Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 11
Þúsundþjalasmiður Henriette Kjeldal og teikningar hennar. hvað fallegt fyrir þau. Ýmsar hug- myndir eru á borðinu og er ég að spá í að gera kerti og antrikramma og fleiri hluti fyrir heimilið. Norð- menn eru mikið fyrir að hafa heim- ilið sitt kósí svo þetta smellpassar inn hér,“ segir Henriette og bætir við að hún sé hrifnust af dálítið gamaldags stíl. Hún segir Facebook góðan grundvöll til að koma sér á kortið og þar má sjá myndlist hennar und- ir Henriette Kjerdal Art. Listagallerí í framtíðinni Henriette sækir innblástur sinn mikið til íslenskra listamanna svo sem Errós og Tolla. „Ég fylgist mikið með teikn- urum eins og er og finnst t.d. Iain Macarthur mjög flottur. Eins þykir mér Harpa Ein- ars vera með flotta grafík í sinni hönnun. Það er víða hægt að fá inn- blástur og það skemmtilega við listina er að henni eru engin takmörk sett og enda- laust hægt að leika sér,“ segir Henriette sem dreymir um að opna eigið listagallerí í framtíðinni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 DÖMU&HERRA SMÁRALIND/HERRA KRINGLAN FACEBOOK.COM/SELECTEDICELAND FALLEGUR FATNAÐUR Á GÓÐU VERÐI Á vefsíðuna buxnalaus.is geta hönnuðir sem eru að stíga sín fyrstu skref sent hugmyndir sínar. Eftir að staðfesting hefur borist um að hönnunin hafi komist inn getur hönnuðurinn deilt henni á Facebook og feng- ið fólk til þess að kjósa mynd- ina. Sú vinsælasta hverju sinni er síðan valin til framleiðslu. Út- valin hönnun sem sigrar ekki í aðalkeppninni fær að gerast út- lagi og eru þeir bolir í boði á 30% afslætti í 15 daga. Seljist hönnunin í 25 ein- tökum eða meira fer hún í framleiðslu. Sjá nánari upplýsingar á buxnalaus.is. Hönnuðir og útlagar BUXNALAUS.IS Hönnun Karítas Gunn- arsdóttir á heiðurinn af þessum bol. Fyrir þá sem eru með mikinn áhuga á ljósmyndun og ljós- myndagræjum er þetta ljós- myndablogg alveg frábært. Þarna er hægt að lesa um allt það nýj- asta sem er að gerast í ljós- myndaheiminum en einnig er fjöl- margt annað sem viðkemur ljósmyndum á þessari síðu. Þarna er t.d. hægt að vinna ýmsar græjur með því einu að smella á ákveðinn hlekk og sannarlega til mikils að vinna. Vefsíðan www.photographyblog.com Ertu með ljós- myndadellu? Græjur Nóg til í ljósmyndaheimi. Eins vandræðalegt og það nú er verð ég aðjáta að þolmörk mín fyrir áfengi hafadregist saman síðastliðin ár. Ég ætla íþessum pistli síður en svo að predika nokkuð um hóflega eða óhóflega áfengisdrykkju. Ég ræð engu um það hvað hver og einn drekkur mikið. Vissulega er þó allt best í hófi og sé fólki orðið óþarf- lega hált á svellinu er vissara að leita sér leiðsagnar. En aftur að mér um mig frá mér til mín. Þetta byrj- aði allt með Malibu-flösku í árshátíðarferð í Kvennó. Ég hafði aldrei vitað neitt jafnfyndið og mig sitjandi á botni fataskáps með Mal- ibu og ananassafa í glasi. Eftir þetta lá leiðin (niður á við) til Spánar í út- skriftarferð, síðan voru barir Reykja- víkur þræddir heilt sumar og endað á þriggja mánaða dvöl í Frakklandi fram að jólum. Ég hugsa að lifrin í mér hafi verið farin að íhuga flótta eftir alla þessa lítra. En kannski vildi mér það til að ég var bara tvítug og líkaminn