Morgunblaðið - 21.09.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 21.09.2012, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Kaupmenn, verslunarmenn og stuðningsmenn þeirra lokuðu járn- brautum og verslanamiðstöðvum víða á Indlandi í gær til að mótmæla áformum stjórnarinnar um að heim- ila erlendum verslanakeðjum á borð við Wal-Mart og Tesco að kaupa allt að 51% hlut í stórmörkuðum. Stjórnarandstöðuflokkar og verkalýðssamtök efndu til sólar- hrings verkfalls vegna áforma stjórnarinnar sem segir að markmið- ið með þeim sé að blása lífi í efnahag landsins. Meirihluti verslana, verk- smiðja, skóla og skrifstofa var lok- aður í Kalkútta, Bangalore, Chennie og fleiri borgum vegna verkfallsins. Það hafði hins vegar minni áhrif á starfsemi verslana og fyrirtækja í Nýju-Delhí og Mumbai. Segja neytendur og bændur hagnast Verkfallsmennirnir óttast að innreið erlendra stórfyrirtækja í ind- verska smásölumarkaðinn verði m.a. til þess að margar indverskar versl- anir leggi upp laupana, auk þess sem margir starfsmenn smáfyrirtækja, sem sjá þeim fyrir vörum, missi vinn- una. Stjórnin segir hins vegar að breytingarnar verði til þess að verð lækki og vörugæði og -úrval aukist. Sérfræðingar segja að um þriðj- ungur grænmetis og ávaxta, sem þola illa geymslu, skemmist á Ind- landi vegna skorts á kælum. Stuðn- ingsmenn áformanna segja líklegt að erlendu fyrirtækin fjárfesti alls um 8-10 milljarða dollara, eða um 1.000 til 1.200 milljarða króna, á næstu fimm árum í flutningatækjum, kæl- um og öðrum búnaði til að bæta þjón- ustuna. Það verði til þess að minna af matvælum fari til spillis, auk þess sem verslanakeðjurnar geti losað sig við dýra milliliði og greitt bændum hærra verð fyrir afurðirnar. AFP Lestir stöðvaðar Verkfallsmenn standa fyrir framan járnbrautarlest í borginni Allahabad til að mótmæla áform- um stjórnarinnar á Indlandi um að heimila erlendum verslanakeðjum að reka stórverslanir í landinu. Mótmæla innreið er- lendra verslanakeðja  Stjórnin á Indlandi heimilar erlendum stórfyrirtækjum að kaupa meirihluta í stórmörkuðum til að blása lífi í efnahaginn Áætlað er að viðgerðir og breyt- ingar sem hafnar hafa verið á höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York kosti rúma tvo milljarða doll- ara, eða sem svarar u.þ.b. 250 millj- örðum króna. Arkitektinn Michael Adlerstein, sem stjórnar verkefninu, segir að áætlað sé að viðgerðarkostnaðurinn verði 4% hærri en upphaflega var gert ráð fyrir. Um 3.000 starfsmenn höfuðstöðv- anna vinna nú í bráðabirgðahúsnæði á Manhattan en 2.000 starfa enn í höfuðstöðvunum, þ. á m. fram- kvæmdastjóri samtakanna. Hafnar hafa verið viðgerðir á höfuðstöðvum SÞ og breytingar sem eiga að gera þær umhverfisvænni Höfuðstöðvarnar gerðar upp Asbest fjarlægt: Nóg til að fylla 5 m djúpt svæði sem er 110 x 50 m að stærð Orkunotkun minnkar um helming Losun koltvísýrings minnkar um 45% Vatnsnotkun minnkar um tvo þriðju Nýtt loftræsti- og hitakerfi Nýir gluggar með lituðu gleri Útlit byggingarinnar frá 1952 helst óbreytt 110 m 5 m 50 m 4 km New York MANHATTAN Hu ds on á Central Park SÞ Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna árið 1964 Gerðar upp fyrir 250 milljarða króna Sólskálar -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.