Morgunblaðið - 28.09.2012, Page 34

Morgunblaðið - 28.09.2012, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 ✝ Ella Sjöfn Ell-ertsdóttir fæddist í Keflavík 15. maí 1944. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 20. sept- ember 2012. Foreldrar Ellu Sjafnar voru Ásta Gísladóttir, f. 12.3. 1922, d. 19.2. 2006, og Ellert Þórarinn Hannesson, f. 14.11. 1917, d. 13.9. 1963. Systkini Ellu Sjafnar eru Halldóra Hafdís, f. 14.2. 1939, d. 16.12. 1940, Hafdís, f. 20.9.1941, Grétar Arnar, f. 5.10. 1942, Halldór, f. 5.5. 1947, Díana, f. 7.8. 1949, og Steinunn, f. 26.1. 1953. Ella Sjöfn giftist Ólafi Björg- vinssyni, f. 22.10. 1942. Hann er sonur hjónanna Bergþóru Ólafs- dóttur, f. 12.11. 1923, og Björg- vins Ingimundarsonar, f. 25.1. 1917, d. 25.2. 2001. Ella Sjöfn og þau þrjú börn: Sindra, Söndru Lind og Guðnýju Kristínu. 5) Harpa, f. 25.9. 1971, gift Þor- steini Eyjólfssyni og eiga þau tvö börn: Guðrúnu og Heiðrúnu Sjöfn. Ella Sjöfn ólst upp í Keflavík og lauk þar gagnfræðaprófi. Hún kynntist Óla sínum ung að árum og hófu þau búskap á Kirkjuteigi í Keflavík í lítilli risíbúð. Þar eignuðust þau tvö elstu börnin sín, þau byggðu húsið sitt á Sunnubraut 5 í Garði og fluttu þangað í desember 1963 og bjuggu þar alla tíð. Ella Sjöfn var myndarleg, listfeng og skapandi í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og bar heimilið og hennar nánasta umhverfi þess glöggt merki. Börn og barna- börn ásamt langömmubörnum voru henni sem gersemi og var hún dugleg að hrósa þeim í hví- vetna. Hún vann við ýmis störf, hjá Þroskahjálp á Suðurnesjum, afgreiðslu í sjoppunni hjá Ingi- björgu og í eldhúsinu á Garð- vangi í Garði. Hún tók virkan þátt í félagslífinu í Garðinum, var m.a. í Kvenfélaginu Gefn. Útför Ellu Sjafnar fer fram í Útskálakirkju í dag, 28. sept- ember 2012, kl. 15. Ólafur eiga fimm börn: 1) Bergþóra, f. 16.8. 1961, gift Arnari Karlssyni og eiga þau þrjú börn: Ólaf, Ellu Sjöfn og Ágúst Karl. Barnabörn Bergþóru og Arn- ars eru: Arnar Smári, Bergþóra og Kristbjörg Katla. 2) Ellert Þórarinn, f. 7.7. 1963, giftur Jónu Björgu Antonsdóttur og eiga þau eitt barn: Anton. 3) Arnbjörg, f. 29.9. 1965, gift Guðjóni Magnúsi Axelssyni og eiga þau fimm börn: Ólöfu Steinunni, Aniku Rós, Elsu Björk, Guðjón Þorberg og Elvar Snæ. Barnabörn Arnbjargar og Guðjóns eru: Elvar, Róbert Logi, Eiður Daði, Sunneva Dís, Agnes Birna og Sölvi Steinn. 4) Linda, f. 30.9. 1970, í sambúð með Þresti Ástþórssyni og eiga Ég varð þeirra gæfu aðnjót- andi að eignast yndislega móður sem nú er fallin frá og er hennar sárt saknað. Í dag kveð ég elsku- lega móður mína og þakka fyrir allar þær lífsins gjafir sem hún færði mér, og held ég áfram með þær að leiðarljósi inn í framtíð- ina. Minning hennar lifir. Ég man það elsku mamma mín hve mild var höndin þín. Að koma upp í kjöltu þér var kærust óskin mín. Þá söngst þú við mig lítið lag þín ljúfa rödd og værð. Ó, elsku góða mamma mín, þín minning er svo kær. Ég sofnaði við sönginn þinn í sælli aftanró. Og varir kysstu vanga minn það var mín hjartans fró. Er vaknaði ég af værum blund var þá nóttin fjær. Ó, elsku góða mamma mín, þín minning er svo kær. Og ennþá hljómar röddin þín svo ríkt í hjarta mér. Er nóttin kemur dagur dvín í draumi ég er hjá þér. Þá syngur þú mitt litla lag þín ljúfa rödd og værð. Ó, elsku hjartans mamma mín, þín minning er svo kær. (Jenni Jóns) Blessuð sé minning þín, elsku mamma mín. Þinn sonur, Ellert Þórarinn. Elsku mamma mín, með sorg og söknuð í hjarta mínu er ég samt full þakklætis og langar að kveðja þig með þessum fallegu ljóðum: Þú varst alltaf svo góð við mig, ég fékk athygli þína óskipta, þú lifðir fyrir mig, hlustaðir á mig, talaðir við mig, leiðbeindir mér, lékst við mig, sýndir mér þolinmæði, agaðir mig í kærleika, sagðir mér sögur, fræddir mig og baðst með mér. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku mamma mín, mér þótti svo undur vænt um þig og á eftir að sakna þín mikið. Megi Guðs englar varðveita þig. Þín dóttir, Linda. Elskuleg móðir mín Ella Sjöfn Ellertsdóttir er látin eftir erfið veikindi, hún kvaddi þenn- an heim 20. september sl. Ég er þakklát fyrir öll árin sem ég átti með henni, hún kenndi mér svo margt og bar ætíð hag minn fyr- ir brjósti. Minningarnar streyma fram, mamma við saumavélina að sauma föt á okkur systkinin, kallar á mig að máta og setur títuprjóna til að máta flíkina á mig. Hún var alltaf að og allt lék í höndunum á henni, ég sá mér leik á borði að sleppa við handa- vinnuna í grunnskólanum og gat alltaf platað hana til að klára hálfunnu verkin mín. Eitt af því sem hún hafði mjög gaman af var að hugsa um garðinn sinn, sáði alltaf fyrir sumarblómum á vorin og var morgunfrúin í uppáhaldi hjá henni. Seinna byggði pabbi gróð- urhús, þar undi hún sér vel með öllum blómunum sínum. Sólin var ofarlega á lista hjá henni, sat í sólbaði hvar sem færi gafst í skjóli og man ég eftir að hafa verið send á hjólinu niður í fjöru með flösku til að fylla af sjó til að bera á sig og fá meiri lit. Mamma vann ekki mikið utan heimilis en ég minnist þess þeg- ar hún vann hjá Þroskahjálp á Suðurnesjum hvað henni þótti vænt um börnin þar og þeim um hana. Mamma var ákveðin og vissi hvað hún vildi, það tók ekki langan tíma að velja hlutina hvort sem það var eitthvað fyrir heimilið eða fyrir hana sjálfa, engin valkvíði þar á bæ. Það breyttist ekki hjá henni þótt hún hafi átt við erfið veikindi að stríða seinustu árin. Mamma var félagslynd og naut sín vel þegar margt fólk var í kringum hana, hún var stolt af fjölskyldu sinni og fór ekki leynt með það. Hún var dugleg að hrósa og sjá það jákvæða í öllum. Veikindi mömmu versnuðu smám saman undanfarin ár og að lokum gat hún ekki verið heima og fór á Garðvang í byrj- un árs. Á Garðvangi átti hún fal- legt herbergi sem hún var ánægð með, starfsfólkið hugsaði vel um hana og leið henni í alla staði vel þar. Þar var ómetanlegt fyrir fjölskylduna að vita af henni á slíkum stað. Ég minnist hennar með miklu þakklæti og veit að hún er á góðum stað þar sem hún er laus við þjáningar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur) Elsku pabbi, þú stóðst eins og klettur við hlið mömmu alla tíð. Ég bið algóðan Guð að vaka yfir þér og okkur öllum á þessum erfiða tíma. Þín dóttir, Harpa. Það eru þrír áratugir síðan ég varð svo lánsöm að kynnast tengdamóður minni, henni Diddu. Við áttum svo margar góðar stundir saman, þar sem við spjölluðum um lífið og til- veruna, drukkum kaffi úr spari- bollunum, eða vatn úr kristals- glösum. Því þótt örlögin í lífi Diddu hafi orðið til þess að hún gat ekki gert allt sem hugurinn stefndi að, þá naut hún lífsins. Hún var engin venjuleg kona, heldur var hún sú sem dansaði mest, söng hátt og hló mikið. Það var alltaf líf og fjör í kring um Diddu. Hún var alveg ein- stök kona, afskaplega myndar- leg og viljasterk. Og þótt lífið hafi ekki alltaf verið dans á rósum kvartaði hún aldrei yfir sínum högum né hall- mælti nokkrum manni. Þetta var einstaklega listræn kona og var öllum stundum að sauma, prjóna og mála. Það eru ótal fallegir hlutir til eftir hana og má þá ekki gleyma að nefna steinakallana sætu, sem gerðu mikla lukku. Snyrtimennska var Diddu í blóð borin og naut hún þess að nostra við heimilið, sumarbú- staðinn og garðinn. Allt bar þess glöggt merki að Didda hefði ver- ið á ferðinni. Allt varð nú að líta vel út. Lífsstarf tengdamóður minn- ar