Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 ÞVOTTAEFNI FYRIR HVERT TILEFNI STÓRÞVOTTUR FRAMUNDAN? HAFÐU ÞAÐ FÍNT NÚ ER ÞAÐ SVART Ekkert jafnast á við Neutral Storvask til að komast til botns í þvottakörfunni. Hentar fyrir þvott af öllu tagi. Silkihönskum, ullarteppum og dúnúlpum hæfir 30 til 40 gráðu þvottur í höndum eða vél með Neutral Uld- og finvask. Neutral Sort vask varðveitir svartan glæsileikann svo hann tapi ekki lit sínum. Upplitað er bara ekki í tísku þessa dagana. Fyrir alla muni, ekki láta þennan lenda í hvíta þvottinum. Létt er að flokka litríka sokka. NÚ ER ÞAÐ HVÍTT HALTU LÍFI Í LITUNUM Ensímin í Neutral Hvid vask losa þig við erfiða bletti og óhreinindi. Það skilar sér í björtum og hvítum þvotti. Fljótandi Neutral leysist vel upp og hentar því líka vel í handþvottinn. Settu svolítið af Neutral Color í hólfið og njóttu þess að fá þvottinn jafn litríkan úr vélinni aftur. Þetta er kröftugt, þú notar bara lítið af dufti í hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist. Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral Dönsku astma- og ofnæmissamtökin ÍS LE N SK A SI A .I S N AT 59 69 4 05 .2 01 2 Föstudaginn 11. maí verður haldinn tæknidagur tækni- og verk- fræðideildar Háskólans í Reykja- vík. Þann sama dag stendur háskól- inn fyrir málþinginu „Íslenskt atvinnulíf kallar á tæknimenntun“ og hefst það klukkan 12.00 í stofu V101. Að málþinginu loknu sýna nem- endur lokaverkefni úr þriggja vikna námskeiðum tækni- og verk- fræðideildar og má þar meðal ann- ars nefna gönguróbót sem ætlað er að prófa gervifætur, verkefnið Út í geim og aftur heim þar sem nem- endur hönnuðu og smíðuðu loftbelg sem fer upp í 35 km hæð og tekur myndir í gufuhvolfinu, verkefnið Hittu í mark sem inniheldur raf- ræna handboltamarkið e-Goal en það mælir hraða og nákvæmni handboltans, og verkefni þar sem tekið er fyrir hvaða áhrif hreyfi- nám hefur á virkni heilans. Þátttakendur í málþinginu verða: Oddný Harðardóttir, fjár- málaráðherra og starfandi iðn- aðarráðherra, Kristinn Andersen, Verkfræðingafélagi Íslands, Orri Hauksson, Samtökum iðnaðarins, Pétur Reimarsson, Samtök atvinnu- lífsins, og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Að erindum loknum verða umræður. Málþing um íslenskt atvinnulíf Morgunblaðið/Ernir Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, færði í gærmorgun Guð- rúnu Benediktsdóttur, íbúa í Brekkusmára í Kópavogi, fyrstu bláu endurvinnslutunnuna. Kópa- vogur er fyrsta sveitarfélagið á höf- uðborgarsvæðinu til að dreifa slíkum tunnum til allra bæjarbúa, segir í frétt frá bænum. Þar með geta íbú- arnir flokkað sorp beint í endur- vinnslutunnu við heimili sitt. Mark- miðið er að hvetja til endurvinnslu og draga úr úrgangi sem fer til urðunar. Yfir sjö þúsund tunnum verður dreift í bænum og má búast við að það taki um það bil fimm vikur að koma þeim til allra. Bæjarbúar fá um leið bækling með nánari upplýsing- um um hvað megi fara í bláu tunn- una. Eftir breytingarnar hafa bæj- arbúar aðgang að tveimur tunnum við heimili sín; einni grárri fyrir al- mennt sorp og annarri blárri þar sem í fara dagblöð, fernur, bylgju- pappi og fleira sem síðan er sent til endurvinnslu. Fulltrúar frá Kópa- vogsbæ og Íslenska gámafélaginu hafa síðustu vikur gengið í fjölbýlis- hús í bænum og kynnt þetta nýja fyr- irkomulag í sorphirðu. Þar er fólki bent á ýmsar leiðir til að koma nýju tunnunum fyrir með smekklegum hætti. Til dæmis með því að láta út- búa timburskýli á einfaldan hátt. Kostnaður við bláu tunnurnar er innifalinn í sorphirðugjöldum. Bláar tunnur við öll heimili Sú fyrsta Ármann bæjarstjóri færði Guðrúnu fyrstu tunnuna.  Yfir sjö þúsund bláum tunnum verður dreift til íbúa í Kópavogi  Íbúar hafa framvegis aðgang að tveimur tunnum Fyrstu kríur sumarsins sáust við syðri enda Tjarnarinnar í Reykjavík í gær að því er fram kemur á vef borgarinnar. Í Hljómskálagarðinum mátti einnig sjá maríuerlu í leit að flugu og úr Vatnsmýrinni sunnan Hringbrautar heyrðist í jaðraka, lóu og hrossagauk. Í Vatnsmýrinni hafa staðið yfir framkvæmdir til að bæta votlendið og varpsvæði fugla, en þeim er nú lokið. Hljómskálagarðurinn skartar nú 50 kirsuberjatrjám í vesturenda garðsins, en þau voru gróðursett í fyrravor og eru gjöf frá japansk- íslenska félaginu og íslensk- japanska félaginu. Þau voru gróð- ursett til vitnis um vináttu Japana og Íslendinga í tilefni af hálfrar ald- ar afmæli þessara félaga. Sum þeirra eru farin að skarta fallegum ljósbleikum blómum. Fyrstu kríurn- ar eru komnar á Tjörnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.