Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 31
biði eftir henni. Nú bíður hann ekki lengur, heldur vona ég að þau séu aftur sameinuð. Sigrún Ása Sturludóttir. Amma Fríða er svo fríð, söngluðum við systkinin oft sem börn og ég er ekki frá því að amma hafið farið hjá sér við þennan söng. En nafnið hæfði henni vel, fríð innan sem utan. Hún var alltaf blíð og góð við okkur. Þó að hún hafi ætíð verið gjafmild á veraldlega hluti var það hlýja hennar og nærvera sem laðaði mig og aðra að henni. Ég og systkini mín eydd- um mörgum helgum í gistingu hjá Gunna afa og Fríðu ömmu, enda var þar endalaust fram- reitt af kræsingum, knúsum og Tomma og Jenna sem afi tók upp úr sjónvarpinu. Amma og afi eyddu líka mörgum kvöldum í að spila við okkur ólsen-ólsen, rommý og rússa. Í minningunni eru allar þessar helgar sveip- aðar hlýjum ljóma, öryggi og gleði. Það er erfitt að benda á eitthvað eitt atvik sem var mik- ilvægara en önnur, frekar er það heildstæð upplifun barn- æskunnar af þessari ástúð og gleði sem lifir með mér. Þau tóku einnig Klaus sem hluta af fjölskyldunni frá fyrsta degi, og veit hann engan betri mat en fræga humarsúpu ömmu. Þau voru ófá matarboðin sem við mættum í hjá afa og ömmu og alltaf var humarsúpan borin fyrir Klaus og okkur hin líka. Því miður dó afi skyndilega 2006, það var mikið áfall fyrir okkur öll. Þau höfðu alltaf verið samrýnd og voru aldrei frá hvort öðru, og jafnaði amma sig aldrei alveg á fráfalli hans. Ég syrgði það að afi fékk aldrei tækifæri til að kynnast langafa- börnunum, en þau voru þó svo heppin að kynnast langömmu sinni. Það besta sem amma gerði eftir fráfall afa var ferðin mikla til Flórída á áttræðisaf- mælinu. Þá bauð hún allri fjöl- skyldunni með og við nutum þess öll að vera undir sama þaki í tvær vikur. Það var ferð sem mun lifa lengi í minningu okkar og hún talaði oft um hversu frá- bært þetta hefði verið. Ferðin gaf krökkunum líka tækifæri á að kynnast langömmu sinni og urðu þau Askur og Ísabella enn hændari að henni. Hennar er sárt saknað. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum) Embla, Klaus, Askur og Ísabella Ýr. Fríða vinkona okkar er látin og skilur eftir stórt skarð í vina- hóp sem varð til er fimm 16 ára stelpukrakkar í Verslunarskól- anum ákváðu að stofna sauma- klúbb. Sá klúbbur lifir enn, rúmum 60 árum síðar, þótt sam- komurnar og siðirnir hafi breyst. Fljótlega bættust svo eiginmenn í hópinn og urðu hálfgildings meðlimir og ýmis- legt hefur verið brallað saman. Er þá ekki síst að minnast okk- ar árlegu veiðiferða austur á Rangárvelli. Fríða skar sig nú reyndar úr, því hún veiddi aldrei, hafði fengið nóg af því í æsku, að eig- in sögn, með foreldrum sínum og öðrum úr fjölskyldunni. Sennilega er líka sagan afleið- ing frá þeim tíma þegar hún eitt sinn sat inni í eða við bílinn, uppáklædd með gullskó á fót- um. Gunni hennar var að veiða og Fríða líklega að „lesa“ ána eins og alvöruveiðimenn gera, því allt í einu bendir hún á ákveðinn punkt og kallar til veiðimannsins: „Gunni, kastaðu þarna.