hafði ágæta endurnýj- unarhæfni. Námsárin í Bret- landi voru engu betri með endalausum gleðistundum og þar með allt of ódýru áfengi. Hvernig var annað hægt en að drekka þetta bara? Svo ég dansaði og drakk, djammaði og skemmti mér. En vitið þið bara hvað? Aldrei kvartaði haus- inn og maður var ætíð ágætur daginn eftir. Allt sem þurfti var góður ham- borgari og kók og kannski smá só- falúr til að kippa öllu í lag. En sjá. Fyrir um fimm árum blasti nýtt „áfengisvandamál“ við. Agalegur þurrkur í munni, skjálfti og hausverkur sem aldrei fyrr. Svefninn styttist í fimm tíma vegna slæmrar heilsu og varð til þess að gera persónu mína afar við- utan og gleymna. Mér fannst ég varla heill né hálfur maður … hvað var að gerast? Þetta gat ekki gengið svona miklu lengur. Í dag á ég við nýtt „vandamál“ að stríða, ég drekk of lítið. Síversnandi afleiðingar drógu úr inntöku sem á móti drógu úr þoli. Ég er ekki nema svipur hjá sjón. Aðeins hjóm á klístruðu dansgólfinu. Vofa mín leynist í horninu og verður að komast heim að sofa. Gleðistundir eru mitt uppáhald í dag. Beint eft- ir vinnu á föstudegi er skundað á barinn til að drekka eitthvað bragðgott og fallegt í glasi. Tvö glös og nasl með. Síðan kemst maður heim í sófann til að ná blessuðu Útsvarinu. Svo fær maður sér kannski eitt rauðvínsglas eða tvö með matnum kvöldið eftir. Þá sjald- an maður leyfir sér … Skápadjammarinn og partívitleysingurinn ég er orðinn að konu sem sötrar settlega kokteila. Og drekkur bara yfir sig einstöku sinnum í virðulegum matarboðum í vesturbænum. Þetta sá ég ekki fyrir mér fyrir áratug en finnst það bara fjári gott hlutskipti. Ég hef samt í huga að þetta gæti verið ákveðið tíma- bil í lífi mínu. Ef villti úlfurinn innra með mér spangólar á ný mun ég fylgja honum alla leið á dansgólfið, jafnvel inn í skáp. »Ég er ekki nema svipur hjá sjón. Að-eins hjóm á klístruðu dansgólfinu. Vofa mín leynist í horninu og verður að komast heim að sofa. Heimur Maríu María Ólafsdóttir maria@mbl.is Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Þú getur ekki staðið í vegi fyrir framförum kallast sýning Angeli Novi sem verður opnuð í Nýlistasafninu á morgun, 29. september, klukkan 17. Angeli Novi er samstarf þeirra Steinunnar Gunnlaugsdóttur og Ólafs Páls Sigurðssonar sem hófst árið 2009 en þessi sýning er fyrsta einkasýning þeirra. Sýningin samanstendur af kvikmyndum, innsetningu, hljóðverkum og skúlptúrum en þungamiðjan er um tutt- ugu mínútna kvikmynd sem ber sama heiti og sýningin. Kvikmyndin var tekin á þessu ári í Grikklandi og á Íslandi auk þess sem hún inniheldur myndskeið úr kvikmynda- söfnum. Upp undir þrjátíu manns á öllum aldri voru kvik- sett af fúsum og frjálsum vilja við gerð myndarinnar sem er bæði á ensku og íslensku. Hljóðverk á sýningunni eru eftir Örn Karlsson, unnin í samvinnu við Angeli Novi. Sýn- ingin stendur til 2. desember en allar nánari upplýsingar um sýninguna svo og Steinunni og Ólaf Pál má finna á vef- síðunni www.nylo.is. Endilega … … sjáið sýningu Angeli Novi í Nýlistasafninu Kvikmynd Upp undir þrjátíu manns á öllum aldri voru kviksettir af fúsum og frjálsum vilja við gerð myndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.