er mikið og uppskeran ríku- leg í glæsilegri og öflugri fjöl- skyldu. Aðstandendum öllum votta ég samúð mína og megi Guð vera með þér Óli minn. Þú komst inn í tilveru mína og færðir mér reynslu úr lífi þínu sem auðgaði líf mitt. (Helen Exley.) Þín tengdadóttir, Jóna Björg. Hún Ella Sjöfn tengdamóðir mín er dáin. Allt í einu myndast stórt skarð í þessa samheldnu fjölskyldu. En það er einmitt þessi samheldni sem hefur hjálp- að okkur í sorginni, geta verið saman inni á Sunnubraut, talað saman, grátið saman og haldið hvert utan um annað. Eftir sitja góðar minningar og þakklæti fyrir að hafa fengið að verða samferða og kynnast þessari lífsglöðu konu sem hún Didda var. Alltaf brosandi og vildi helst hafa allan hópinn sinn saman uppi í bústað eða heima á Sunnubrautinni og allir í góðu skapi. Takk fyrir þá ást og um- hyggju sem þú sýndir okkur Bessý. Takk fyrir þann tíma sem börnin okkar áttu með þér því að alltaf voru dyrnar á Sunnubraut- inni opnar fyrir þeim. Elsku Didda, takk fyrir allt. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. (Davíð Stef.) Elsku Óli minn, missir þinn er mikill, megi góður Guð styrkja þig í sorginni. Hvíldu í friði, elsku tengda- mamma. Þú varst einstök. Kveðja, Arnar. Elsku Ella amma mín, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur öllum. Minningin um þig lifir og mun ég hugsa um margt fallegt og gott þegar ég hugsa til þín. Þegar við syst- urnar komum í heimsókn til þín varstu svo ánægð að sjá okkur og faðmaðir okkur að þér. Þú sparaðir ekki fallegu orðin í okk- ar garð og spurðir oftar en ekki hvaða stráka við værum að hitta og hvort þeir væru yfir höfuð nógu góðir fyrir okkur. Þú hugs- aðir alltaf vel til allra. Minningarnar streyma fram, allar bústaðaferðirnar og sam- verustundirnar á Sunnubraut- inni. Gaman var að koma í heim- sókn til ykkar afa, þú gafst okkur systrum alltaf ís úr stóru frystikistunni ykkar og var það afar kærkomið. Það var líka gaman að skoða alla steinakall- ana þína og föndurdótið þitt. Þú varst svo flink í höndunum og gerðir fallega hluti. Hvíldu í friði elsku amma, ég veit að þú passar upp á okkur öll. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Guðrún. Elsku amma mín, ég get ekki hugsað mér að þú sért farin frá okkur. Það eru svo margar minningar sem ég á um þig og er ég mjög þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Sóldýrkun var okkar sameiginlega áhuga- mál og kenndir þú mér margar góðar aðferðir til að fá sem mestan lit, þar á meðal að bera á mig smjör. Alltaf var gaman að koma til þín og spjalla um hitt og þetta en yfirleitt vildir þú frekar taka rúnt, fara í búðir og á kaffihús. Þér fannst gaman að fara út úr húsi og gera einhvað skemmtilegt, þú varst mikil fé- lagsvera og vildir öllum gott og ekki vantaði það hjá þér að hrósa fólki. Þú varst alltaf svo góð við mig og munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Ég kveð þig amma mín með djúpum söknuði, en minning þín lifir með mér. Þín Heiðrún Sjöfn (Sjöbba litla). Elsku Didda. Fáein orð að loknum jarðlífskafla þínum. Ég minnist þín sem glæsilegr- ar konu sem hann bróðir minn sótti inn í Keflavík. Þið byrjuðuð að búa inni í Keflavík í litilli risí- búð á Kirkjuveginum og þar fæddist ykkar fyrsta barn, hún Bergþóra. Ekki voruð þið lengi á Kirkjuveginum því þið keyptuð grunn að húsi úti í Garði þar sem þið bjugguð alla tíð. Húsið var byggt af miklum dugnaði og reis það á ótrúlega skömmum tíma. Meðan á þessu stóð gast þú, Didda mín, verið múrari, málari og allt mögulegt þar á milli. Allt var snurfusað og gert fínt bæði úti og inni. Fljótlaga var gerður fallegur garður í kringum húsið, sem mér fannst vera fallegasti heimilisgarðurinn í