SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Page 8

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Page 8
8 3. júní 2012 GJÖRIÐ SVO VEL!HÁDEGISMATUR TIL FYRIRTÆKJA HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu heimsendingu á hollum og kjarngóðum hádegismat. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. S teingrímur Þorvalds-son, fyrrverandi skip-stjóri, lýsir fyrsta deg-inum á strandveiðum. 05:00 Dagurinn tekinn snemma. Logn og tilvalið veður til siglinga. Í dag á að fara sigl- andi vestur á Arnarstapa og hefja strandveiðar. Siglingin yf- ir Faxaflóa gengur vel þrátt fyrir mikinn velting á leiðinni. 09:00 Siglt inn á Arnarstapa. Margir bátar mættir sem ætla að taka þátt í strandveiðunum. Margt um manninn og enn sama góða veðrið. Báturinn gerður klár og ís tekinn til að nota yfir daginn. 10:00 Lagt af stað út til veiða. Þegar við siglum út sjáum við fljótlega miklar lóðningar. Ákveðum að prófa og sjá hvort við fáum nokkurn fisk. Slökum út öllum fjórum handfærarúll- unum. Eins og við manninn mælt, verðum strax varir og rúllurnar byrja að hífa inn hvern stórþorskinn á fætur öðr- um. 12:00 Er hálfnaður með það magn sem við megum veiða yfir daginn. Veiðin farin að minnka og við ákveðum að færa okkur aðeins. Keyrum bátinn vestur með ströndinni, framhjá Helln- um og í átt að Malarrifi. Þar sjáum við aftur miklar lóðn- ingar á dýptarmælinum. Ákveðum að láta rúllurnar síga og sjá hvort við fáum ekki ein- hvern fisk á þessum stað. Eins og áður er greinilega mikið magn af fiski á ferðinni. Fáum strax ufsa og þorsk, ótrúlega stór og fallegur fiskur. 15:30 Erum komnir með hér um bil það aflamagn sem við megum fá. Nokkuð erfitt að átta sig á því úti á sjó hvort þetta magn sé meira eða minna en 750 kíló. Ákveðum að láta þetta duga og sigla inn til löndunar. 16:30 Komið inn á Arnar- stapa. Þar eru fyrir nokkrir bátar að bíða eftir löndun. Við fáum okkur loks að borða í blíðskapar veðri og bíðum ró- legir þangað til röðin kemur að okkur. 17:30 Loks komumst við til löndunar. Körin hífð upp úr bátnum og allt gengur að ósk- um. Vigtarmennirnir eru sam- mála okkur að þetta séu um 750 kíló eins og strandveiðibátur má veiða á einum degi. 18:30 Erum loks búnir að ganga frá bátnum og þrífa eftir daginn. Bindum bátinn í röð margra annarra smábáta sem liggja þarna við bryggjuna. Spjöllum við aðra káta karla sem höfðu verið á veiðum yfir daginn. Almenn ánægja með aflabrögð. Menn lukkulegir með góðan dag og allir spenntir fyrir að komast á veiðar aftur daginn eftir. 18:50 Keyrum yfir á Hellna í sumarbústaðinn. Veðrið er enn eins gott og það getur verið. Ákveðum að grilla lambakótil- ettur og gera vel við okkur eftir fínan dag. 21:00 Farið í heitapottinn og spjallað þar um þjóðfélags- málin, þó mest talað um afla- brögð dagsins og hversu snemma eigi að fara á veiðar daginn eftir. 23:00 Nú er kominn tími á að taka á sig náðir enda er fyrir- hugað að vakna um sexleytið næsta morgun. Dagur í lífi Steingríms Þorvaldssonar sjómanns Steingrímur Þorvaldsson, fyrrverandi skipstjóri, stundar nú strandveiðar en hefur einnig verið á grásleppuveið- um. Hann naut fyrsta strandveiðitúrsins til fulls og endaði daginn í heita pottinum. Morgunblaðið/RAX Afbragðs aflabrögð Vetur-inn1954-1955 var vísnaþáttur- inn „Já eða nei“ á dagskrá í Rík- isútvarpinu undir stjórn Sveins Ás- geirssonar. Var hann tekinn upp í Sjálfstæðishús- inu við Aust- urvöll (þar sem nú er veitinga- staðurinn Nasa) að viðstöddum áheyrendum. Þar leiddu fjórir hag- mæltir menn saman hesta sína, þeir Steinn Steinarr, Guðmundur Sigurðs- son, Helgi Sæmundsson og Karl Ísfeld. Botnuðu þeir fyrri helm- inga sem hlustendur sendu inn. Einn fyrri helmingurinn var á þessa leið: Margur oft í heimi hér harma sína rekur, en Steinn botnaði óðar: gáir lítt að sjálfum sér og síðan víxil tekur. Þættirnir nutu mikilla vin- sælda, og komu vísurnar úr honum út á bók með sama nafni, Já eða nei. Þegar þeir voru að renna skeið sitt á enda, tilkynnti Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi Loftleiða, að félag- ið byði þátttakendunum fjórum og stjórnandanum til Kaupmannahafnar til að taka upp einn þátt. Í Kaupmannahöfn var efnt til vísnakeppni í Íslendingafélag- inu 14. maí 1955, þar sem við- staddir spreyttu sig á að botna fyrri helming, sem Sveinn Ás- geirsson kastaði fram: Oft er kátt við Eyrarsund, æskan þangað leitar. Þótt sjálfur höfuðsnillingur- inn Jón Helgason prófessor spreytti sig í keppninni, varð hann að deila fyrstu verðlaun- um með ungri stúlku, Vilborgu Dagbjartsdóttir, sem mælti fram seinni helminginn: Þó mun Ísland alla stund elskað miklu heitar. Má af því tilefni rifja upp orð Árna Pálssonar prófessors: „Hvergi hefur Ísland verið elsk- að eins og í Kaupmannahöfn.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Vísnaþáttur í útvarpi 17. júní í Kaupmannahöfn fyrir um þremur áratugum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.