Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 Fossaleyni 2, 112 Reykjavík, sími 586 1000 husgogn.is Heill heimur af ævintýrum Hjörleifur Gutt- ormsson, náttúrufræð- ingur og fyrrverandi alþingismaður og ráð- herra, skrifaði grein í Morgunblaðið 13. september síðastliðinn undir heitinu „Um- hverfi jarðar og ósjálf- bært efnahagskerfi“. Hér verður drepið á atriði sem ekki er minnst á í greininni en ég tel skipta höfuðmáli. Þar á ég við hæfileika mannsins til að læra af reynslunni. Fyrir einni öld, snemma á 20. öld, var mannfjöldinn í núverandi iðn- ríkjum verulega minni en nú. Mannfjölgun í þessum ríkjum varð fyrst og fremst á 20. öld. Hún varð við það að batnandi efnahagur al- mennings leiddi af sér stórlega bætta meðferð ungbarna, en ung- barnadauði hafði hvarvetna verið geigvænlegur öldum saman. Við þetta fjölgaði fólki ört. Fæðing- artalan, sem einnig hafði verið há, lækkaði seinna en ungbarnadauð- inn. Afleiðingin varð hröð og mikil fólksfjölgun. Þegar frá leið lækkaði fæðing- artalan. Það, ásamt styrjöldum, leiddi til þess að fólki hætti að fjölga í helstu iðnríkjum og í sum- um þeirra hélt fæðingartalan naumast í við dánartöluna. Þetta leiddi til fólksflutninga frá þróunarríkjum til helstu iðnríkj- anna í Evrópu og Norður-Ameríku, Enn sem komið er er ung- barnadauði landlægur í mörgum þróunarríkjum og samsvarandi há fæðingartíðni. Á því er þó að verða breyting. Barnadauði minnkar með batnandi efnahag í þeim löndum. Fæðingartíðnin helst ennþá há, eins og í iðnaðarríkjunum um öld áður. Afleiðingin er hröð fólks- fjölgun í mörgum þróunarríkjum, eins og Hjörleifur rekur í grein sinni. Hann segir: „Mannfjöldi á jörð- inni var um 2 milljarðar fyrir einni öld, náði 7 milljarða markinu í ár og stefnir í 9 milljarða markið um miðja öld- ina“ , þ.e. um miðja 21. öld. Það er vissulega rétt hjá Hjörleifi að við eig- um aðeins eina jörð sem við megum ekki of- reyna. En miklar fram- farir hafa orðið í þekk- ingu okkar á jörðinni á liðnum áratugum sem gera það að verkum að við getum lagt meira á hana en áður án þess að ofgera henni. Hitt er svo rétt hjá Hjörleifi að maðurinn þarf að temja sér betri umhverfisvenjur um Móður Jörð en hingað til. Sóun skilar ekki aukinni lífshamingju til frambúðar. Þegar maðurinn öðlaðist miklum mun meiri tæknilega getu en hann hafði áður haft tamdi hann sér lífshætti sem voru óhugsandi áður en hann öðlaðist þá getu, í von um meiri lífs- hamingju. Margt í þeim vonum hef- ur reynst tálvonir fremur en raun- veruleg lífshamingja. Ekki er ástæða til annars en að maðurinn muni læra af þeirri reynslu þegar fram líða stundir og láta af óskyn- samlegu hátterni sem hefur sýnt sig að færa ekki varanlega lífshamingju. Með því léttir hann álagi á umhverf- ið án þess að því fylgi lakari lífskjör. Hinum viti borna manni, homo sapiens, er treystandi til að beita viti sínu og reynslu til að ofgera ekki álaginu á umhverfið. Hann mun gera sér ljóst að ofálag á umhverfið bitnar á honum sjálfum og lífs- kjörum hans. Í tilefni af grein Hjörleifs Eftir Jakob Björnsson Jakob Björnsson »Hitt er svo rétt hjá Hjörleifi að mað- urinn þarf að temja sér betri umhverfisvenjur um Móður Jörð en hing- að til. Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. „Hver er ég?“ er ein mikilvægasta spurn- ing, sem hver ein- staklingur getur spurt sjálfan sig. Svarið við henni hef- ur afgerandi áhrif á niðurstöður komandi kosninga. Svar þitt lýsir því, hvort þú vilt skara eld að þinni eigin köku, láta reka á reiðanum, fylgja fjöldan- um sem einn af hópsálinni eða taka ábyrgð á eigin lífi, fjölskyldu þinnar og samfélags, vera virkur hluti af heild. Á meðan þú ert að velta fyrir þér svarinu spyr ég þig næstu spurn- ingar. Ert þú, kjósandi góður, ánægður með núverandi stjórnmálaástand? Sé svarið já þarftu ekki að lesa lengra. Ef svo er ekki, hvað ertu þá að gera til þess að breyta ástandinu? Fjölmargir fjargviðrast yfir mál- unum, safnast saman í litlum hópum, hingað og þangað í bæjum, enn aðrir koma skoðunum sínum á framfæri á netinu, í bréfum, greinum og bloggi. Hvað gremst þér? Svikin um „skjaldborg heim- ilanna“? Bankarnir virði ekki hæstarétt- ardóma? Þjófum hafi ekki verið hegnt? Bankar hygli stórum fyrirtækjum með eft- irgjöf milljarða? Ráðið sé í stöður án auglýsinga? Ráðherrar brjóti ítrekað lög án við- urlaga? Alþingismenn lúti í gras fyrir flokksaga, áhrifamætti aþjóða- stofnana og pen- ingavalds? Spillingin, græðgin og óheiðarleikinn skuli enn viðgangast? Nú er þinn tími kominn, kjósandi góður. Þú átt kröfu á að velja þá á lista, sem þú treystir best, þá sem eru sannir, láta hvorki múlbinda sig né flækja sig í aðstæður, sem erfitt er að útskýra fyrir hugsandi kjósendum. Mögulegar lausnir: 1 ) Fyrir flokksbundna og þá sem ekki geta hugsað sér að kjósa annað en „flokkinn sinn“. Knýja fram opið prófkjör í þínum flokki fyrir kosningar. Þar með velur þú þá einstaklinga, sem þú treystir best til þess að fylgja þjóðgildunum. Þá þarftu ekki að láta flokksforyst- una velja fyrir þig á framboðslistann. Knýja fram endurskoðun á gildum og stefnu flokks þíns. 2 ) Fyrir þá, sem ekki geta hugsað sér að kjósa neinn af fjórflokkunum. Hvert af litlu framboðunum setur fram eigin lista. Allir listarnir verða sameinaðir í einn og síðan verður op- ið prófkjör um lokalista til sameig- inlegs framboðs. Þannig tryggir þú, kjósandi góður virkt lýðræði. Þú velur fólkið á lista. Í upphafi ársins sýndi skoðana- könnun, að yfir helmingur kjósenda var tilbúinn að skipta um viðhorf í næstu kosningum. Í dag situr gremja í almenningi, sorg og reiði yfir svikn- um loforðum, vonleysi yfir skulda- bagga, óvissa um framtíð fjölskyld- unnar og veruleg vonbrigði með Alþingi og fjórflokkana. Heiftarleg gagnrýni er innan flestra flokka. Ástæður virðast vera barátta um völd, þrýstingur frá öðrum, innri bar- átta í sálum þingmanna, óvissa um hlutverk sitt. Þess vegna vil ég ítreka, að þú svarir upphafsspurningunni núna. Þá ákveður þú, kjósandi góður: hvort þú vilt vera skapari eigin framtíðar hvort þú telur æskilegt að þjóð- gildunum sé fylgt hvernig samfélag þú vilt Þitt er valið. Þín er ábyrgðin. Áskorun til kjósenda Eftir Gunnar Rafn Jónsson Gunnar Rafn Jónsson » Víðtækt lýðræði tryggir þér, kjósandi góður, meiri möguleika. Hefurðu hugsjónir? Hvort viltu, að þú og þínir fái yfir 50%, 30% eða engan fulltrúa? Höfundur er læknir. Það hefur ekki farið framhjá neinum að traust almennings til stjórnmálamanna er í lægstu lægðum og hef- ur í raun lítið sem ekk- ert náð sér á strik eftir bankahrunið haustið 2008. Fyrir því eru auð- vitað margvíslega ástæður og það er fyrst og fremst hlutverk stjórnmálamanna að líta í eigin barm ætli þeir sér að bæta það ástand og auka traust almennings á stjórnmálum á ný. En það eru líka virk öfl í samfélag- inu sem vinna með skipulögðum hætti að því að rýra það litla traust sem stjórnmálin