Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
✝ Jón Óskarssonfæddist í
Reykjavík 11. maí
1948. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 16. september
2012.
Foreldrar hans
voru Þorbjörg
Jónsdóttir leik-
fimikennari, f. 5.
febrúar 1916, d.
28. apríl 2001, og Óskar Valdi-
marsson vélstjóri, f. 1. ágúst
1912, d. 21. apríl 2010. Jón var
yngstur þriggja systkina en
eftirlifandi eru systurnar Sig-
ríður handavinnukennari og
Þóra leikfimiskennari.
Hinn 21. september 1968
kvæntist Jón Sigdísi Sig-
mundsdóttur bókara. For-
eldrar hennar eru Sigmundur
Páll Lárusson, f. 4. mars 1928,
skóla Vesturbæjar, stundaði
enskunám í Englandi og var á
lýðháskóla í Danmörku. Á ung-
lingsárum sínum vann hann
ýmis störf til lands og sjós.
Hann lagði stund á flugnám og
varð atvinnuflugmaður, flaug
meðal annars hjá Flugþjónustu
Björns Pálssonar og Lands-
flugi, einnig á flugvél flug-
málastjórnar með Agnari
Kofoed Hansen heitnum, fyrr-
verandi flugmálastjóra. Hann
réðst til Flugmálastjórnar
1968 og varð flugumferð-
arstjóri og öðlaðist öll starfs-
réttindi fyrir allar vinnustöður
í flugstjórnarmiðstöðinni í
Reykjavík, flugturninum í
Vestmannaeyjum, Keflavík og
Reykjavík þar sem hann var
vaktstjóri síðustu fjórtán
starfsárin. Jón lauk starfsferli
sínum sem flugumferðarstjóri
árið 2006/2007.
Útför Jóns verður gerð frá
Fossvogskirkju í Reykjavík í
dag, 28. september 2012, og
hefst athöfnin klukkan 15.
d. 20. júlí 2012, og
Anna Hjörleifs-
dóttir húsmóðir, f.
31. mars 1929.
Börn þeirra eru:
Anna Björg hár-
snyrtir/skrif-
stofustjóri, maki
Sigurður Hinrik
Teitsson fram-
kvæmdastjóri.
Dætur þeirra eru
Sandra Mjöll, Ásta
Guðrún og Sigdís Lind. Haf-
liði, viðskiptastjóri, kvæntur
Agnesi Stefánsdóttur forn-
leifafræðingi, börn þeirra eru
Andrea Sif og Óskar Páll. Áð-
ur átti Hafliði soninn Þor-
steinn Má, móðir hans er
Sandra Borg Gunnarsdóttir
kennari.
Jón ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræða-
Elsku pabbi minn. Það er sárt
að þurfa að kveðja þig svona allt-
of fljótt en ég á svo margar góðar
minningar sem ég get yljað mér
við.
Þú varst svo duglegur að bjóða
í matarboð og þá var sko eldað
fyrir hundrað manns, alltaf pass-
að að það væri nóg til, það var oft
hlegið að því að þú hefðir verið
hermannakokkur í fyrra lífi.
Ég á líka eftir að sakna þess
þegar þú komst alltaf niður í
hesthús að tékka á okkur, hvort
við værum nú ekki örugglega
með hjálm og allt væri í lagi.
En nú veit ég að þér líður vel,
pabbi minn, og við höldum stórt
matarboð þegar við hittumst í
Sumarlandi.
Fái ég ekki að faðma þig,
fögnuð þann ég missi.
Frelsarinn Jesú fyrir mig
faðmi þig og kyssi.
Þín dóttir,
Anna.
Jón tengdafaðir minn var stór
og mikill maður. Hann átti það til
að vera þver og þrjóskur en hann
var líka ákaflega stríðinn og hon-
um þótt ofboðslega vænt um
Sigdísi sína, börnin og barna-
börnin.
Jóni þótti afskaplega gaman að
elda og það var reglulega boðið til
veislu á Kristnibrautinni þar sem
vel steikt lambalæri og meðlæti
var í algeru uppáhaldi. Eitt uppá-
haldssjónvarpsefni hans voru
matreiðsluþættir og hann átti
það til að gera tilraunir í eldhús-
inu sem langoftast tókust vel þótt
einstaka sinnum tæki ást hans á
vel krydduðum mat yfirhöndina.
