Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Fiskveiðiyfirvöld í Bretlandi hafa
samið við íslenska fyrirtækið Track-
Well um kaup og þjónustu á tölvu-
kerfi sem hefur eftirlit með átta
þúsund skipum á öllum hafsvæðum
í landhelgi Bretlands næstu fimm
til sjö ár. Hugbúnaðurinn er not-
aður til að hafa eftirlit með öllum
breskum skipum yfir tólf metrum
að lengd og með skipum annarra
þjóða sem stunda veiðar á bresku
hafsvæði.
„Frá árinu 2007 höfum við sótt á
erlenda markaði en þessi samning-
ur er sá stærsti sem við höfum gert.
Við gerum ráð fyrir að með samn-
ingum verði erlend velta orðin meiri
en innlend. Við gerum einnig ráð
fyrir að þessi samningur muni
hjálpa okkur í sölustarfsemi annars
staðar,“ segir Jón Ingi Björnsson,
framkvæmdastjóri TrackWell, í
samtali við Morgunblaðið.
TrackWell hreppti samninginn
eftir útboð sem 14 fyrirtæki tóku
þátt í, þar á meðal nokkrar af
stærstu verkfræðistofum heims.
Hugbúnaður sem þessi er yfirleitt
boðinn út og segir Jón Ingi að fyr-
irtækið sé að vinna að fleiri útboð-
um.
Seldu til Albaníu
Fyrir ári varð TrackWell hlut-
skarpast í útboði hjá Evrópusam-
bandinu fyrir hönd Albaníu, ásamt
tveimur samstarfsfyrirtækjum.
„Flestir viðskiptavina okkar eru í
Norður-Ameríku og Evrópu en við
höfum einnig unnið með Alþjóða-
bankanum að þróun fiskveiðieftir-
litskerfis til notkunar í Afríku og
Asíu,“ segir Jón Ingi, þegar blaða-
maður undrast að íslenskt fyrirtæki
sé að selja til Albaníu.
Spurður um umfang breska
samningsins segir hann að fjárhæð-
ir í því sambandi séu trúnaðarmál.
„Þetta er fast viðskiptasamband
með mánaðarlegum greiðslum þar
sem við veitum ýmsa þjónustu og
höldum kerfinu gangandi, auk þess
sem við erum sífellt að þróa hug-
búnaðinn og betrumbæta hann. Við-
skiptavinurinn er því alltaf með nýj-
asta nýtt í höndunum á hverjum
tíma. Næstu misseri mun samning-
ur taka nokkurn hluta af starfsem-
inni til sín en um heildarumfang er
erfitt að segja að svo stöddu,“ segir
Jón Ingi.
Hann segir að kaupendahópurinn
að þessum eftirlitskerfum hafi lengi
einungis viljað stunda viðskipti við
stórfyrirtæki. Viðhorfið hefur þó
breyst í þá átt að kaupa af fyrir-
tækjum sem eru með sérhæfingu
og staðlaðar lausnir. „Samningurinn
sýnir fram á að aðferðafræðin sem
við lögðum upp með, að vinna náið
með okkar viðskiptavinum og kaupa
grunntækniþjónustu af öðrum, er
góð og virkar. Í þessu tilfelli eru
British Telecom og Amazon sam-
starfsaðilar okkar,“ segir hann.
Fyrirtækið lagði upp með
ákveðna hugmyndafræði árið 2005,
en fyrirtækið var stofnað 1996, um
hvernig best væri að búa til upplýs-
ingakerfi, hvaða sérþekkingu það
hefði og á hvaða markaði það vildi
sækja. Þá var ákveðið að sérhæfa
sig í lausnum tengdum forðastýr-
ingu en þær lausnir byggjast á
tækni tengdri fjarskiptum og stað-
setningartækni, sem fyrirtækið
hafði áður unnið með. Viðskipta-
módelið byggist á því að reka hug-
búnaði í hýsingarmiðstöðvum og
leigja hann til viðskiptavina. „Við
seljum 50 nýjum fyrirtækjum eða
stofnunum á ári. Viðskiptamanna-
grunnur hefur því smám saman
verið að byggjast upp,“ segir Jón
Ingi.
Skrifstofa í Texas
Fyrirtækið rekur skrifstofur á Ís-
landi og í Texas í Bandaríkjunum.
„Við erum með um 400 viðskipta-
vini. Flestir þeirra eru íslenskir en
þeim hefur fjölgað hvað mest er-
lendis. Það má skipta viðskiptavin-
unum niður með eftirfarandi hætti:
30.000 starfsmenn nota tíma- og
verkskráningarkerfið okkar á
hverjum degi, liðlega 2.000 bílar eru
skráðir í flotakerfið og um 18.000
skip fara í gegnum eftirlitskerfin
okkar á ári,“ segir Jón Ingi.