“ Það gerði hann að sjálf- sögðu og fiskur var á. Svo eig- inlega óbeint var hún að veiða. En hún puntaði líka upp á hóp- inn og félagsskapinn, enda mikil skvísa og félagsvera. Fríða var fínleg og nett og sem ung stúlka var hún með sítt, slétt rautt hár. Og þótt hár- ið styttist og breytt væri um stíl hélt hún alltaf rauða litnum Fríða var mannþekkjari og minnug á menn og málefni og fannst við hinar stundum dálítið minnislausar. Hún eldaði góðan mat, spilaði brids o.fl. og var listræn að eðlisfari, en hins veg- ar fámál um eigin hagi og líðan. Eftir að Gunnar, maðurinn hennar, lést fyrir sex árum fór að halla undan fæti hjá Fríðu og þá voru börnin hennar og tengdabörn henni stoð og stytta. En við sitjum eftir með minn- ingar frá langri og dýrmætri vináttu sem við þökkum. Við sendum þeim systkinum, Þór og Hrafnhildi, og öllu þeirra fólki innilegar samúðar- kveðjur. Jónína, Sigríður og Auður, Sigurður og Jón Ragnar. Með fáum orðum langar mig til að minnast minnar gömlu vinkonu. Það stakk mig illilega er dóttir hennar tjáði mér að hún ætti skamman tíma eftir ólifaðan, en eigi má sköpum renna. Kynni okkar spönnuðu langan tíma, eða frá átta ára aldri er við sátum í sama bekk í Austurbæjarbarnaskólanum. Kennari okkar í nokkur ár var sú heiðurskona Margrét Jónsdóttir, skáld og ritstjóri barnablaðsins Æskunnar, og þar hlutum við gott veganesti. Síðar lágu leiðir saman í Verzl- unarskóla Íslands. Fríða var einkabarn foreldra sinna og ég, sem kom frá mann- mörgu heimili, minnist þess sér- staklega hve notalegt var að koma á Barónsstíginn og „læra saman“ með Fríðu, þá var líka stutt að bregða sér á „rúntinn“ eða fara í bíó. Svo liðu árin, hver og einn gekk sína götu en alltaf hélst þráðurinn. Ung giftist hún Gunnari Ein- arssyni og varð hjónaband þeirra ástsælt enda Gunnar ein- stakt ljúfmenni. Fyrir sex árum varð hún fyrir þeirri sorg að missa hann mjög skyndilega og mun ekki hafa gróið um heilt í hennar hjarta. Ég minnist góðra stunda sem við Guðjón heitinn áttum með þeim á suðrænum ströndum. Einnig er vinahópurinn kom saman í heimahúsum og átti Fríða drjúgan þátt í því með sinni afbragðs eldamennsku. Nú er flest þetta fólk horfið til feðra sinna, en minningin lifir. Börnum hennar, Hrafnhildi og Þór, og þeirra fjölskyldum, sem hún bar mjög fyrir brjósti, votta ég innilega samúð. Hvíl í friði, kæra vinkona. Sjöfn Haraldsdóttir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 ✝ HugrúnHraunfjörð fæddist í Reykjavík 2. apríl 1950. Hún lést 19. september 2012 á gjörgæslu- deild Landspít- alans við Hring- braut. Hugrún var dóttir hjónanna Lilju Zóphanías- dóttur húsfreyju og Huga Hraunfjörð Péturs- sonar pípulagningamanns. Lilja fæddist 25. júlí 1925 á Bárð- arstöðum í Loðmundarfjarð- arhreppi, lést 30. nóvember 1970. Hugi Hraunfjörð fæddist í Hraunprýði á Hellissandi 17. júlí 1918, lést 23. febrúar 1989. Hugrún var ein tíu systkina. Systkini hennar eru: 1) Reynir Hugason Hraunfjörð, f. 12. október 1942, maki Yang Ru Zhen, 2) Ævar Hugason, f. 4. desember 1943, d. 27. febrúar 1990, 3) Kristinn Hugason Hraunfjörð, f. 1. desember 1944, maki Sigurbjörg Sigurð- ardóttir, f. 1950, 4) Sunna Hraunfjörð, f. 15. desember 1945, 5) Erna Hraunfjörð, f. 4. nóvember 1947, maki David Smethurst, f. 1945, 6) Drífa Hraunfjörð Hugadóttir, 23. mars 1949, 7) Hugi Hraunfjörð Birgisson, f. 2008 og Eldar Árni Birgisson, f. 2009. Barns- móðir hans og fyrrverandi eig- inkona er Erna Sofie. Þau skildu. 2) Andri Geir Níelsson, f. 20. október 1973. 