Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
sín um að hann ætli ekki að bjóða
sig fram. „Ég hef margoft sagt að
sá kafli í lífi mínu sé búinn. Ég var
stoltur af því á sínum tíma að leiða
Samfylkinguna í 32% bæði í sveit-
arstjórnarkosningum og þingkosn-
ingum, en það endurtekur enginn
söguna. Það væri stílbrot og ég hef
hvorki áhuga á né vilja til þess,“
sagði Össur við blaðamann mbl.is í
gær. Þá benti hann á að kominn
væri tími á kynslóðaskipti í flokkn-
um.
Hver tekur við af Jóhönnu?
„Allt á sinn tíma og þetta er dag-
ur þessarar merku tilkynningar Jó-
hönnu og það dugar í dag,“ sagði
Árni Páll Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, aðspurður
hvort hann muni bjóða sig fram til
formanns Samfylkingarinnar. Þá
sagði Helgi Hjörvar, þingmaður
Samfylkingarinnar, að ótímabært
væri að svara þeirri spurningu
hvort hann myndi gefa kost á sér í
formannsembættið. „Umræður
okkar í Samfylkingunni munu leiða
í ljós svörin við því á næstu vikum,“
sagði Helgi.
„Ég hef líka sagt að telji fólk mig
eiga að vera í forystuhlutverki þá
muni ég að sjálfsögðu íhuga það.
Nú þurfa flokksmenn í Samfylking-
unni að ræða saman og velta fyrir
sér hvers konar forystu flokkurinn
þarf til framtíðar. Það eru mörg
verkefni framundan og það er mik-
ið starf að vera formaður. Hver sá
sem ætlar sér að taka það að sér
þarf að íhuga það mjög alvarlega,“
sagði Sigríður Ingibjörg Ingadótt-
ir, þingmaður Samfylkingarinnar,
aðspurð hvort hún stefni á for-
mannssætið en hún benti einnig á
að formannsframboð hefði ekki
vakað sérstaklega fyrir sér.
Þá sagði Lúðvík Geirsson, þing-
maður Samfylkingarinnar og fyrr-
verandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar,
við blaðamann í gær að hann hefði
ekki hugleitt formannsframboð á
þessari stundu. „Ég hef ekkert
hugleitt það á þessari stundu, ég er
að melta þessi tíðindi eins og aðr-
ir,“ sagði Lúðvík. Aðspurður hvort
hann væri búinn að gera upp hug
sinn varðandi formannsframboð
sagði Dagur B. Eggertsson, vara-
formaður Samfylkingarinnar: „Ég
hef ekkert gefið út á það, og mér
finnst þetta heldur ekki dagurinn
til þess. En ég hef ekki verið á nein-
um framboðsbuxum,“ sagði Dagur.
Ekki náðist í Katrínu Júlíusdótt-
ur, þingmann Samfylkingarinnar,
við vinnslu fréttarinnar en hún hef-
ur lengi verið orðuð við formanns-
embættið.
Þá virtust flestir þeir kjörnu
fulltrúar Samfylkingarinnar sem
Morgunblaðið talaði við í gær vera
á þeirri skoðun að tilkynning Jó-
hönnu væri stórmerk tíðindi og að
hún ætti að baki farsælan feril.
Jóhanna hættir stjórn-
málaþátttöku sinni í vor
Enginn búinn að lýsa yfir formannsframboði Landsfundur fer fram í febrúar
Morgunblaðið/Golli
Endalok Jóhanna Sigurðardóttir ætlar sér að hætta formennsku í Samfylk-
ingunni og láta af stjórnmálaþátttöku sinni að loknu þessu kjörtímabili.
Lúðvík
Geirsson
Dagur B.
Eggertsson
Árni Páll
Árnason
Össur
Skarphéðinsson
Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir
Katrín
Júlíusdóttir
Jóhanna hættir
» Jóhanna Sigurðardóttir hef-
ur setið á Alþingi frá árinu
1978.
» Hún hefur á þeim tíma einn-
ig gegnt þremur ráðherraemb-
ættum.
» Að svo stöddu hefur enginn
lýst yfir framboði sínu til for-
manns Samfylkingarinnar.
