Morgunblaðið - 21.09.2012, Síða 43

Morgunblaðið - 21.09.2012, Síða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Maðurinn má sín lítilsgagnvart náttúruöfl-unum. Það vita íslensk-ir sjómenn sem barist hafa við Ægi í aldanna rás og margir lotið í lægra haldi fyrir honum, end- að í votri gröf. Kvikmyndin Djúpið er tileinkuð íslenska sjómanninum og er byggð á sannsögulegum at- burði, sjóslysi sem varð við Vest- mannaeyjar árið 1984, þegar Hellis- ey VE 503 var við togveiðar um 5 km austur af Stórhöfða og festi trollið með þeim afleiðingum að báturinn sökk. Fjórir skipverjar létust en einn lifði af með undraverðum hætti. Það var stýrimaðurinn Guðlaugur Friðþórsson, eins og frægt er orðið, en hann synti í land og gekk svo yfir úfið hraun til byggða. Guðlaugur var í marga klukkutíma í sjónum sem var nánast við frostmark. Þetta magnaða þrekvirki var mönnum mikil ráðgáta og var jafnvel talað um kraftaverk. Dr. Jóhann Axelsson, lífeðlisfræð- ingur og prófessor við Háskóla Ís- lands, gerði rannsókn á Guðlaugi ár- ið 1985 og einnig var gerð rannsókn við lífeðlisfræðideild Læknaskóla Lundúnaspítala. Var það niðurstaða Jóhanns að afrek Guðlaugs skýrðist ekki eingöngu af líkamlegu atgervi hans heldur einnig andlegu. Í Djúpinu er byggt á þessum at- burði en myndin fjallar ekki síður um þann mikla missi sem fjölskyldur þeirra sem fórust urðu fyrir og sekt- arkennd þess sem lifði af. Hér er því bæði sögð saga af einstöku afreki, sigri andans, sorg og þjáningu. Balt- asar fer hvergi yfir strikið í þeirri frásögn, myndin er raunsæ og laus við tilfinningasemi og hann nálgast efnið af varfærni og umhyggju. Áhorfandinn finnur fyrir nístandi kuldanum úti á hafi og smæð manns- ins í sjónum, ekki síst í einni tökunni þar sem myndavélin fjarlægist Ólaf Darra Ólafsson sem fer með hlut- verk Gunnlaugs, aðalpersónu mynd- arinnar, þar sem hann er á sundi og verður á endanum aðeins örsmár punktur í kolsvörtu hafinu. Atriðin sem gerast í sjónum, allt frá því að skipið sekkur þar til Gunn- laugur kemst að landi, eru hreint út sagt mögnuð. Baltasar vildi hafa þau sem raunverulegust og því var ekki annað í stöðunni en að sökkva báti og láta Ólaf Darra glíma við hafið. Það skilar sér svo sannarlega og ljóst að mikið var á leikarann lagt, ekki síst þegar tekið var í fjöru og öldurnar börðu miskunnarlaust á honum. Ólafur Darri túlkar Gunnlaug með eftirminnilegum hætti, leikur hans er trúverðugur og þá ekki síst í seinni hluta myndarinnar þegar Gunnlaugur þarf að takast á við sorgina, samviskubit hins eftirlif- andi og að vera orðinn fjölmiðla- matur. Enginn virðist hafa áhyggjur af andlegri líðan hans, öll athygli beinist að þrekrauninni. Eitt atriði í seinni hluta myndarinnar er öðrum sterkara, þegar Gunnlaugur heim- sækir Höllu, ekkju eins þeirra er fórust í slysinu og hughreystir börn þeirra. Margir komust þá við í bíó- sal. Aðrir leikarar í myndinni, líkt og Ólafur Darri, skila sínu vel og má þar nefna sérstaklega Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur í hlutverki Höllu. Inn í frásögnina fléttast svo minn- ingar Gunnlaugs frá eldgosinu í Heimaey, líkt og áminning til áhorf- andans um hvað hafi mótað Eyja- menn og þá baráttu sem þjóðin hef- ur háð í aldanna rás við náttúruöflin. Er þar notast bæði við raunveruleg- ar myndir frá gosinu sem og leikið efni með góðum árangri. Kvikmyndatakan er svo kafli út af fyrir sig, hún er feikilega góð. Atrið- ið þegar báturinn sekkur er hroll- vekjandi enda var honum raunveru- lega sökkt. Sjórinn æðir inn í hann með sínum ógnarkrafti og áhorf- endur standa