3) Davíð Svanur Níelsson, f. 6. júní 1980, unnusta hans er Thelma María Guðnadóttir, f. 1983. Börn þeirra eru Eygló Rún Davíðs- dóttir, f. 2004 og Gunnar Elías Davíðsson, f. 2007. 4) Eiríkur Níels Níelsson, f. 13. janúar 1987, kærasta hans er Gordana Kalambura, f. 1994. Hugrún ólst upp í Reykjavík fyrstu 9 árin og fluttist svo með foreldrum og systkinum á Minni-Ólafsvelli á Skeiðum. Þar stunduðu foreldrar hennar bú- skap þar til hún varð 14 ára gömul. Eftir það fluttist fjöl- skyldan á Selfoss og bjó þar í tvö ár. Hugrún fluttist í Reykjavík 16 ára gömul. Fljót- lega eftir að hún flutti til Reykjavíkur fór hún til Eng- lands til Ernu systur sinnar til að passa elsta barn hennar. 18 ára gömul hóf hún störf hjá Álafossi sem síðar varð Ístex, þar sem hún kynntist lífs- förunauti sínum. Hún starfaði um margra ára skeið á leik- skólum og sem matráðskona í Vogaskóla. Síðustu æviárin starfaði hún við framreiðslu á Hrafnistu. Hugrún var yndisleg kona sem unni börnum sínum og barnabörnum. Útför Hugrúnar fer fram frá Áskirkju í dag, 28. september 2012, og hefst athöfnin klukkan 11. Hugason, f. 7. maí 1951, d. 6. ágúst 2011, eftirlifandi maki hans er Nant- hipha Shangraksa, 8) Ægir Hugason, f. 4. desember 1954, 9) Valur Hraunfjörð, f. 18. nóvember 1956, maki Birna Lár- usdóttir, f. 1949. Hugrún hóf sambúð með Níels Birgi Svans- syni árið 1968. Níels er fæddur í Reykjavík 25. nóvember 1950. Foreldrar hans voru Málfríður Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja og Svanur Jónsson útgerð- armaður. Málfríður fæddist 17. júní 1912 í Reykjavík, látin 29. júní 1986. Svanur fæddist 15. júlí 1918 í Árbæ í Holtahreppi, Rangárvallasýslu, látinn 26. maí 2002. Níels er einn fjög- urra systkina. Systur hans eru 1) Kristín María Níelsdóttir, f. 1943 (sammæðra), maki Hörður Bjarnason, f. 1936, 2) Ágústa Valdís Svansdóttir, f. 1952, maki Erlingur Thoroddsen, f. 1948, 3) Hulda Svansdóttir, f. 1954. Hugrún og Níels eignuðust saman fjóra syni. 1) Birgir Elf- ar Hraunfjörð, f. 11. júní 1969. Synir hans eru Jökull Páll Miðvikudagurinn 19. septem- ber síðastliðinn var mjög fal- legur og sólríkur haustdagur hér í borginni. Þessi dagur var einnig sorglegur, jafnsorglegur og hann var fallegur. Elskuleg tengdamóðir mín lést þennan dag, einungis 62 ára gömul. Þegar ég hugsa um Hugrúnu koma margar góðar minningar í hugann. Fyrst og fremst eru það minningar um góðar stund- ir á Rauðalæk, þar sem þau tengdapabbi hafa búið síðustu 30 árin. Heimili þeirra er hlý- legt og þar er maður ávallt vel- kominn. Með fyrstu minningunum sem ég á um Hugrúnu er þegar ég var ólétt að Eygló Rún fyrir um níu árum. Hugrún var svo ánægð með að von væri á fyrsta barnabarninu og hún hlakkaði mikið til. Enn ánægðari var hún þegar fréttir bárust af því að lítil stúlka væri á leiðinni, því henni fannst tími til kominn að fá stelpu í þann fína stráka- hóp sem hún átti. Á eftir Eygló Rún hafa fæðst þrjú barnabörn til viðbótar sem allt eru flottir strákar. Henni þótti afar vænt um barnabörnin sín og var sífellt að hugsa um þau. Hugrún var mikill leik- félagi barnanna. Hún sat með börnunum á gólfinu og lék alls kyns leiki með þeim. Heimilið breyttist jafnvel í risaleikvöll á svip- stundu og það var leikið í hverj- um