Kjarninn - 19.06.2014, Qupperneq 27

Kjarninn - 19.06.2014, Qupperneq 27
07/11 viðtal að það hljóti að vera breið samstaða um það að húsnæðis- málin hafi þar forgang umfram margt, ef ekki flest, annað. Það er ekki sama hvernig þetta er gert og við höfum verið að skoða fordæmi erlendis. Reykjavíkurborg er mjög stór landeigandi og þarf að koma að málum á einn eða annan hátt með lóðaúthlutunum. Valkostirnir eru því kannski þeir að lóðum undir leiguíbúðir sé úthlutað án mikilla skilyrða í þeirri von að þar rísi leiguíbúðir, eða að lóðirnar séu lagðar inn í félög sem eigið fé gegn því, eða sem trygging fyrir því, að leiguíbúðir rísi og að þetta verði leigufélög til langs tíma. Við erum að horfa á síðari leiðina. Rannsóknarskýrslan um Íbúðalánasjóð geymir mörg dæmi um að fyrri leiðin hafi verið farin. Það áttu að verða til leigufélög með íbúðir á viðráðanlegu verði en það gerðist ekki heldur lenti í braski á brask ofan þar sem leigjendur sátu eftir með sárt ennið. Við erum búin að draga lærdóm af þeirri sögu til að tryggja að þetta verði langtímaleigufélög og að íbúðirnar verði á viðráðanlegu verði.“ Dagur B. eggerTsson um af Hverju samfylkingunni í reykjavík gekk vel „Ég veit það ekki. Það er mjög mismunandi hvað fólk segir. Húsnæðismálin eru eitt þeirra mála sem fólk nefnir. Svo er þetta líklega samspil margra þátta. Ríkisstjórnin hefur ekki verið að setja fram spennandi sýn á framtíðina. Mér finnst hún ekki skilja Reykjavík. Mér finnst hún ekki skilja þörfina fyrir fjölbreytt atvinnulíf; þekkingargreinar, græna hagkerfið eða skapandi greinar. Hún hefur talað fyrir mjög gamaldags lausnum í atvinnumálum. Ég held að það hafi hjálpað í þeirri merkingu að fólk sjái okkur sem valkost. Reykjavík þarf að eiga skýra rödd. Og það er mikilvægt að líta á borgarlíf og spennandi borgarþróun sem tækifæri en ekki ógn. Borgin getur ekki gert allt í atvinnumálum, og á ekki að gera það. En við settum atvinnustefnu fyrir tveimur árum þar sem við erum að reyna að vinna að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Þetta kristallaðist í aðalskipulaginu. Ég held að ríkisstjórnin hafi gert mikil mistök með því að skera niður styrki til rannsókna, vísinda og til Kvikmyndasjóðs. Svo er auðvitað ferðaþjónust- an dæmi út af fyrir sig. Við Íslendingar veðjuðum á hana til að fjölga störfum mjög hratt. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að hún verði ekki í stakk búin til að borga góð laun. Það á að vera rauði þráðurinn til framtíðar, að skapa vel borg- andi störf. Þar er áhersla okkar hér í borginni. Við eigum ekki að vera að keppa við láglaunasvæði heimsins heldur þurfum við að skapa okkur sérstöðu og byggja á hugviti og þekkingu sem skapar verðmæti og getur staðið undir launum og þeirri velferð sem við viljum búa við.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.