á öndinni. Tökurnar af Ólafi Darra á sundi kröfðust þess að leikstjórinn synti með honum og sú nákvæmni Baltasars skilar sér, áhorfandinn er með Gunnlaugi í sjónum í stað þess að fylgjast með úr fjarlægð sem hefur mikið að segja. Ef einhverja galla skal finna á myndinni þá er það helst óskýrt talið í upphafi hennar, erfitt reyndist að skilja leikarana í fyrstu og myndin missir eilítið dampinn þegar á líður, þegar Gunnlaugur tekst á við lífið eftir sjóslysið. Niðurstaðan er engu að síður sú að hér er afar áhrifamikið og heil- steypt verk á ferðinni, unnið af ástríðu og nákvæmni. Eða eins og kollegi undirritaðs sagði, degi eftir hátíðarfrumsýningu á myndinni: „Það er varla hægt að gera betur.“ Það eru orð að sönnu. Með þennan efnivið er það varla hægt. Lífsbarátta Ólafur Darri í hlutverki Gunnlaugs í Djúpinu. Í þessu tiltekna atriði hefur Gunnlaugur brotið íshellu í baðkari á víðavangi og svalað þorsta sínum, að loknu margra klukkustunda sundi í ísköldum sjó. Varla hægt að gera betur Smárabíó, Háskólabíó, Laug- arásbíó og Borgarbíó Djúpið bbbbm Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Handrit: Baltasar Kormákur og Jón Atli Jónas- son. Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson, Jó- hann G. Jóhannsson, Stefán Hallur Stefánsson, Björn Thors, Þröstur Leó Gunnarsson, Walter Geir Grímsson, Þor- björg Halla Þorgilsdóttir, Theodór Júl- íusson, María Sigurðardóttir og Guðjón Pedersen. Ísland, 2012. 90 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Auk kvikmyndarinnar Djúpið (sjá gagnrýni fyrir ofan) verða tvær kvikmyndir frumsýndar í dag í kvikmyndahúsum landsins. Lawless Sögusvið myndarinnar er Banda- ríkin á bannárunum. Segir af þrem- ur bræðum sem stunda ólöglegt brugg og þurfa að kljást við spilltan lögreglumann sem vill fá hluta af gróðanum og harðsvíraða keppi- nauta. Leikstjóri myndarinnar er John Hillcoat og í aðalhlutverkum Tom Hardy, Shia LaBeouf, Guy Pe- arce, Jason Clarke, Gary Oldman, Jessica Chastain, Dane DeHaan og Mia Wasikowska. Metacritic: 58/100 Rotten Tomatoes: 65% Dredd 3D Teiknimyndapersónan Judge Dredd snýr aftur en hún var túlkuð af Sylvester Stallone í kvikmynd frá árinu 1995. Í þrívíddarmyndinni Dredd 3D segir af Bandaríkjum framtíðarinnar sem eru rústir einar eftir kjarnorkuhamfarir. Sögusvið- ið er borgin Mega City One en í henni ráða glæpamenn ríkjum sem svífast einskis. Hinir sk. dómarar eiga að stemma stigu við óöldinni, eins konar lögreglusveit á vegum yfirvalda. Sá harðskeyttasti í röð- um dómara er Dredd og er honum falið að ganga milli bols og höfuðs á þeim er dreifa eiturlyfinu Slo-Mo. Leikstjóri myndarinnar er Pete Travis og í aðalhlutverkum Karl Urban, Lena Headey og Olivia Thirlby. Metacritic: 66/100 Rotten Tomatoes: 85% Bíófrumsýningar Glæpir í fortíð og framtíð Lögleysa Úr kvikmyndinni Dredd 3D sem verður frumsýnd í dag. Fyrstu tónleikar Kammermúsík- klúbbsins starfsárið 2012-2013 verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu nk. sunnudag kl. 19.30. Á efnisskránni eru Kvintett í es-moll op. 87 eftir J. N. Hummel, Svíta fyr- ir fiðlu og kontrabassa eftir R. Glière og Kvintett í c-moll eftir R. Vaughan-Williams. Flytjendur eru Greta Guðnadóttir á fiðlu, Guðrún Þórarinsdóttir á víólu, Margrét Árnadóttir á selló, Þórir Jóhanns- son á kontrabassa og Ingunn Hildur Hauksdóttir á píanó. Kammermúsíkklúbburinn hélt sína fyrstu tónleika árið 1957 og hefur árlega boðið upp á fimm tón- leika. Síðustu tvo áratugi hafa tón- leikarnir verið haldnir í Bústaða- kirkju, en í fyrsta sinn í vetur verða allir tónleikar Kammermúsík- klúbbsins