Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Fjármálaráðuneytið þvælist fyrir í öll- um málum og fer sínar eigin leiðir, segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, en hann gerði samskiptaleysið milli ráðu- neytisins og sambandsins að umfjöll- unarefni í setningarræðu sinni á 40. fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í Hörpu í gær. Halldór segir fjármálaráðuneytið taka of lítið tillit til sjónarmiða bæði sveitarfélaganna og annarra ráðu- neyta og að bakslag sé komið í sam- skipti stjórnsýslustiganna. Málið snú- ist þó ekki um að sveitarfélögin fái ekki allan þann pening sem þau fari fram á frá fjármálaráðuneytinu. „Þetta snýst um samskipti, þetta snýst um að fá niðurstöðu í mál, þetta snýst um að setja okkur inn í mál sem á að fara að taka ákvarðanir um,“ seg- ir hann en vandinn endurspeglist m.a. í fjárlagafrumvarpi næsta árs og svo- kallaðri Jónsmessunefnd, sem ætlað sé að vinna að úrlausna mála milli ríkis og sveitarfélaga. Halldór segir fjárhagsstöðu sveitar- félaganna hafa batnað síðustu misseri en aukin útgjöld setji strik í reikning- inn og þar komi aftur að samráðs- skorti milli ráðuneyta og sveitar- stjórna. „Það er alveg rétt að staða sveitarfélaganna er mjög misjöfn og það er áhyggjuefni, t.d. hvað varðar þau sveitarfélög þar sem atvinnu- ástandið hefur verið hvað erfiðast. Það segir til sín í rekstri sveitarfélagsins en þar stefnir líka í mestu útgjöldin vegna atvinnulausra sem munu koma inn á fjárhagsaðstoð um áramótin,“ segir Halldór. Geta lært af sveitarfélögunum Halldór segir að fari sem horfi muni kostnaður sveitarfélaganna vegna at- vinnulausra á fjárhagsaðstoð nema um 5-5,5 milljörðum króna árið 2013, eftir að tímabundin lenging bótatímabils at- vinnuleysisbóta renni út. Mótmæli og tillögur sambandsins hafi fengið litlar undirtektir í velferðarráðuneytinu. Stærstu málin sem liggja á borði sambandsins er varða fjármál sveitar- félaganna virðast raunar öll lúta að ágreiningi milli sveitafélaganna og rík- isins. „Það eru auðvitað málefni fatl- aðra, því nú erum við búin að vera með þau síðan 1. janúar 2011 og þar eru ennþá óuppgerð mál sem ekki hefur fengist niðurstaða í,“ segir Halldór. „Það eru tónlistarskólamálin sem eru ennþá í vinnslu milli okkar. Það eru málefni aldraðra en þar eru óuppgerð- ar lífeyrisskuldbindingar sem hvíla á núverandi hjúkrunarheimilum og við viljum ekki taka yfir; það eru einhverj- ir milljarðar. Og svo þessi stóra fjár- hæð, 5-5,5 milljarða króna kostnaður vegna atvinnulausra á fjárhagsaðstoð,“ segir hann. Halldór segir að slípa þurfi til nokk- ur atriðið í nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, t.d. hvað varðar skilgreiningu á því hvernig skuldahlutfallið sé reiknað út. Þá segir hann sambandið afar spennt fyrir sam- starfi um ný lög um fjárreiður ríkisins. „Ég hef fullyrt að ríkið getur lært af sveitarfélögunum t.d. varðandi það að sveitarfélögin eru með allar sínar skuldbindingar tölulega inni í sínum efnahagsreikningum,“ segir Halldór. Ríkið hafi t.d. hvorki fært til bókar allar lífeyrisskuldbindingar né leiguskuld- bindingar og því séu einhverjir millj- arðar ósýnilegir í efnahagsreikningi ríkisins. Samskipta- og samráðsskortur  Fjármálaráðuneytið tekur lítið tillit til sjónarmiða sveitarfélaganna og annarra ráðuneyta, segir formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga  Misjöfn staða sveitarfélaganna áhyggjuefni  Mörg mál óleyst Morgunblaðið/Styrmir Kári Samvinna Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir samskiptin við fjármálaráðuneytið hafa farið versnandi en samstarfið við innanríkisráðuneytið og forsætisráðuneytið hafi verið mun farsælla. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Á góðu verði í eldhúsið Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Töfrasproti – Blandari 2.690,- Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w 2.990,- Djús/ávaxtablandari með glerkönnu 3.990,- Blandari og matvinnsluvél 4.990,- Í lok ræðu sinnar sagði Halldór Hall- dórsson að sveitarsjóðir landsins stæðu áreið- anlega mun betur en al- menningur gæti haldið miðað við umræðuna og í samtali við Morgunblaðið sagðist hann hafa undrast hvernig rætt væri um fjármál sveitarfélaganna á Alþingi. „Þegar ég hef hlustað á þing- menn hefur mér stundum of- boðið að heyra hvernig þeir tala um sveitarfélögin,“ segir Hall- dór. „Almenningur náttúrlega skynjar mjög vel samdráttar- aðgerðirnar og aðhaldið hjá sveitarfélögunum og það verður að vera áfram til staðar ekki síður en hjá ríkinu. En það er verið að tala um sveitarstjórn- armenn eins og þeir ráði ekki við ástandið og séu að gera hlutina illa og mér hefur bara fundist sú umræða ganga of langt,“ segir hann. Ósanngjörn umræða FJÁRMÁLIN Halldór Halldórsson Kristján Jónsson kjon@mbl.is Skiptar skoðanir eru um það hvort svonefnd fjárfestingaleið Seðlabank- ans hafi borið árangur en markmið hennar er að losa um gjaldeyris- höftin eins fljótt og hægt sé án þess að niðurstaðan verði efnahags- legur óstöð- ugleiki. Í fyrri áfanga átti með útboðum að losa og binda afla- ndskrónur, í þeim síðari aðrar krón- ur. Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir útboðin til þessa hafa skilað minni árangri en vonast hafi verið til. „Það sem hefur þar m.a. haft áhrif eru að mínu mati óraunhæfar væntingar þeirra sem eiga afla- ndskrónurnar til þess að afnám hafta gangi skjótt fyrir sig,“ segir Helgi. „Það voru til að mynda óheppileg skilaboð þegar frum- varpið um afnám hafta kom til um- fjöllunar í þinginu að þá var að kröfu stjórnarandstöðunnar fallist á að framlengja höftin aðeins til 2013 en ekki 2015 eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Á hinn bóginn er á það að líta að þessi útboð eru ekki eini þátturinn í afléttingu haftanna. Það náðist t.d. verulegur árangur í Avens- samningunum snemma í ferlinu, þar sem tókst að leysa með beinum samningum talsverðan hluta vand- ans. Síðan munu í þessu ferli verða fleiri þættir sem munu ráða miklu um það hve hratt gengur að aflétta höftunum, m.a. hvernig þróunin verður á eignarhaldinu á við- skiptabönkunum.“ -Sumir benda á að afslátturinn í útboðum, 20% af opinberu gengi krónunnar, geti verið of lítill hvati. Þarf að slá enn meira af? „Lítil þátttaka bendir auðvitað til þess að mönnum þyki ekki nógu mikill ávinningur í þessu fyrir sig. En þá er mikilvægt að hafa í huga að þetta er ekki eini þátturinn í aflétt- ingu hafta. Það eru auðvitað aðrar aðferðir sem verður að öllum lík- indum einnig beitt, s.s. útgöngu- skatti þótt það myndi koma til síðar í ferlinu.“ Óheppilegir hvatar Helgi segir aðspurður ljóst að höftunum fylgi mismunun milli aðila á markaði hérlendis, mismunandi kjör og óheppilegir hvatar. „Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að losna við höftin og komast aftur í eðlilegt frelsi manna til viðskipta með fjármuni.“ -Sumir sem nýta sér fjárfest- ingaleiðina eru útrásarvíkingar sem fengu afskrifaða ótalda milljarða. En þeir eiga fé erlendis og sveima nú eins og ránfuglar yfir hræjum. Hvað segirðu um þetta? „Gjaldeyrishöft eru auðvitað mjög óheppilegt ástand og óviðunandi. Það hvaðan þessir fjármunir koma bendir til þess að í einhverjum mæli sé um að ræða Íslendinga. Það er ósköp eðlilegt að í sumum tilfellum sé það umdeilt að tilteknir aðilar njóti betri kjara en aðrir. En útboðin eru almenn aðgerð og opin öllum; ekki er hægt að taka pólitíska ákvörðun um það hverjir megi taka þátt í þeim og hverjir ekki.“ Helgi segir útgönguskatt koma til greina síðar  Vitað að útrásarvíkingar nýti sér útboð Seðlabankans Helgi Hjörvar Morgunblaðið/Kristinn Við stýrið Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi. Þeir sitja báðir í peningastefnunefnd. Tólf starfsmenn láta af störfum í höfuðstöðvum Landsbankans. Í til- kynningu kemur fram að fækkun starfsfólks komi til vegna hagræð- ingar samfara breytingum á skipu- lagi. Landsbankinn kynnti í gær nýjar stefnuáherslur til ársins 2015 sem felast í stefnu bankans frá árinu 2010. Áherslunum á að fylgja aukin hagkvæmni í rekstri með lækkun kostnaðar, eflingu stjórn- unar og liðsheildar og ábyrgri markaðssókn. Í tilkynningu segir að bankinn hafi náð öllum lyk- ilmarkmiðum sínum sem sett voru fyrir tveimur ár- um að undan- skildum kostnaði í rekstri sem er hærri en að var stefnt, sem kem- ur m.a. til vegna samruna við SpKef. „Álögur á fjár- málafyrirtæki hafa aukist og nauð- synlegt er að leita allra leiða til að hagræða,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri m.a. í tilkynningu frá Landsbankanum í gær. Landsbankinn fækkar starfsmönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.