Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 33
TVÆR KVENLÝSINGAR
19
Agamemnon kemur, tekur Kún honum með blygðunarlausum fagurgala og
fláttskap, breiðir á veg hans dýran purpuravef og hálf-lokkar hann og hálf-
neySir til aS ganga eftir vefnum til þess aS fá hann til aS fremja oflaeti (hyb-
ris). í fylgd meS konungi er Kasandra hin hertekna, sem hann hefur meS sér
líkt og Höskuldur Melkorku. Henni greiSir Klýtæmestra hörS orS, en fer
því næst inn í höllina eftir Agamemnon, og þar vega þau Ægisþos hann,
eSa réttara sagt hún meS hans hjúlp. Hróp Agamemnons heyrast út, og kór-
sveitin, sem skynjar hvers kyns er, býr sig til uppreisnar. En þegar ljón-
ynjan kemur út og horfir framan í þá, fallast þeim þó hendur. Þetta er
stórkostlegt leikatvik, sem þýzki leikrýnandinn Julius Bab hefur túlkað á
meistaralegan hátt (Der Mensch auf der Búhne, 1. hefti). Flestir menn
reyna að fegra glæpi sína, afsaka sig, Klýtæmestra ber það ekki við; sú
hlutlægni skáldsins er því eftirtektarverðari, þar sem hann var sjálfur hinn
mesti hugsjónamaður. Hér er ekki heldur æsingur eða tryllingur, enginn
taugatitringur. Hún lýsir verkinu eins og það gerðist, fegin og nærri því
stolt; hún líkir blóðinu, sem stökk úr sárinu, við gróðrarskúr á akur: svo
fegin var hún.
ÞaS er alveg vandalaust að öðlast heildarmynd af skapferli Klýtæmestru.
Hún er í eðli sínu Amazóna, hún hefur karlmanns hjarta í brjósti, harðan
hug eins og GuSrún Gjúkadóttir; hún getur fyrir því vel brugðið á vél, eins
og ÞorgerSur Egilsdóttir; hún er ráðrík, skapmikil og þó með vald yfir því;
ekkert nema líf. ÁstæSur athafna hennar eru einfaldar. Æskhýlos dregur hulu
yfir það, að sambandið við Ægisþos er aðalatriSið í sögunni, sem hann
fer eftir; hann er ekki ástaskáld. í stað þess hefur Klýtæmestra á orði, aS
hún vilji hefna ífigeneiu dóttur sinnar, sem fórnað var í Aulis áður en farið
var í TrójustríS, og er það góð og gild ástæða. Það leynir sér ekki, aS forð-
azt er allt óskýrt og margslungið, þó aS kostur væri að nota það; hér eru
hvatir athafnanna eftir mætti einfaldaðar. Höfundur Njálu hefði að líkind-
um fariS öðruvísi að, hann hefði sennilega lagt áherzlu á, að ástæður
morðsins væru margar. ESa hann hefði breytt hinni skýru hefnigirni Klýtæm-
estru í dulið hatur.
Klýtæmestra heyrir til þeirrar tegundar mannlýsingar, þar sem einn er
kjarni eða miðdepill, einn eiginleiki (eða hnútur eiginleika, ef svo má að
orði kveða) eSa eitt lífsviðhorf, og allt annað í mannlýsingunni greinist út
frá þeim kjarna. Þessu má líkja við ,,afleiðslu“ rökfræSinnar (deduction).
ÞaS er auSvelt aS fá yfirsýn. ÞaS kemur hvarvetna fram hneigð til þess
sem einfalt er og skiljanlegt og sammannlegt; þetta er það sem Frakkar kalla
..les vérités moyennes“. Hins vegar er mylsna og smælki látið sáldast nið-
ur og forðazt það sem mjög er sérstaklegt: skeggleysi Njáls gæti ekki komiS
fyrir í grískum sorgarleik. ÞaS er í samræmi við skýrleik og rökvísi slíkra
mannlýsinga, að horf mannsins til lífsins á helzt að vera samt við sig. Loks