Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
H
enriette Kjeldal er
þúsundþjalasmiður
sem bæði teiknar,
málar og föndrar.
Henriette er nú ný-
flutt til Noregs þar sem hún hyggur
á nám í grafískri hönnun. Henriette
er hönnuður mánðarins hjá buxna-
laus.is en þar á síðunni má finna bol
skreyttan með grafík Henriettu.
Buxnalaus.is er samfélag áhuga-
hönnuða sem stendur fyrir keppni í
að hanna boli sem eiga síðan mögu-
leika á því að verða framleiddir og
seldir á buxnalaus.is. Að baki fyr-
irtækinu standa þeir Björgvin og
Óli Tómas sem vilja með þessu gera
sitt besta til þess að styðja við bakið
á efnilegum íslenskum hönnuðum.
Hauskúpur og Þórshamar
Henriette vann hönn-
unarkeppni í mars þar sem hönn-
uðir sendu teikningar sínar en
keppnin var í samstarfi við Thors-
hammer. Í framhaldi af því var hún
síðan valin sem fyrsti hönnuður
mánaðarins á buxnalaus.is. Henri-
ette segist mikið hafa fylgst með
hönnun Thorshammer en undir því
eru hönnuð belti og aðrir fylgi-
hlutir.
„Mér finnst fallegt það sem
þeir hafa verið að gera og nýtti mér
það dálítið sem innblástur. Ég mið-
aði að því að hafa hönnunina dálítið
í rokk og ról-stíl en ég er mjög hrif-
in af því að teikna hauskúpur. Ég
fléttaði þeim því saman við rúnir og
Þórshamarinn og síðan bættust
vængirnir við. Það var mjög gaman
að vinna með strákunum hjá buxna-
laus.is og um að gera fyrir fólk sem
dundar sér við að teikna að senda
þeim hugmyndir sínar,“ segir
Henriette.
Gamaldags og kósí
Henriette hefur teiknað og
föndrað síðan hún man eftir sér en
fyrir tveimur árum byrjaði hún líka
að mála og segist hafa fundið sig vel
í því.
„Ég hef fikrað mig sjálf áfram í
þessu og er í dag mest að teikna og
mála. Hugmyndirnar koma víða að
og ég fer oft á netið til að safna í
hugmyndapakka og síðan þróast
hugmyndirnar áfram. Núna langar
mig að stefna á jólin og gera eitt-
Sækir innblástur til
íslenskra listamanna
Henriette Kjeldal er hönnuður mánaðarins hjá buxnalaus.is sem er samfélag
áhugahönnuða. Henriette hannaði grafík á stuttermabol sem nú fæst hjá buxna-
laus.is en miðaði að því að hafa hönnunina í rokk og ról-stíl og blandaði þar sam-
an hauskúpum, Þórshamri og vængjum.
Rokk og ról Bolurinn sem Henriette hannaði fyrir buxnalaus.is
Málverk Henriette hefur mikla unun að því að teikna og mála.
Nýjasta nýtt frá franska tískuhúsinu Mugler var
sýnt á dögunum. Hönnuðurinn Thierry Mugler hef-
ur breytt og þróað hönnun sína síðastliðna ára-
tugi en þetta er fjórða línan undir nýjustu tísku-
stefnu hans.
Þótti fatnaðurinn öllu frjálslegri en það sem
áður hefur sést frá Mugler og heildarmyndin
þroskaðri og heildrænni en fyrri línur tískuhúss-
ins.
Andi Muglers sjálfs sveif yfir vötnum en
hönnunin teygði sig lengra en áður þó að form-
fastar línur fyrirfyndust enn. Grafík og litir
voru áberandi, efnin fínleg en silki var áberandi.
Mættust á tískupöllunum áhrif bandarískrar
poppmenningar í bland við frönsk og asísk
áhrif. Þykir tískuspekúlöntum sem yfirhönn-
uðum í Mugler-tískuhúsinu hafi tekist vel til
við að vinna undir stjórn meistarans að
þessu sinni. Stefnir því í að vorið 2013
verði blómstrandi og fallegt hjá Mugler.
Nýtt frá Mugler
Formfast Falleg efni og litir voru áberandi en hönnunin klassísk.
AFP
Mugler Tískuspekúlantar voru ánægðir með það sem sást á pöllunum.
Grafík og litir áberandi
í hönnun Muglers