» Mögulegt er að næsti for-
maður Samfylkingarinnar verði
kjörinn í póstkosningu.
» Össur Skarphéðinsson kall-
ar eftir kynslóðaskiptum í
flokknum.
» Kjörnir fulltrúar flokksins
segja tilkynningu Jóhönnu vera
merkileg tíðindi.
FRÉTTASKÝRING
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis-
ráðherra og formaður Samfylking-
arinnar, tilkynnti í gær að hún ætli
að hætta sem formaður Samfylk-
ingarinnar að loknu núverandi
kjörtímabili og samhliða því láta af
þátttöku sinni í stjórnmálum. Jó-
hanna, sem verður sjötug 4. októ-
ber næstkomandi, hefur setið á Al-
þingi samfleytt frá árinu 1978 en
auk þess að sinna almennum þing-
störfum hefur hún á þingferli sín-
um gegnt þremur ráðherraembætt-
um. Þannig var hún félags-
málaráðherra á árunum 1987-1994
og svo aftur frá 2007 til 2008, fé-
lags- og tryggingamálaráðherra frá
árinu 2008 til 2009 og loks hefur
hún gegnt embætti forsætisráð-
herra síðan árið 2009.
„Lokaspretturinn er hafinn, bæði
minn pólitíski endasprettur og
endasprettur fyrstu meirihlutarík-
isstjórnarinnar undir forystu okkar
jafnaðarmanna. Á mánuðunum
fram að landsfundi og síðan fram að
kosningum mun ég að sjálfsögðu
gera mitt ýtrasta í þeim störfum
sem þið hafið falið mér til að ná
fram baráttumálum okkar jafnað-
armanna og til þess að tryggja að
Samfylkingin verði áfram forystu-
afl í íslenskum stjórnmálum,“ sagði
Jóhanna í tilkynningu sinni í gær.
Kominn tími á kynslóðaskipti
Landsfundur Samfylkingarinnar
fer fram helgina 1. til 3. febrúar
næstkomandi. Ekki er þó víst að
kosið verði um nýjan formann á
landsfundinum enda gera lög
flokksins ráð fyrir því að formanns-
kosning geti farið fram í formi alls-
herjaratkvæðagreiðslu á meðal
allra skráðra flokksmanna. Slík
allsherjaratkvæðagreiðsla fór ein-
mitt fram síðast þegar formanns-
slagur átti sér stað innan Samfylk-
ingarinnar, á milli Össurar
Skarphéðinssonar og Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur árið 2005, en
þá voru atkvæði greidd í póstkosn-
ingu. Til þess að atkvæðagreiðsla
þess eðlis fari fram þurfa a.m.k. 150
flokksmenn að óska eftir slíkri at-
kvæðagreiðslu ekki síðar en 45 dög-
um fyrir boðaðan landsfund.
Í samtali við mbl.is í gær sagði
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra að hann stæði við fyrri orð
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
forseti Alþingis, hefur sent Sveini
Arasyni ríkisendurskoðanda opið
bréf þar sem farið er fram á að
Ríkisendurskoðun skili fullbúinni
skýrslu um kaup ríkisins á fjár-
hags- og maunnauðskerfinu Oracle
á árinu 2001, innleiðingu kerfisins
sem og rekstur þess síðan þá. Al-
þingi óskaði eftir því 6. apríl 2004
að Ríkisendurskoðun ynni skýrslu
af þessu tagi en stofnunin hefur
ekki ennþá skilað af sér þeirri
skýrslu.
„Ég tel að dráttur á gerð skýrsl-
unnar sé mjög aðfinnsluverður.
Slíkt má aldrei endurtaka sig.
Lagaheimild til þess að óska
skýrslna Ríkisendurskoðunar er
einn mikilvægasti þátturinn í eft-
irlitshlutverki Alþingis,“ segir Ásta
Ragnheiður í bréfi sínu til Sveins.
