Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 ✝ Agnes DrífaGuðmunds- dóttir fæddist á Blönduósi 23. októ- ber 1970. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 21. sept- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- mundur Kr. Theo- dórsson mjólkur- fræðingur frá Blönduósi, f. 14.3. 1931, og Elín Gréta Grímsdóttir húsmóðir frá Kollsvík, f. 3.1. 1930. Systkini Agnesar Drífu eru: 1) María Sig- ríður skrifstofufulltrúi, f. 1951, hennar maður er Stefán Þor- skólaprófi. Hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1991. Á námsárunum á Sauð- árkróki tók hún virkan þátt í fé- lagsstarfi innan skólans, hennar áhugamál voru bóklestur, leik- list og tónlist. Hún tók sér hlé frá námi og vann á Hótelinu á Blönduósi árið 1991-1992. Vet- urinn 1992-1993 stundaði Agnes Drífa nám við Þroskaþjálfaskóla Íslands, í skólabyrjun haustið 1993 veiktist hún alvarlega sem varð til þess að hún fatlaðist og þurfti verulegan stuðning í 19 ár. Agnes Drífa bjó á sambýli á Sauðárkróki og stundaði Iðju, vinnustað fatlaðs fólks, ásamt því að taka þátt í tómstundahópi Rauða krossins. Útför Agnesar Drífu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag, 28. september 2012, og hefst at- höfnin kl. 15. valdsson leigubíl- stjóri, þau eiga þrjú börn. 2) Stefanía Theodóra sérkenn- ari, f. 1953, hennar maður er Stefán Gunnarsson húsa- smiður, þau eiga fjögur börn. 3) Gréta Sjöfn verk- efnisstjóri, f. 1961, gift Pétri Helga Stefánssyni útibús- stjóra, þau eiga fjögur börn. 4) Theodór Grímur, f. 1966, d. 1988. 5) Hrefna Bára aðstoð- arleikskólastjóri, f. 1974. Agnes Drífa ólst upp á Blönduósi og lauk þaðan grunn- Elskuleg systir fæðist, gleðin er tær hjá níu ára stóru systur, dökkhærð, brosmild og ljúf lítil stúlka bætist við í systkinahóp- inn, nú erum við orðin fimm, gleðin er ósvikin og gaman er að fá að taka þátt í því að finna nafn á stúlkuna, Agnes Drífa, nafnið smellpassaði. Árin liðu og önnur systir bættist við í hópinn, mikið fjör á heimilinu og gaman að vera til. Forrétt- indi, sér maður seinna meir, að hafa verið umvafin væntum- þykju foreldra í stórum systk- inahópi. Lífið var einfalt á Blönduósi, sumar með sól og tjaldútilegum, haustið kom hægt og hljótt og kartöflur teknar upp, vetur, snjór og skóli, vorin ærslasöm, sippað og boltaleikir, þannig liðu barnsárin og unglingurinn tók við. Bækur áttu þá allan hug Agnesar, lestur alla daga, bæk- ur út um allt, margar ferðir í bókasafnið, úr herbergi hennar á loftinu hljómaði tónlist úr tækinu, síðhærð dökkhærð stúlka sat með gítar við hönd og þá heyrðist sungið af hjart- ans lyst. Hjómborðið kom síðar og þá var prófað að láta hljóm- inn óma. Leiðin lá að heiman, Fjölbrautaskólinn á Sauðár- króki varð fyrir valinu og hún kom sér fyrir á heimavistinni, árin liðu með skólasystkinum í leik og starfi, stúdentshúfa á kollinn með bros á vör og blik í auga. Hvert skal halda, hvert verður farið, stefnan sett á Reykjavík, þar skal nema þroskaþjálfun og skoða lífið í höfuðborginni, gaman að vera til. Lífið er hverfult, snögg veikindi og varanleg fötlun, lífið hjá Agnesi Drífu breytist á augabragði. Við tekur 19 ára