Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 37

Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 37
TVÆR KVENLÝSINGAR 23 (þetta hefði nútíðin kallað raunsæi). Hann sakar Evrípídes líka um sam- hengislaust skapferli í lýsingu ífigeneiu í Aulis — þess má geta um leið, að sumir nútíðarmenn hafa kallað það skapferlisþróun, að vísu með efasömum rétti, það er varla annað en geðbrigði. Ég skal ekki fara lengra í tilvitnunum í Skáldskaparmál Aristótelesar, því að margt í því merkilega riti má skilja á ýmsa vegu, enda hefur það verið teygt eins og hrátt skinn af bókmenntarýnendum síðari tíma. Ég skal þó geta þess, að þar koma fyrir hin einkennulegu orð: sorgarleikurinn er eftirlíking, e\\i manna, heldur athafna og lífs. Aldrei mundi speking- urinn hafa ritað þessi orð um Hamlet, sem hann hefði vaentanlega haft margt við að athuga. Ef Sófókles hefði lesið Njálu, ætla ég að honum hefði þótt lýs- ing Hallgerðar ,,barbarisk“, hann hefði talið þann smáheim vera allt of meng- aðan af óskapnaði og skorta birtu, yfirsýn, skynsamleg takmörk og lög, ég held nærri því að honum hefði fundizt þessi einkennilega forvitni um öll hin duldu rök sálarlífsins bera einhvern veginn vott um skort á andlegu jafn- vægi, á ,,sofrosyne“; en ég held skáldlund höfundar Medeiu, hinn hvíldar- lausi hugur Evrípídesar hefði dregizt mjög að þessari mannlýsing. Aristóteles heldur Sófóklesi fram gagnvart'Evrípídesi. Hann má því heita fulltrúi grísks harmleikaskáldskapar, eins og vitrustu menn og menntuð- ustu vildu hafa hann. Hjá honum sefur aldrei myndlistargáfan né ástin á „dýrðinni á ásýnd hlutanna“. Hann hefur að eðlisgjöf mætur á því, sem yfir má sjá og er samfellt, einfalt, rökrétt. Hversu sem stormar ástríðanna geisa, hversu hræðilegir atburðir sem dregnir eru fram á sjónarsviðið, ríkir jafnan í verkinu nokkurt samræmi. Og það er eins og hjá honum sé einhvern veginn eilíf nútíð. ,,Oidipús konungur“ fjallar um liðinn tíma, sem leik- hetjan er að grafa upp — en er það ekki einkennilegt, að með allri þessari miklu ytri sögu á sál hans sér enga sögu ? Bæði Oidipús konungur og Njála fjalla um magnleysi mannsviljans gagnvart örlögunum, um baráttu móti þeim, sem gerir ekkert annað en framkvæma þau. En svo skilur leiðir, svo að boðskapur þessara tveggja verka verður harla ólíkur. í Njálu standa lífsatvik, forlög Njáls í einhverju nánu sambandi við hugarfar hans og skaplyndi. En það er eins og Sófókles forðist að gefa Oidipúsi sérkenni, og atburðir lífs hans standa því sem næst í engu sambandi við skaplyndi hans. Það er rétt eins og einstaklingseinkennin hefðu truflað, hefðu skyggt á það, sem skáld- ið vildi sýna. Er ekki eins og skáldverkið eigi að segja: Þessi hræðilega ógæfa, sem kom fyrir Oidipús, kom ekki vegna neinna smámuna, ekki vegna þess að hann væri svona eða hinseginn í skapi, ekki vegna þess hann hefði unnið til þess, heldur vegna þess að hann var maður. Eins og ég og þú. Hvers kyns ógæfa getur komið fyrir þig, alveg eins og Oidipús, ekki af hinu eða þessu, heldur af því að þú ert maður eins og hann. Hin mesta vizka er í því fólgin að gera sér grein fyrir þessu hlutskipti og læra að láta sér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.