„Fyrir okkur skiptir heimamark-
aðurinn öllu máli. Við höfum þróað
hugbúnaðinn okkar í samstarfi við
viðskiptavini okkar hér heima. Þeir
eru lykillinn að þeim árangri sem
við höfum náð erlendis,“ segir hann.
Selja breskum yfirvöldum
Eftir sölu TrackWell á hugbúnaði sem hefur eftirlit með skipum til breskra fiskveiðiyfirvalda mun
meirihluti tekna fyrirtækisins koma erlendis frá Fyrirtækið fær 50 nýja viðskiptavini á ári
Morgunblaðið/ Styrmir Kári
Stærsti samningur TrackWell „Frá árinu 2007 höfum við sótt á erlenda markaði en þessi samningur er sá stærsti
sem við höfum gert,“ segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri TrackWell, sem er með um 400 viðskiptavini.
● Vísitala neyslu-
verðs hækkaði um
0,76% í sept-
embermánuði, að
því er fram kemur
í nýjum tölum frá
Hagstofunni. Við
þetta jókst 12
mánaða verð-
bólga úr 4,1% í
4,3%. Þetta er í
takt við flestar
spár greining-
araðila, en spáð var 0,7-0,8% aukningu.
Greining Íslandsbanka segir í morg-
unkorni sínu að gert sé ráð fyrir 0,6%
aukningu milli september og október og
að 12 mánaða verðbólgan fari upp í 4,5%
og á síðasta ársfjórðungi muni hún
aukast ennþá meira, eða upp í 4,7%.
Spá meiri verðhækkun
Verðbólga Eykst úr
4,1% í 4,3%.
● Breska hagkerfið dróst saman um
0,4% á öðrum ársfjórðungi. Þetta er
hins vegar minni samdráttur heldur en
spár höfðu gert ráð fyrir. Skipta þar
mestu máli betri hagtölur í bygging-
ariðnaði.
Fjárhagsstaða heimilanna virðist
ennfremur ekki jafn slæm og bráða-
birgðatölur gáfu til kynna; einkaneysla
á fjórðungnum dróst saman um 0,2%
en ekki 0,4%. Ráðstöfunartekjur heim-
ilanna jukust um 1,9% á fjórðungnum.
Þetta er þriðji ársfjórðungurinn í röð
sem tölur sýna fram á samdrátt, en áð-
ur hafði samdrátturinn mælst 0,4% á
síðasta ársfjórðungi 2011 og 0,3% á
þeim fyrsta á þessu ári.
Samdráttur í níu mánuði
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.,/
,0+.-1
+,2.,/
,+.-32
,+.2,
+4.451
+3,.,2
+.1//
+/+.,/
+1/.41
+,-.1/
,0+./-
+,2.22
,+.-//
,+.24-
+4./3
+3,.23
+.2035
+/+.42
+20.3
,,+./211
+,-.4/
,0,.-3
+,5.03
,+.12,
,+.5-4
+4./41
+33
+.204-
+/,.-3
+20.51
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Rekstur TrackWell er kominn vel á veg og síðustu ár hefur hagnaður fyr-
irtækisins verið að aukast. „Nú er þetta bara spurning um hversu langt
við munum ná. Þessi samningur gefur ágæta vísbendingu um að við get-
um náð langt,“ segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri TrackWell.
TrackWell hefur vaxið í stuðningsumhverfi sprota- og nýsköpunarfyr-
irtækja hér á landi. TrackWell var t.d. fyrsta fyrirtækið sem Frumtak,
fjárfestingarsjóður sem sérhæfir í nýsköpunarfyrirtækjum, fjárfesti í.
„Sjóðurinn var stofnaður til að koma fyrirtækjum eins og okkar af stað,
og ég tel að þessi fjárfesting þeirra sé vel heppnuð,“ segir Jón Ingi.
Fyrirtækið er í eigu stofnenda og annarra starfsmanna, Frumtaks og
Skipta, en Skipti lögðu grunninn að fyrirtækinu. Frumtak kom í hópinn
þegar fyrirtækið var komið með vöru í hendurnar og var að fara að selja
hana.
Hagnaðurinn að aukast
TRACKWELL VAR FYRSTA FJÁRFESTING FRUMTAKS
● Atvinnulausum hefur fækkað í
Þýskalandi í septembermánuði, en alls
eru 2,79 milljónir Þjóðverja án atvinnu,
að því er fram kemur í nýjum tölum frá
Vinnumálastofnun Þýskalands.
Atvinnuleysi mælist nú 6,5% en var
6,8% í ágúst. Hátt í 117 þúsund færri
eru nú á atvinnuleysisskrá en í mán-
uðinum á undan.
Fyrir ári mældist atvinnuleysi 6,6% í
Þýskalandi en spár benda hins vegar til
þess að atvinnuleysi eigi eftir að aukast
á ný í Þýskalandi.
Atvinnuleysi dregst
saman í Þýskalandi
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Gæði og glæsileiki
á góðu verði