SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Side 39

SunnudagsMogginn - 03.06.2012, Side 39
3. júní 2012 39 mann sé háttað. Kom þá margt forvitnilegt í ljós, enda efld- ist ættfræðiáhugi landans að mun með Íslendingabók, vef- setrinu sem Tómas Ingi Olrich, þá menntamálaráðherra, opnaði í janúar 2003. Í Íslendingabók, sem er enn til staðar og mikið sótt, er að finna upplýsingar um meira en meginþorra Íslendinga sem uppi hafa verið frá því fyrsta manntalið var gert árið 1703. Í heildina inniheldur bókin upplýsingar um meira en 700.000 einstaklinga, sennilega meirihluta þeirra Íslendinga sem búið hafa á Íslandi frá landnámi. Framhald þessarar sögu mætti með ýmsu móti segja. Síð- an Íslendingabók fór í loftið fyrir tæpum áratug eru margir látnir og annað fólk komið á sjónarsviðið, í samræmi við þá hringrás lífsins að fólk verður ástfangið, eignast börn og erj- ar jörðina í samræmi við lögmálið. Og þegar pakkinn er kominn – mamma, pabbi, börn og bíll – fer fólkið á ættar- mót. Sér þar og þannig að fólkið sem það gat tengt við sig í skyldleika á Íslendingabók er þegar allt kemur til alls per- sónur af holdi og blóði. Ættfræðin er að sumu leyti eins og piparkökubakstur; það er hægt að búa til karla og kerlingar úr deiginu en þó ekki hálfmána og stjörnur. Og í eftirleik ættarmótanna myndast vinabönd yfir lönd og höf; ættingjar mynda tengsl í gegnum samskiptasíður eins og Facebock. Upphafið er þó í öllu falli Íslendingabók Kára Stefánssonar og Íslenskrar erfðagreiningar – gagnagrunnur ættfræðinnar sem sameinað hefur þjóðina með ótrúlegum hætti. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Ætt- fræðin er að sumu leyti eins og pipar- kökubakstur; það er hægt að búa til karla og kerlingar úr deiginu en þó ekki hálf- mána og stjörnur. Með Gullpálmann í höndunum! Mikkelsen leyndi ekki gleði sinni í Cannes, enda ekki ástæða til. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu ku nýver- ið hafa heimsótt byssukúluverksmiðju í heimalandinu og jafnframt skotæfinga- svæði ólympíufara þjóðarinnar. Þar mun hann hafa gefið keppnisfólki góð ráð í því skyni að það myndi bæta árangur sinn. Blaðamaður á Guardian hringdi í kjölfar þessara frétta frá Norður-Kóreu í sendiráð landsins í London og leitaði svara við þeirri spurningu hvort leiðtoginn myndi sjá um formlega þjálfun skotmanna landsins fyrir Ólympíuleikana. Taldi viðkomandi blaðamað- ur það greinilega eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að faðir núverandi leiðtoga, Kim Jong- il, stýrði knattspyrnulandsliðinu í gegnum „ósýnilegan farsíma“ sem hann hafði sjálfur fundið upp, á heimsmeistaramótinu 2010, að því er þjálfari liðsins upplýsti þá. Þegar blaðamaður Guardian spurði sendi- ráðsfulltrúann að því hvort Jong-un væri jafn snjall íþróttamaður og faðir hans var sagður, var svarið: „Tja, við erum ekki viss.“ Rifja má upp í því sambandi að í fyrsta skipti sem „Hinn kæri leiðtogi“ Kim Jong-il lék golf, fór hann fimm sinnum holu í höggi og lék alls á 38 höggum undir pari á 18 holu vallarins – að sögn opinberrar fréttastofu landsins. Blaðamaður Guardian gerir ráð fyrir að ef keppendum Norður-Kóreu gengur ekki sem best á ÓL í London, muni ný gullkorn bætast í magnaðan afsakanabanka stjórnvalda í Pyongyang. Eftir 2:1 tap fyrir Brasilíu á HM í fótbolta fyrir tveimur árum sagði þjálfari norður- kóreska liðsins að „flestir“ leikmanna sinna hefðu orðið fyrir eldingu á æfingu mánuði fyr- ir leik. Vert er að geta þess að Brasilía á eitt allra best lið heims og fæstar þjóðir skammast sín fyrir tap gegn þeim. Gullið í höfn? Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. Skar og skarkali | x AFP Þorgrímur Kári Snævarr Hér lýkur ævintýrum Robba Rottu að sinni. Ég vil þakka þeim sem hafa fylgst með Skari og skarkala og vona að þeir hafi haft gaman af.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.