Morgunblaðið - 09.06.2012, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Íslenska bridslandsliðið er á förum
til Dublin á Írlandi til að taka þátt í
51. Evrópumótinu í sveitakeppni
sem hefst á þriðjudaginn kemur.
Landsliðið ætlar að freista þess að
gera atlögu að einu verðlaunasæt-
anna og eins að öðlast rétt til þátt-
töku í næsta heimsmeistaramóti.
„Evrópumótið er eitt af aðalmót-
unum okkar og er mjög mikilvægt,“
segir Björn Eysteinsson, fyrirliði og
landsliðseinvaldur í brids. Þátt-
tökuþjóðirnar eru 34 talsins og mis-
jafnlega sterkar en nú finnast ekki
lengur neinar Evrópuþjóðir sem
kalla má „lélegar“, að sögn Björns.
Búast má við að 10-12 þjóðir komi til
með að berjast um efstu sætin. Á
mótinu er spilað um gull-, silfur- og
bronsverðlaun og eins fá liðin í 5-6
efstu sætunum mögulega rétt til
þátttöku í heimsmeistaramótinu.
Björn segir að Evrópa sé gríðarlega
sterk þegar kemur að brids. Yfir-
leitt eru heimsmeistararnir frá ein-
hverri Evrópuþjóð eða frá Banda-
ríkjunum.
Tvær kynslóðir keppenda
Í landsliðinu í brids sem nú fer til
Írlands eru þrír spilarar sem voru í
landsliðinu sem vann heimsmeist-
aratitilinn árið 1991. Það eru þeir
Aðalsteinn Jörgensen, Jón Bald-
ursson og Þorlákur Jónsson. Auk
þeirra eru í landsliðinu yngri liðs-
menn, það er þeir Bjarni Einarsson,
Magnús Magnússon og Þröstur
Ingimarsson. Björn segir að lands-
liðið sé skipað mönnum með mikla
reynslu. Yngri mennirnir eru orðnir
mjög reyndir og hafa náð heil-
miklum árangri á síðustu 10-15 ár-
um með þátttöku í Evrópumótum og
Ólympíumótum. Björn er fyrirliði en
spilar ekki að þessu sinni. Hann var
hins vegar spilandi landsliðsfyrirliði
á Ólympíuleikunum í Peking 2008.
Bridslandsliðið hefur stundað
stífa þjálfun undanfarið. Þar á með-
al hafa liðsmenn farið í langar göng-
ur, allt upp í 15 km í einu. Síðustu
þjálfunargöngunni lauk með máls-
verði í boði Úlfars á Þremur frökk-
um, en það er orðin hefð að enda
æfingatörnina þar. Björn sagði mik-
ilvægt að þjálfa vel fyrir stórmót á
borð við Evrópumótið.
„Þetta er fyrst og fremst mikið
andlegt álag. Til að geta staðist það
þarf líkaminn að vera vel und-
irbúinn, þjálfaður, sterkur og
hraustur til að geta stutt heilabúið,“
segir Björn. Mótið stendur í nærri
tvær vikur og menn geta þurft að
sitja að spilum allt upp í 10-12
klukkustundir á dag.
„Ef hver maður spilar t.d. 60 spil
á dag og fær 10 alvöru verkefni í
hverju spili þá er hann að fá 600
verkefni á dag sem heilinn þarf
virkilega að vanda sig við að leysa,“
segir Björn. Hann sagði verkefnin
geta verið miklu fleiri en þetta.
Menn verði því að gæta vel að nær-
ingu og hvíld meðan á mótinu stend-
ur og þurfi á öllu sínu að halda.
Setja stefnuna á toppbaráttuna
Landsliðið í brids er á förum á Evrópumót á Írlandi Liðið hefur lokið strangri þjálfun sem m.a.
fólst í löngum gönguferðum Stefnt er á verðlaunasæti og þátttökurétt á heimsmeistaramóti
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Bridslandsliðið Stífar æfingar hafa staðið yfir hjá landsliðinu. F.v. Þröstur Ingimarsson, Aðalsteinn Jörgensen,
Magnús Magnússon, Björn Eysteinsson fyrirliði, Bjarni Einarsson, Þorlákur Jónsson og Jón Baldursson.
Íslendingar hafa tekið þátt í
Evrópumótinu í bridge í meira
en hálfa öld. Fyrsta Evr-
ópumótið var haldið árið 1932 í
Seveningen í Hollandi. Mótin
voru haldin árlega til að byrja
með. Síðari heimsstyrjöldin
setti svo strik í reikninginn og
lágu mótin niðri í nokkur ár.
Að stríðinu loknu, árið 1948,
var þráðurinn tekinn upp að
nýju. Ákveðið var 1960 að Evr-
ópumótin skyldu fara fram ann-
að hvert ár. Mótin voru haldin
þegar ártalið endaði á oddatölu
þar til fyrir sex árum að þau
voru færð yfir á jöfnu töluna.
Fyrsta heimsmeistaramótið í
bridge var haldið árið 1951. Ís-
lendingar unnu heimsmeist-
aratitilinn árið 1991 og fengu
verðlaunagripinn Bermúdaskál-
ina að launum. Björn Eysteins-
son var þjálfari heimsmeist-
aranna og í liðinu voru
Aðalsteinn Jörgensen, Guð-
laugur R. Jóhannsson, Guð-
mundur Páll Arnarson, Jón
Baldursson, Þorlákur Jónsson
og Örn Arnþórsson.
Bermúda-
skálin
HEIMSMEISTARAR 1991
JÁKVÆÐ MERKI
ÚR ATVINNULÍFINU
Það eru jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi. Fjölmörg fyrirtæki
eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður.
Arion banki fagnar þessum góða árangri.
Kynntu þér málið á arionbanki.is