Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 ✝ Níels Frið-bjarnarson fæddist á Siglufirði 7. september 1918. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Siglufirði 7. sept- ember 2012. For- eldrar hans voru hjónin Friðbjörn Níelsson, fæddur á Halllandi á Sval- barðsströnd 17. janúar 1887, kaupmaður og síð- ar bæjargjaldkeri á Siglufirði, d. 13. október 1952, og Sigríður Stefánsdóttir, fædd 21. júní 1895 á Krakavöllum í Fljótum, húsmóðir á Siglufirði, d. 2. júní 1987. Níels var elstur sex systk- ina. Hin eru Kjartan, fæddur 23. nóvember 1919, látinn 29. apríl 2003, Anna Margrét, fædd 15. ágúst 1921, Stefán, fæddur 16. júlí 1928, Kolbeinn, fæddur 3. október 1931, látinn 11. júní 2000 og Jóhann Bragi, fæddur 30. nóvember 1935, látinn 12. júní 1990. Níels kvæntist 3. ágúst 1953 Önnu Margréti Guðleifsdóttur frá Móskógum í Fljótum, f. 14. október 1916, d. 24. mars 2003. Hún var dóttir Guðleifs Jóns- sonar frá Fjalli í Sléttuhlíð og a) Ólafur Örn, f. 25.5. 1964, son- ur Gunnar Steinþór, f. 20.3. 1998, og Anna Margarita, f. 15.11. 2007. Ólafur ólst upp að miklu leyti hjá Níelsi og Margréti. b) Pál- ína, f. 16.5. 1968, dóttir Ugla Huld Hauksdóttir, f. 31.7. 1989. c) Júlía Þórunn, f. 22.11. 1982, dætur Agla Rut, f. 7.9. 2006, Njála Rún, f. 7.9. 2006. Níels ólst upp á Siglufirði. Stundaði nám við Gagnfræða- skóla Siglufjarðar. Þaðan lá leiðin til náms í Reykjavík og út- skrifaðist hann með versl- unarpróf frá Verslunarskól- anum í Reykjavík. Á skólaárunum í Reykjavík stund- aði hann fimleika og var í sýn- ingarflokki með ÍR og einnig með norðlenskum sýningarhópi eftir að heim kom. Næstu árin eftir að hann útskrifaðist úr Verslunarskólanum vann hann við verslunarstörf á Siglufirði en lengstan starfsaldur átti hann í Útvegsbankanum á Siglu- firði. Auk þess kenndi hann um árabil bókfærslu við Gagn- fræðaskólann og Iðnskólann á Siglufirði. Níels var mikill útivist- armaður og náttúruunnandi. Hann var einnig mikill bridsspil- ari og keppnismaður í þeirri íþrótt og heiðursfélagi Brids- félags Siglufjarðar. Útför Níelsar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag, 21. september 2012, og hefst at- höfnin kl. 14. Guðrúnar Halldórs- dóttur frá Bjarn- argili í Fljótum. Börn Níelsar og Margrétar eru: 1) Guðrún Þóranna, f. á Siglufirði 18.12. 1953, maki Sig- urður Kjartan Harðarson, f. á Dal- vík 16.5. 1952, börn þeirra: a) Anna Margrét, f. 17.12. 1974. Börn hennar eru Sylvía Björk, f. 30.0 6. 1991, unnusti Ragnar Þor- steinn Sigurðarson, 14.9. 1991, og Sif, f. 7.4. 1998. b) Guðjón Orri, f. 12.5. 1984. c) Sunna Berglind, f. 29.1. 1992. d) Freyja Sólrún, f. 18.6. 1994. 2) Frið- björn Níelsson, f. á Siglufirði 23.12. 1954, börn hans eru: a) Rannveig Björk, f. 11.10. 1976, maki Arnar Már Einarsson, f. 6.8. 1975, barn þeirra Kristján Daði, f. 13.11. 2002. b) Níels Friðbjarnarson, f. 18.1. 1984, barn hans Vala Ósk, f. 9.8. 2008. Fyrir átti Margrét dótturina Ólöfu Margréti Ólafsdóttur, f. á Þrastarstöðum í Sléttuhlíð 5.6. 1944, maki Jón Torfi Snæ- björnsson, f. í Hólshúsum í Eyja- firði 27.5. 1941, börn þeirra eru: Nægjusemi, hófsemi, hóg- værð … Þessi orð og ámóta lýs- ingar komu mér hvað fyrst í hug á þagnarstund er ég settist niður til að setja á blað hugleiðingar um fóstra minn og seinni mann Mar- grétar ömmu minnar, sem ég ólst upp hjá á Siglufirði. Og vera má að einmitt orð í þessa veruna lýsi afa hvað best ef ég þekki rétt. En afa fylgja einnig önnur orð, sem kannski hafa á sér ögn verald- legri blæ eins og: ábyrgð, sam- viskusemi, vandvirkni … Ég ætla mér ekki þá dul að lýsa manninum í eitt skipti fyrir öll né þaðan af síður að koma með ein- hverja konkret niðurstöðu um það hvernig maður hann var. En eitt er víst að Níels afi var með sérstæðari mönnum, sem ég hef kynnst um dagana. Og því meir sem ég brýt heilann um þennan hæga og prúða edilonsmann kem- ur mér í hug Bókin um veginn með heimspeki kyrrðarinnar sem aðalinntak. Afi starfaði nefnilega í hljóði og barst ekki á. Alla tíð skil- aði hann sínum tímum með kurt og pí. Kannski er það þversagna- kennt að maður svo frábitinn öllu veraldarvafstri sem afi sannar- lega var skuli hafa starfað lung- ann úr ævinni í hinu háa musteri Mammons við Aðalgötu við að telja peninga daginn út og inn. Það var vettvangur hans og sú hlið sem blasti við públikum. En bakhliðin á skildingi hans var engu að síður sjálf náttúran, jurt- irnar, fuglarnir og annað þar fram eftir götunum. Hann hélt sjálfur hænsn með kvinnu sinni heima í Grundargötu. Það eru skemmtilegustu fuglar sem ég veit um. Hann var vanur að koma inn í stofu í sloppnum sínum með litlu ungana í tágakörfu eða pappakassa með dagblöðum á botninum að sýna okkur, en að- eins í smástund svo hænan og fið- urféð allt færi ekki að örvænta. Það voru afskaplega ánægjulegar stundir og eru með elstu minn- ingum tengdum afa. Ég minnist þess einnig að hann sótti hverja teikniblokkina á fæt- ur annarri inn í skrifborð sitt og líka stafrófsarkir, sem ég klippti sundur og krotaði á. Þegar ég óx úr grasi hjálpaði hann mér með heimanámið og var ekki vanþörf á. Ég er hræddur um að það verði að skrifast á tossaskap minn og tregnæmi að fyrir kom að bless- aður karlinn, þessi mikli róleg- heitamaður, stökk upp á nef sér og strokaði reiðilega út vitleys- una, sem vall úr mér. En hann gat líka haft gaman af vitleysunni og hlegið að henni eins og þegar hann var að hlýða mér yfir kvæð- ið Ísland þar sem ég sagði: „manndrápin best“ í stað: mann- dáðin best. Þessi einkakennari minn og mikli nákvæmnismaður kenndi einnig bókfærslu í stunda- kennslu í iðnskólanum á kvöldin og gagganum á morgnana. Í gamla daga var bankinn ekki opn- aður fyrr en klukkan tíu. Ég man einu sinni eftir því að þessi stund- vísi maður varð fyrir þeirri ógæfu að sofa yfir sig. Hann rauk upp með andfælum og stökk af stað án þess að bragða vott né þurrt. Hann mátti ekki vamm sitt vita. Ólafur Jónsson. Meira: mbl.is/minningar „Að baki lífsins bíður dauðans vetur; á bak við hann er annað vor, sem get- ur, látið oss ganga aftur æskuspor.