Morgunblaðið - 09.06.2012, Side 44

Morgunblaðið - 09.06.2012, Side 44
44 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 „Ég vinn meðal annars sem flugþjónn fyrir Icelandair og nú hittist svo á að ég verð í tveggja daga vinnustoppi ásamt tveimur vinkon- um mínum í Toronto. Við ætlum að gera eitthvað brjálæðislega skemmtilegt,“ segir Draupnir Rúnar Draupnisson, sem starfar með- al annars sem fararstjóri og kennari auk flugþjónsstarfsins, en hann fagnar 36 ára afmæli sínu í dag. Hann hefur nokkrum sinnum komið til Toronto sem hann segir dásamlega borg. Þremenningarnir ætla að halda út á eyju þar, hjóla, sóla sig, borða og skemmta sér. Draupnir hefur starfað sem flugþjónn á þrettánda ár og því er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann eyðir afmælisdeginum á erlendri grundu. „Ég hef verið rosalega oft erlendis á afmælinu mínu. Í fyrra var ég til dæmis í ferð sem fararstjóri á Phi Phi-eyjum á Taílandi. Þar átti ég æðisgenginn afmælisdag,“ segir hann. Það hefur verið í nógu að snúast fyrir Draupni undanfarið en hann skilaði nýverið meistararitgerð og rannsókn í blaða- og frétta- mennsku við Háskóla Íslands. Þar skoðaði hann umfjöllun fjölmiðla um þróunarmál frá hruni. Sjálfur hefur hann meðal annars starfað sem sjálfboðaliðskennari á Indlandi auk þess að leysa af sem skólastjóri í Grímsey í fyrra. Hann hefur því á ferilsskránni að hafa bæði kennt á einum fjölmenn- asta stað í heimi og einum þeim fámennasta. kjartan@mbl.is Draupnir Rúnar Draupnisson er 36 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólhlíf Það verður vonandi ekki þörf fyrir regnhlíf í Toronto því þar hyggur Draupnir á að sóla sig með vinkonum sínum í dag. Hefur kennt bæði á Indlandi og Grímsey Þ orsteinn Ingi fæddist í Hafnarfirði 10.6. 1962 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborg 1981 og Civ.Ing-prófi frá Aalborg Universitetscenter 1988. Þorsteinn var rekstrarráðgjafi hjá Iðntæknistofnun Íslands 1988- 89, verkefnastjóri hjá Birtingi hf. og þróunarstjóri hjá Vaka hf. 1989-92, verkefnastjóri lokaverkefna í iðnaðartæknifræði við Tækniskóla Íslands 1989-95, ráðgjafi hjá Þróun- arfélagi Íslands 1992, fram- kvæmdastjóri Gagnalindar hf. 1993- 2000, markaðsstjóri í sérverkefni hjá Samrás ehf. við að markaðssetja íslenskan rafeindabúnað í breytta jeppa í Bandaríkjunum 2000-2001. Þorsteinn var markaðsstjóri hjá Ískerfi 2001-2003 og hefur verið framkvæmdastjóri Thor Ice ehf. frá 2003. Fyrirtækið selur búnað til ísk- rapsframleiðslu sem einkum er not- að í sjávarútvegi og fyrir fiskeld- isstöðvar. Um 90 prósent vörunnar eru seld úr landi en fyrirtækið fékk viðurkenningu frá Samtökum iðn- Þorsteinn Ingi Víglundsson, framkv.stj. Thor Ice, er 50 ára Skíðaferð Fjölskyldan slakar á í ljósaskiptunum í Hlíðarfjalli. Akureyri, Eyjafjörður og Vaðlaheiði í baksýn. Fjölskyldumaðurinn og náttúrubarnið Vöfflunefnd Bústaðakirkju Sóknarbörn fá vöfflur á fyrsta sunnudag í að- ventu. Frá vinstri: Þorsteinn, Hafsteinn Guðmundsson, Bogga ráðskona, Þrá- inn Þorvaldsson, Árni Sigurjónsson, Gunnar Sigurðsson og Tómas Eiríksson. Reykjavík Lilja Margrét fæddist 19. ágúst kl. 6.22. Hún vó 2.705 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Thelma Þorsteinsdóttir og Ólafur Al- exander Jóhannsson. Nýir borgarar Lilja Guðjóns- dóttir er átt- ræð í dag, 9. júní. Hún verð- ur að heiman á afmælis- daginn en laugardaginn 23. júní verður hún með kaffi í Akurgerði 25, Vogum, frá kl. 15 og fram eftir degi. All- ir vinir og vandamenn, auk allra hinna velkomnir að koma og fagna með henni. Árnað heilla 80 ára Guðrún Elín Jóhanns- dóttir og Helgi Laxdal Magnússon eiga fimm- tíu ára brúðkaups- afmæli á morgun, 10. júní. Þau giftust á Ás- hóli í Eyjafirði. Í tilefni áfangans fóru þau í ferð til Ísreals á dög- unum. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. 528 Kubota dísilmótor með 36 lítra vökvadælu, 200 bar Hæð: 1,9 m Breidd: 1,2 m Þyngd: 1200 kg Lengd: 2,5 m Lyftihæð: 2,8 m Lyftigeta: 950 kg Hestöfl: 28 Hæstánægður með Avant vélina! Stofnfiskur hf. hefur fyrir allnokkru tekið Avant 528 í sína þjónustu. Sölvi Sturluson stöðvarstjóri í Fiskalóni, Ölfusi, er hæstánægður með Avant vélina sem reynst hefur mjög vel og svo sannarlega staðið undir nafni sem liðléttingur hjá starfsmönnum Fiskalóns, sem er ein af sjö starfsstöðum Stofnfisks ehf. Hér er vélin að lyfta 700 lítra kari sem er meðal annars notað við að flytja lifandi fisk milli kerja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.