Kjarninn - 19.06.2014, Síða 66

Kjarninn - 19.06.2014, Síða 66
04/04 kJaftÆði ráðstefnugestir í Malmö sendu ekki frá sér ályktun í lok fundar um að baráttan fyrir jöfnum rétti kynjanna í þessum heimi yrði sett á ís til að hægt væri að verja kröftunum í að tryggja óskoraðan rétt stjórnmálaflokka til að hafa heimsku- legar skoðanir án þess að þurfa að bera ábyrgð á þeim eða sæta gagnrýni. Samt situr Sigmundur Davíð núna, ekur sér í hásætinu með úrklippubókina eftir borgarstjórnarkosningarnar í fanginu og veltir fyrir sér hvar í Stjórnarráðshúsinu sé best að fela söguna. Eða hvort Morgunblaðið verði enn til þegar stjórnmálaferlinum lýkur svo að hann geti að minnsta kosti endurskrifað hana. Áður en Ingvar Gíslason hendir í baneitraða sleggjugrein um hatursorðræðu og ófrægingu er rétt að taka fram að ég hata ekki Framsóknarflokkinn. Ég vildi bara að hann væri ekki eins og hann er. (Þessi pistill var skrifaður áður er forsætisráðherra flutti þjóðhátíðarávarp sitt á Austurvelli – annars hefði höfundur líklega fengið heilablóðfall.)

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.