Morgunblaðið - 10.05.2012, Page 26

Morgunblaðið - 10.05.2012, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Sumarið kom formlega til Akur- eyrar á mánudaginn. Þegar ég leit út um eldhúsgluggann var bæði verið að slá fótboltavöllinn sem blasir við og verið að setja upp vallarklukk- una. Það er ætíð ánægjuleg stund; eins og það er slæmt þegar hún er tekin niður á haustin. Fyrstu dagana eftir að hún er sett í geymslu veit maður ekki hvað tímanum líður …    Á mánudagskvöldið sannfærð- ist ég svo endanlega um að sumarið væri komið til höfuðborgar Norður- lands. Það var þegar byrjaði að snjóa …    Stór hópur frá bandarísku borg- inni Denver sótti Akureyri heim í gær, þar á meðal borgarstjórinn, Michael B. Hancock og fjöldi fólks úr ferðaþjónustunni. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, var með í för.    Hancock borgarstjóri og Eiríkur Björn Björgvinsson, starfsbróðir hans á Akureyri, undirrituðu við há- tíðlega athöfn í Hofi viljayfirlýsingu um að komið verði á formlegu vina- bæjasambandi á milli Denver og Ak- ureyrar sem fyrst, með áherslu á samvinnu á sviði menningarmála, menntunar og viðskipta.    Denver er í Colorado-ríki, við rætur Klettafjalla. Í borginni og næsta nágrenni búa um 620 þúsund manns.    Bandarísku gestunum var boðið í kynnisferð um Akureyri, m.a. var farið út í Hrísey þar sem Hús Há- karla-Jörundar var skoðað sem og bláskelsræktun við eyjuna.    Forráðamenn bæjanna skiptust á gjöfum í gær, eins og siður er við slíkar athafnir. Denverbúar færðu Eiríki bæjarstjóra t.d. forláta kú- rekahatt sem fór honum afar vel í sólinni sunnan við Hof …    Karl Frímannsson, skólastjóri á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, gegnir stöðu fræðslustjóra á Akureyri næsta árið í stað Gunnars Gísla- sonar sem fer í leyfi. Ellefu sóttu um starfið.    Meirihluti skólanefndar sam- þykkti tillögu bæjarstjóra á fundi í vikunni um að ráða Karl. Logi Már Einarsson, S-lista, og Helgi Vilberg Hermannsson, A-lista, sitja hjá og Gerður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi B-lista, lét bóka að hún mótmælti vinnubrögðum við ráðninguna. Skv. samþykktum skólanefndar ætti nefndin að veita bæjarstjóra umsögn um þá sem sækjast eftir starfinu áð- ur en ráðið er, en nefndin hefði aldr- ei fjallað um málið.    Evrópustofa hefur tekið til starfa á Akureyri. Útibú var opnað á mánudaginn í húsnæði Norrænu upplýsingaskrifstofunnar við Kaup- vangsstræti, og á sama tíma var opnuð plakatasýning á Glerártorgi þar sem ESB er útskýrt í máli og myndum.    Opnun Evrópustofu á Akureyri er liður í þeirri viðleitni miðstöðv- arinnar að auka almenna þekkingu á Evrópusambandinu meðal íslensks almennings, segir í tilkynningu frá stofunni. „Þar munu gestir hafa að- gang að upplýsingaefni, bæði al- mennu kynningarefni sem og fræði- legum bókakosti um ESB, ásamt því sem fólki stendur til boða að setjast niður við tölvu og sækja sér upplýs- ingar um ESB og starfsemi þess á veraldarvefnum.“    Tvennir gríðarlega vel heppnaðir tónleikar voru í Hofi síðastliðið laug- ardagskvöld. Þar var Evróvisjón- stemning í algleymingi; hluti Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands kom fram ásamt kór og bakröddum og söngvararnir Friðrik Ómar og Reg- ína Ósk fluttu hvern smellinn af öðr- um, úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva frá upphafi. Heið- ursgestir voru Greta Salóme og Jónsi, sem keppa fyrir Íslands hönd í Aserbaídsjan. Þau fluttu lag Gretu, Never Forget.    Tuttugu og sjö sóttu um starf verkefnisstjóra atvinnumála hjá Ak- ureyrarbæ. Sævar Pétursson lét af því starfi 1. mars og umsóknar- frestur rann út 25. apríl og gert er ráð fyrir að ráða mann fljótlega.    Vorboðinn hrjúfi, KK, og Maggi Eiríks verða með tónleika á Græna hattinum á laugardagskvöldið. Þar fara þeir yfir feril beggja í tali og tónum.    Birtingarmyndir ofbeldis, af- leiðingar og úrræði verða til umfjöll- unar á ráðstefnu sem Jafnrétt- isstofa, Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi og Háskólinn á Akureyri standa fyrir á morgun. Fjöldi at- hyglisverðra erinda er á dagskránni.    Barokktónleikar verða í Hömr- um í Hofi í kvöld kl. 20. Á tónleik- unum verður flutt tónlist eftir tón- skáld á borð við Buxtehude, Marcello, Frescobaldi og Corelli. Fram koma Ásdís Arnardóttir, selló, Eyþór Ingi Jónsson, semball, og Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla.    Stefán B. Gunnlaugsson, lektor við Háskólann á Akureyri, heldur erindi í hádeginu í dag á málstofu í skólanum; Áhrif frumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjald á ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki. Stefán og Daði Már Kristófersson athug- uðu nýverið áhrif og afleiðingar frumvarpanna, á vegum atvinnu- veganefndar Alþingis, og ræðir Stef- án í dag um niðurstöðu skýrslu þeirra. Framtíðarvinir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Michael B. Hancock, borgarstjóri í Denver. Akureyri verður vinabær Denver Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Mikið fjör var á tvennum Evróvisjón-tónleikum í Hofi síðasta laugardagskvöld. Greta Salóme, Friðrik Ómar, Regína Ósk og Jónsi. Bæjarlind 16 - Kópavogur - Sími 553 7100 - www.linan.is opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 Allegro 3ja sæta kr. 435.800 Edge tunguhornsófi 200x280 kr. 283.000 Simon e 3ja sæta kr. 20 6.000 Simon e 2ja sæta kr. 17 5.400 Avignon 3ja sæta kr. 232.800 Sófarstórir og smáir Krabbameinsfélagið Á móti hækkandi sól Streita og áfallið að greinast með krabbamein Örráðstefna 10. maí kl. 16:30-18:00 16:30-16:35 Ráðstefnan sett. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. 16:35-16:40 Ráðgjöf. Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur segir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 16:45-17:00 Sjálfsvíg og hjartaáföll í kjölfar krabbameins- greiningar. Dr. Unnur A. Valdimarsdóttir dósent í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. 17:00-17:15 „Fyrstu skrefin“, fag- og reynsluþekking. Dr. Snorri Ingimarsson krabbameins- og geðlæknir. 17:15–17:30 „Sorg og fjalllendi“, stuðningur við fjölskyldur. Sr. Sigurður Arnarson sóknarprestur í Kópavogskirkju. 17:30-17:45 „Berskjaldaður - að brotna til að opna“. Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands, ráðgjafi og rithöfundur. 17:45-18:00 Kaffi og spjall. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur Fundarstjóri: Rudolf Adolfsson, geðhjúkrunarfræðingur Krabbameinsfélag Íslands, Skógarhlíð 8, 105 Rvk., 540 1900, www.krabb.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.