Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 68
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Það er frábær tilfinning að bókin skuli vera komin út á ensku og ég er mjög ánægður með útkomuna,“ seg- ir Stephan Benediktson, útgefandi bókarinnar Wakeful Nights, Steph- an G. Stephansson: Icelandic- Canadian Poet eftir Viðar Hreins- son, bókmenntafræðing í Reykjavík- urakademíunni. Þó að Stephan hafi gefið út fjórar bækur er bókaútgáfan áhugamál, fyrst og fremst til þess að halda minningu móður hans og afa á lofti. Hann er annars að upplagi ósköp venjulegur Kanadamaður af íslensk- um ættum, ólst upp skammt frá Markerville í Alberta-fylki, var níu ára þegar faðir hans dó frá eig- inkonu og fjórum börnum og fór fljótlega að vinna fyrir sér í olíunni, sem nóg virðist vera af í Alberta. Að loknu háskólanámi í verkfræði starf- aði hann við olíuiðnaðinn víða um heim í um hálfa öld, settist í helgan stein upp úr aldamótum og fór þá að skrifa, en var kallaður aftur til leiks og var forstjóri bandaríska olíu- fyrirtækisins Daleco Resources Corp. í West Chester í Pennsylvaníu þar til fyrir skömmu. „Nú er ég hættur, en hef samt nóg að gera,“ segir Stephan. Stephan G. Stephansson hefur verið kallaður mesta skáld Vest- urheims. Hann skrifaði verk sín á ís- lensku og er því ekki svo vel þekkt- ur vestanhafs, en bókinni er ætlað að kynna skáldið og kveð- skapinn fyrir hinum enskumælandi heimi. Bókin var kynnt á Þjóð- ræknisþingi í Brandon í Manitoba í Kanada um helgina og kynning á henni verður í Þjóðmenn- ingarhúsinu í dag. „Hún er mjög vel unnin í alla staði,“ segir útgefandinn. Jon Sie- vert sá um útlitið en ritstjórar enska textans eru Nelson Gerrard, sem jafnframt er myndritstjóri, Jane Ross og Kenneth Graham. Útgáfa bókarinnar er styrkt af Stephani, mennta- og menningarmálaráðu- neytinu, utanríkisráðuneytinu, Baugi Group og sérstökum sjóði, Icelandic and Literature Fund í Manitoba-háskóla í Winnipeg. „Ég hef lært mikið í sambandi við gerð þessarar bókar en nú þarf ég að læra að markaðssetja hana,“ seg- ir Stephan og bætir við að bókin sé til sölu á netinu (hjá amazon.com). „Það er alltaf betra að koma út með hagnaði en tapi og í þessu tilviki skiptir það Viðar meiru máli en mig.“ Úr olíuiðnaði í bókaútgáfu  Gefur út bók um afa sinn Steph- an G. á ensku Morgunblaðið/Ómar Stoltir Bókin kynnt í kanadíska sendiráðinu í gær. Frá vinstri: Stephan, Viðar Hreinsson og Alan Bones sendiherra. Fyrir 10 árum stofnaði Stephan Vilberg Benediktson forlagið Benson Ranch Inc. og gaf út sögu sína, Stefan’s Story, A Half Century in the Int- ernational Oil Business. Bókina tileinkaði hann móð- ur sinni, Rósu Stephansson Benediktson, dóttur Kletta- fjallaskáldsins. 2003 gaf hann út bókina Stephan’s Daughter, The Story of Rosa Siglaug Benediktson eftir Jo- anne White. 2008 kom síðan út endurminningabókin Looking Back Over My Shoulder eftir Rósu og nú er það Wakeful Nights. Ævisaga Stephans G. Steph- anssonar eftir Viðar Hreinsson kom út í tveimur bindum hjá for- laginu Bjarti 2002 (Landneminn) og 2003 (Andvökuskáld) en fyrri bókin var tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna. Hefur gefið út fjórar bækur STEPHAN VILBERG BENEDIKTSON MENNINGARFRÖMUÐUR VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Anna Mjöll komin á fast 2. Tveggja telpna leitað í Kópavogi 3. Hvað höfum við gert ykkur? 4. Sátu föst í þrjár klukkustundir »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Mugison mun ásamt hljómsveit sinni halda tónleika á Nasa 19. maí nk. og hefjast þeir kl. 22. Verða það fyrstu tónleikar félaganna frá því fyr- ir jól. Mugison mun hita upp með því að leika á mirstument. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mugison og félagar halda tónleika á Nasa  Færeyska tón- listarkonan Eivör Pálsdóttir heldur tónleika í kvöld í Edrúhöllinni, hús- næði SÁÁ í Efsta- leiti 7. Auk Eivarar mun hljómsveitin 1860 skemmta gestum. Tónleik- arnir eru hluti af tónleikaröðinni Kaffi, kökur og rokk&ról og hefjast kl. 20.30. Tónleikunum lýkur fyrir kl. 22. Eivör og hljómsveitin 1860 í Edrúhöllinni  Hljómsveitirnar Sudden Weather Change, Heavy Experience og Oyama halda tónleika á skemmtistaðnum Faktorý í kvöld og stígur fyrsta hljómsveit á svið upp úr kl. 21. Sudden Weather Change og Heavy Ex- perience senda brátt frá sér nýjar breið- skífur en Oyama er tiltölulega nýstofnuð hljómsveit. Þrjár hljómsveitir á Faktorý í kvöld Á föstudag SV 5-10 m/s og dálítil væta, en yfirleitt þurrt á aust- anverðu landinu. Hiti víða 5 til 10 stig. Á laugardag S og SA 8-13 m/s og rigning. Hiti svipaður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 3-8 m/s og dálítil væta, en hægviðri á austanverðu landinu, skýjað með köflum og skúrir á stöku stað. Hiti 3 til 8 stig. VEÐUR Stella Sigurðardóttir, stór- skytta Framara, var svo sannarlega hetja Safamýr- arliðsins þegar það lagði Íslands- og bikarmeistara Vals í æsispennandi fjórða úrslitaleik liðanna í N1- deild kvenna í handknatt- leik. Stella skoraði sigur- markið á lokasekúndum leiksins og tryggði liði sínu oddaleik sem fram fer á Hlíðarenda á laugardag- inn. »2-3 Stella tryggði Fram oddaleik Þormóður Árni Jónsson, Júdófélagi Reykjavíkur, verður á meðal kepp- enda á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar en endanlegur keppendalisti var birtur á heimasíðu alþjóðajúdó- sambandsins í gær. Þormóður keppti á ÓL í Peking fyrir fjórum árum og komst þá í sextán manna úr- slit. »1 Þormóður kominn með farseðil á ÓL í London Nýliðar Skagamanna tefldu fram flestum uppöldum leikmönnum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu. Níu af þeim þrettán sem klæddust gula og svarta búningnum í sigur- leiknum gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli á sunnudags- kvöldið eru heimamenn á Akra- nesi. »4 ÍA tefldi fram flestum uppöldum leikmönnum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.