Hann elskaði að fá fólkið sitt í
heimsókn og gerði ávallt vel við
alla í mat og drykk.
Fjölskyldan var honum alltaf
ofarlega í huga og leið sjaldan
dagur án þess að hann hringdi í
börnin sín. Ef hann vissi að
barnabörnin væru ein heima
hringdi hann alltaf til að athuga
hvort það væri ekki allt í lagi með
þau. Þegar eitthvað kom upp á í
vinnunni hjá börnum og tengda-
börnum var minnsta mál að
skjótast upp í Mosfellsbæ eða
suður í Voga til að sækja barna-
börnin og hugsa um þau þar til
foreldrarnir losnuðu og oft
bauðst hann til þess að fyrra
bragði. Að sjálfsögðu má ekki
gleyma hundunum sem höfðu
mikla matarást á Jóni og það var
sama hversu oft honum var sagt
að vera ekki að gefa þeim, alltaf
tókst honum að lauma að þeim
einum eða tveimur bitum við mat-
arborðið.
Ef við fórum í ferðalag var það
fastur liður að Jón minnti okkur á
að athuga með olíuna á bílnum
áður en lagt yrði af stað og svo
var auðvitað alger skylda að láta
vita þegar komið var á áfanga-
stað. Áður fyrr þótti manni þetta
óþarfa áhyggjur en eftir að við
eignuðumst okkar eigin börn var
auðveldara að skilja hvað lá að
baki og í seinni tíð var það orðin
föst venja að hringja í Jón og
Sigdísi þegar allir voru komnir
heilir á húfi á sinn stað.
Jón hafði gaman af bílum og
þeir voru margir sem hann átti í
gegnum tíðina. Oftast voru þeir
stórir eins og hann sjálfur og sér-
staklega valdir til ferðalaga með
Sigdísi sinni. Þau hjónin ferðuð-
ust mikið innanlands og keyptu
sér fellihýsi af stærstu gerð svo
börnin og sérstaklega barna-
börnin gætu komið með. Eftir að
hann hætti að vinna eyddi hann
ófáum stundum við að þrífa og
bóna bílana sína.
Þegar við Hafliði vorum að
eignast okkar fyrsta hús var að-
stoð hans ómetanleg. Þær voru
óteljandi ferðirnar sem hann fór
út í Voga til að athuga hvort eitt-
hvað vantaði eða hvort iðnaðar-
mennirnir væru ekki örugglega
að standa sig.
Ég vil þakka Jóni samfylgdina
með eftirfarandi ljóði eftir Þór-
unni Sigurðardóttur:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti ekki um hríð,
þá minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
Agnes Stefánsdóttir.
Ég trúi því varla að hann Jón
tengdapabbi minn sé farinn frá
okkur, en ég kom snemma inn í
fjölskylduna og hef þess vegna
þekkt Jón lengi, og átt margar
góðar stundir með honum.
Hann elskaði að elda og sýsla í
eldhúsinu og halda veislur sem
alltaf voru rosalega rausnarlegar.
Einnig voru ógleymanleg pítsu-
kvöld á föstudögum, sem voru
orðin eins konar hefð á tímabili.
Maturinn hjá Jóni var alltaf
mjög góður og vel ríflegur, þann-
ig að maður átti það til að fitna,
því hann skammtaði alltaf vel.
Hann var líka duglegur að
kalla okkur í mat og þá sérstak-
lega á sunnudögum þegar hann
var búinn að elda eitthvað gott,
og var það ekkert endilega á mat-
málstímum heldur frekar um
miðjan dag.
Jón hafði mikinn áhuga á bíl-
um og hefur átt marga góða bíla í
gegnum tíðina, en hann var sér-
staklega iðinn við að þrífa þá og
var alltaf á hreinum og nýbónuð-
um bíl, sem ég dáðist alltaf að.
Einnig fannst honum gaman
að hlusta á góða tónlist, og þá var
oft hækkað vel í græjunum.
Jón og Dísa hafa alltaf verið
mjög góð við okkur og hjálpað
okkur mikið gegnum tíðina, alltaf
tilbúin að leyfa stelpunum okkar
að vera hjá sér, að gista eða taka
þær með í ferðalög.
Einnig höfum við fjölskyldan
ferðast mikið með þeim víða um
land, fyrst í tjöldum og svo seinna
í fellihýsunum okkar, og átt frá-
bærar stundir saman.
Jón var duglegur að leigja bú-
staði hjá Flugumferðarstjórn
sem hann starfaði hjá til margra
ára sem voru staðsettir víða um
land þar sem við áttum góða daga
saman.
Einnig var ekki málið að passa
hundana sem við höfum átt gegn-
um tíðina, og var Jón alltaf sér-
staklega góður við þá, en átti til
að gefa þeim aðeins of mikið að
éta sem þeir þoldu misvel.
Jón bauð okkur öllum til út-
landa þegar hann var 60 ára, sem
var ógleymanleg ferð þar sem öll
fjölskyldan hans var með honum,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Hann lifði fyrir börnin sín og fjöl-
skyldu og var alltaf að hugsa um
þau.
Elsku Jón minn, við kveðjum
þig með miklum söknuði og þakk-
læti fyrir allt það sem þú hefur
gert fyrir okkur og vonum að þér
líði vel, en eigum eftir að sakna
þín mikið.
Sigurður Hinrik Teitsson.
Elsku afi Nonni. Það fá ekki
orð því lýst hvað það er erfitt að
hugsa út í það að þú sért farinn
frá okkur, þú sem hefur alltaf
verið svo stór partur af lífi okkar.
Það er svo sárt að geta ekki
hringt í þig þegar við komum
heim til Íslands og látið vita að
ferðin hafi gengið vel. Þér þótti
alltaf svo vænt um að hringja til
okkar og athuga hvort allt væri
ekki gott að frétta eða láta okkur
vita að þú hefðir eldað heilan hell-
ing og hvort við myndum ekki
vilja stoppa við og fá okkur mat-
arbita ef við værum einhvers
staðar í nágrenninu. Þér þótti svo
skemmtilegt að elda mat og við
munum alltaf þegar við vorum
litlar að maturinn gat stundum
verið sá allra skrítnasti því stund-
um fannst þér gaman að gera ein-
hverjar tilraunir í eldhúsinu en
alltaf þótti þér gaman að fá alla
fjölskylduna í heimsókn í mat og
með því hefurðu gert fjölskyld-
una þína svo nána.
Eitt sem við munum svo vel og
tengjum strax við þig er pípan.
Þú áttir þér alltaf einn uppá-
haldsstað í öllum húsum og þá
sérstaklega heima hjá ykkur
ömmu, sast þar með pípuna og
maður bara vissi að þetta var
þinn stóll og við settumst aldrei í
sætið þitt.
Við munum svo vel þegar þið
bjugguð í Engjaselinu og eru það
einhverjar bestu æskuminning-
arnar þegar maður vaknaði um
nóttina og kíkti niður. Þegar
maður var að labba niður stigann
og fann lyktina af reyknum frá
pípunni koma frá eldhúsinu vissi
maður alltaf að afi sæti inni í eld-
húsi eftir næturvakt og maður
gat stundum setið þarna hjá þér í
marga tíma að tala um lífið og til-
veruna áður en maður skreið aft-
ur í koju. Svo um morguninn fékk
maður dýrindis morgunmat ef
ekki french toast.
Alltaf hefurðu talað svo fallega
um hana ömmu Böggí og það sem
hún kenndi þér þegar þú varst lít-
ill. Þú hefur verið að kenna okkur
síðan við vorum litlar þessa borð-
siði og hefðir og bara alls konar
hluti og kenndir það alltaf við
hana ömmu Böggí.
Og öll ferðalögin sem við fór-
um í kramin í aftursætinu ósk-
andi þess að afi gæti bara keyrt
aðeins hraðar en þá fengum við
bara aukanótt í ferðalagið okkar
eins og Hofsós. Við munum alltaf
þegar við vorum með ykkur í
sumarbústöðum og fengum hjá
þér heimatilbúna frostpinna, þú
varst alltaf svo laginn við að gera
hlutina aðeins öðruvísi.
Þú hugsaðir alltaf svo vel um
okkur þegar við vorum litlar og
enn betur ef eitthvað er þegar við
vorum orðnar eldri þar sem við
gátum alltaf leitað til þín um ráð-
leggingar. Þú vissir svo margt og
hjálpaðir okkur með bílana og
þegar maður var á ferðalagi um
landið og ekki viss hvert maður
ætti að fara var alltaf svo þægi-
legt að geta hringt í þig og fengið
hjálp.
Við vonum, hvar sem þú ert
núna, að þér líði betur, elsku afi
Nonni. Takk fyrir allt sem þú hef-
ur kennt okkur, öll ævintýrin sem
við lentum í munu fylgja okkur
alla ævi.
Barnabörnin,
Sandra, Ásta og Sigdís.
Jón, tengdafaðir hans Sigga
sonar okkar, er látinn langt um
aldur fram. Maðurinn með ljáinn
hefur þannig höggvið óbætanlegt
skarð í okkar fjölskyldu- og vina-
hóp. Við kynntumst Jóni og Sigd-
ísi konu hans árið 1985, þegar
Anna dóttir þeirra og Siggi sonur
okkar byrjuðu í sínu tilhugalífi.
Síðan höfum við verið í nánu vina-
sambandi.
Jón var höfðingi heim að sækja
og einstaklega gestrisinn maður
og bauð okkur tengdafólkinu ótal
sinnum í mat til þeirra hjóna í
Engjaselinu. Hann hafði gaman
af því að halda samkvæmi, þar
sem hann naut þess að elda góðan
mat fyrir sína gesti. Þessar
stundir með þeim hjónum eru
okkur einstaklega minnisstæðar
auk fjölda gleðilegra samveru-
stunda hjá börnunum okkar eftir
að þau stofnuðu eigið heimili.
Einnig kemur upp í hugann brúð-
kaup Önnu og Sigga í Bústaða-
kirkju árið 1992, þegar Jón leiddi
Önnu dóttur sína upp að altarinu.
Þar sópaði af honum eins og oft
áður, enda einstaklega myndar-
legur maður.
Við sendum Sigdísi, Önnu,
Hafliða og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur í þeirri trú að minningin um
góðan eiginmann, föður og afa
muni ylja þeim um hjartarætur
þrátt fyrir þeirra sára missi. Guð
blessi minningu Jóns Óskarsson-
ar.
Ásta og Árni.
Við eigum eftir að sakna þess
að hringt er og spurt: „Eigum við
að hittast í kvöld og hafa það
huggulegt?“ Vinur okkar og fé-
lagi Jón Óskarsson sem nú er lát-
inn hringdi í okkur mjög oft með
þessa spurningu síðastliðinn
fjörutíu og fjögur ár sem við átt-
um saman. Jón hafði unun af að
elda mat og að bjóða vinum og
kunningjum að koma á heimili
sitt til að njóta gestrisni hans og
Sigdísar eða bara til að sitja og
spjalla og hafa það huggulegt.
Jón naut sín vel þegar hann sat
með gestum sínum við stóra mat-
arborðið sitt hlaðið marg-
réttuðum kræsingum sem hann
hafði matreitt og hafði gnægð
drykkjarfanga við höndina. Jón
var sérlega mannblendinn og allt-
af fljótur að bjóða fram aðstoð
sína ef hann vissi að eitthvað bját-
aði á hjá vinum og kunningjum.
Kunningsskapur okkar Emmu
við Jón og Dísu hófst þegar við
fengum úthlutaðan sameiginleg-
an byggingarrétt ásamt sex öðr-
um fyrir fjölbýlishús við Snæland
í Fossvogi fyrir meira en fjörutíu
árum. Þá voru þau nýgift, höfðu
stofnað heimili sitt á jarðhæð í
húsi foreldra Jóns við Hring-
braut með dótturina Önnu
Björgu ársgamla og soninn Haf-
liða á leiðinni. Við vorum með
börn á sama aldri svo samgangur
varð mikill.
Þegar Jón hóf störf við flug-
umferðarþjónustuna hjá Flug-
málastjórn, þá tvítugur að aldri,
hafði hann lokið atvinnuflug-
mannsprófi. Agnar Kofoed Han-
sen, fyrrverandi flugmálastjóri,
hafði hann gjarnan með sér sem
aðstoðarflugmann í síðustu flug-
ferðum sínum. Jón starfaði sem
flugumferðarstjóri í flugstjórnar-
miðstöðinni og flugturnunum í
Vestmannaeyjum, Keflavík og
Reykjavík þar sem hann var
vaktstjóri síðustu 14 starfsárin
sín en hann hætti störfum sem
flugumferðarstjóri þegar starfs-
mönnum Flugstoða, áður Flug-
málastjórnar, var boðið upp á
starfslok við færslu starfseminn-
ar yfir í nýstofnað einkahluta-
félag, Isavia.