haldnir í Hörpu. Kammermúsík Hópurinn sem leikur á tónleikunum á sunnudaginn kemur. Kammermúsík- klúbburinn í Hörpu Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Rautt – frumsýnt í kvöld kl 20 Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 6.k Lau 29/9 kl. 20:00 11.k Sun 7/10 kl. 20:00 15.k Lau 22/9 kl. 20:00 7.k Sun 30/9 kl. 20:00 12.k Þri 9/10 kl. 20:00 16.k Sun 23/9 kl. 20:00 8.k Fim 4/10 kl. 20:00 aukas Mið 10/10 kl. 20:00 17.k Fim 27/9 kl. 20:00 9.k Fös 5/10 kl. 20:00 13.k Fim 11/10 kl. 20:00 18.k Fös 28/9 kl. 20:00 10.k Lau 6/10 kl. 20:00 14.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Gulleyjan (Stóra sviðið) Lau 22/9 kl. 14:00 4.k Sun 30/9 kl. 16:00 7.k Lau 13/10 kl. 14:00 11.k Sun 23/9 kl. 16:00 5.k Sun 30/9 kl. 19:00 8.k Sun 14/10 kl. 14:00 12.k Sun 23/9 kl. 19:00 aukas Lau 6/10 kl. 14:00 9.k Lau 20/10 kl. 14:00 13.k Lau 29/9 kl. 14:00 6.k Sun 7/10 kl. 14:00 10.k Sun 21/10 kl. 14:00 14.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Fös 12/10 kl. 19:00 6.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur Rautt (Litla sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 frums Fös 28/9 kl. 20:00 6.k Fös 5/10 kl. 20:00 11.k Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Lau 29/9 kl. 20:00 7.k Lau 6/10 kl. 20:00 12.k Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Sun 30/9 kl. 20:00 8.k Sun 7/10 kl. 20:00 13.k Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Mið 3/10 kl. 20:00 9.k Fim 11/10 kl. 20:00 14.k Fim 27/9 kl. 20:00 5.k Fim 4/10 kl. 20:00 10.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fös 26/10 kl. 20:00 1.k Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Fös 26/10 kl. 20:00 2.k Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Fös 2/11 kl. 20:00 3.k Fös 16/11 kl. 20:00 8.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Lau 3/11 kl. 20:00 4.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Fim 6/12 kl. 20:00 14.k Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Fös 23/11 kl. 20:00 10.k Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 7/10 kl. 13:00 1.k Sun 14/10 kl. 13:00 2.k Sun 21/10 kl. 13:00 3.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 23/9 kl. 14:00 5.sýn Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn Sun 23/9 kl. 17:00 6.sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Lau 20/10 kl. 14:00 AUKAS. Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn Sun 30/9 kl. 17:00 TÁKNMÁL Lau 20/10 kl. 17:00 AUKAS. Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Lau 13/10 kl. 14:00 AUKAS. Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn Lau 13/10 kl. 17:00 AUKAS. Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn Sýningar í október komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út! Afmælisveislan (Kassinn) Fös 21/9 kl. 19:30 Lau 22/9 kl. 19:30 Sun 23/9 kl. 19:30 Síð.sýn Þrenn Grímuverðlaun! Sýningum lýkur í september! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Fös 21/9 kl. 20:30 3.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Sun 7/10 kl. 20:30 13. sýn. Lau 22/9 kl. 20:30 5.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Lau 13/10 kl. 20:30 14.sýn Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Lau 6/10 kl. 20:30 12.sýn Sýningin sem sló öll aðsóknarmet aftur á svið. Sýnd í september og október. Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Mið 7/11 kl. 19:30 Fim 15/11 kl. 19:30 Fim 8/11 kl. 19:30 Fös 16/11 kl. 19:30 Miðasala hafin. Aðeins þessar fjórar sýningar í nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.