Kjarninn - 19.06.2014, Side 59

Kjarninn - 19.06.2014, Side 59
05/07 tónlist í borginni en engu að síður er það alltaf mjög frjótt og það er alltaf eitthvað spennandi í gangi. Ég flutti hingað vegna tónlistarinnar og sama má segja um Geoff, sem er ekki heldur frá Bristol. Burtséð frá því hvort senan fær stuðning eða ekki virðist hún lifa mjög heilbrigðu og góðu lífi. gróska í Bristol Er eitthvað nýtt og spennandi í gangi í Bristol sem þér finnst að lesendur Kjarnans ættu að kynna sér? Það er ung hljómsveit sem heitir Young Echo og byrjaði sem dubstep-hljómsveit en hefur að mestu snúið baki við þeirri tónlistarstefnu. Young Echo er líkari samvinnuverkefni margra hljómsveita en hefðbundnari hljómsveit þar sem meðlimir hennar eru allir í öðrum verkefnum. Mér finnst Kahn einnig gera mjög spennandi hluti, en hann er einnig meðlimur í Young Echo. Svo er hljómsveit sem hefur spilað töluvert með okkur og heitir Thought Forms sem ég er mjög hrifinn af. Hrifinn af aTP Adrian Utley segist hrifinn af ATP-hátíðinni vegna þess að tónlistin sé alltaf góð og há- tíðin sé ekki rekin með gróða að leiðarljósi.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.