Morgunblaðið - 09.06.2012, Síða 41

Morgunblaðið - 09.06.2012, Síða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Lára frænka, móðursystir mín, hefði orðið 75 ára í dag 9. júní, en hún kvaddi þetta líf 31. mars sl. Hún var síðasti hlekkurinn í systkina- hópnum frá Sólmundarhöfða III. Nú eru þau öll farin og er það mikill sjónarsviptir fyrir okkur kynslóðirnar á eftir þeim. Það er nú í okkar höndum að halda ættartengslunum á lofti, það veit ég að frænka mín hefði viljað. Það var Láru frænku þung raun að missa þrjú elstu systkini sín með fárra ára millibili, langt fyrir aldur fram. Sjálf glímdi hún við sama sjúkdóm og lagði þau að velli, en það var alveg með ólíkindum hvað hún frænka mín stóð af sér og hafði fjöl- skyldan það oft á orði að hún Lára Ágústsdóttir ✝ Lára Ágústs-dóttir fæddist í Ási á Hvamms- tanga 9. júní 1937. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 31. mars 2012. Útför Láru fór fram frá Akra- neskirkju 10. apríl 2012. ætti sér níu líf eins og kötturinn. Í gegnum tíðina hef ég oftar en ekki heyrt um myndug- leika Höfðasystkin- anna og er mjög stolt af því að vera í hópi afkomenda þeirra. Hún frænka mín var falleg kona bæði að innan sem utan, alltaf svo sæt og fín og vel tilhöfð. Ég gleymi ekki hvað mér fannst lökkuðu táneglurnar hennar flottar þeg- ar ég var lítil stelpa. Frá þeim árum minnist ég líka frænku setja permó í hárið á kynsystr- um sínum, túbera og greiða í holinu á Brekkubrautinni, enda alveg einstaklega handlagin og smekkleg kona. Hrókur alls fagnaðar á mannamótum, gjarn- an með gítarinn í hendi, syngj- andi hress og kát. Já þannig var Lára frænka. Mamma og Lára frænka voru ekki bara systur, heldur líka bestu vinkonur sem deildu sam- an gleði og sorg og voru ein- staklega samrýndar. Höfðu dag- leg samskipti, annaðhvort símleiðis eða með því að líta inn hvor hjá annarri. Samband þeirra einkenndist af samheldni, virðingu og væntumþykju í garð hvor annarrar sem aldrei bar skugga á. Samband sem við frænkur og systur getum tekið okkur til fyrirmyndar. Í þessum skrifum mínum get ég ekki látið hjá líða að minnast þess hve vel þau Lára og Haddi reyndust okkur Vesturgötu- systkinunum í veikindum móður okkar og síðar við fráfall henn- ar. Þau, með fullt hús barna, gátu alltaf á sig börnum bætt, verið huggandi og styrkjandi fyrir ungar sálir. Já þannig voru Lára og Haddi, bæði alveg ein- stök í mínum huga. Þegar við Helgi byggðum okkur hús, steinsnar frá æsku- slóðum Höfðafjöskyldunnar þar sem Lára og Haddi höfðu hreiðrað um sig á efri árunum, fann ég strax fyrir hlýjum straumum. Já, hún frænka mín sagði mér að hún fylgdist með okkur út um eldhúsgluggann sinn, það þótti mér vænt um að heyra. Ég vil að lokum þakka Láru frænku fyrir allt sem hún var okkur fjölskyldunni, en fyrst og fremst fyrir að vera hún sjálf, flotta og skemmtilega frænkan mín. Kveðja, Arna. ✝ Gyðríður Sig-urðardóttir fæddist í Steinsbæ á Eyrarbakka 22. september 1929. Hún lést 28. maí 2012. Foreldrar Gyðu voru Sigurður Jónsson og Regína Jakobsdóttir í Steinsbæ. Eign- uðust þau níu börn en sjö þeirra komust