Fer beint til nefndar
Í bréfinu kom jafnframt fram að
skýrsla Ríkisendurskoðunar yrði
send stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd Alþingis til meðferðar jafn-
skjótt og hún berst Alþingi. Þá
muni ríkisendurskoðanda gefast
færi á því að fylgja skýrslunni eftir
á vettvangi nefndarinnar. Einnig
kemur þar fram að nefndin muni í
samræmi við þingsköp leggja nið-
urstöður athugana sinna fyrir Al-
þingi með nefndaráliti en einnig sé
nefndinni heimilt að gera tillögu til
þingsályktunar.
„Ég bind vonir við að málið
hljóti með þessum hætti eðlilega
meðferð og niðurstöðu af hálfu Al-
þingis. Forsenda þess er þó sú að
fullbúin skýrsla Ríkisendurskoðun-
ar komi fram hið fyrsta,“ segir
Ásta Ragnheiður í bréfinu.
Ætlar ekki að segja af sér
„Engin viðbrögð. Ég náttúrlega
geri það sem um er beðið og var
reyndar búinn að gera ráðstafanir
til þess að fara eftir því sem okkur
[Ástu Ragnheiði] fór á milli í gær,“
segir Sveinn Arason, spurður út í
fyrstu viðbrögð vegna bréfsins.
Aðspurður hvort hann hafi íhugað
stöðu sína, eða jafnvel afsögn sína, í
ljósi umræðunnar á síðustu dögum
segir Sveinn svo ekki vera. Ekki
náðist í Ástu Ragnheiði við vinnslu
fréttarinnar í gær.
Vill að skýrslunni verði skilað
Ríkisendurskoðandi segist ætla að fara að óskum forseta Alþingis um að skýrslu um kaup ríkisins á
kerfinu Oracle verði skilað Ríkisendurskoðandi segist ekki hafa íhugað að segja starfi sínu lausu
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
Sveinn
Arason
„Ég hef tekið
ákvörðun um að
gefa kost á mér í
annað sæti í sam-
eiginlegu próf-
kjöri sjálfstæð-
ismanna í
Reykjavík sem nú
lítur út fyrir að
verði 24. nóv-
ember,“ sagði
Birgir Ármanns-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Með
því er ég auðvitað að gefa kost á mér
til þess að vera í einu af forystu-
sætum flokksins í borginni. Ég er
þeirrar skoðunar að fyrir Sjálfstæðis-
flokknum liggi mörg sóknarfæri í
kosningunum í vor og ég vil leggja
mitt af mörkum til þess að sem best-
ur árangur náist í þeim bardaga,“
bætir Birgir við. skulih@mbl.is
Birgir gefur kost á
sér í annað sætið í
Reykjavíkurkjördæmi
Birgir
Ármannsson
Forseti Íslands hefur fallist á til-
lögu innanríkisráðherra um að
skipa þá Benedikt Bogason, dóm-
stjóra og settan hæstaréttardóm-
ara, og Helga I. Jónsson dómstjóra í
embætti tveggja hæstaréttardóm-
ara frá og með 1. október nk.
Samdóma niðurstaða dómnefnd-
ar var sú að þeir Benedikt og Helgi
væru hæfastir umsækjenda til að
hljóta embættin. Benedikt er 46 ára
gamall, en Helgi er 56 ára gamall.
Þeir hafa báðir leyst af sem dóm-
arar í Hæstarétti.
Helgi og Benedikt
skipaðir í Hæstarétt
Helgi I. Jónsson Benedikt Bogason
Hæstiréttur hefur dæmt mann í 12
mánaða fangelsi fyrir brot gegn
lyfjalögum og lögum um tóbaks-
varnir. Maðurinn seldi ákveðin lyf í
verslun sinni án þess að hafa til
þess leyfi. Júlíus Þorbergsson, sem
rak verslunina Drauminn á Rauð-
arárstíg, var í ákæru sakaður um
að hafa árin 2008-2009 selt lyf, auk
þess að hafa átt fjölda dósa af fín-
kornóttu neftóbaki og munntóbaki
sem ætlað var til sölu. Þá var sak-
borningur einnig sakfelldur fyrir
peningaþvætti og var gert að sæta
upptöku eigna.
Dæmdur fyrir ólög-
lega sölu á lyfjum