Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Sumarið kom formlega til Akur- eyrar á mánudaginn. Þegar ég leit út um eldhúsgluggann var bæði verið að slá fótboltavöllinn sem blasir við og verið að setja upp vallarklukk- una. Það er ætíð ánægjuleg stund; eins og það er slæmt þegar hún er tekin niður á haustin. Fyrstu dagana eftir að hún er sett í geymslu veit maður ekki hvað tímanum líður …    Á mánudagskvöldið sannfærð- ist ég svo endanlega um að sumarið væri komið til höfuðborgar Norður- lands. Það var þegar byrjaði að snjóa …    Stór hópur frá bandarísku borg- inni Denver sótti Akureyri heim í gær, þar á meðal borgarstjórinn, Michael B. Hancock og fjöldi fólks úr ferðaþjónustunni. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, var með í för.    Hancock borgarstjóri og Eiríkur Björn Björgvinsson, starfsbróðir hans á Akureyri, undirrituðu við há- tíðlega athöfn í Hofi viljayfirlýsingu um að komið verði á formlegu vina- bæjasambandi á milli Denver og Ak- ureyrar sem fyrst, með áherslu á samvinnu á sviði menningarmála, menntunar og viðskipta.    Denver er í Colorado-ríki, við rætur Klettafjalla. Í borginni og næsta nágrenni búa um 620 þúsund manns.    Bandarísku gestunum var boðið í kynnisferð um Akureyri, m.a. var farið út í Hrísey þar sem Hús Há- karla-Jörundar var skoðað sem og bláskelsræktun við eyjuna.    Forráðamenn bæjanna skiptust á gjöfum í gær, eins og siður er við slíkar athafnir. Denverbúar færðu Eiríki bæjarstjóra t.d. forláta kú- rekahatt sem fór honum afar vel í sólinni sunnan við Hof …    Karl Frímannsson, skólastjóri á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, gegnir stöðu fræðslustjóra á Akureyri næsta árið í stað Gunnars Gísla- sonar sem fer í leyfi. Ellefu sóttu um starfið.    Meirihluti skólanefndar sam- þykkti tillögu bæjarstjóra á fundi í vikunni um að ráða Karl. Logi Már Einarsson, S-lista, og Helgi Vilberg Hermannsson, A-lista, sitja hjá og Gerður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi B-lista, lét bóka að hún mótmælti vinnubrögðum við ráðninguna. Skv. samþykktum skólanefndar ætti nefndin að veita bæjarstjóra umsögn um þá sem sækjast eftir starfinu áð- ur en ráðið er, en nefndin hefði aldr- ei fjallað um málið.    Evrópustofa hefur tekið til starfa á Akureyri. Útibú var opnað á mánudaginn í húsnæði Norrænu upplýsingaskrifstofunnar við Kaup- vangsstræti, og á sama tíma var opnuð plakatasýning á Glerártorgi þar sem ESB er útskýrt í máli og myndum.    Opnun Evrópustofu á Akureyri er liður í þeirri viðleitni miðstöðv- arinnar að auka almenna þekkingu á Evrópusambandinu meðal íslensks almennings, segir í tilkynningu frá stofunni. „Þar munu gestir hafa að- gang að upplýsingaefni, bæði al- mennu kynningarefni sem og fræði- legum bókakosti um ESB, ásamt því sem fólki stendur til boða að setjast niður við tölvu og sækja sér upplýs- ingar um ESB og starfsemi þess á veraldarvefnum.“    Tvennir gríðarlega vel heppnaðir tónleikar voru í Hofi síðastliðið laug- ardagskvöld. Þar var Evróvisjón- stemning í algleymingi; hluti Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands kom fram ásamt kór og bakröddum og söngvararnir Friðrik Ómar og Reg- ína Ósk fluttu hvern smellinn af öðr- um, úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva frá upphafi. Heið- ursgestir voru Greta Salóme og Jónsi, sem keppa fyrir Íslands hönd í Aserbaídsjan. Þau fluttu lag Gretu, Never Forget.    Tuttugu og sjö sóttu um starf verkefnisstjóra atvinnumála hjá Ak- ureyrarbæ. Sævar Pétursson lét af því starfi 1. mars og umsóknar- frestur rann út 25. apríl og gert er ráð fyrir að ráða mann fljótlega.    Vorboðinn hrjúfi, KK, og Maggi Eiríks verða með tónleika á Græna hattinum á laugardagskvöldið. Þar fara þeir yfir feril beggja í tali og tónum.    Birtingarmyndir ofbeldis, af- leiðingar og úrræði verða til umfjöll- unar á ráðstefnu sem Jafnrétt- isstofa, Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi og Háskólinn á Akureyri standa fyrir á morgun. Fjöldi at- hyglisverðra erinda er á dagskránni.    Barokktónleikar verða í Hömr- um í Hofi í kvöld kl. 20. Á tónleik- unum verður flutt tónlist eftir tón- skáld á borð við Buxtehude, Marcello, Frescobaldi og Corelli. Fram koma Ásdís Arnardóttir, selló, Eyþór Ingi Jónsson, semball, og Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla.    Stefán B. Gunnlaugsson, lektor við Háskólann á Akureyri, heldur erindi í hádeginu í dag á málstofu í skólanum; Áhrif frumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjald á ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki. Stefán og Daði Már Kristófersson athug- uðu nýverið áhrif og afleiðingar frumvarpanna, á vegum atvinnu- veganefndar Alþingis, og ræðir Stef- án í dag um niðurstöðu skýrslu þeirra. Framtíðarvinir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Michael B. Hancock, borgarstjóri í Denver. Akureyri verður vinabær Denver Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Mikið fjör var á tvennum Evróvisjón-tónleikum í Hofi síðasta laugardagskvöld. Greta Salóme, Friðrik Ómar, Regína Ósk og Jónsi. Bæjarlind 16 - Kópavogur - Sími 553 7100 - www.linan.is opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 Allegro 3ja sæta kr. 435.800 Edge tunguhornsófi 200x280 kr. 283.000 Simon e 3ja sæta kr. 20 6.000 Simon e 2ja sæta kr. 17 5.400 Avignon 3ja sæta kr. 232.800 Sófarstórir og smáir Krabbameinsfélagið Á móti hækkandi sól Streita og áfallið að greinast með krabbamein Örráðstefna 10. maí kl. 16:30-18:00 16:30-16:35 Ráðstefnan sett. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. 16:35-16:40 Ráðgjöf. Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur segir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 16:45-17:00 Sjálfsvíg og hjartaáföll í kjölfar krabbameins- greiningar. Dr. Unnur A. Valdimarsdóttir dósent í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. 17:00-17:15 „Fyrstu skrefin“, fag- og reynsluþekking. Dr. Snorri Ingimarsson krabbameins- og geðlæknir. 17:15–17:30 „Sorg og fjalllendi“, stuðningur við fjölskyldur. Sr. Sigurður Arnarson sóknarprestur í Kópavogskirkju. 17:30-17:45 „Berskjaldaður - að brotna til að opna“. Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands, ráðgjafi og rithöfundur. 17:45-18:00 Kaffi og spjall. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur Fundarstjóri: Rudolf Adolfsson, geðhjúkrunarfræðingur Krabbameinsfélag Íslands, Skógarhlíð 8, 105 Rvk., 540 1900, www.krabb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.