á legg. Gyða giftist Guðjóni Pálssyni frá Sandvík E.B. Þau felldu hugi saman árið 1947 og giftu sig ári til húsið eyðilagðist í jarðskjálft- anum 2008. Þá fluttu þau á Foss- heiði 36 á Selfossi þar sem þau hafa búið síðan. Gyða og Guðjón áttu mörg sameiginleg áhuga- mál. Má þar nefna slysavarna- mál sjómanna og var Gyða lengi í stjórn slysavarnadeildarinnar Bjargar og störfuðu þau þar saman alla tíð. Ferðalög voru þeim hugleikin og ferðuðust þau saman um landið allt og einnig um Evrópu og Ameríku. Gyða var lengi í stjórn Félags eldri borgara á Eyrarbakka og tók virkan þátt í starfsemi félagsins. Gyða var fyrsti leikskólastjórinn í leikskólanum Brimveri á Eyr- arbakka. Hún hafði mikinn áhuga á íslenskri tungu, hann- yrðum og alls kyns föndri. Útför Gyðu verður frá Eyrarbakkakirkju í dag, 9. júní 2012 og hefst athöfnin kl. 14. síðar, þann 11. des- ember 1948 og áttu þau því saman 65 ár. Eignuðust þau fjögur börn: Reg- ínu sem er gift Sig- geiri Ingólfssyni, dreng sem dó í fæð- ingu, Ingileifu sem er gift Ólafi Leifs- syni og Margréti sem er gift Þór Ólafi Hammer. Af- komendur Gyðu eru 31. Þau bjuggu fyrstu árin í Steinsbæ meðan þau byggðu Höfn. Í Höfn bjuggu þau allt þar Kveðja til hennar tengda- mömmu sem var mér svo traust og góð. Hún var hafsjór af fróð- leik og hafði gaman af því að segja frá og rifja upp gamlar minningar frá Eyrarbakka. Það eru einstök forréttindi að fá að kynnast svona einstaklingi. Huggun er okkur í þungum harmi að vita þig lausa við sjúkdóms böl. Hvílandi nú upp að alföður barmi hugljúfa, fríska og lausa við kvöl. Ástvinir allir nú saman hér stöndum og leitum að styrk, kæri Drottinn, til þín. Trú á þig bindi oss fastari böndum nú að huggun í harmi við leitum til þín. Á kveðjustund við erum hér, kæru vinir, frænkur og frændur. Lífið kemur og lífið fer en öll við hittumst um síðir aftur. Nú kveðjum við þig, kæra vina sem á förum ert í burtu hér. En nú hittir þú alla ættmennina sem farnir eru á undan þér. (Höf. ók.) Innilegar samúðarkveðjur til Gauja tengdapabba og allra æt- ingja og vina. Siggeir Ingólfsson. Ég var stödd út í Manchester þegar ég frétti að amma mín kær hefði fengið heilablóðfall. Fyrsta hugsunin var bara að komast heim. Stuttu síðar var hún dáin. Það var svo sárt að vera svona langt í burtu og ná ekki heim til að kveðja hana. Aldrei hefði mig grunað að það yrði í síðasta skiptið sem ég hitti hana þegar hún og afi komu í af- mæliskvöldverðinn hennar mömmu þann 16. maí. Amma var ekki stór, en persónuleiki hennar var það svo sannarlega. Hún átti alltaf hlý orð, hlýja hendi á vanga og gott faðmlag. Hún var alltaf ótrúlega róleg og með mikið jafnaðargeð hvað sem gekk á. Ég man þegar við fórum í bílferð til Evrópu þá sat hún á milli okkar Sigga svo við mynd- um ekki slást. Ég man þegar ég var svo reið yfir að vinkona mín á Brimveri kallaði hana ömmu að ég henti rólu í hausinn á henni og hún fékk stærðarkúlu. Þá skammaði amma mig ekki heldur tók mig í fangið og fór með mig afsíðis. Þar útskýrði hún fyrir mér að á leikskólanum þá mættu allir kalla hana ömmu en þegar við værum komnar