Morgunblaðið - 21.09.2012, Síða 48

Morgunblaðið - 21.09.2012, Síða 48
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 265. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. 14 myndir af Kate berbrjósta 2. 100 milljóna glæsihús í Garðabæ 3. Himnasýning við Elliðavatn 4. Þekkir þú manninn á myndinni? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Auður Ava Ólafsdóttir hefur verið tilnefnd til Femina-verðlaunanna í Frakklandi fyrir skáldsögu sína Rign- ing í nóvember en bókin kom út þar í landi í síðasta mánuði. Femina eru ein virtustu bókmenntaverðlaun Frakklands. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Auður Ava tilnefnd til Femina-verðlauna  Jólaóratóría J.S. Bachs verður flutt af Mótettu- kór Hallgríms- kirkju í Eldborg í Hörpu 29. og 30. desember nk. Til- efnið er 30 ára af- mæli kórsins. Al- þjóðlega barokk- sveitin í Den Haag leikur á tón- leikunum, Hörður Áskelsson stýrir kórnum en einsöngvarar verða Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Daniel Ca- bena kontratenór, Benedikt Krist- jánsson tenór og Stephan MacLeod bassi en MacLeod er einn þekktasti barokkbassasöngvari samtímans. Jólaóratóría Bachs á afmælistónleikum  Vetrardagskrá Söguloftsins í Landnámssetrinu í Borgarnesi hefst í kvöld með uppistandi Ótt- ars Guðmundssonar, geðlæknis og rithöfundar, sem hlotið hefur heitið Geðveiki í Egils- sögu. Í því sál- greinir Óttar Egil Skalla- grímsson og hans fólk. Geðveiki í Egilssögu í Landnámssetrinu Á laugardag, sunnudag og mánudag Austlæg átt, 8-13 m/s og talsverð rigning SA-lands, en annars dálítil væta með köflum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 10-15 m/s og víða rigning eða súld, en hægara og þurrt að kalla NA-lands. Hiti 5 til 12 stig að deginum. VEÐUR Eyjamenn standa best að vígi í baráttunni um tvö sæti í Evrópudeild UEFA í fótbolta eftir sannfærandi sigur á Valsmönnum, 3:0, á Hlíðarenda í gærkvöld. Þeir eru með þriggja til fjögurra stiga forskot á keppinaut- ana og mjög góða marka- tölu þegar tveimur umferð- um er ólokið. Fram og Selfoss eru hnífjöfn í botn- baráttunni og Valsmenn eru ekki sloppnir. »1-5 Eyjamenn komnir í mjög góða stöðu Akureyri og FH líkleg en óvissa með Framara Íslands- og bikarmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik kvenna hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir átökin á kom- andi Íslandsmóti. Þrír leik- menn frá Grindavík hafa snúið aftur heim og munu í vetur spila aftur með Grindavík sem er nýliði í efstu deild að þessu sinni. »1 Meistarar missa lykilmenn til nýliða ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fjórir íslenskir ræðarar undirbúa nú róður án fylgdarbáta frá Noregi til Kanada. Saga Film hyggst gera heimildarmynd um undirbúninginn og róðurinn og takist ætlunarverkið verður það skráð í heimsmetabók Guinness. Vestfirðingarnir Kjartan Jakob Hauksson, skipstjóri ferðarinnar, frá Ísafirði, sem varð fyrsti Íslendingurinn til að róa einn síns liðs umhverfis Ísland, og Súgfirð- ingarnir Svanur Wilcox og Eyþór Eðvarðsson eru þaulvanir ræðarar og hafa margsinnis keppt í kapp- róðri. Selfyssingurinn Einar Örn Sigurdórsson kynntist íþróttinni þegar hann var í skóla í Boston í Bandaríkjunum og leiðir fjórmenn- inganna lágu saman í fyrra. Mikill undirbúningur Þeir eru um og yfir fertugt, á réttum aldri til að takast á við þessa áskorun, að sögn Einars Arnar. „Yngri menn geta verið kraftmeiri en við höfum reynsluna og úthald- ið,“ segir hann og áréttar að undan- farið ár hafi þeir verið í alhliða lík- amlegri uppbyggingu. Þeir hafi unnið með breska þjálfaranum Edd- ie Fletcher, sem hafi meðal annars þjálfað nokkra ólympíumeistara Breta í kappróðri. „Við áætlum að taka bátinn út í mars á næsta ári til að æfa róður á Faxaflóa,“ segir hann. Fyrri áfanginn er frá Noregi til Íslands 2013 og tekur einn til einn og hálfan mánuð. Sá seinni frá Ís- landi til Kanada með viðkomu á Grænlandi sumarið eftir tekur um tvo mánuði. Gert er ráð fyrir að leggja upp frá Kristiansand í Nor- egi á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí 2013, og róa til Íslands með viðkomu í Skotlandi og Færeyjum. „Þetta ræðst af veðri og straum- um,“ segir Einar Örn um hvar þeir koma að landi á leiðinni og tímann sem fer í róðurinn. Vistir til þriggja mánaða Báturinn er um 1,6 tonn, ellefu metra langur og um tveir metrar á breidd. Samkvæmt öryggisreglum Ocean Rowing verða þeir að hafa vistir til þriggja mánaða. „Við borð- um mest þurrmat á leiðinni en verð- um með veiðistöng með í för og von- um að við getum búið til sushi á þilfarinu,“ segir Einar Örn. Hann leggur áherslu á að fyllsta öryggis verði gætt. „Við erum ekki ofurhugar heldur mjög yfirvegaðir, önum ekki út í neina vitleysu, erum allir fjölskyldumenn og öryggið verður alltaf í fyrirrúmi.“ Útbúa sushi á þilfarinu  Fjórir Íslend- ingar róa frá Nor- egi til Kanada Morgunblaðið/Styrmir Kári Ræðarar Kjartan Jakob Hauksson, Svanur Wilcox, Einar Örn Sigurdórsson og Eyþór Eðvarðsson. Siglingaleiðin Grænland Ísland Skotland Noregur Kanada Færeyjar Keppni í N1-deild karla í handknatt- leik hefst á mánudaginn kemur og Morgunblaðið heldur áfram að kynna liðin. Í dag er fjallað um þrjú lið, Ak- ureyri, FH og Fram, en bæði Akureyri og FH þykja líkleg til að slást um efstu sætin. Meiri óvissa er um styrk- leika Framara sem hafa minni breidd en áður. »6, 7, 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.