Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 39
ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 arkennari við Háteigsskóla frá 1998. Þá hefur hún verið stunda- kennari í leiklist við HÍ. Hún hefur samið töluvert af námsefni í leik- list, sent frá sér þrjár leiklist- anámsbækur og heldur úti vefsíð- unni, Leikum af list, þar sem fjallað er um leiklist og leiklistarkennslu fyrir börn og unglinga. Rannveig er formaður FLÍSS, Félags um leiklist í skólastarfi, frá 2008. Félagið sem var stofnað árið 2005, vinnur að því að efla leiklist- arkennslu í grunnskólum og fram- haldsskólum. Leiklistarkennslu í grunnskóla En hvers vegna ætti að kenna börnum og unglingum leiklist? Er ekki offramboð á leikurum? „Nei. Aldrei of margir leikarar, enda snýst þetta ekkert um það að gera hálfa þjóðina að atvinnuleik- urum. Þetta snýst um skapandi nám og um það að þroska nem- endur. Þetta snýst um það að efla félags-, samskipta- og tilfinn- ingaþroska nemenda, auka skilning þeirra á mannlegum samskiptum, skilning þeirra á öðru fólki, efla umburðarlyndi þeirra og víðsýni. Með leikrænni tjáningu er leik- arinn stöðugt að setja sig í spor annarra, upplifa aðstæður þeirra og líðan. Það hefur margsýnt sig með fjölda rannsókna að nemendur sem læra leiklist eiga hægara með að skilja aðra og aðstæður þeirra. Þeir verða m.ö.o. betri, umburð- arlyndari og skilningsríkari þjóð- félagsþegnar. Auk þess býður kennsla í leiklist upp á skapandi nám sem nýtist ekki síst þeim sem eiga erfitt með að fylgjast með, eiga erfitt með lestur, eða eru sem nýbúar að að- lagast nýju samfélagi. Loks má svo bæta því við að kennsla í leiklist í grunnskólum styrkir leikhúskúltur samfélagsins almennt en slík menningareinkenni bæta öll samfélög og eru hluti af mikilvægum lífsgæðum okkar.“ Samkvæmt þessu ætti leiklistin að eiga hug þinn allan. „Já. Ég hef sem betur fer áhuga og trú á því sem ég er að gera. Vissulega hef ég áhuga á leiklist og leiklistarkennslu og er enn að læra á því sviði. En ég hef auðvitað einn- ig áhuga á ýmsu öðru eins og geng- ur. Ég hef t.d. gaman af að ferðast og svo les ég reiðinnar býsn, ekki síst skemmtilega krimma.“ Fjölskylda Eiginmaður Rannveigar er Gísli Jónasson, f. 16.3. 1966, íslensku- fræðingur og starfsmaður við tölvudeild RÚV. Hann er sonur Jónasar Guðmundssonar, f. 6.2. 1926, og Auðar Gísladóttur, f. 10.12. 1925. Synir Rannveigar og Gísla eru Arnar Björn Gíslason, f. 22.12. 1998, og Þorsteinn Bragi Gíslason, f. 21.3. 2002. Systkini Rannveigar eru Svava Kristín Þorkelsdóttir, f. 15.12. 1959, hjúkrunarfræðingur, búsett á Sel- tjarnarnesi; Gísli Þorkelsson, f. 10.3. 1970, kennari, búsettur í Mos- fellsbæ. Foreldrar Rannveigar eru Þor- kell Jón Gíslason, f. 9.1. 1934, d. 9.7. 1997, borgarfógeti í Reykjavík, og Margrét Sjöfn Davíðsdóttir, f. 15.6. 1934, hárgreiðslumeistari og húsfreyja. Úr frændgarði Rannveigar Bjarkar Þorkelsdóttur Rannveig Björk Þorkelsdóttir Gísli Andrésson b. á Hamri í Múlasveit Sigurlílna Berglín Jónsdóttir húsfr. á Hamri Davíð J. Gíslason stýrim. sem fórst með Dettifossi Svava Ásdís Jónsdóttir húsfr. í Rvík Margrét Sjöfn Davíðsdóttir hárgreiðslum. í Rvík Lísabet Þóra Einarsdóttir húsfr. á Eskifirði Jón Kr. Jónsson klæðskeri á Eskifirði Þuríður Jónsdóttir húsfr. í Rvík Jón Jónsson vkm. í Rvík Rannveig Jónsdóttir húsfr. í Rvík Gísli Þorkelsson steinsm, í Rvík Þorkell Jón Gíslason borgarfógeti í Rvík Guðrún Höskuldsdóttir húsfr. á Grímsstöðum Þorkell Þorkelsson b. á Grímsstöðum, Leiðvallahr. Andrés Gíslason b. á Hamri í Múlasveit Guðrún Andrésdóttir húsfr. í Rvík Hreggviður Norðdahl doktor í jarðfræði hjá Jarðvísindastofnun HÍ Örlítið yngri Rannveig á árum áður. Finnur Jónsson ráðherrafæddist 28.9. 