Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 VINSÆLASTA RJÓMATERTAN Í 45 ÁR fæst hjá Reyni Bakara Fossaleyni 2, 112 Reykjavík, sími 586 1000 husgogn.is Heill heimur af ævintýrum Ekki er útilokað að Gildi lífeyris- sjóður, sem hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í gjaldþrotalögum til að leita til héraðsdóms um að fá sund- urliðaðar upplýsingar frá Slita- stjórn Glitnis um greiðslur til starfsmanna slitastjórnarinnar, muni gera slíkt hið sama gegn slita- stjórn Kaupþings. „Við ákváðum að láta reyna á eitt mál og við sjáum hvernig það gengur og metum í framhaldinu hvort við krefjum aðra um sömu upplýsingar,“ sagði Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við mbl.is. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að bæði lögfræðingum Gildis og Lífeyrissjóðs verslunarmanna hefði verið falið að fara með málið fyrir dómstóla. Að sögn Árna er dómstólaleiðin nú valin þar sem kröfum lífeyr- issjóðanna hefði hingað til verið fá- lega mætt, bæði eftir skriflegar fyrirspurnir og á kröfuhafafund- um. Hann segir að ekki séu uppi grunsemdir um óeðlilegar greiðslur, en hins vegar telji lífeyr- issjóðirnir, sem kröfuhafar, eðlilegt að þessar upplýsingar liggi fyrir. „Þeir hafa svarað almennt um heildarkostnað og með tilvísun um að þetta þyki ekki óeðlilegt miðað við það sem gerist erlendis. En við höfum ekki fengið sundurliðaðar upplýsingar um einstaklinga og að- ila á þeirra vegum og það er það sem við erum að óska eftir.“ thorsteinn@mbl.is Morgunblaðið/Golli Dómsmál Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Tveir lífeyrissjóðir vilja upplýsingar um greiðslur til starfsmanna búsins. Lífeyrissjóðir krefjast upplýsinga  Vilja vita um greiðslur til slitastjórnar Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.