Jón var talinn góður flugum-
ferðarstjóri, fljótur að átta sig á
aðstæðum og úrræðagóður og
leiðbeindi mörgum flugmönnum
sem áttu í erfiðleikum til öruggr-
ar lendingar. Hann var þekktur í
flugheiminum fyrir sínar hnit-
miðuðu tilskipanir við stjórnun
flugumferðar.
Við Jón unnum ekki mikið
saman í þau 20 ár sem við vorum
á sama tíma hjá Flugmálastjórn,
vorum yfirleitt hvor á sinni vakt-
inni. Við fórum saman til útlanda
í kynnisferðir og heimsóttum aðr-
ar flugstjórnarmiðstöðvar og
flugturna og efndum heimboð til
erlendra starfsfélaga sem Jón
var yfirleitt búinn að halda stórar
og eftirminnilegar veislur á heim-
ili sínu.
Fyrir um tveimur árum
greindist Jón með illvígan sjúk-
dóm sem að lokum lagði hann að
velli. Þegar við Emma hittum
hann í síðasta sinn á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi stuttu
fyrir andlát hans var þessi áður
stóri og þrekni maður orðinn
mjög veikburða en þó svo æðru-
laus og hress að hann vildi ólmur
rísa upp úr rúmi sínu og láta aka
sér í hjólastól fram í setustofu þar
sem við dvöldum um stund og
röbbuðum saman.
Elsku Dísa, Anna Björg, Halli
og fjölskyldur, okkar innilegasta
samúð.
Guð blessi ykkur.
Hörður og Emma.
Kveðja frá flugleiðsögusviði
Isavia
Jón hóf grunnnám í flugum-
ferðarstjórn árið 1968. Á ferli sín-
um öðlaðist Jón réttindi til starfa
í flugturninn í Reykjavík, Kefla-
vík og Vestmannaeyjum. Einnig
hlaut hann aðflugsréttindi og
réttindi í flugstjórnarmiðstöðinni
í Reykjavík.
Jón lét af störfum sem flugum-
ferðarstjóri árið 2006.
Að leiðarlokum vil ég fyrir
hönd starfsmanna flugleiðsögu-
sviðs Isavia þakka Jóni samfylgd-
ina. Fjölskyldu og vinum vottum
við okkar dýpstu samúð.
Ásgeir Pálsson,
framkvæmdastjóri.
Jón Óskarsson HINSTA KVEÐJA
Það var gaman að koma
til hans og hann gaf okkur
sleikjó. Og hann gaf okkur
að borða. Hann var með
hvítt hár og örugglega
þriðji stærsti maður í
heimi.
Óskar Páll Hafliðason.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR JÓNSSON,
lést fimmtudaginn 20. september.
Bálför hefur farið fram.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
líknardeild Landspítalans.
Bryndís Bjarnadóttir,
Kolbrún Lilja Sigurðardóttir, Carsten Hanghøj,
Karen Ósk Sigurðardóttir, Ásmundur Jón Marteinsson,
afabörn, foreldrar og systkini.
✝
Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi okkar,
tengdapabbi, afi og langafi,
SIGURBJÖRN ÁRNASON,
Goðatúni 34,
Garðabæ,
lést þriðjudaginn 25. september.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
miðvikudaginn 3. október kl. 13.00.
Kristjana Kristjánsdóttir,
Bjarney Sigvaldadóttir, Gísli Kristinsson,
Eva Sigurbjörnsdóttir, Ásbjörn Þorgilsson,
Árni Sigurbjörnsson, Andrea Jónheiður Ísólfsdóttir,
Jón Ingi Sigurbjörnsson, Harpa Sigríður Höskuldsdóttir,
Kristján Sigurbjörnsson, Anna Lísa Gunnarsdóttir,
Margrét B. Sigurbjörnsdóttir, Hermann Ó. Hermannsson,
Anna Sigurbjörnsdóttir, Malcolm Holloway
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar