Kjarninn - 19.06.2014, Page 22

Kjarninn - 19.06.2014, Page 22
03/11 viðtal Það fer enginn í fötin hans Jóns Þeir tveir, Dagur og Jón, unnu náið saman síðasta kjör- tímabil. Dagur segir Jón vera einstakan og að hann hafi haft mjög mikil áhrif á hvernig hann hugsi og nálgist stjórnmál. „Ég var og er jafnaðarmaður og verð það án efa allan minn feril. En Jón breytti því hvernig ég nálgast viðfangsefnin, samskipti við fólk og samskipti í hóp. Sérstaða hans og styrkur er að hann nær til fólks í samfélaginu sem enginn annar stjórnmálamaður á möguleika á að ná til. Og nær eyr- um sem eru almennt ekki að hlusta á það sem er að gerast í pólitík. Svo hefur hann það líka á valdi sínu að tala beint inn í hjörtun á fólki. Ekki bara með því hvað hann segir heldur hvernig hann segir það. Ekki bara með því sem hann gerir heldur hvernig hann gerir það. Það gerir hann einstakan.“ Spurður hvort það sé þá útilokað að nýi borgarstjórinn muni leiða næstu gleðigöngu í draggi eins og Jón Gnarr gerði ítrekað staðfestir Dagur það. „Ég ætla mér ekki að reyna að fara í fötin hans Jóns. Það getur það enginn. Hvorki ég né nokkur annar. Það er eitt af því sem ég hef lært. Að finna styrk í því sem maður gerir þegar maður hættir að reyna að fara í annarra manna föt eða að fylgja einhverjum formúlum. Maður verður að finna kjarnann í því sem maður vill gera og standa fyrir. Og vera síðan eins afslappaður og eðlilegur í því og maður getur.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.