krók og kima. Amma og afi voru sko aldeilis til í að leika á meðan ungir og þreyttir for- eldrar dottuðu í sófanum. Hug- rún var falleg og góð kona sem unni fjölskyldu sinni. Hún var hjálpsöm og alltaf til í að koma manni til hjálpar. Hugrún var einnig sterk kona og jákvæð, því alltaf sá hún jákvæðu hlut- ina í öllu. Elsku Hugrún, þín er sárt saknað. Þín tengdadóttir, Thelma María. Hugrún systir var yngst fjögurra systra úr tíu systkina hópi og er nú sú þriðja úr hópn- um sem yfirgefur þennan heim. Hugrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til átta ára ald- urs, en þá fluttu foreldrar okk- ar úr Blesugrófinni að Minni- Ólafsvöllum á Skeiðum og hófu þar búskap. Aðeins ári seinna fór Hugrún í sína fyrstu kaupa- vinnu að Stúfholti í Holtum og var þar um sumarið við barna- gæslu. Síðan hefur barnagæsla verið snar þáttur í lífi hennar, á Minni-Ólafsvöllum gætti hún yngri bræðra sinna meðan aðrir sinntu ýmsum bústörfum. Árið 1963 fluttu foreldrar okkar á Selfoss og voru þar bæði útivinnandi. Því kom enn til kasta Hugrúnar að gæta bræðra sinna, sem varð til þess að hún flosnaði upp úr námi þar. En mörgum árum seinna dreif hún sig í skóla í Reykjavík og lauk þar sínu námi. 1966 fluttu foreldrar okkar svo aftur til Reykjavíkur, þá fór Hugrún að vinna á Álafossi og kynntist þar eftirlifandi sam- býlismanni sínum, Níelsi Svans- syni, og eiga þau fjóra syni. Hugrún var alla tíð mjög greiðvikin og góðhjörtuð og mátti helst ekki á neinum manni aumur sjá, þá gerði hún það sem hún gat til að hjálpa honum. Fyrir nokkrum árum keyptu þau Hugrún og Níels sér sum- arbústað við Þingvallavatn og þar áttu þau margar yndislegar og eftirminnilegar stundir með börnum, barnabörnum og tengdabörnum. Síðustu sjö árin starfaði Hugrún á Hrafnistu í Reykja- vík og var um tíma trúnaðar- maður starfsmanna þar. Síðustu tíu dagarnir í lífi Hugrúnar voru henni mikil upplyfting og ánægja, því Erna systir kom í heimsókn frá Eng- landi og áttum við öll systkinin þá ánægjulegar stundir saman í nokkrum matarboðum og eig- um við nú öll góðar minningar frá þeim dögum. Kristinn Hraunfjörð. Hugrún var dugnaðarforkur eins og hún átti kyn til, hún stóð á meðan stætt var. Síðasti vinnustaður hennar var Hrafn- ista í Reykjavík. Hún kom fram við alla af alúð og virðingu hvort sem það voru nánir ætt- ingar eða óskylt. Hún sinti sjúkum föður sín- um í marga mánuði fyrir dauða hans þótt heilsa hennar væri ekki upp á það besta á þessum tíma. Níels var Hugrúnu ástrík- ur og góður lífsförunautur. Það skeði einn vondan vetur í voða snjó og hörku frosti eftir því sem annáll getur að þú fæddist minnsta kosti. Á þig vil ég ekki halla enda væri það nú plága enga fann ég á þér galla í það minnsta voða smáa. (Hugi Haunfjörð) Ég sendi fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Guðlaug Hraunfjörð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Í dag kveð ég kæra mágkonu og vinkonu. Við Hugrún kynnt- umst þegar við vorum 16 ára gamlar þegar ég kynntist bróð- ur hennar, sem síðar varð eig- inmaður minn. Stuttu síðar kynntist hún manni sínum Níelsi. Við fylgdumst að í gegn- um árin hvað varðar barneign- ir. Hún eignaðist sína fjóra syni og ég mín fjögur börn. Það hef- ur alla tíð verið mikill og góður vinskapur á