Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 122
108
HELGAFELL
Hugo: „Bókin hefur tortímt byggingunni."
Ég segi: „Sú tíð mun koma, að myndin tor-
tími bókinni."
Byggingin var bók liðinna alda. Miðald-
irnar skráðu sögu sína í voldugum dómkirkj-
um. Siðgæði þeirra og heimspeki endurspegl-
ast í myndum dýrlinga, engla og djöfla, og
skáldskapur þeirra blómgast í leikandi léttum
bugðum steinflúrsins, furðulegri mergð blaða
og blóma og háttbundnum línum himingnæf-
andi turna. Eftir að prentlistin kom til sögunn-
ar, var þessu hlutverki bygginganna lokið.
Bókin hefur tortímt byggingunni.
Valdaskeið bókarinnar er nú orðið 500 ár.
Það er óvenjulega löng xvi uppfinningar, því
að bókin er aðeins uppfinning, en þær verða
jafnan að þoka fyrir öðrum nýrri, betri og
hagnýtari. Sú, sem bókinni mun verða að
bana, er myndin.
Átök myndar og bókar hafa verið furðulega
skammvinn. í raunini hafa það engin átök
verið, því að myndin var í upphafi og virðist
enn vera bókinni stoð og stytta. En sannleik-
urinn er sá, að bókin er hætt komin. f þeirri
andlegu stvrjöld, sem nú er háð um heims-
skoðanir, og múgæsingum þeim, sem benni
eru samfara, eru ljósmyndir, kvikmyndir og
útvarp óefað langtum skæðari vopn en bókin.
Enn er aðeins um röddina að ræða í útvarp-
inu, en þeirrar stundar er ekki langt að bíða,
að sjónvarp verði komið á hvert heimili. Þá
er bróunin billkomin, og myndin hefir geng-
ið af bókinni dauðri
Nvju einræðisríldn og einræðisstefnurnar,
sem eiga allt undir hvlli múgsins og valdinu
vfir múo-num, hafa knúð vestrænar bióðir til
sársaukablandins endurmats á hugtaki sann-
leikans — eða að minnsta kosti til rækilegrar
endurskoðunar á því. Nú ræða menn einkum
um nytjagildi sannleikans, og skilningur okk-
ar á „sannleikanum“ verður ef til vill bezt
skvrður með hinni alkunnu skilgreiningu
áróðurs: „Áróður er það að túlka svo eitthvert
mál, að hlutaðeigandi maður verði fvrir til-
ætluðum áhrifum.“ (Stuart Campbell).
Mvnd skilja allir, bæði bamið og villimað-
urinn. Það er engin áreynsla að horfa á mvnd
og kostar engin heilabrot að skilja hana. Þess
vegna er myndin ætíð áhrifameiri en orðið,
þegar ná skal „tilætluðum áhrifum.“ Þess
vegna er steypiflóði mynda hellt yfir heim-
inn. Þess vegna er meira borgað fyrir mynd
en vandaða ritgerð. Myndin æsir meira en
orðið, því að enga umhugsun þarf til að skilja
efni hennar og boðskap. Það er auðvelt og
ódýrt að búa til mörg eintök af sömu mynd-
inni. Myndir má líma á veggi og stinga þeim
í póstkassa. Á hverju kvöldi sitja milljónir
manna í kvikmyndahúsum. Nútímamaðurinn
er að verða bam, sem skynjar veröldina að-
eins í myndum, en ekki í hugsunum, — og
breytir eftir því.
Einræðisherrarnir kæra sig ekki um að skrifa
bækur. Einstök áhrifamikil mynd, sem ein-
ræðisherra Iætur gera og dreifa meðal Iýðsins,
túlkar mál hans betur og verður ódýrari og
víðfleygari en nokkur bók. Enn þá auðveld-
ara er þó einræðisherra að túlka „sannleikann"
í útvarpi. Tækið er sálarlaust og hlýðir hverj-
um, sem notar það.
Á valdatímum bókarinnar vom mennmðu
stéttirnar öflugar. Á tímum útvarps og kvik-
mynda óttast leiðtogarnir ekki menntamenn-
ina og gagnrýni þeirra. Þeir vita, að enginn,
sem til menntaðra manna telst og ábyrgðar-
tilfinningu er gæddur, mundi leyfa sér svo
einhliða túlkun allra hugtaka sem múgæsinga-
manninum í útvarpinu er nauðsynleg.
í einræðisríki em allar bækur, aðrar en þær,
sem vegsama einræðið, hætmlegar í höndum
múgsins. Og ekki einungis þær: bókin sjálf er
háskf|agripur. Bókin er enginn papýmsstrangi,
vaxspjald cða gamalt handrit, prýtt gullnum
myndum, sem auðvelt væri að koma fyrir
kattamef. Vegna prentlistarinnar stendur
hætta af hverju rimðu orði. Það er ekki öllum
gefið að teikna áróðursmynd, útvarpsins er
stranglega gætt, mikið fé þarf til kvikmynda-
gerðar, en prentað orð smýgur alls staðar. Það
fer neðan jarðar, það virðist fljúga í loftinu.
Bók er tæplega hægt að eyðileggja að öllu
eins og handrit, en það má flæma hann út í
skúmaskot. Þess vegna hafa einræðisríkin grip-
ið afmr til þess vopns, sem hætmlegast er
bókinni, — ritskoðunarinnar. Bókin er sett ut-
an við lög og rétt. Með því að draga úr