lífsbarátta, nýjar þarfir, aðstoð- ar þörf allan sólarhringinn, en enn var tónlistin í uppáhaldi, helst hlustað á lög frá gamalli tíð; Villa Vill, Björgvin Hall- dórs, Geira og kántrýlög, ekki verra ef lögin voru fjörmikil og glettin, Kaffibrúsakallarnir og Laddi skemmdu nú ekki gleðina. Samvera með fjöl- skyldunni og heimsóknir á Húnabrautina til pabba og mömmu þar sem gott var að sitja á pallinum á sólríkum dög- um gáfu gleði í hjarta og bros á vör. Að leiðarlokum sitja eftir margar minningar, þakklæti og trú. Elskuleg systir: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Gréta Sjöfn stórasystir. „Þið eruð bara alveg eins og tvíburar!“ Já þetta heyrðum við þegar við vorum litlar stelpur á Blönduósi. Mamma saumaði nefnilega alveg eins föt á okk- ur. En við vorum líka alveg eins og tvíburar, svo samrýnd- ar vorum við. Herbergin okkar voru hlið við hlið og það leið ekki sá dagur að tónlist hljóm- aði ekki úr herberginu þínu. Tónlist átti stóran þátt í þínu lífi allt fram á síðasta dag. Ég sit einmitt núna og hlusta á lögin þín sem þú hafðir yndi af. Eftir að þú fluttir til Reykja- víkur í Þroskaþjálfaskólann bjó ég fyrir norðan og þau voru ófá símtölin sem við áttum þar sem ýmislegt var rætt. Það var þá sem þú veiktist og eftir það þurftir þú að berjast fyrir þínu lífi og það var mikið á þig lagt. Við áttum saman stundir þar sem við grétum saman og hlóg- um saman. Það var alltaf gott að koma til þín í Fellstúnið og eitt kenndir þú mér; hversu mikilvæg gleðin er í lífinu. Það var alltaf svo stutt í brosið þitt og hláturinn. Ég veit að nú ertu komin á góðan stað og Teddi bróðir mun taka vel á móti þér. Ég mun hugsa til þín á hverjum degi, elsku Agnes, og minning- ar mun ég geyma í hjarta mínu. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði. Þín systir Hrefna Bára. Elsku frænka, takk kærlega fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman. Þær eru mér ógleymanlegar. Það var alltaf jafn skemmtilegt og glaðlegt að koma í heimsókn til þín. Þú varst alltaf með skemmtilega tónlist á fóninum og settir upp þitt fallega bros þegar við mamma löbbuðum inn til þín. Það var líka alltaf stutt í hlát- urinn og húmorinn hjá þér og tók ég mér það til fyrirmyndar. Ég gleymi því aldrei þegar við horfðum saman á Ladda-show- ið, þá hlógum við svo mikið að hundurinn á heimilinu var nán- ast orðinn hræddur við okkur. Amma hefur oft talað um það hversu líkar við erum og þykir mér alltaf jafn vænt um að heyra það og er ég henni mjög sammála. Hún segir oft Agnes við mig þegar við erum að tala saman og svara ég henni eins og ekkert sé. Hún meira að segja áttar sig ekki alltaf á því og leiðrétti ég hana aldrei því mér þykir svo vænt um að hún kalli mig nafninu þínu. Ég var voða ánægð þegar amma kláraði grænu peysuna sem þú varst byrjuð að prjóna þér. Ég bauðst til að geyma peysuna svo hún yrði ekki bara inni í skáp. Ég er búin að vera dugleg að nota hana enda er hún svo hlý og notaleg. Ég skal lofa að passa hana vel. Ég treysti því að þú eigir eftir að halda áfram að hlæja og ég eigi eftir að heyra hlát- urinn á ný. Þín frænka, Helga Sjöfn Pétursdóttir. Elsku Agnes okkar. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Nú hefur þú kvatt þennan heim og fengið hvíld frá veik- indum þínum. Það er sárt að þurfa að kveðja en það er ákveðin huggun að eiga góðar og hlýjar minningar um þig. Þú varst stóra frænkan okkar Hofsóss-krakkanna (eins og amma kallar okkur alltaf) og það var alltaf svo spennandi að fá að vera með þér þegar við vorum í heimsókn hjá ömmu og afa á Blönduósi. Það var ótrú- legt hvað þú varst þolinmóð að leyfa okkur að hanga með þér þó að við værum mun yngri. Þú hafðir mikinn áhuga á tónlist og við nutum þess að hlusta á þig spila á gítarinn og syngja. Þú kynntir okkur fyrir Lögum unga fólksins sem við ósjaldan hlustuðum á uppi í herberginu þínu í stóra kassettutækinu sem þú fékkst í fermingargjöf. Útgeislun þín var einstök og þú náðir alltaf að láta öllum líða vel í kringum þig með húmor þínum og smitandi hlátri Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum með þér og minningin um yndislega frænku lifir áfram hjá okkur. Guðmundur Jónas, Jóna Rósa, Elín Gréta og Gunnar. Ég á góðar minningar um Agnesi. Minningar um ham- ingjusama æsku og þá gæfu að eiga heiðarlega, glaðlynda og trygga vinkonu á Blönduósi. Það var hamingja að vera á Húnabraut 9 þar sem Agnes og fjölskylda hennar tóku alltaf á móti mér með hlýju og opnum örmum. Leiðir skildi um tíma en alltaf fylgdumst við hvor með annarri, hittumst þegar tækifæri gafst og man ég sér- staklega eftir sumrinu þegar ég fermdist, sem var yndislegt. Leiðir lágu svo saman aftur, þá vorum við báðar að hefja nýjan kafla í lífi okkar í Reykjavík. Ég minnist samveru þar sem við hlustuðum á tónlist og létum okkur dreyma um framtíðina. Skömmu síðar veiktist Agnes og var henni í kjölfarið ætlað annað hlutverk í framtíðinni. Agnes var björt og góð manneskja. Full þakklætis og auðmýktar minnist ég hennar og þakka góðar stundir. Ég votta fjölskyldu Agnesar mína dýpstu samúð. Alma Lísa Jóhannsdóttir. Hún fölnaði, bliknaði, fagra rósin mín, því frostið var napurt. Hún hneigði til foldar in blíðu blöðin sín við banastríð dapurt. En guð hana í dauðanum hneigði sér að hjarta og himindýrð tindraði um krónuna bjarta. Sof, rós mín ró, í djúpri ró. (Guðmundur Guðmundsson.) Hún Agnes bekkjarsystir okkar hefur kvatt þennan heim. Við yljum okkur við minningar um góðar stundir með henni er við sátum á skólabekk í Þroska- þjálfaskóla Íslands. Mikið skröfuðum við og hlógum, bak- aríið á móti skólanum fékk svo sannarlega að finna fyrir hlátrasköllunum í okkur. Agnes var mjög hlédræg stúlka, en ávallt var þó stutt í glensið og brosið. Annar bekkur var okkur erf- iður fyrir margar sakir en mesta áfallið dundi yfir er við misstum þig, Agnesi eins og þú varst þá. Í kjölfar áfallsins dvaldir þú á Landspítalanum og skiptumst við bekkjarsystk- ini þín á að fara til þín, aldrei of mörg í einu, til að rausa yfir þér hvað væri að gerast í bekknum, þrátt fyrir að þú svæfir. Fljótlega fluttir þú aftur á heimaslóðir, Blönduós þar sem þú varst á sjúkrahúsi. Við heimsóttum þig nokkrum sinn- um þangað og ávallt leitar hug- urinn til þín er við ferðumst um bæinn þinn. Elsku Agnes, nú færðu hvíldina