Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mis-
munandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf
ekki að eiga við um aðra. Reyndu að taka
hlutunum létt.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ættir að leggja góðum málstað lið
með því að leggja orð í belg. Meira máli skipt-
ir að innrætið sé gott og að viðkomandi sé
treystandi í samskiptum við annað fólk.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er engin ástæða fyrir þig að
blanda ekki geði við einhvern sem þú lítur
upp til. Gefðu sjálfum þér lausa stund.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér berast leiðinleg tíðindi sem valda
þér miklu hugarangri. Stundum þurfum við
bara að taka því sem að höndum ber án of
mikilla vangaveltna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú nálgast viðfangsefni þín af mikilli
sannfæringu: það gerir þig fram úr hófi
verndandi. Reyndu að hugsa þig tvisvar um
áður en þú segir nokkuð.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú tekur stíl þinn alvarlega og heimilið
segir margt um þinn innri mann. Trúfesta þín
gagnvart vinunum er aðdáunarverð. En
mundu að slíkt trúnaðarsamband þarf að
virka í báðar áttir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Aðstæður heima fyrir eru ekki eins og
best verður á kosið en þeim má breyta ef vilji
er fyrir hendi. Notaðu hvert tækifæri til að tjá
þig í orðum, tónlist eða hreyfingu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vináttan skiptir þig mjög miklu
máli þessa dagana. Láttu vera að ergja þig,
þú færð að heyra það sem þú þarft að vita.
Styrktu það með þeim bestu og klárustu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Í dag er ekki rétti tíminn til þess
að leita sátta í fjölskyldunni eða við yfirmann-
eskjuna. Það er ekki auðvelt að halda ró sinni
í þeim hamagangi sem er í kring um þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert skýrari í hausnum þessa
dagana en oftast gerist, svo nýttu þér það.
Brosandi segistu vera yfirborðslegur af því að
þú elskar glamúr.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur það á tilfinningunni að
samstarfsmenn þínir efist um hæfileika þína.
Haltu áfram að sýna gagnrýninni manneskju
umburðarlyndi. Ekki gefa þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér er það óvænt ánægja hvað þú
uppskerð fljótt árangur erfiðis þíns. Gefðu
þér tíma til að tala við systkini þín, ættingja
eða nágranna í dag.
Jóhannes Jóhannesson, bæjarfóg-eti og alþingismaður, kom til
Gunnars í Grænumýrartungu og
hafði orð á því á eftir, að í baðstofu
héngju tvær myndir uppi. Önnur af
frelsaranum en hin af Jónasi frá
Hriflu. Björn Jónsson ráðherra
hafði mynd af Napóleon á vegg hjá
sér, sem hann leit upp til:
Munurinn reyndar enginn er
annar en sá á mér og þér:
marskálkarnir þjóna þér
þjóna tómir skálkar mér.
Svo orti Hannes Hafstein í orða-
stað Björns og eitthvað orti Andrés
Björnsson líka, sem ég ekki kann.
Þetta rifjaðist upp í spjalli okkar
Kristjáns Karlssonar. Hann rámaði
líka í gamla þingvísu en kunni ekki
nema slitur, sennilega stuðlafall:
Kallaði nokkur kæran vin í fyrra
............... lygarót
lubbamenni og idíót.
Gaman væri ef einhver gæti fyllt
í eyðurnar. Og líka er tilefni til að
rifja það upp, að í Ævisögu Hann-
esar Hafsteins segir Kristján Al-
bertsson, að þingvísur hefðu á síð-
ari árum tíðast verið í naprara lagi,
en nú er margt kveðið í gaman-
sömum tón. Ort var fyrir munn
Hannesar, þegar hann var að svip-
ast um í þingsalnum, óviss um ein-
lægt fylgi allra fornvina, en því
öruggari um stuðning ýmissa fyrri
andstæðinga:
Hér var allt með öðrum svip
fyrir ári, um þetta leyti.
En – alltaf má fá annað skip
og annað föruneyti.
Soffía dóttir Hannesar, sem hann
kallaði Kátdís, lá í vöggu og hafði
allt á hornum sér við prófastinn á
Ísafirði, sem kominn var að vingast
við hana; faðirinn orti:
Kátdís ýmsar gerir glennur,
gargar og rífst við pelann sinn.
Nú er hún farin að taka tennur
til að bíta prófastinn!
Margar af þingvísum Andrésar
Björnsson urðu fleygar. Þar á meðal
er þetta stuðlafall um Pétur Jónsson,
alþingismann og ráðherra frá Gaut-
löndum, sem hafði það fyrir prinsip
að tala um prinsip í ræðum sínum:
Allt var gott er gerði drottinn forðum
„princip“ þetta þó hann braut
þegar hann bjó til Pétur Gaut.