þó hafa. Þessi öfl hafa nú í tæp fjögur ár fengið að varpa fram hverri vitleysunni á fætur annarri án þess að nokkuð sé við því gert. Þetta eru sjálfskipaðir boðber- ar réttlætisins og telja sig að mörgu leyti hafin yfir þá hefðbundnu og lýð- ræðislegu umræðu sem þarf að eiga sér stað í stjórnmálum. Þó svo að um 1⁄3 hluti þjóðarinnar sé skráður í stjórnmálaflokk telja þessi öfl að helsti óvinur stjórnmálanna séu stjórnmálaflokkarnir sjálfir og reyna hvað þau geta til að grafa undan þeim. Nýjasta dæmið um þessa atlögu eru aðdróttanir um brot einstakra flokka á lögum um fjármál stjórn- málaflokka. Aðdragandi málsins er í stuttu máli sá að um síðustu mán- aðamót skrifaði Þórður Björn Sig- urðsson, sem titlaður er fram- kvæmdastjóri Dögunar sem er einhvers konar afsprengi Borg- arahreyfingarinnar og síðar Hreyf- ingarinnar, bloggfærslu á vef DV þar sem hann ýjaði að því að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði brotið lög um fjár- mál stjórnmálaflokka með því að þiggja styrki frá tilteknum fyr- irtækjum í sjávarútvegi. Hann taldi fyrirtækin það tengd að þeim væri ekki heimilt að styrkja stjórn- málaflokka hvert í sínu lagi. Margrét Tryggvadóttir, þingmað- ur Hreyfingarinnar og sam- verkakona Þórðar Björns, brást strax við þessu og krafðist þess að rík- isendurskoðandi yrði boðaður á fund stjórn- skipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis hið snarasta. Úr þessu varð heilmikið fjaðrafok og í kjölfarið var mikið fjallað um meint brot Sjálfstæðisflokksins – og síðar Framsókn- arflokksins og Samfylk- ingarinnar – á fyrr- nefndum lögum. Allir flokkarnir áttu að hafa unnið sér það til saka að hafa þegið styrki frá tengdum aðilum í við- skiptalífinu. Þessir boðberar réttlætisins hafa nú tekið ásakanir sínar lengra og kært málið til lögreglu. Þar fer fremstur í flokki fyrrnefndur Þórður Björn ásamt fleiri aðilum úr söfnuði réttlátra. Til að gera langa sögu stutta þá er ekkert sem bendir til þess að lög hafi verið brotin. Endurskoðendur Sjálf- stæðisflokksins hafa farið vel yfir málið og þá liggur fyrir lögfræðiálit þar sem niðurstaðan er sú að félögin eru ekki tengd með þeim hætti sem fyrrnefnd lög kveða á um. Fulltrúar ríkisendurskoðunar mættu á fund hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og í máli þeirra kom fram að ekkert benti til þess að lög hefðu verið brot- in. Það er sjálfsagt að veita stjórn- málaflokkum aðhald og í sjálfu sér ekkert rangt við það. En það er ekki léttvægt að saka aðila um lögbrot. Það er í raun grafalvarlegt og sá sem undir því situr getur orðið fyrir tölu- verðu og margvíslegu tjóni og rangar sakargiftir eru refsiverðar sam- kvæmt íslenskum lögum. Hér virðist sem hinn svokallaði áhuga- mannahópur um fjármál stjórn- málaflokka hafi skotið langt yfir markið. Þegar það fæst endanlega staðfest að fyrrnefnd lög hafa ekki verið brotin, mun þessi hópur þá biðjast afsökunar á aðdróttunum sín- um? Það er mikið verk framundan við að endurreisa íslenskan efnahag og bæta kjör almennings. Að sitja undir dylgjum Hreyfingarinnar, eða hvað sem þessi hópur kýs að kalla sig þann daginn, er tímasóun fyrir alla. Hreyfingin skýtur yfir markið Eftir Ólaf Inga Hrólfsson » Það er sjálfsagt að veita stjórnmála- flokkum aðhald og í sjálfu sér ekkert rangt við það. En það er ekki léttvægt að saka aðila um lögbrot. Ólafur Ingi Hrólfsson Höfundur er bóksali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.