Garðinum og er hann það kannski enn. Þar áttir þú marg- ar ánægjustundir við blómarækt og allt það sem að fallegum garði snýr. Það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt var ein- staklega fallegt og smekklegt, hvort sem þú saumaðir fötin á börnin og sjálfa þig eða aðra hluti til að nota eða prýða heim- ilið. Allt bar vitni um hvað þú hafðir gott auga fyrir því sem var fallegt. En sjúkdómurinn fór verulega að versna um miðjan aldur og hefti getu þína til svo margs sem þú áður hafðir svo mikla ánægju af. En þú gafst ekki upp því í mörg ár hefur þú, ef til vill meira af vilja en mætti, unnið með eldri borgurum í Auðar- stofu því félagsskapurinn með konunum og föndrið veitti þér mikla ánægju. Nú þegar þessum kafla er lok- ið hjá þér veit ég að nýr er að hefjast. Þú ert sloppin úr þínum veika líkama og farin að kíkja á nýja heima. Innilegar samúðarkveðjur elsku Óli, Bergþóra, Elli, Adda, Linda og Harpa og fjölskyldur. Hafðu þökk fyrir góð kynni. Þín mágkona, Anna. Í dag kveðjum við góða vin- konu okkar, Ellu Sjöfn Ellerts- dóttur, eða Diddu eins og hún var alltaf kölluð af sínum vinum og vandamönnum. Didda var úr Keflavík og ung hitti hún Óla sinn sem var úr Garðinum. Með þeim tókust ástir og þau byrjuðu ung að búa og byggðu sér ein- býlishúsið á Sunnubraut 5 í Garði. Þau voru mjög fallegt par. Okkar kynni hófust í kring- um 1963/1964 þegar við vorum allar ungar, fallegar og í blóma lífsins, önnum kafnar við heim- ilisstörf og barnauppeldi enda eigum við allar börn á svipuðum aldri. Í þá daga vorum við ekki mikið að vinna „úti“ á hinum al- menna vinnumarkaði og þess vegna gátum við hist öðru hvoru í kaffi hjá hvor annarri með börnin svona fyrstu árin. En þetta varð til þess að við stofnuðum með okkur sauma- klúbb þar sem við hittumst mán- aðarlega, á fimmtudögum, og þá var nú tekið til höndunum og handavinnunni gerð góð skil. Þetta voru skemmtilegir og líf- legir tímar og engin lognmolla í kringum okkur. Við vildum endi- lega hafa eitthvert heiti á saumaklúbbnum og eftir miklar bollaleggingar fékk hann heitið „Kúluklúbburinn“. Ástæðan aug- ljós þegar haft er í huga að það var alltaf einhver okkar með vel stóra magakúlu! Já, við vorum duglegar að fjölga mannkyninu! En lífið var ekki bara bleiu- skipti og barnaþras. Því í þá daga var oft skemmtanalíf í Garðinum, hjónaböll, og árshá- tíðir sem félagasamtök sáu um og við létum okkur yfirleitt ekki vanta enda þótti okkur afskap- lega gaman að dansa og nutum þess að fara út á „lífið“. Við vor- um líka stórhuga, fórum til Reykjavíkur og gistum á hóteli yfir helgi og nutum skemmtiat- riða og kvöldverðar þar. Þetta voru eftirminnilegar helgar og oft voru þær rifjaðar upp er við hittumst síðar meir og þá mikið hlegið. Um tíma hættum við vinkon- urnar að hittast þetta reglulega og kom margt til, börnin stækk- uðu, við fórum að vinna úti og nóg annað að gera. En fyrir nokkrum árum bárum við gæfu til að endurnýja samveru okkar og höfum við síðan hist öðru hvoru og þá ávallt orðið miklir fagnaðarfundir. Síðast hittumst við nú í vor. Diddu var margt til lista lagt. Hún saumaði allt á sig og börnin sín og var bæði fljót- og vand- virk. Hún prjónaði líka mikið og saumaði út. Didda hefur ekki gengið heil til skógar í mörg ár en aldrei heyrðum við hana kvarta. Elsku vinkona, nú hefur þú fengið hvíldina. Við stöllurnar þökkum þér samfylgdina og góð kynni og biðjum Guð að blessa eiginmann þinn, börn, ömmu- og lang- ömmubörn. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson.) Hvíl í friði. Stöllurnar í „Kúluklúbbnum“ Soffía, Jenný, Kristín, Sig- urjóna, Loftveig og Sylvía. Ella Sjöfn Ellertsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.