heim þá væri ég bara amma hennar. Þessi vinkona mín kom og spurði eftir mér seinna um daginn og hún fékk að koma inn einungis ef hún lofaði að kalla ömmu ekki ömmu heldur bara Gyðu! Ég man að amma var alltaf með eitthvað í höndunum. Hún var mikil hannyrða- og föndur- kona og geymdi alls konar hluti sem sniðugt var að föndra úr. Hún var mjög hugmyndarík og kom oft með alls kyns lausnir á hvernig hægt væri að gera hlut- ina, sem voru kannski voða ein- faldar þegar hún benti manni á þær. Hún las mikið og ósjaldan dró hún fram eitthvað áhugavert sem hún hafði klippt út úr blöð- um til að sýna manni. Henni fannst mikilvægt að tala fallega íslensku og fannst alltaf leiðin- legt að heyra okkur segja að eitthvað væri ógeðslega gott eða geðveikt fallegt. Hún sagðist bara ekki geta skilið hvernig eitthvað sem væri ógeðslegt gæti verið gott. Þannig leiðrétti hún mann oft bara með því að benda á fáránleikann í hlutun- um. Amma og afi héldu alltaf jólaboð á jóladag þar sem fjöl- skyldan kom saman. Þetta var eitt af þeim boðum sem ég reyndi alltaf að komast í ef ég mögulega gat. Ömmu þótti svo vænt um að hafa alla fjölskyld- una samankomna á einum stað. Það verður skrítið að hittast næsta jóladag og hún verður ekki með. Er þó eiginlega viss um að hún muni sitja með okkur og brosa yfir þessum stóra og fallega hópi sem hún á. Hún amma mín var lítil kona með stórt hjarta þar sem pláss var fyrir alla. Hennar verður sárt saknað. Innilegar saknaðarkveðjur, þín dótturdóttir, Guðrún Sigríður. Nú kveðjum við elstu systur okkar, Gyðu, en fyrir aðeins tveimur mánuðum lést bróðir okkar Jón. Við minnumst þeirra beggja með söknuði. Gyða var alltaf mjög fé- lagslynd og þegar hún var ung stúlka á Eyrarbakka var hún í skátafélaginu Birkibeinum, henni fannst skátastarfið mjög skemmtilegt. Hún tók okkur yngri systurnar oft með sér í stutt ferðalög í Þrastarskóg, sem var mikill uppáhaldsstaður okk- ar, eða til Þingvalla, og alltaf var farið í berjamó á haustin. Gyða og Guðjón maður henn- ar byggðu sér hús 1949 á næstu lóð við Steinsbæ, hús foreldra okkar, og nefndu það Höfn. Þar bjuggu þau þar til húsið eyði- lagðist í síðustu Suðurlands- skjálftum en þá fluttu þau á Sel- foss. Í Höfn var mikill gestagangur, alltaf opið hús og tekið á móti fólki opnum örmum og gátum við alltaf komið án þess að gera boð á undan okkur. Gyða undi sér alltaf vel á Bakkanum og gott var að vita af henni þar. Gyða var mikill styrk- ur foreldra okkar á þeirra efri árum og einnig lét hún sér annt um móðurfólk okkar. Gyða var leikskólastjóri á Eyrarbakka í mörg ár. Hún var mjög vinsæl meðal barnanna, þau heimsóttu hana og kölluðu hana ömmu. Þau hjónin sóttu allar sam- komur sem haldnar voru á Eyr- arbakka og skemmtu sér hið besta. Þau ferðuðust mikið innan- lands, gengu á fjöll meðan heils- an leyfði, sérstaklega voru þau hrifin af hálendinu og alltaf var hægt að finna nýja staði til að skoða og dást að. Gyða stundaði handverk með eldri borgurum og gaf okkur systrunum oft fallega hluti sem hún hafði gert. Við látum hér fylgja með vísu sem ort var um Gyðu tveggja