Og svo þessi vísa Andrésar, sem
vel mætti minna Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætisráðherra á þá góðu
og gömlu daga, þegar við vorum
saman í ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar og hún bölvaði Alþýðuflokkn-
um:
Flokkurinn þakkar fögrum orðum
fyrir það að gera
þetta, sem hann þakkaði forðum
að þá var látið vera.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kallaði nokkur kæran vin í fyrra
eftir Jim Unger
„SKELLTU HENNI BARA
INN FYRIR DYRNAR.“
HermannÍ klípu
„ÞETTA ER MJÖG FRAMÚRSTEFNULEGUR
BÍLL, ÞAÐ ÞARF ENGINN AÐ SITJA
AFTUR Í.“
eftir Mike Baldwin
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
...að vita að þú hefur
lykil að hjarta hans.
ÉG SKAL VIÐURKENNA AÐ
HUNDAR ERU GÓÐIR Í
AÐ SLAPPA AF.
ÉG LOFAÐI AÐ ELSKA
EIGINMANNINN MINN Í
BLÍÐU OG STRÍÐU ...
... ÉG TRÚI ÞVÍ BARA
VARLA AÐ ÞETTA SÉ
„BLÍÐAN“.
Haustið er ekki aðeins tími lit-brigða í náttúrunni og upphafs
skólagöngu hvers skólaárs heldur er
þjóðin með allt undir á þessum tíma.
Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september
ár hvert og síðan er fénu smalað og
þá liggur fljótlega fyrir hvað slát-
urféð gefur af sér.
x x x
En lífið er meira en fiskveiðar oglandbúnaður. Á sláturtímanum
snýst það fyrst og fremst um hring-
ekjur í fótboltanum og pólitíkinni.
Hverjir lifa af og hvar.
x x x
Fyrir skömmu greindi stjórnmála-leiðtogi frá því að hann ætlaði að
stíga til hliðar að þessu kjörtímabili
loknu. Þá var eins og allar flóðgáttir
opnuðust og undanfarna daga hafa
þingmenn og þeir sem vilja vera
þingmenn keppst við að senda frá
sér yfirlýsingar. Einn hefur, að eigin
sögn, staðið sig vel og ætlar að fara
aftur fram á sama stað. Annar hefur
líka staðið sig vel, að eigin sögn, og
ætlar að bjóða sig fram í annarri
sveit en síðast. Sá þriðji hefur líka
staðið sig vel, að eigin sögn, og ætlar
að fara fram fyrir annan flokk en
síðast. Sá fjórði hefur ekki síður
staðið sig vel, að eigin sögn, en er
hættur við að fara fram fyrir nýjan
flokk og hefur ákveðið að taka slag-
inn með þriðja hópnum. Sá fimmti
hefur jafnframt staðið sig vel, að eig-
in sögn, og hefur ákveðið að bregð-
ast ekki trausti þeirra fjölmörgu,
sem hafa haft samband við hann og
kvatt hann til þess að gefa kost á sér
í komandi kosningum. Hann ætlar
því að bjóða sig fram en hefur ekki
ákveðið hvar. Eða hvenær. Og svo
framvegis og svo framvegis.
x x x
Staðan er svipuð í boltanum nemaþar bíða þjálfarar eftir því að
heyra að samkomulag hafi náðst
milli félags og viðkomandi þjálfara
um að þjálfarinn hætti störfum. Með
öðrum orðum er beðið í ofvæni eftir
fyrsta brottrekstrinum. Og þá fer
hringekjan af stað. Síminn stoppar
ekki hjá formönnunum. Allir vilja
hoppa upp í vagninn. Víkverji bíður
spenntur eftir framhaldinu.
víkverji@mbl.is
Víkverji
En það er hið eilífa líf að þekkja þig,
hinn eina sanna Guð, og þann sem þú
sendir, Jesú Krist. (Jóh. 17:3)
Lýstu upp garðinn.
GARÐLÝSINGAR
Bjóðum upp á einfalda lausn á lýsingum í garðinn.
Kastara sem auðvelt er að koma fyrir hvar sem er á lóðinni.
Hægt er að tengja einn eða fleiri kastara saman.
Möguleikarnir eru endalausir.
TRAUST ÞJÓNUSTA Í YFIR 20 ÁR
Frá því Garðlist ehf. var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það
að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað.
Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem
við höfum átt í viðkiptum við unandarin ár, á saman tíma og við bjóðum
nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna.