóst er að Kristinn hrífst af þeirri stað- reynd; myndhugsun hans hverfist um tilvistarlega þætti og vangavelt- ur um eðlisheiminn, stöðu mannsins og þau viðmið og staðsetning- arkerfi sem hann styðst við á veg- ferð sinni. Strax og komið er í and- dyri safnsins blasir við sýningargestinum smækkuð útgáfa af sýningunni í formi líkans eða nokkurs konar uppdráttar sem minnir hann á eigin staðsetningu, og raunar smæð. Og þegar inn í miðsalinn er komið virkjar lista- maðurinn rýmislega og huglæga af- stöðu áhorfandans sem staðnæmist við Tímamót, skúlptúr á gólfi. Stál- gormurinn laðar gestinn umsvifa- laust til sín og sendir hann í ferða- lag um sýningarrýmið, ferðalag sem er þó ekki endilega bundið stund og stað. Þar má sjá smækk- aða spegilmynd sína í pólstjörnunni og óravíddum geimsins, eða láta sogast inn í lægð yfir landi. Þegar farið er að rýna í grafíkverk á veggjum salarins sjást þar eins konar sneiðar úr sjónbaugi og tákn sem gefa til kynna áttirnar – og samkvæmt því er pólstjarna Krist- ins í norðaustri. Norðrið sjálft er á hreyfingu; það er að finna í bili (misvísuninni) milli segulnorðurs og rétts norðurs, og þetta afstæði heimsmyndarinnar undirstrikar Kristinn með verkinu Norðrið – leiðarsteinn, kompási inni í afmörk- uðu rými, sem hægt er að hreyfa (þ.e. nálina) að vild með seg- ulmögnuðum leiðarsteini, eða magnetíti. Síbreytileg heimsmynd og skynjun hvers og eins á sér, þegar allt kemur til alls, miðju í honum sjálfum. Við erum öll pól- stjörnur eins og endurspeglast í verkinu Stjarna. Ferðinni um sýninguna má líkja við lífsferðalagið þar sem hver og einn leitast við að ná áttum og staðsetja sig í heiminum, með tungumálinu ekki síður en öðrum táknkerfum. Viðkomustaðirnir eru margir og samferðamenn hug- fólgnir, eins og Kristinn tjáir með verkinu Sjókort föður míns. Lúmskur húmor býr í verkinu 360° (tileinkað H.F.) þar sem hann kink- ar kolli til andlega skyldra kollega í listinni. Sýning Kristins er úthugsuð, vönduð og hefur sterkan heild- arbrag. Verk hans eru meitluð og þau búa yfir fagurfræðilegri og efn- islegri nærveru sem áhorfandinn heldur ávallt „jarðsambandi“ við, og um leið við staðsetningu í ákveðnu rými – jafnvel þótt hug- urinn sé á siglingu um geimsins höf. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Misvísun Myndlistarmaðurinn Kristinn E. Hrafnsson við eitt verka sinna á sýningunni Misvísun/Variation. Fyrir tilstilli Listasafnið á Akureyri Kristinn E. Hrafnsson – Misvísun/Variation bbbbm Til 13. maí 2012. Opið þri.-sun. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Köntrísveit Baggalúts heldur vor- tónleika sína í Gamla bíói á morg- un, 11. maí, kl. 21. Í tilefni af þeirri köntríveislu tóku Baggalútar sig til og endurgerðu þekkta ljósmynd sem tekin var af fjórum meðlima, þ.e. Kidda, Kalla, Gumma og Braga, árið 2006 við gamla bragg- ann í Nauthólsvík. Feður þeirra settu sig í sömu stellingar á sama stað fyrir endurgerðina, þeir Jón, Sigurður, Páll og Skúli, og afrakst- urinn má sjá hér til hliðar. Ábúð- arfullir feður þar á ferð og heldur óárennilegir, eins og sjá má. Baggapabbar Feður Baggalúta við gamla braggann í Nauthólsvík. Baggapabbar í Nauthólsvík Empire Total film Variety Tommi, Kvikmyndir.is Stærsta ofurhetjumynd allra tíma! EGILSHÖLL 16 16 14 KRINGLUNNI ÁLFABAKKA VIP 12 12 12 12 12 L L 10 10 10 10 10 10 STÆRSTA FRUMSÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI ! KEFLAVÍK 16 12 10THEAVENGERS KL. 8 - 10:50 3D GONE KL. 8 2D SVARTURÁLEIK KL. 10 2D 12 12 10 AKUREYRI THEAVENGERS (3D) KL. 6 - 9 3D GONE KL. 8 2D WRATHOF THE TITANS KL. 5:40 - 10:10 2D THEAVENGERS KL. 5 - 7 - 8 - 10 - 11. 3D THEAVENGERS KL. 6 2D BATTLESHIP KL. 8 - 10:50 2D DARKSHADOWS FORSÝND. KL. 9 3D THECOLDLIGHTOFDAY KL. 5:50 2D UNDRALAND IBBA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI STÓRSKEMMTILEG TEIKNIMYND THEAVENGERS KL. 5 - 7 - 8 - 10 - 10:50 3D THEAVENGERSVIP KL. 5 - 8 - 10:50 2D THEAVENGERS KL. 5 - 10:20 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D CABIN IN THEWOODS KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D BATTLESHIP KL. 8 - 10:40 2D AMERICANPIE: REUNION KL. 8 2D FJÖRFISKARNIRM/ÍSL.TALI KL. 5 2D THEAVENGERSKL. 5 - 6 - 8 - 9 - 10:50 3D THEAVENGERS KL. 6 2D CABIN IN THEWOODSKL. 10:10 2D COLDLIGHTOFDAY KL. 6 - 8 2D TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á YFIR 37 ÞÚS. BÍÓGESTIR ! SVALI&SVAVAR ALLAVIRKA MORGNAKL. 7.00 Sláðu á þráðinn í 571 1111 eða kíktu á okkur á facebook K 100,5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.