löngu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar bekkjarsystur, Eyrún, Guðrún Hauks., Guðmunda Anna, Inga Birna og Kristjana. Ég á góðar minningar um Agnesi. Minningar um ham- ingjusama æsku og þá gæfu að eiga heiðarlega, glaðlynda og trygga vinkonu á Blönduósi. Það var hamingja að vera á Húnabraut 9 þar sem Agnes og fjölskylda hennar tóku alltaf á móti mér með hlýju og opnum örmum. Leiðir skildu um tíma en alltaf fylgdumst við hvor með annarri, hittumst þegar tækifæri gafst og man ég sér- staklega eftir sumrinu þegar ég fermdist sem var yndislegt. Leiðir lágu svo saman aftur, þá vorum við báðar að hefja nýjan kafla í lífi okkar, í Reykjavík. Ég minnist samveru þar sem við hlustuðum á tónlist og lét- um okkur dreyma um framtíð- ina. Skömmu síðar veiktist Agnes og var henni í kjölfarið ætlað annað hlutverk í framtíð- inni. Agnes var björt og góð manneskja. Full þakklætis og auðmýktar minnist ég hennar og þakka góðar stundir. Ég votta fjölskyldu Agnesar mína dýpstu samúð. Alma Lísa Jóhannsdóttir. Agnes Drífa Guðmundsdóttir Í dag kveð ég tengdaföður minn Karl G. Sigurbergsson sem lést þann 11. september eft- ir stutt veikindi. Meira en 30 ár eru síðan við Ragnar sonur þeirra Kalla og Lóu fórum að stinga saman nefjum og ég fór að koma á heimili þeirra. Í byrj- un var ég frekar smeyk við Kalla, mér fannst hann gefa lítið af sér, var snöggur í tilsvörum og oft þurr og þungur. En það þurfti sinn tíma til að kynnast honum og þegar því var náð, kynntist maður sterkum manni með ríka réttlætiskennd, harð- duglegum og vel að sér á mörg- um sviðum. Hann talaði ekki mikið um sig eða sín afrek en hann kom svo sannanlega að mörgu. Þegar hann starfaði sem skipstjóri var hann lengi formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins, þegar í land var komið fór hann í póli- tíkina og sat þrjú kjörtímabil í bæjarstjórn fyrir Alþýðubanda- lagið. Síðar eftir að hann settist í helgan stein var hann í forystu fyrir Félag eldri borgara á Suð- urnesjum. Oft held ég að það hafi reynt á hann í pólitíkinni, hann ávallt einn í bæjarstjórn fyrir sinn Karl G. Sigurbergsson ✝ Karl Guð-mundsson Sig- urbergsson fæddist á Eyri í Fáskrúðs- firði 16. júlí 1923. Hann andaðist á heimili sínu á Suð- urgötu 26 í Reykja- nesbæ 11. sept- ember síðastliðinn. Útför Karls var gerð frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 21. september 2012. flokk og alltaf í minnihluta. Hann var mjög trúr sinni sannfæringu og staðfastur á sínu. Margar góðar minningar koma upp, oft komum við til ykkar Lóu þegar þið voruð í sum- arbústað í lok ágúst þegar berjatíminn stóð sem hæst. Mikið var tínt af berjum, sem notuð voru fram á næsta vor, söftuð, sultuð eða fryst út á skyrið eða súrmjólkina. Minnisstæð er líka ferð sem við fórum á áttræðisafmælinu þínu, sjóferð um Breiðafjörð, í frábæru veðri þar sem siglt var um fjörðinn og við sáum öll haf- örn í fyrsta skipti. Vel lesinn varst þú einnig og trúaður mjög. Ef dæturnar voru að spyrja að einhverju eða voru að sinna heimavinnu úr skólan- um og svörin voru ekki á hreinu þá sögðu þær oft: „Hringjum í Kalla afa, hann veit allt.