SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Síða 26

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Síða 26
26 3. júní 2012 Ég er að skrásetja sögu, hvert árer kafli í þeirri sögu. Það ermikil áskorun að mynda þarna.Það er talað um að þetta sé ann- ar stærsti fjölmiðlaviðburður í heimi á eftir Ólympíuleikum hvað varðar ásókn blaðamanna og ljósmyndara,“ segir Hall- dór Kolbeins sem hefur myndað kvik- myndahátíðina í Cannes fyrir Morg- unblaðið í 14 ár. „Það tók mig í raun þrjú ár að átta mig á hátíðinni. Fyrstu árin var ég rosalega spenntur að fá að fylgjast með stjörn- unum í nálægð en fljótlega áttar maður sig á því að þetta er ósköp venjulegt fólk sem er að vinna sína vinnu.“ Halldór segir mikla baráttu vera milli ljósmyndara um pláss við rauða dregilinn enda samkeppnin mikil um að fá sem bestar myndir. „Ég hef náð að vinna mig upp í röðinni eftir að hafa farið öll þessi ár. Í ár var ég á mjög góðum stað sem var m.a. vegna þess hve margar myndir við birtum í fyrra. Ef ég sleppti því að mynda á einni hátíð myndi ég falla mun aftar í röðina og fá verra pláss við rauða dreg- ilinn næst þegar ég kæmi.“ Andrúmsloftið á rauða dreglinum Algengt er að aðstandendur kvik- myndanna sem sýndar eru á hátíðinni reyni að vekja athygli á mynd sinni á rauða dreglinum. „Í ár lék fjöllistakona listir sínar fyrir frumsýningu mynd- arinnar Holy Motors. Einnig vakti mikla athygli þegar leikararnir í Stars Wars mættu í fullum herklæðum á rauða dreg- ilinn fyrir nokkrum árum. Menn beita ýmsum brögðum til að stela senunni á hátíðinni.“ Stjörnunar leggja misjafnlega mikið upp úr framkomu sinni á rauða dregl- inum, þær gefa t.d. mismikið af sér til ljósmyndara og blaðamanna. „Brad Pitt var og er mjög faglegur í öllu sem hann gerir. Hann gefur mikið af sér, það er áberandi hversu einbeittur hann er á eig- in frama. Hins vegar er hann laus við alla stjörnustæla.“ Ekki kom á óvart að spéfuglinn Bill Murray lét mikið til sín taka fyrir framan mannhafið. „Hann er frekar óvenjulegur karakter. Hann á það til að fara í ein- hvern ham en er þrátt fyrir það mjög mannlegur.“ Það er hins vegar reynsla Halldórs að leikstjórar sýni ekki mikil tilþrif á rauða dreglinum. „Sigurvegari hátíðarinnar í ár, Michael Haneke, hefur t.d. alltaf verið frekar þurr á manninn og ekki gefið mik- ið fyrir athyglina.“ Halldór segir það hafa vakið sérstaka athygli sína hversu símamyndavélar hafi verið áberandi á og við rauða dregilinn. „Það voru allir að taka myndir á símana, stjörnunar voru ekkert öðruvísi en al- menningur. Allir voru að festa minningar á filmu með símunum.“ Audrey Tautou. Bill Murray lék á alls oddi. Ekki þarf lengur að burðast með myndavél til að ná myndum af átrúnaðargoðunum. Rauði dregillinn í Cannes Stjörnurnar skinu skært á kvikmyndahátíðinni í Cannes um síðustu helgi. Halldór Kolbeins ljósmyndari hefur myndað á hátíðinni í rúman áratug, en hann er búsettur í nágrannaborginni Nice. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Ljósmyndir Halldór Kolbeins Þessi fjöllistakona leikur í myndinni Holy Motors. Hún vakti verðskuldaða athygli á rauða dreglinum. Bak við tjöldin Jennifer Connelly. Vinurinn David Schwimmer.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.