1894 að Harð-bak á Sléttu, bæ sem er upp af Hraunhafnartanga, nyrst á Mel- rakkasléttu. Hann var sonur Jóns Friðfinnssonar, bónda þar, og k.h., Þuríðar Sesselju Sigurðardóttur húsfreyju. Eiginkona Finns var Auður Sig- urgeirsdóttir, f. 1888, d. 1935, hús- freyja. Börn þeirra: Þuríður, hús- freyja í Reykjavík; Birgir, alþm. og forseti Alþingis; Ásta, kaupmaður í Reykjavík; Ingibjörg, verslunar- stjóri á Ísafirði; Finnur, lengst af kennari á Ísafirði, síðar í Reykjavík, og Jón, hrl., búsettur í Hafnarfirði. Systkini Finns voru Ingólfur, hrl., bæjarstjóri og prentsmiðjustjóri á Akureyri; Jóhann, skósmiður á Ak- ureyri, og Sigrún, húsfreyja á Ak- ureyri. Finnur lauk gagnfræðaprófi á Ak- ureyri 1910. Hann var póstmaður á Akureyri 1910-1918, verslunar- maður þar 1919-1920 en flutti þá með fjölskyldu sína til Ísafjarðar og var póstmeistari þar á árunum 1920- 1932. Þá var hann framkvæmda- stjóri Samvinnufélags Ísfirðinga 1928-1944. Finnur sat í bæjarstjórn Ísafjarð- ar 1921-1942, var formaður verka- lýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði 1921-1932, beitti sér fyrir stofnun verkalýðsfélaga á Vestfjörðum og fyrir stofnun Alþýðusambands Vest- fjarða og var forseti þess í mörg ár. Hann var alþingismaður Alþýðu- flokksins fyrir Ísfirðinga 1933-1951 og var félagsmála- og dómsmála- ráðherra í nýsköpunarstjórninni 1944-1947. Magnús Stormur segir um Finn í Ráðherrum Íslands að hann hafi verið duglegur maður, greindur og notið trausts, verið málafylgjumaður og getað verið harður í horn að taka en andstæðingar hans, a.m.k. sjálf- stæðismenn, hafi borið honum vel söguna. Þá segir Magnús: „Finnur var einn þeirra manna, sem uxu við ábyrgðina og þótti hinn nýtasti mað- ur, þótt ekki væri hann afburðamað- ur á neinu sviði.“ Hann lést 30.12. 1951. Merkir Íslendingar Finnur Jónsson 85 ára Helga Kristín Lárusdóttir Ívar Haukur Jónsson 80 ára Ísak Þórir Þorkelsson 75 ára Ása Ólafsdóttir Lilja Þorsteinsdóttir Svava Ólafsdóttir 70 ára Bára Oddsteinsdóttir Gísli Björgvin Stefánsson Gunnar Bernburg Hildur Magnúsdóttir Margrét Kristjánsdóttir Sigríður K. Frímannsdóttir 60 ára Anna Ríkarðsdóttir Bryndís Rögnvaldsdóttir Darri Stanko Miljevic Dóróthea G. Sigvaldadóttir Helgi Hjörvar Jóhann Ármann Fannberg María Guðnadóttir Sigríður Agnarsdóttir Sigurd Oliver Staples Sigurjón Harðarson Sigurlaug M. Karlsdóttir Yngvi Þór Kristinsson 50 ára Bergur Hauksson Eiður Þór Sveinbjörnsson Elfa Dröfn Ingólfsdóttir Guðný Tómasdóttir Guðrún Andrésdóttir Guðrún Birna Jóhannsdóttir Hafsteinn G. Gunnlaugsson Harpa Fold Ingólfsdóttir Hálfdán Einarsson Kristján Óskarsson Magnús Ásgeirsson Michele Broccia Ruzhen Yang Sigurður Einarsson Sigurlaug Sigurðardóttir Sumarliði Ásgeirsson 40 ára Anna Linda Bærings Bjarnadóttir Arnar Hallsson Branddís Margrét Hauksdóttir Eva Birgitta Eyþórsdóttir Eyþóra Kristín Geirsdóttir Guðný Anna Þóreyjardóttir Jóhann Önfjörð Kárason Jón Þórðarson Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir Kristinn Loftur Karlsson Rósa Jóhannsdóttir Sigríður Dögg Auðunsdóttir Sonja Einarsdóttir Stefán Ragnar Magnússon 30 ára Arnar Jónsson Birna Þrúður Sigurbjörnsdóttir Jón Frímannsson Karina Maybely Orellana Rojas Magnús Már Guðmundsson Patryk Emanuel Jurczak Sólmundur Ingi Einvarðsson Steinn Sigríðarson Finnbogason Trausti Sigurðsson Þorvarður Atli Þórsson Til hamingju með daginn 30 ára Kristinn ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann stundaði fiskvinnslu og er nú vélagæslumaður hjá Bræðslunni í Eyjum. Maki: Þórdís Jóna Braga- dóttir, f. 1977, fisk- vinnslukona. Börn: Brynjar Daði, f. 1998; Rúna Dís, f. 1999, og Baltasar Karl, f. 2005. Foreldrar: Erlendur Þór- isson, f. 1957, sjómaður, og Harpa Kristinsdóttir, f. 1958, húsfreyja. Kristinn Þór Erlendsson 30 ára Arnar lauk BA- prófi í bókmenntafræði og MA-prófi í kvikmynda- gerð og starfar sjálfstætt við kvikmyndagerð. Maki: Arnhildur Lilý Karlsdóttir, f. 1983, MA- nemi í bókmenntum. Foreldrar: Sigurður Jóns- son, f. 1952, for- stöðumaður smiðju- og tölvumála HÍ, og Dagný Guðmundsdóttir, f. 1959, myndlistarkona og starfs- maður við Árbæjarsafn. Arnar Sigurðsson 30 ára Inga ólst upp á Kambhóli, býr í Öxarfirði, er með BA-próf í spænsku, BEd-próf og gönguleiðsögumannspróf frá Leiðsöguskóla Íslands, framkvæmdastjóri Arctic Running og verkefnastjóri hjá Norðurhjara. Synir: Dýri, f. 2009, og Kolbeinn, f. 2011. Foreldrar: Bryndís Ol- geirsd., f. 1956, og Þor- valdur Hermannss., f. 1946. Inga Fanney Sigurðardóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Fáanlegur í mörgum litumVerð leður kr. 439.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.