milli okkar Hug- rúnar. Hún var víkingur kvenna, ósérhlífin og mikið hörkutól Sérstaklega er mér minnis- stætt þegar við fórum saman til Majorka með yngri drengina okkar. Þar áttum við saman ánægjulegar stundir og styrkt- um fjölskylduböndin. Veikindi hafa sett mark sitt á líf Hugrúnar undanfarið ár, sem að lokum drógu hana til dauða. Þökk fyrir allt. Hvíl í friði kæra vinkona. Sigurbjörg mágkona. Hugrún Hraunfjörð hugsuðuð alltaf fyrst um okkur og hag okkar. Fjölskyldan var ykkur allt. Elsku pabbi, ég kveð þig með sárum söknuði og með svo miklu þakklæti. Minningin um yndislegan og góðhjartaðan mann lifir áfram. Knúsaðu mömmu fyrir mig, ég þarf á því að halda. Sjáumst seinna elsku pabbi. Þín dóttir, Ágústa. Elsku pabbi, ég sakna þín svo. Ég man eftir veiðiferðunum, þegar ég fékk maríulaxinn í laxánni hans Jóns frænda. Þú sagðir mér til; aðeins meiri slaka, maðkurinn er kominn upp í hann og svo fór laxinn af stað, tókum síðan annan á sama hátt um 15 mínútum seinna. Ég man að þú varst mömmu stoð og stytta í veikindum hennar. Þú reyndist henni mjög vel og þar sást greinilega hve samrýnd þið voruð. Ég man þegar þú stóðst á höndum í 70 ára afmælinu þínu og ungu þjónarnir á veitinga- staðnum trúðu ekki hversu kattliðugur þú varst. Ég man eftir öllum skraut- legu lygasögunum sem þú sagðir okkur systkinunum og ef maður var í vafa þá átti að tala við Jón bróður, ekki var það nú endilega betra. Ég man hversu stoltur þú varst þegar ég varð Íslands- meistari í snóker 21 árs og yngri og hvað þú studdir mig þegar ég tók kjuðann fram aft- ur fyrir þremur árum og fór að keppa erlendis. Ég er þér æv- inlega þakklátur fyrir það. Ég man þegar þú keyptir jólagjöf handa mér í fyrsta skipti án aðstoðar mömmu eða Ágústu. Þú valdir rakvél handa mér, en upp úr pakkanum kom þessi fína kvenmannsrakvél. Þá var mikið hlegið. Takk fyrir allar stundirnar, elsku pabbi. Þú varst besti pabbi í heimi. Ég sakna þín svo mikið en núna ertu kominn til mömmu og væntanlega farinn að veiða með bræðrum þínum. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þinn elskandi sonur, Bernharð (Benni). Elsku besti gamli afi, við er- um svo sorgmædd og söknum þín sárt. Við erum búin að kvíða þessum degi. Okkur fannst allt- af svo gaman að leika við þig. Þú gafst þér alltaf tíma til að fíflast með okkur, hvort sem það var úti í sveitinni eða á gólfinu heima. Skemmtilegast var samt að spila svartapétur eða golsa eins og þú kallaðir hann þar sem þú reyndir oft að plata okkur og við hlógum svo mikið. Það var alltaf gaman að vera með þér, þú sagðir okkur svo skemmtilegar sögur sem við vitum að voru ekki alltaf sannar en það var bara fyndið. Við vild- um alltaf vera hjá þér í sveitinni því þá gátum við spilað, spjallað og leikið okkur allan daginn með þér. Við vitum að ekki margir afar hoppa á trampólíni eða róla sér með börnunum, en þú varst líka bara öðruvísi afi. Þú varst svo góður við okkur og alltaf svo stoltur af okkur. Elsku afi, okkur finnst þetta svo sárt en við vitum að þú heldur áfram að passa okkur og vernda. Nú ertu örugglega glaður að veiða með ömmu guði. Við höldum svo áfram að spila golsa fyrir þig. Takk fyrir allt elsku afi. Þín afabörn Margrét Erla og Aron Ingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.