“ (Jakob Jóh. Smári) Níels, bróðir minn, var hlé- drægur maður og hógvær. Ekk- ert var fjær honum en að trana sér fram. Á bak við hógværð hans bjó heilsteyptur persónuleiki, fjölfróður, hjálpsamur, orðhepp- inn og skemmtilegur. Minningabrotin eru mörg. Hann var frábær námsmaður, bæði í Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar og Verzlunarskóla Ís- lands. Hann las námsefni með yngri systkinum, börnum og barnabörnum sínum. Hann var útivistar- og líkamsræktarmaður á yngri árum og var í sýningar- flokkum í áhalda- og fimleikum, bæði á námsárunum í Reykjavík og heima í Siglufirði. Fjallgöngur vóru hluti af lífsstíl hans og hann gekk á öll Siglufjarðarfjöll árum saman. Hann var drátthagur en lagði þá list á hilluna allt of snemma. Hann var góður brids- spilari og lengi virkur í Brids- félagi Siglufjarðar. Hann kenndi bókfærzlu við Gagnfræða- og Iðn- skóla Siglufjarðar. Síðast en ekki sízt var hann Baukur (gælunafn) í Útvegsbankanum, en þar starfaði hann áratugum saman við góðan orðstír. Níels var gæfumaður. Kona hans, Margrét Guðleifsdóttir, var einstök gæðamanneskja, sem við, ættmenn hans, virtum og þótti mjög vænt um. Börn þeirra hjóna, Ólöf, Guðrún og Friðbjörn, reyndust honum fágæta vel, ekki sízt þegar fylgikvillar ellinnar sögðu til sín. Starfsfólk Sjúkra- húss Siglufjarðar sýndi honum al- úð og hlýju, sem seint verður full- þakkað. Við, systkinin sex, litum til Níelsar sem oddvita systkina- hópsins, barna Sigríðar Stefáns- dóttur og Friðbjarnar Níelsson- ar. Nú er hann genginn. Hefur klifið sitt ævifjall og gengur inni í vorið handan vetrarins. Hann lézt á 94. afmælisdegi sínum, sáttur og saddur lífdaga. Hann verður lagður í moldarfaðm fjarðarins þar sem hann fæddist, ólst upp og átti heima í til hinztu stundar. Hann er kvaddur með virðingu og þakklæti. Megi Níels, bróðir minn, eiga góða heimkomu þar sem birtan, fegurðin og kærleik- urinn ráða ríkjum. Níels hann var tryggðatröll og traustur allt frá vöggu. Háreist Siglufjarðarfjöll faðma hann og Möggu. Stefán Friðbjarnarson. Daginn líður óðum á, okkar hallar göngu. Austurfjöllin eru blá orðin fyrir löngu. (Grímur Sigurðsson) Raunveruleikinn í þessari fal- legu stöku blasir við mér, gamalli konu, sem er að reyna að finna falleg kveðjuorð til bróður síns, Níelsar. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 7. sept. sl., á nítug- usta og fjórða afmælisdegi sínum. Hann var alltaf mikill nákvæmn- ismaður. Hann var elstur okkar sex systkina. Við ólumst upp í húsi foreldra okkar við Vetrar- brautina, sem var næsta hús aust- an við gömlu kirkjuna á Eyrinni og sunnan við barnaskólann á Skólabalanum. Heimilið var mannmargt og glaðvært. Níels bróðir minn var alltaf ljós í húsi. Eðlislæg prúðmennska hans og hógværð var snemma auðsæ og reynd. Hann var skemmtilega glettinn. Hann hækkaði ekki róminn né kallaði fram í samræð- ur, en átti til, þegar færi gafst, að lauma að snjöllum og markviss- um athugasemdum, sem voru í minnum hafðar. Níelsi var létt um nám og eftir gagnfræðanám á Siglufirði fór hann í Verzlunar- skóla Íslands og lauk honum á tveimur árum. Hann er fróður höfðinginn. Hann er hljóður, varfærinn. Hans er hróður ósvikinn. Hann er góður bróðir minn. Níels var ungur fær í fimleik- um. Hann var í sýningarflokki með ÍR á Verzlunarskólaárunum. Hann gekk mikið á fjöll, var fjallageit, ef svo má segja. Einu sinni þegar hann heimsótti mig til Vestmannaeyja skrapp hann út einn morguninn. Þegar hann kom inn aftur sagði hann: „Nú er ég búinn að fara upp á Heimaklett. Þetta er beljuvegur.