Morgunblaðið - 21.09.2012, Side 11
Morgunblaðið/Ómar
Vinkonur Hér stendur Helena við eina af risastóru portrettmyndunum sem hún teiknaði og eru í Galleríi Tukt.
listamenn eru í fjölskyldu hennar.
Þó listræna taugin sé til staðar, þá
skiptir líka máli að alast upp með
listafólki. „Bróðir minn, Haukur
Hannes, er tónlistarmaður, afi minn
var útskurðarmeistari og mamma
mín er myndlistarkennari. Mamma
hefur því alltaf sýnt þessari þörf
minni til að teikna mikinn skilning
og hún hefur líka hjálpað mér,“ seg-
ir Helena sem veit nákvæmlega
hvað hún ætlar að leggja fyrir sig í
framtíðinni: Myndlist. „Ég er stað-
ráðin í að fara í myndlistarnám,
hvort sem það verður hér heima eða
í útlöndum. Vonandi get ég lifað af
listinni í framtíðinni, það er draum-
urinn.“
Ég gefst aldrei upp
Helena er á þriðja ári á mynd-
listarbraut í Fjölbrautaskóla Garða-
bæjar og hún hefur farið á eitt nám-
skeið. „En fyrst og fremst hef ég
æft mig frá því ég man eftir mér. Og
ég hef aldrei gefist upp. Þó svo að
eitthvað sé skakkt eða mistakist, þá
held ég bara áfram og reyni aftur,“
segir Helena sem hélt sína fyrstu
einkasýningu á kaffihúsinu Energia
í Smáralind í fyrra þegar hún var 17
ára. „Þá teiknaði ég myndir af ís-
lenskum leikurum og ein þeirra var
stór eins og þessar, hún var af Ingv-
ari Sigurðssyni. Ég skrifaði undir
allar myndirnar að þetta væri ekki
viðkomandi manneskja, af því mað-
ur veit aldrei hvort leikari er í hlut-
verki eða hvort hann er hann sjálf-
ur. “ Helena var í öðru sæti í
myndlistarmaraþoni Unglistar í vet-
ur og þá áttu þátttakendur að vinna
út frá fyrirbærinu kynvera. „Ég
teiknaði mynd af vinkonu minni og
breytti henni í Medúsu.“
Helenu finnst gaman að fara á
myndlistarsýningar og sjá hvað aðr-
ir eru að gera og nýlega fór hún á
yfirlitssýningu Errós. „Í framtíðinni
ætla ég til Parísar og skoða Louvre
safnið.“
Stór Þessi mynd er rúmir tveir metrar á hæð og tæpir tveir á breidd.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
Ótrúlegt úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, kappar
og allt þar á milli. Við lánum þér gardínulengjur
heim til að auðvelda valið.
GLUGGATJÖLD
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri
alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18
Ef þú staðg
reiðir
sendum vi
ð frítt
hvert á lan
d sem er
Lífið tekur af og til óvæntarbeygjur. Dýfurnar ogstökkin eru óhjákvæmi-lega hluti af hversdegi
okkar allra. Þau eru jafnframt
kannski það sem gerir lífið jafn fal-
legt og raun ber vitni. Reynslan mót-
ar okkur, sorgir og gleði sverfa okkur
til og gera hverja manneskju að ein-
stakri heild. Hver á sína sögu með öll-
um sínum hæðum og dölum. Til allrar
hamingju þræðum við ekki lífið ein-
sömul. Stærsta gæfan í lífinu er að
mínu mati að eiga fjölskyldu og vini
sem þræða veginn með manni. Að til
séu manneskjur sem deila með manni
gleðinni og styðja mann þegar eitt-
hvað bjátar á. Vitni að öllum smáu
sigrunum og skakkaföllunum. Mínar
fallegustu minningar eru allar bundn-
ar við manneskjur sem mér þykir
vænt um, enda verður öll reynsla
verðmætari ef henni er deilt með
manneskju sem á stað í hjarta manns.
Að mínu mati er tímanum skyn-
samlega varið í að rækta vináttuna.
