Helgafell - 01.01.1943, Page 34

Helgafell - 01.01.1943, Page 34
20 HELGAFELL má bæta því við, að Æskhýlos er ekki með öllu afskiptur myndlistargáfu þjóðar sinnar, sem kemur svo greinilega fram í skáldskap Hómers, en vitan- lega fyrst og fremst í verkum myndlistamanna sjálfra. íslenzkt skáld talar á einum stað um , .dýrðina á ásýnd hlutanna“, og finnst mér engir hafa kunnað betri skil á henni en Grikkir. Æskhýlos vill sýna Klýtæmestru, þ. e. láta áhorfandann sjá hana. Af hvötum hennar gefur hann helzt gætur að þeim sem mestar eru og sýnilegastar. Höfundur Njálu hefur líka skarpt auga, hann sér atburðina, en hann er líka mjög gefinn fyrir að grafa upp rök þeirra, og ekki sízt hin duldari. III. Ég býst ekki við, að miklar deilur geti orðið um það, að lýsing Æskhýlosar á Klýtæmestru sé gott dæmi um grískar mannlýsingar, eins og þær ganga og gerast; hún er að vísu ekki valin af verri endanum, en hún er sömu tegund- ar og allur fjöldinn. Um hitt kynnu menn að vera ósammála, hvort mann- lýsingin væri hér rétt túlkuð. Kjarninn í skoðun minni er mjög nærri því sem kemur á ýmsum stöðum fram hjá Georg Wilhelm Hegel, sem miklar mætur hafði á grískum sorgarleikjum og mat Antígónu Sófóklesar mest allra skáld- rita. Hann hrósar því, hve skýrar þær eru og sjálfum sér samkvæmar, hvorki of einfaldar né of margbrotnar, heilar í gegn og samfelldar, hvorki ein- staklingsmyndir né hugmyndir.1) Annars hafa menn ekki verið sammála, þegar þeir hafa verið að reyna að gera þessum efnum skil. Mér er kunnugt um, að tvisvar að minnsta kosti hafa orðið deilur milli menntamanna í Danmörku um mannlýsingar grísku harmleikanna; laust eftir 1860 skrifar Fr. Nutzhorn á móti J. L. Heiberg og öðrum, sem höfðu haldið fram nokkuð svipuðum skoðunum og Hegel, en um aldamótin verða deilur milli Tuxens og Niels Möllers. í bæði skiptin er reynt að benda á mun á grískum mannlýsingum og mannlýsingum í skáld- ritum síðari alda, og í bæði skiptin koma aðrir menn og reyna að snúa þessu í villu. Ég efa ekki, að líkar umræður hafi átt sér stað meðal fagurfræðinga og klassiskra málfræðinga annarra þjóða. Á síðustu árum hefur mjög kveðið að þeirri skoðun, sem Tycho von Wilamowitz hefur haldið fram (Die drama- tische Technik des Sophokles 1917). Samkvæmt kenningu hans hefur Sófó- 1) Hann talar á einum stað í Aesthetik sinni (III, 546) um ,,das individuelle Pathos“ per- sónanna grísku, og grípur þá tækifæri að koma í veg fyrir misskilning: ,,Die Individuen diese9 Pathos sind weder das, was wir im modernen Sinne des Wortes Charaktere nennen, noch aber blosse Abstraktionen, sondern stehen in der lebendingen Mitte zwischen Beiden als feste Figuren, die nur das sind, was sie sind, ohne Kollision in sich selbst, ohne schwankendes Anerkennen eines anderen Pathos, und insofern — als Gegensatz der heutigen Ironie — hohe, absolut bestimmte Charaktere, deren Bestimmtheit jedoch in einer besonderen sittlichen Macht ihren Innhalt und Grund findet“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.