“ Ís- lenskt mál var þér líka hugleik- ið, og ég fékk nú að heyra að það væri ekki íslenska að segja hæ og bæ. Svo fórst þú alveg út fyr- ir þinn vanabundna vettvang og tókst tvisvar þátt í 10 km hlaupi í Suðurnesjamaraþoni, kominn yfir sjötugt. Undir það síðasta held ég að veikindin hafi verið verri en þú vildir vera láta og að þú hafir gert það sem þú gerðir undir það síðasta meira af vilja en mætti. En slíkt var þinn dæmi- gerði háttur að hlífa þér hvergi. Ég hugsa til allra góðu stund- anna sem ég átti með ykkur Lóu. Með þakklæti kveð ég þig. Þóra Eyjólfsdóttir. Við andlát Ólafar Magnús- dóttur, eða Lóu eins og hún var kölluð, koma margar góðar minningar upp í hugann. Það var árið 1967 sem við hjónin ásamt tveimur ungum dætrum fluttum í Árbæjarhverfið sem þá var í uppbyggingu. Þar höfðu þau hjónm Ólöf Magn- úsdóttir og Jónas Eggertsson byggt sér fallegt hús í Heið- arbæ 4 ásamt fjórum börnum. Fljótlega opnuðu þau bókabúð í lítilli verslunarmiðstöð í hverf- inu. Þar sem undirrituð hefur alltaf verið hrifin af bókum og tímaritum varð þessi litla versl- un afar áhugaverð. Eftir því sem dæturnar urðu eldri laðaði verslunin þær einnig að sér. Að lokum herti ég upp hugann og spurði hvort ég gæti fengið vinnu hálfan daginn. Jónas sagðist myndu ræða það við konu sína. Það varð til þess að ég vann í 13 ár hjá þessum einstöku hjón- um á veturna, sem hentaði mér vel. Þetta varð eitt af gæfu- sporum lífs míns og fjölskyldu minnar. Þau hjón voru ólík en einstök. Við urðum góðir vinir og áttum ómetanlegar stundir saman bæði í bókabúðinni og utan hennar. Ólöf Magnúsdóttir ✝ Ólöf Magn-úsdóttir (Lóa) fæddist á Görðum í Önundarfirði 9. janúar 1927. Hún lést á Landakots- spítala sunnudag- inn 9. september 2012. Útför Ólafar fór fram frá Grens- áskirkju 18. sept- ember 2012. Við fjölskyldan urðum þeirra vinir og þegar við fórum utan var alltaf öruggt að ef eitt- hvað yrði að hjá dætrum okkar væru Jónas og Lóa á staðnum tilbúin að hjálpa. Lóa var glæsileg kona og alltaf vel tilhöfð. Húsmóðir á heims- klassa bæði í matargerð, hann- yrðum og heimilishaldi öllu. Hún prjónaði á okkur hjónin peysur sem aldrei gleymast og á heimili okkar eru margir fal- legir hlutir frá þeim hjónum og henni eftir að Jónas lést. Þessir munir bera vitni um hina einstöku smekkvísi Lóu og heiðra minninguna um vináttu þeirra hjóna. Þegar þar að kem- ur munu dætur okkar og barna- börn eignast þessa hluti og vita að við fengum þá að gjöf frá einstökum vinum okkar. Lóa var í raun og veru hlédræg og elskaði fyrst og fremst börnin sín, barnabörnin og barna- barnabörnin. Þau voru gimsteinarnir í lífi hennar og það sem gaf lífi henn- ar gildi, ekki síst síðustu árin þegar heilsan fór að bila. Þegar ég kom á hennar fallega heimili síðast var allt jafnglæsilegt og áður en elsku vinkona mín var orðin veikburða. Það er mikil gæfa að hafa átt Lóu að vini og fyrir það er ég og fjölskylda mín þakklát. Einlægar samúð- arkveðjur til barna hennar og fjölskyldna þeirra frá okkur Stefáni, Þórunni Elvu, Ragnýju Þóru og fjölskyldum þeirra. Guð blessi fjölskyldu Lóu og gefi þeim styrk. Árný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.