„Við veljum okkur kannski ekki fjöl-
skyldu, en við veljum okkur vini. Þeir
verða svo smám saman að okkar
eigin, útvöldu fjölskyldu,“ sagði
besta vinkona mín einhverju
sinni þegar við sátum á eldhús-
gólfinu hennar eftir strembinn
dag í grunnskóla, drukkum Ri-
bena og ræddum lífið og til-
veruna. Hún er
snjöll, þessi vin-
kona mín, og þetta
var hvorki í fyrsta
né síðasta skiptið
sem gullkorn hraut af
hennar vörum. Það er
nefnilega mikill sann-
leikur í þessu, við er-
um öll svo heppin að
eignast aðra fjölskyldu í
vinum okkar. Fjöl-
skyldu sem við veljum
okkur og samanstendur af þeim ein-
staklingum sem við kjósum að rækta
samböndin við og gefa hlutdeild í lífi
okkar. Og eiga hlut í þeirra. Því meira
sem ég hugsa um þetta, því vissari
verð ég um að þetta sé eitt af því fáa
sem einhver vitglóra er í. Í vináttu
víkur frumstæð hvötin til að gæta
eigin hagsmuna, eðlislæg eigingirnin
er víðs fjarri og harkan og vægð-
arleysið sem oft virðist sterkasta aflið
í heiminum fær að fjúka út um
gluggann. Ég er svo þakklát fyrir
heimsins bestu vini. Ég veit að engin
sorg er svo þungbær að faðmlag frá
góðri vinkonu geti ekki slegið á hana.
Þegar kökkurinn í hálsinum er of stór
til að tala grípa vinirnir orðið, þegar
svefnlausu næturnar eru orðnar of
margar er fórnfús vinur til í að
lesa lífsreynslusögur í gegn-
um símann þangað til maður
festir svefn. Þegar einsemd-
in virðist aldrei ætla að
víkja bankar einhver upp á
með Vesturbæjarís og
súkkulaðisósu. Þegar
þögnin er ærandi er
yndisleg vinkona
reiðubúin að fylla upp
í hana með fallegum,
huggandi orðum. Vin-
áttan er það dýrmæt-
asta sem við eigum,
ræktum hana og hlúum
að henni.
»Því meira sem éghugsa um það, því
vissari verð ég um að
þetta sé eitt af því fáa sem
einhver vitglóra er í.
Heimur Guðrúnar Sóleyjar
Guðrún Sóley
Gestsdóttir
Málþing ReykjavíkurAkademíunnar
verður haldið á morgun, laugardag-
inn 22. september, en þingið ber yfir-
skriftina Hugmyndir 21. aldarinnar –
Iðkun kyns og þjóðar.
Þar munu þau Gyða Margrét Pét-
ursdóttir, Helga Þórey Björnsdóttir,
Kristinn Schram og Ólafur Rastrick
kynna rannsóknir sínar, ræða kenn-
ingalegar undistöður og aðferða-
fræðilega nálgun. Titlar fyrir-
lestranna eru eftirfarandi: Ólafur
Rastrick: „Íslensk menning: Pæl-
ingar, pólitík og praktík“, Helga Þór-
ey: „Hervæðing kyns og rýmis“,
Kristinn Schram: „Norðurhyggja:
nálganir á þverþjóðlega iðkun og
framandgervingu norðursins“, Gyða
Margrét Pétursdóttir: „Krítísk karl-
mennska og kvenska“. Málþingið
stendur frá kl. 11-14.30 og fer fram í
sal ReykjavíkurAkademíunnar í JL-
húsinu, Hringbraut 121. Umræðu-
stjóri verður Jón Ólafsson. Skráning
fer fram á www.akademia.is.
Málþing ReykjavíkurAkademíunnar
Menning og karlmennska
Morgunblaðið/ÞÖK
Málþing ReykjavíkurAkademían.
Þegar kólna tekur í veðri verður
húðin þurrari og margir fá mikinn
varaþurrk. Draga má úr ýmsum
slíkum óþægindum með því sem
maður borðar. Ef þú ert með mik-
inn og viðvarandi varaþurrk er
mælt með að vera dugleg/ur við að
borða jógúrt og hafra. Varaþurrk-
urinn getur nefnilega stafað af B-
vítamínskorti en B-vítamín hjálpar
meðal annars til við að næra húðina
og halda henni heilbrigðri. Matur
sem ríkur er af B-vítamíni líkt og
jógúrt og hafrar eru því tilvalinn. Í
slíkri samsetningu er líka talsvert
af sinki sem auðveldar vörunum að
jafna sig fyrr ef þær eru mjög
sprungnar og þurrar. Jógúrt og
hafrar passa líka vel saman og er
tilvalið að setja líka ávexti út í.
Fleiri slík góð ráð um mataræði
fyrir útlitið má finna á vefsíðunni
ivillage.co.uk.
Jógúrt og hafrar til bjargar
Hvimleiður
varaþurrkur