ára. Gyðríður er glöð í lund, göfug hringaþilja, áfram líður ævistund eftir drottins vilja. (Sigga Gróa) Við þökkum Gyðu allar góðu samverustundirnar. Systurnar frá Steinsbæ, Ragnheiður, Marta, Guðmunda, Sólveig, Sigrún og fjölskyldur. Góða litla Gyða mín gefist lánið sanna. Og svo hljóttu heillin mín heiður guðs og manna. Þessa vísu orti faðir Gyðu, Sigurður Jónsson trésmiður frá Eyrarbakka, staddur í Sand- gerði í febrúar árið 1930. Þá er Gyða aðeins sex mánaða gömul. Þarna er stoltur faðir að senda ljóð til litlu dóttur sinnar. Orð hans hrifu heldur betur, Gyða var lánsöm kona, sem ung giftist honum Gauja sínum og áttu þau saman þrjár mannvænlegar dætur: Regínu, Ingileif og Mar- gréti. Í þau 27 ár sem ég hef um- gengist þessi heiðurshjón hef ég aldrei heyrt þau segja styggð- aryrði hvort við annað. Á langri vegferð virtist aldrei hafa fallið ryð á ást þeirra hjóna og var gaman að gleðjast með þeim í demantsbrúðkaupi þeirra fyrir nokkrum árum. Frá þeim er kominn stór og glæsilegur ætt- bogi sem allir gætu verið stoltir af og það voru þau svo sann- arlega og nutu mikillar ástar og væntumþykju niðja sinna. Það er sárt fyrir systurnar frá Steinsbæ að missa elstu systur sína hana Gyðu þar sem ekki eru nema tveir mánuðir síðan þær kvöddu einkabróður sinn, Jón Sigurðsson. En það er huggun harmi gegn að þau systkinin eru þó saman núna í Sumarlandinu og ég veit að umræðurnar hjá þeim eru skemmtilegar eins og alltaf. Líklega rætt um æskuna á Eyrarbakka og gömlu góðu dag- ana í Steinsbæ þar sem þau áttu góða æsku. Það er á hreinu að hjá þeim hafa orðið fagnaðar- fundir og mikið spjallað enda bæði vel fróð og stálminnug svo að af bar. Hann Gaui okkar hef- ur misst mikið, hversu mikið veit hann best sjálfur. En við hin vit- um að hann hefur misst frábæra eiginkonu sem var hans besti vinur og lífsförunautur. Gyða var einstaklega falleg kona bæði að utan sem innan. Enginn efast um að dætur hans og allir niðj- arnir halda vel utan um Gauja á þessum erfiðu tímum sem í hönd fara. Elsku Gaui minn, Regína, Inga og Magga og aðrir ætt- ingjar Gyðu, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur og megi allir englar himins hjálpa ykkur í sorg ykkar. Ingunn J. Óskarsdóttir. Gyðríður Sigurðardóttir ✝ Auður HelgaIngvarsdóttir fæddist að Lax- árnesi í Kjós 13. júní 1935. Hún lést á Borgarspít- alanum 24. maí 2012. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Ingvar Jónsson, f. 1.4. 1901, d. 1981 og kona hans Úr- súla Þorkelsdóttir, f. 23.12. 1899, d. 1994. Systkini: Fjóla Svandís, f. 6.6. 1930, d. 1970. Jó- hannes, f. 17.3. 1932, d. 1947, Ólafur, f. 23.5. 1933, Þrúður Svanrún, f. 11.11. 1943. Auður giftist Sigurði Jó- hannssyni, f. 22.12. 1930. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru 1) Ingibjörg Úrsúla, f. 17.1. 1957, gift Walter Marteinssyni, f. 4.9. 1956. Börn þeirra Auður og Magni Þór. 2) Bjarni Ómar, f. 25.5. 1958, giftur Helle Olsen. Þau slitu samvistum. Þeirra börn eru Kristine og Emilie. 3) Edda, f. 27.12. 1960, í sambúð með Guðmundi Marvin Sigurðs- syni. Þeirra börn eru Eva Rún, Sunna Úrsúla og Ingvar Marvin. 4) Eggert Sigþór, f. 4.7. 1962, börn hans eru Eyrún, móðir hennar er Hrefna Friðriksdóttir og Apríl Auður, móðir hennar er Helga Arnfríður Haraldsdóttir. Barna- barnabörnin eru fjögur. Auður var virk í Rithöfunda- sambandinu. Hún var ung byrj- uð að gera vísur og voru þær systur virkar í þeirri iðju og sátu margar stundir við borð- stofuborðið heima. Seinna meir þegar báðar voru orðnar hús- mæður fóru mörg ljóðabréfin milli þeirra. Eftir Auði liggja ljóðabækur og skáldsögur. Einnig orti hún erfiljóð mörg og svo var hún lagtækur smásagna- höfundur. Útför Auðar Helgu hefur far- ið fram í kyrrþey. Nú ert þú farin og fórst of fljótt en ég náði samt að segja „ég elska þig mamma“, á móti sagðir þú lágt „ég elska þig líka“. Á vorin þegar búið var að marka lömbin sem jörmuðu sárt, með blóðug eyru, söngst þú fyrir þau sem lítil stúlka í sveitinni. Og seinna í Borgar- nesi sem þú byggðir bú, með Auðarbörnin fjögur. Þú spilaðir á gamalt orgel og við sungum kvæði og ljóð, sem ég man enn. Það var hljómlist í kring um þig og til að létta þér sporin raul- aðir þú oft með sjálfri þér. Hef nú lært það líka mamma mín, að söngur og músík létta sporin um æviveg. Alltaf var skjól undir þínum væng fyrir ungana þína, sem þóttust vera fleygir. Og seinna, þegar ellikerling var að hrella þig, gerðir þú grín og með þrjósku barðistu áfram. Nú þegar leiðarlokum er náð þá, hvíl í friði mín elsku vina. Sumarlandið bíður og við hitt- umst þar. Þín eigngjarna dóttir, Edda. Æ, ekki hélt ég að það væri svona stutt til þíns skapadæg- urs systa mín. Þú varst nýflutt í Hafnarfjörðinn og laus við 4. hæðina í Kópavoginum. Þessir dagar hafa verið erfiðir, en allt hefur sinn tíma og lífsbókin þín hefur snögglega lokast. Ég minnist allra samverustunda sem við höfum átt saman. Við komum oft til þín í Borgarnes, fjölskyldan, og það var alltaf tekið á móti okkur með rausn og smá spádómum. Síðan þegar þú fluttir í borgina var margt brallað skemmtilegt. Ættarmót og fjölskylduútilegur að Laxár- nesi, safnað í bálköst í fjörunni, sungið og trallað. Sumum Kjós- aringum fannst þetta róman- tískt. Þú með gítarinn þinn og stjórnaðir söng með myndar- brag. Á þorranum var svo hóað saman í blót og þar var troðið upp með leikrit og annáll síð- asta árs var lesinn. Seinni árin höfum við svo reynt að fara þegar Kjósardagurinn var hald- inn. En nú er komið að leiðar- lokum. Ég sé ykkur, þig og Fjólu í anda. Sitja á kaffihúsinu á-ja himnum, þig íbyggna á svip, hrærandi í kaffibollanum og Fjólu með sitt spaugsama bros á vörum. Ég ímynda mér að ein og ein vísa verði til, kíkt verði í bolla og sennilega spáð í spilin ef spádómsgáfan kemur upp. En nú er skarð fyrir skildi en öll él birtir upp um síðir. Ég læt svo fylgja hér jólavísu eftir þig þó að komið sé vor. Sonurinn drottins, frelsarinn fríði, með friðinn og ljósið sitt kominn er nú. Færir hann gjafir landi og lýði, Lýsir upp hjörtun með kærleika og trú. (A.I.) Bestu þakkir fyrir allt og allt. Þín litla systir, Þrúður (Þrúða). Auður Helga Ingvarsdóttir Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.