Kjarninn - 19.06.2014, Síða 47

Kjarninn - 19.06.2014, Síða 47
Íslandi, endurnýjanleg orka. Stærsti hlutinn, 61%, telst hins vegar eiga rætur að rekja til kjarnorku og jarðefnaeldsneytis. viðskipti með upprunaábyrgðir En hvað eru upprunaábyrgðir og hvernig stendur á að vatns- og jarðvarmaorkan sem notuð er hér á landi breytir um nafn við að þessar ábyrgðir eru seldar úr landi? Segja má að upprunaábyrgð sé nokkurs konar gæðavottun á raforku sem felur í sér staðfestingu á að hún sé framleidd með orkugjöfum sem skilgreindir hafa verið sem endurnýjanlegir. Framleiðsla endurnýjanlegrar eða hreinnar orku er yfir- leitt dýrari en framleiðsla orku af öðrum uppruna, svo sem kola- eða gasorku. Til að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku ákvað Evrópusambandið að bæta fram- leiðendum hennar upp erfiða samkeppnisstöðu með því koma á fót kerfi sem gerir þeim kleift að selja, óháð orkunni sjálfri, þá staðreynd að orkan sé endurnýjanleg. Með þeim hætti eru framleiðendur endurnýjanlegrar orku hvattir til aukinna umsvifa, auk þess sem stuðlað er að nýfjárfestingum sem ekki hefðu verið hagkvæm- ar án kerfisins. Kaupendur upprunaábyrgða eru fyrst og fremst fyrirtæki í Evrópu sem hafa ekki aðgang að endurnýjanlegri orku en vilja styðja við framleiðslu hennar. Með því að kaupa uppruna- ábyrgðir öðlast fyrirtækin rétt til að lýsa því yfir að orkan sem þau ýmist nota sjálf eða selja öðrum sé endurnýjanleg. Í staðinn skuldbinda seljendur upprunaábyrgða sig til að selja samsvarandi hluta af hreinu orkunni sinni undir þeim formerkjum að hún sé framleidd úr jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, sem er hin dæmigerða sam- setning orkugjafa í Evrópu. Með einfölduðum hætti má líkja þessu við að tveir kaupmenn, sem selja sams konar vörur en af mismunandi gæðum, geri samkomulag um að víxla innihaldslýsingum á vörum sínum áður en þær eru afhentar kaupendum. Þótt slíkar æfingar teldust í flestum tilvikum 02/05 Álit „Kaupendur upprunaábyrgða eru fyrst og fremst fyrirtæki í Evrópu sem hafa ekki aðgang að endurnýjanlegri orku en vilja styðja við fram- leiðslu hennar.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.