“ Löngu, löngu seinna sagði hann við mig í síma: „Nú er ég hættur að ganga á höndunum.“ Þá var hann 81 árs! Býsna ungur fimum fót fór um klungur, urð og grjót. Óttast bungur ekki hót, aldrei þungur upp í mót. Níels var mikill náttúruunn- andi og mjög fróður um grös og jurtir og hinn mesti fuglavinur. Hann átti margar góðar stundir við þessi áhugamál sín. Ásar lágir, berin blá, blóm og strá og fuglar smá yndi ljá þeim að vill gá una hjá og notið fá. Eginkona Níelsar var Margrét Guðleifsdóttir, ættuð úr Skaga- firði. Þau áttu heimili sitt á Grundargötu 16, Siglufirði. Segja má að litla húsið á Grundargöt- unni hafi staðið um þjóðbraut þvera. Þangað vorum við alltaf velkomin, brottfluttir ættingjar og vinir – og ótrúlega margir áttu hjá þeim athvarf og stuðning. Margrét, mágkona mín, var fund- vís á málsbætur fyrir þá sem á var hallað. Hún hafði rétt fyrir sér. „Hitt var alltaf hundraðfalt, sem hjartað galt úr sjóði.“ (EB) Margrét átti við veikindi að stríða síðustu árin. Níels annaðist hana af alúð, fyrst heima, síðan á sjúkrahúsi. Nágranni sagði mér að stilla mætti klukkuna eftir honum þegar hann fór daglega að heimsækja Möggu sína á sjúkra- húsið, reyndar studum tvisvar suma dagana. Ég trúi því. Mar- grét lézt 2003. Nokkurn tíma eftir það bjó Níels einn á Grundargöt- unni, flutti síðan í íbúð fyrir aldr- aða í Skálahlíð, en síðustu árin dvaldi hann á sjúkradeild Heil- brigðisstofnunar Fjallabyggðar. Heilsu Níelsar fór mjög hrakandi síðustu mánuði og auðséð að hverju dró. Þegar hann kvaddi á afmælisdaginn sinn held ég að það hafi verið þreyttur maður og sáttur sem fór til feðra sinna. Að lokum langar mig til að beina orðum mínum til barna hans, Ólafar Margrétar Ólafs- dóttur, Guðrúnar Þórönnu og Friðbjarnar Níelssonar. Sem og til elzta barnabarns hans, Ólafs Jónssonar, sem ólst að mestu upp hjá ömmu sinni og afa og var elsk- ur að þeim. Mér þykir vænt um ykkur og tel að þið berið foreldr- um ykkar og heimili fagurt vitni. Ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar samúð okkar hjóna og flyt ykkur samúðarkveðjur frá sonum mínum, Atla, Kjartani og Gísla, og þeirra fólki. Við eigum öll góð- ar minningar um góðan mann. Anna Friðbjarnardóttir. Níels Friðbjarnarson af reiknað með brosi, knúsi og samveru. Oftar en ekki skrapp afi með okkur að kíkja á hestana, farið var í heita pottinn í góðu veðri og leigð vídeóspóla sem allir gátu horft á saman um kvöldið. Þegar amma bauð okkur svo góða nótt fyrir svefninn notaði hún alltaf sömu orðin, og finnst okkur við hæfi að kveðja hana með þeim nú. Góða nótt, elsku amma, og megi góði Guð og englarnir vaka yfir þér í nótt. Helga Sigríður, Jósep Birgir, Margrét Þórhildur. Þegar ég sit hér og hugsa til baka um