Morgunblaðið - 09.06.2012, Síða 49

Morgunblaðið - 09.06.2012, Síða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Sumarsýning Gerðarsafns verður opnuð í dag kl. 15 og ber hún yfir- skriftina Sumarið 7́4. Er þar vísað til sumarsins þegar Svava Björns- dóttir var Gerði Helgadóttur, myndhöggvara og glerlistamanni, til aðstoðar í þorpinu Bazoches í Frakklandi. Svava aðstoðaði Gerði við gerð vinnuteikninga af lág- myndum fyrir Menntaskólann í Hamrahlíð en skólinn lánaði safn- inu myndirnar fyrir sýninguna. Á sýningunni er höggmyndum Gerð- ar og Svövu teflt saman en þær eru ólíkar bæði hvað varðar efni og að- ferðir. Sýningarstjórar eru Guð- björg Kristjánsdóttir og Svava Björnsdóttir. Sumar Gerðarsafn í Kópavogi, kennt við myndlistarkonuna Gerði Helgadóttur. Sumarið ’74 í Gerðarsafni Millilandamyndir nefnist sýning sem opnuð var í Listasafni Reykja- nesbæjar í tengslum við Sjó- mannadaginn þann. 2. júní s.l. en á henni má sjá úrval listaverka sem fengin voru að láni úr einkasafni Matthíasar Matthíassonar, skip- stjóra, og Katrínar M. Ólafsdóttur eiginkonu hans. Matthías var um árabil háseti, stýrimaður og síðast skipstjóri hjá Eimskipum, og sigldi þá reglulega milli Íslands, Færeyja, Danmerkur og Antwerpen á ýmsum Fossum fé- lagsins, að því er fram kemur í til- kynningu. Þar segir að Matthías hafi nýtt hvert tækifæri, ýmist einn eða í fylgd Katrínar, til að kynna sér myndlist á þeim stöðum sem hann sigldi á og hafi verið fastagestur á helstu galleríum og söfnum og komst í vinfengi við listamenn alls staðar þar sem hann drap niður fæti. „Matthías var ekki einasta á höttum eftir myndlist, heldur sóttist hann einnig eftir góðum jazz. Lista- menn í Færeyjum, Danmörku og hér heima á Íslandi, voru í trún- aðarsambandi við þennan listelska skipstjóra, sem flutti þá og verk þeirra milli staða endurgjaldslaust, útvegaði þeim léreft, liti og pappír, auk þess sem hann gat miðlað þeim af ýmsum fróðleik um myndlistina sem hann sá á ferðum sínum. Til þess var tekið að fyrir þremur ár- um, þegar Matthías sigldi síðasta sinni á Þórshöfn í Færeyjum, héldu færeyskir listamenn honum hóf og leystu hann út með gjöfum. Á ferðum sínum eignuðust þau Matthías og Katrín ágætt safn lista- verka eftir nokkra helstu listamenn Íslendinga, Færeyinga og Dana, og prýðir það smekklegt heimili þeirra í Reykjavík. Þetta safn end- urspeglar bæði persónulegan smekk þeirra og stóran vinahóp meðal listamanna. Listasafn Reykjanes- bæjar hefur nú fengið hluta þessa safns til afnota til kynningar á Sjó- mannadaginn og næstu vikurnar, og kann þeim hjónum hugheilar þakkir fyrir greiðasemina,“ segir enn- fremur í tilkynningunni. Sýningin stendur til 19. ágúst og safnið er opið virka daga frá kl. 12- 17 og um helgar frá 13-17. Millilandamyndir Lífsbjörgin Málverk eftir Svein Björnsson, málað 1975-7. Eitt þeirra verka í eigu Matthíasar og Katrínar sem sjá má á sýningunni Millilandamyndir.  Verk úr einka- safni í Listasafni Reykjanesbæjar Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Það hefur alltaf verið frábært að koma til Íslands og við höfum náð vel til þeirra sem við spilum fyrir,“ segir Alex Hellid, gítarleikari sænsku dauðarokkshljómsveit- arinnar Entombed. Hún mun leika á Gamla Gauknum á tvennum tón- leikum næstkomandi laugardag, 9. júní. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17.30 og þeir seinni kl. 21. Hljómsveitin hefur goðsagna- kenndan blæ á meðal dauðarokkara. Hún var stofnuð fyrir 25 árum fyrir tilstilli nokkurra 14 ára drengja sem höfðu áhuga á dauðarokki. Ellefu breiðskífum síðar eru þeir enn í fullu fjöri og Alex segir sköpunarkraftinn vera til staðar sem aldrei fyrr. ,,Ef það er einhver boðskpur sem við viljum koma á framfæri, þá er hann sá að þú átt að gera það sem þig langar til að gera. Ekki láta neinn segja þér fyrir verkum og ekki traðka á öðrum. Auðvitað hafa laga- smíðarnar og textarnir breyst eitt- hvað í gegnum tíðina með auknum þroska. En rauði þráðurinn er sá að þú átt að fara þínar eigin leiðir í líf- inu,“ segir Alex Hljómsveitin hefur tvívegis áður komið til landsins, árin 2006 og 2009 við góðan orðstír. Sömdu tónlist fyrir ballett Alex segir það einkennandi hve góður andi sé í dauðarokksheim- inum. Ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. „Jafnvel þótt þú sért á afskekktum stað í Suður-Afríku þá finnur þú fyrir því að fólk þar hefur mikinn áhuga á tónlistinni. Öll ferða- lögin hafa líka kennt manni að alls staðar finnur þú gott fólk með svip- aðar lífsskoðanir og þú,“ segir Alex en hann er annar tveggja sem fylgt hafa hljómsveitinni alla tíð. Entombed hét upphaflega Nihilist en breytti nafni sínu árið 1989. Alls hafa 13 hljómsveitarmeðlimir tekið þátt í „ferðalaginu“ eins og Alex orðar það. ,,Í dag erum við fimm í hljómsveitinni. En allir þeir sem spilað hafa með hljómsveitinni eru hluti af lífsstílnum og við erum eins konar fjölskylda,“ segir Alex. Dauðarokk hefur ekki mikið verið mikið uppi á yfirborðinu á Íslandi en Entombed hefur notið nokkurrar hylli í Svíþjóð og unnið með fjöldan- um öllum af ólíkum listamönnum. Meðal annars sömdu þeir tónlist fyr- ir ballettflokk í Svíþjóð. „Tónlistin er ekki allra en í Sví- þjóð þekkja flestir þessa hljómsveit. Ef ég ætti að geta mér til um það þá eru líkur á því að einhverjar ömmur þekki til hljómsveitarinnar eins og aðrir í sænsku samfélagi,“ segir Alex. Hann segir ástríðuna aldrei hafa yfirgefið hljómsveitina þrátt fyrir langan starfsaldur. ,,Leitin inn á við eftir góðum lagasmíðum og góðum tónleikahljómi er enn til staðar. Að öðrum kosti værum við ekki í þessu. Þetta er allt of mikil vinna og ferða- lög til þess að geta sagt að við höfum ekki ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Við gerum þetta fyrir þessa gullnu stund þar sem allt kemur saman. Maður er enn að eltast við fullkomnunina. Þó maður nái henni kannski ekki, er maður alltaf að reyna við hana,“ segir Alex. Í leit að fullkomnu dauðarokki  Entombed heldur tvenna tónleika á Gamla Gauknum Entombed Meðlimir Entombed á góðri stundu. Þeir spila á Gamla Gauknum í dag, halda tvenna tónleika. Þrír meðlimir kammerhópsins Nor- dic Affect halda tónleika á efri hæð Aðalstrætis 10 í Reykjavík í dag kl. 15. Á efnisskrá tónleikanna verður tónlist eftir nokkrar af þeim tónlist- arstjörnum sem störfuðu fyrir Prússakonung á svipuðum tíma og húsið var reist sem hluti af Innrétt- ingum Skúla Magnússonar fógeta, eins og segir í tilkynningu. Á milli atriða verður sagt frá bakgrunni verkanna. Listrænn stjórnandi hópsins er Halla Steinunn Stef- ánsdóttir fiðluleikari og heldur hún tónleikana ásamt Georgiu Browne þverflautuleikara og Guðrúnu Ósk- arsdóttur semballeikara. Halla Steinunn Stefánsdóttir. Tónlist frá tímum Prússakonungs Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Lau 9/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 22. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní. Afmælisveislan (Kassinn) Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu. Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins (Kassinn) Fös 22/6 kl. 19:30 Aeðins þessi eina sýning! Vesalingarnir HHHHH og 9 grímutilnefningar - SÍÐUSTU SÝNINGAR! 568 8000 | borgarleikhus.is Rómeó og Júlía – síðustu sýningar Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Sun 10/6 kl. 20:00 aukas Þri 19/6 kl. 20:00 aukas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Allra síðustu sýningar! Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Lau 9/6 kl. 20:00 lokas Tímamótaverk í flutningi pörupilta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.