Kjarninn - 19.06.2014, Page 48

Kjarninn - 19.06.2014, Page 48
03/05 Álit andstæðar góðum viðskiptavenjum er rétt að benda á að viðskipti með upprunaábyrgðir eru í fullu samræmi við lög og reglugerðir sem settar hafa verið hér á landi í samræmi við EES-samninginn. Er hægt að selja sama hlutinn tvisvar? Einstaklingar og fyrirtæki í Evrópu verða sífellt meðvit- aðri um uppruna orkunnar og áhrif orkunotkunar á losun gróðurhúsalofttegunda. Með því að kaupa upprunaábyrgðir geta fyrirtæki bætt ímynd sína, lokkað til sín viðskiptavini og jafnvel uppfyllt lagalegar kröfur, enda heimila uppruna- ábyrgðirnar þeim að lýsa því yfir að starfsemi þeirra nýti hreina orku og valdi minni losun gróðurhúsalofttegunda og minni kjarnorkuúrgangi en ella. En lítum á hina hliðina á peningnum. Meginforsenda þess að kerfið virki sem skyldi er að hver upprunaábyrgð sé að- eins notuð einu sinni, enda yrðu áhrif á orkunýtingu og losun gróðurhúsalofttegunda lítil ef heimilt væri að margnýta þennan eftirsóknarverða eiginleika orkunnar. Þess vegna gera reglur um upprunaábyrgðir ráð fyrir að seljendur afsali sér rétti sínum til að auglýsa orkuna sem endurnýjan lega og lýsi því beinlínis yfir að hún teljist framleidd úr jarðefna- eldsneyti og kjarnorku, líkt og íslensk orkufyrirtæki gera nú á rafmagnsreikningum viðskiptavina sinna. Kaupendum þessarar orku, til dæmis stóriðjufyrirtækjum og gagnaverum hér á landi, er því tæplega stætt á að segjast eingöngu nota hreina orku í starfsemi sinni, nema þau kaupi uppruna- ábyrgðir eða upprunavottaða orku. Ávinningur af sölu upprunaábyrgða og áhrif á ímynd íslands Upprunaábyrgðir eru ný tekjuöflunarleið fyrir framleiðendur endurnýjanlegrar orku. Af hraðri söluaukningu milli ára verður ekki dregin önnur ályktun en sú að íslensk orku- fyrirtæki ætli sér að nýta þessa tekjuöflunarleið til hins ítrasta. Þrátt fyrir þetta hefur lítil opinber kynning eða umræða farið fram um viðskiptin og því síður um hvað þessi

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.