Möggu hans Jobba föð- urbróður rifjast upp margar minningar. Magga hefur alltaf verið hluti af lífi okkar systkin- anna og það verður afar tómlegt að hafa hana ekki lengur á meðal okkar. Hún var hrókur alls fagn- aðar, hörkudugleg og jákvæð kona. Hún var falleg, snaggara- leg og létt á fæti. Hún var af- bragðs kokkur og góð heim að sækja. Hún var frá Hjalteyri og oft barst sá staður í tal þegar við hittum hana í gegnum árin. Hjalteyri var henni hugleikin og sýndi hún henni ætíð mikla tryggð. Ég man fyrst eftir henni í hús- inu hennar ömmu Karólínu í Skipasundi 36 þar sem pabbi og Jobbi, yngri bróðir hans, bjuggu í kjallaranum um tíma ásamt kon- um sínum og elstu börnum sín- um. Hvor fjölskyldan hafði eitt herbergi til umráða og allir deildu saman eldhúsi og baðher- bergi. Það var þröngt um okkur en við krakkarnir vorum gjarnan úti að leika á meðan feðurnir fóru í vinnuna og mæðurnar sáu um heimilisstörfin á milli þess sem var spjallað, hlegið og kaffisopi drukkinn. Árin liðu og fjölskyld- urnar tvær stækkuðu en héldu hópinn alla tíð. Jobbi og Magga bjuggu í Garðabæ og Hafnarfirði en einnig nokkuð lengi úti á landi. Aldrei slitnaði þó þráðurinn á milli fjölskyldna okkar og öll tækifæri notuð til að hittast og njóta samverunnar. Við systkinin eigum góðar og ógleymanlegar minningar um þau hjónin, okkar ástkæra föðurbróður og yndis- legu konuna hans. Foreldrar okkar létust bæði árið 2000 og Jobbi lést í ágúst 2006 en Magga fylgdist ætíð með okkur systkin- unum bæði úr fjarlægð og þegar eitthvert okkar hitti hana og spurði hún alltaf um hópinn og fjölskyldur þeirra. Hún var stál- minnug og þrátt fyrir þrálát veik- indi á seinna æviskeiði hennar lét hún þau aldrei aftra sér og gerði minna úr en við gerðum okkur grein fyrir. Hún fór allra sinna ferða á eigin bíl og mætti ásamt Stellu föðursystur okkar í stúd- entsveislu Hallbergs Brynjars, sonar Kötu, í júní sl. okkur til mikillar gleði sem þar vorum, þótt hún þekkti ekki hverfið og leiðin væri löng. Það voru margar ánægjulegar stundir við spjall og hannyrðir sem ég átti með henni á Drafn- arvöllunum þegar ég kom við hjá henni á leið í eða frá vinnu. Sér- staklega þótti mér vænt um sam- verustundir með henni, Stellu og Ellý frænku. Við Kata systir komum við hjá henni um miðjan ágúst sl. á leið okkar vestur á firði og það kom ekki annað til greina en að þiggja matarbita og kaffi- sopa svo við legðum ekki svangar af stað. Hún var hress og leit mjög vel út eftir að hafa nýlega lent inni á sjúkrahúsi og fengið meðferð við hjartaveikindum sín- um. Hún var bjartsýn á fram- haldið, sagðist ekki hafa liðið svona vel lengi og hlakkaði til komandi tíma. En stundin hennar er nú kom- in og trúum við því að hún sé hjá Jobba sínum og þau fylgist með okkur öllum. Við systkinin og fjölskyldur þökkum henni sam- fylgdina og vottum börnum, tengdabörnum, afkomendum og öllum öðrum aðstandendum og vinum innilega samúð okkar. Fyrir hönd Stekkjarflatarættar- innar, Sigrún Bryndís Gunnarsdóttir. Magga systir, stóra systir móður minnar, er farin. Sem barn velti ég því fyrir mér