Morgunblaðið - 09.06.2012, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 09.06.2012, Qupperneq 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt rétt sé að fara eftir reglunum að öllu jöfnu er líka þroskandi að leita nýrra leiða. Taktu mark á hugboðum sem þú færð. Vertu vandlátur í því sambandi. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur enginn beðið um meira en að þú gerir þitt besta. Mundu að maður er manns gaman og ef undirbúningurinn er ánægjulegur verður útkoman enn betri. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Stundarhrifning getur dregið dilk á eftir sér þegar hún er innihaldslaust hjóm. Slakaðu á og ekki spyrja of margs. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Búðu þig vandlega undir að taka ákvörðun í viðkvæmu máli. Sýndu þessum aðilum lipurð en ef hún dugar ekki þá er það harkan sex sem gildir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhverjar glæringar eru í loftinu svo þú skalt hafa hægt um þig og segja sem minnst. Taktu samt lífinu með ró og láttu hlutina hafa sinn gang. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Mundu að þú ert ekki einn í heim- inum og það á ekki síst við um vinnustað þinn. Taktu vel á móti ráðum ættingja þíns því þau munu reynast þér gott veganesti. 23. sept. - 22. okt.  Vog Forðastu allar fjárfestingar í dag og gerðu nákvæmar áætlanir sem þú svo ferð eftir. Talaðu við vini og vandamenn, þú gætir notið góðs af ráðleggingum þeirra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að komast í burtu frá erli dagsins og leyfa sköpunarhæfileik- unum að njóta sín í ró og næði. Aðeins þannig átt þú þér viðreisnar von og getur haldið áfram. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hættu að remabst þetta og elskaðu sjálfan þig eins og þú ert í augna- blikinu – þú þarft ekkert að breyta neinu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú býst við miklu af einhverju eða einhverjum í dag og ert þess fullviss að allt verði í lagi. Gerðu ráð fyrir löngum samræðum um erfiðleika fortíðarinnar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það veltur mikið á því að þú náir að notfæra þér sérstök tækifæri sem bjóðast í dag. Vertu maður til þess að taka afleiðingum gjörða þinna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er til lítils að hafa mörg orð um hlutina ef þeim fylgja engar athafnir. Leitaðu aðstoðar ef eitthvað vefst fyrir þér. Þú ert alltaf til í að endurskapa sjálfan þig. Ég hitti karlinn á Laugaveginumá fimmtudaginn. Hann var að koma af Austurvelli og vildi sýna samstöðu með sjómönnum, útvegs- mönnum og fiskverkafólki. „En þessi forsætisráðherra!“ sagði hann og hristi höfuðið: Þegar hún vill þrætulok og þrammar fram til sátta verður mikið fjaðrafok friðurinn utan gátta. Fyrir tveim mánuðum rifjaði ég upp skemmtilega sögu, sem ég hafði lært af margfróðum manni fyrir norðan. Baldvin skáldi hefði mætt séra Matthíasi á förnum vegi og sagt: Áðan duttu átján mýs ofan af Súlnatindi. En séra Matthías svarað: Pukraðu mér í Paradís, Pétur minn, í skyndi. Margrét Ingólfsdóttir, sem fædd er á Akureyri en býr nú í Reykja- vík, hafði samband við mig og benti mér á, að hér væri málum blandið eins og sjá mætti í 1. árgangi af Nýjum kvöldvökum, sem út komu 1907. Þar segir frá því, að gömul kona, Halldóra Jónsdóttir, sem var systir Sigríðar langömmu Mar- grétar, hafi ort þessa vísu: Þrávalt báran þrauta rís, þjakar mínu lyndi, væri sálin eins og ís aldrei til hún fyndi. Halldóra gerði sér það til gamans að láta þrjá eða fjóra menn botna fyrripart vísunnar en hélt sínum eigin botni leyndum. Vísan var því orðin að eins konar gestaþraut. Þetta kvisaðist út um bæinn, án þess að Halldóra vissi, og urðu margir til að botna vísuna. Séra Matthías botnaði: Hrynji ein er önnur vís ýmsum knúin vindi. Síðan segir, að þjóðskáldið hafi bætt þrem við: Það er eins og á mig hrís árinn sjálfur bindi. Áðan duttu átján mýs ofan af Súlna tindi. Pukraði mér í Paradís, Pétur minn, í skyndi. Þetta er skemmtilegt dæmi um það hvernig þjóðsagan verður til, tveir síðustu botnarnir orðnir að klassískum orðaskiptum tveggja skálda! Ég er þakklátur Margréti fyrir að benda mér á Nýjar kvöld- vökur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Áðan duttu 18 mýs ofan af Súlnatindi Á fimmtudaginn nýttu sjómennhina öflugustu þjóðbraut á Ís- landi; strandlengjuna, til að sigla með stétt sína til Reykjavík- urhafnar. Höfnin fylltist af fallegum skipum um nokkurra klukkustunda skeið. x x x Víkverji er svo forvitinn maður aðhann kíkti niður á Austurvöll þegar sjómenn voru komnir úr bát- um sínum og höfðu safnast saman á vellinum til að mótmæla aðför ríkis- stjórnarinnar að sjávarútveginum. Það var ólíkt alþýðlegra fólkið sem var þar samankomið þá en var í búsáhaldabyltingunni. Venjulegir verkamenn og sjómenn voru komnir í miðbæinn og virtist sumum 101- mönnum sem þar væru boðflennur mættar. x x x Flokkur búsáhaldabyltingarfólksvar samt nokk stór og hafði í frammi mikil læti og reyndi að trufla ræðuhöld sjómannanna. Sá flokkur var ágætlega þjálfaður í því að trufla ræðuhöld og samræður með látum og hrópum og á stundum heyrðist ekkert í ræðumönnunum. Sjómenn- irnir þjöppuðu sér þá saman og færðu sig nær sviðinu. Þeir dreifðu bæklingum og blöðum, meira að segja á meðal flokks hinna öskrandi sem púaði frekar en að reyna að hlusta á hið talaða orð. Þegar ræðu- höldunum lauk sneru þeir til hafnar og sigldu á skipum sínum á brott. Fóru hina gömlu þjóðbraut aftur til síns heima og bíða þess að geta snúið aftur til vinnu sinnar. Að fá að veiða fisk úr sjónum og færa björg í bú í friði er þeirra krafa. x x x Flokkur þeirra sem öskruðu ogpúuðu á sjómennina varð frekar ráðalaus eftir að sjómennirnir höfðu hætt ræðuhöldunum en af gömlum vana fóru þeir að grýta Alþingis- húsið. Sem var falleg þversögn, því einmitt þar er fólkið sem fylgir þeim að málum og vill valda sjávarútveg- inum því tjóni sem sjómennirnir eru að mótmæla. Víkverja fannst skemmtileg tilbreyting að sjá venju- legt fólk á Austurvelli sem mótmælti á siðmenntaðan hátt. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: En ég mun sakir réttlæt- isins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni. (Sálm. 17, 15.) G æ sa m am m a o g G rí m ur G re tt ir S m áf ól k H ró lfu r hr æ ði le gi F er di n an d ÞÚ ÆTTIR AÐ PRÓFA AÐ HUGSA UM AÐRA EN SJÁLFAN ÞIG HVERNIG GENGUR? ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ MÉR EKKI NÁTTÚRU- LEGT ÞAÐ ER VALENTÍNUSAR DAGUR Í DAG ÆTLARÐU AÐ GEFA MÉR VALENTÍNUSARKORT? ÉG HEF ALDREI ÁÐUR GEFIÐ ÞÉR KORT, AF HVERJU HELDURÐU AÐ ÉG GERI ÞAÐ Í ÁR? EINHVERN TÍMANN ER ALLT FYRST!! MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT EN ÉG TALA BARA „STARBUCKS” ÍTÖLSKU PÖKKUM EKKI INN GJÖFUM FYRIR VÍKINGA HÉRNA ÁÐUR FYRR VAR SVO ÞÆGILEGT AÐ GANGA FRÁ JÓLAGJAFAKAUPUNUM ÞEGAR MAÐUR VAR AÐ RUPPLA OG RÆNA HÉRNA Á ENGLANDI Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.