hvort það væri viðeigandi að ég kallaði móður- systur mína alltaf Möggu systur eins og um mína eigin væri að ræða. Hugsaði þetta fram og til baka og komst að þeirri niður- stöðu að Magga systir væri bara Magga systir og þannig hefur það alltaf verið. Magga var stóra systir með stórum staf, hún var elst af sex systkinum, 10 árum eldri en móð- ir mín og eina systir hennar. Magga sagði mér hve einlæglega glöð hún var þegar mamma fæddist, loksins fékk hún systur eftir að hafa eignast þrjá bræður í röð. Væntumþykja hennar til litlu systur var augljós og viðvar- andi. Allt frá byrjun passaði hún upp á hana og reyndi að verja hana fyrir ágangi heimsins. Litla systir lét sér bara ekki segjast og fór sínar eigin leiðir. Sem von var leist stóru systur ekkert á þegar ungur maður kom á jeppa til Hjalteyrar gagngert til að heim- sækja barnunga litlu systur og reyndi hvað hún gat að sporna við þessu ótímabæra sambandi. Ár- angurinn var rúmlega 50 ára far- sælt hjónaband foreldra minna og gátum við oft hlegið að því hvernig Magga tók fyrst á móti mági sínum. Systrasambandið var sterkt og deildu þær áhuga á bókalestri, gáfu hvor annarri allt- af bækur í jólagjöf og skegg- ræddu minnst vikulega um bæk- urnar á náttborðinu. Söknuður Möggu systur var mikill eftir að móðir mín dó fyrir rúmum tveim- ur árum. Væntumþykja móður minnar á stóru systur yfirfærðist auðveld- lega og hjá mér hafði Magga systir alltaf sérstakan sess. Það var alltaf eftirvænting í loftinu, þegar von var á Möggu og fjöl- skyldu að sunnan. Mamma bak- aði og lagaði til og við krakkarnir biðum í spenningi. Henni fylgdi annar andvari, eitthvað spenn- andi og framandi. Kannski var það heimskonulega fasið eða drottningarnefið eða dönsku blöðin. Kannski var það bara af því hún kom að sunnan og hafði farið með mig á Hressó þar sem rjómaterturnar voru himinháar. Á Hressó pantaði hún rúnnstykki sem var algerlega nýtt hugtak fyrir sveitastelpu að norðan sem beið í spenningi eftir að sjá fyr- irbærið og varð frekar vonsvikin þegar hversdagsleg brauðbolla kom á borðið. Í sumar fórum við dagsferð til Vestmannaeyja í dásamlegu veðri. Við fórum að vitja unganna okkar, dóttur, dótturdóttur og dótturdótturdætra hennar og sona minna. Þetta var góður og dýrmætur dagur. Magga sagði mér margt frá liðinni tíð, frá Hjalteyri og horfnu fólki. Húm- orinn var á sínum stað, augun kvik og sprelllifandi. Hún hafði orð á hve ótrúlega heppin hún væri með heilsuna og óskaði sér að hún færi áður en hún yrði ósjálfbjarga. Í dag kveð ég með þakklæti Möggu systur, óvenjulega glæsi- lega 80 ára konu. Fyrir mér er hún fyrirmynd, svona væri ég til í að vera 80 ára, elegant, sjálfstæð og félagslynd. Það verður ekki endilega auðvelt að ná þessu markmiði en það er vel þess virði að reyna. (Veit samt ekki alveg hvort ég er til í að vatnsblanda bæði kaffi og vín.) Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar og allra sem sakna. Þórhildur Sveinsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Margréti Kristínu Þór- hallsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.