Morgunblaðið - 28.09.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.09.2012, Qupperneq 4
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Undirbúningur er í fullum gangi fyrir þing ASÍ sem fram fer 17.-19. októ- ber og á 301 fulltrúi rétt til setu á þinginu. Meginmál þingsins verða at- vinnu- og lífeyrismál sem fjallað er um í ítarlegum umræðuskjölum, sem lögð verða fram. Nú er hins vegar orðið ljóst að engin formleg tillaga varðandi aðildarumsóknina að Evr- ópusambandinu og hvort breyta eigi stefnu ASÍ í því máli verður lögð fyrir þingið, þar sem formlegur frestur til að leggja fram ályktanir til efnislegr- ar meðferðar og afgreiðslu er runn- inn út. Komi slík tillaga fram um breyt- ingar á stefnunni fæst hún einungis rædd en þingið getur ekki tekið efn- islega afstöðu til hennar. Yrði slíkri tillögu þá hugsanlega vísað til mið- stjórnar. Evrópumálin voru ekkert rædd á fundi miðstjórnar ASÍ í fyrra- dag þar sem farið var yfir tillögur og mál sem leggja á fyrir. Viðmælendur á vettvangi ASÍ segja þó að ekki sé þar með skotið loku fyrir að Evrópumálin komi til umræðu á þinginu. ASÍ er með mjög afdráttarlausa stefnu um að aðild Ís- lands að ESB og upptaka evru sé eina færa leiðin. Var hún samþykkt á árs- fundi 2008 af þorra þingfulltrúa sem voru um 270 gegn 6 mótatkvæðum. Meðal þeirra sem voru á móti voru fulltrúar Sjómannasambandsins. Sævar Gunnarsson, formaður sam- bandsins, segir að þó frestur sé liðinn til að leggja fram tillögur sé engu að síður hægt að taka hvaða mál sem er upp á þinginu til almennrar umræðu. Hann segir stuðninginn við stefnu ASÍ á sínum tíma hafa verið mjög af- gerandi en örfáir, og hann þar á með- al verið á móti. „Ég hef komið sjón- armiðum Sjómannasambandsins mjög skýrt á framfæri á vettvangi Al- þýðusambandsins. Við leggjumst gegn aðild að Evrópusambandinu,“ segir Sævar og kveðst hann hafa fylgt þessari afstöðu eftir og muni gera ef tilefni gefst til en Sævar hyggst ekki leggja til á þinginu að af- stöðu ASÍ í málinu verði breytt. Gylfi gefur áfram kost á sér Gylfi Arnbjörnsson ætlar að gefa kost á sér áfram sem forseti ASÍ á þinginu og gerði hann miðstjórn grein fyrir því fyrir sumarleyfi. Spurður um ástæður þess að Evr- ópumálin eru ekki nefnd í umræðu- skjölunum sem lögð verða fyrir þing- ið segir Gylfi að menn hafi talið mikilvægast að taka atvinnumálin sérstaklega fyrir, húsnæðismál verði ofarlega á baugi og lífeyrismálin. Um Evrópumálin segir Gylfi að ASÍ telji mjög mikilvægt að viðræðurnar við ESB haldi áfram og þeim ljúki innan skamms tíma þannig að þjóðin geti tekið afstöðu til álitamálanna. ,,Við gerum okkur alveg grein fyrir því að málið er umdeilt og Alþýðu- sambandið er ekki og hefur ekki ver- ið með kröfu um aðild að Evrópu- sambandinu óháð öllu öðru. Það eru mjög sterkir fyrirvarar sem þingið okkar setti hvað varðar sjávarút- vegsmál, byggðamál og landbúnað- armál. Það er líka ljóst að það hafa komið upp eftir hrunið atriði sem tengjast fjármagnsflutningum og stöðu gjaldmiðilsins. Það eru því alls konar ljón í veginum en við sjáum ekki að það sé neinn ákvarðanatöku- punktur núna. Það er þróun í gangi bæði hérlendis og í Evrópu og þegar þjóðin tekur afstöðu til þessara mála þegar þar að kemur, þá mun það vafalaust verða gert í ljósi þeirra að- stæðna sem uppi verða bæði hér og í Evrópu.“ ESB ekki á dagskrá ASÍ-þings  Forseti ASÍ segir mjög sterka fyrirvara við aðild að ESB í stefnu ASÍ  Ekki er minnst á ESB-mál í þingskjölum ASÍ-þings og frestur til að leggja fram tillögur er runninn út  301 fulltrúi situr þingið Morgunblaðið/Golli Settu stefnuna á ESB Miklar umræður fóru fram um Evrópumálið á ársfundi ASÍ í október 2008. Þar var sam- þykkt Evrópustefna ASÍ sem enn er í gildi um að sækja bæri um aðild að ESB og um upptöku evru. Sex voru á móti. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 flutt í Skútuvog 11 Við erum Verslun: Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 Stefán Einar Stefánsson, formað- ur VR, segir það hafa komið á óvart að ekkert er fjallað um Evr- ópusambandsmálið í umræðu- skjölum sem undirbúin hafa verið fyrir þing ASÍ. „Ég hélt trúnaðarráðsfund í VR í síðustu viku og þar kom þetta til umræðu og það stakk í augun að ekkert væri fjallað um Evrópu- málin í þessum pakka,“ segir hann. Stefán segist túlka umræðuna á fundinum svo að menn telji að ASÍ eigi ekkert að vera að tjá sig um aðild að ESB og evruna. „Menn telja að þetta eigi að vera á höndum stjórnmálaflokkanna. Ekki vegna þess að þetta varði ekki okkar hagsmuni, heldur vegna þess að við sjáum, m.a. af könnunum sem ég hef látið gera meðal okkar félagsmanna, að það eru mjög skiptar skoðanir um þetta. Allar kannanir benda til þess að meirihluti sé andvígur þessari hugmynd,“ segir hann. „Ég mun kalla eftir afstöðu þingsins um það hvort forseti Al- þýðusambandsins eigi yfirhöfuð að tjá sig um þessi mál, enda er ekki hægt að vitna eilíflega í gamlar ályktanir frá löngu liðnum þingum. Menn verða að endur- nýja þá afstöðu til þess að geta talað í umboði þessarar stóru hreyfingar,“ segir Stefán og minnir á að miklar breyt- ingar hafa átt sér stað í umheiminum. Mun kalla eftir afstöðu þingsins FORMAÐUR VR Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Ef lögreglumenn eru að velja eitt verkefni umfram annað mun það væntanlega leiða til stórslyss,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglu- manna. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær frá lög- reglumönnum á Suðurlandi kemur fram að vegna nið- urskurðar sé raunveruleikinn orðinn sá að lögreglumenn þurfi að velja á milli tveggja, jafnvel þriggja, slysa eftir því hvert þeirra hljómar alvarlegast og geta ekki sinnt hinum. Snorri kannast við slík dæmi úr starfi lögreglumanna víða um land. Lögreglumenn eru orðnir þreyttir „Við erum komnir langt fram yfir þann punkt þar sem allir eru búnir að fá nóg af þessum niðurskurði. Hljóðið í lögreglumönnum er þungt og það er mikil þreyta. Stað- an er óbreytt og álagið stöðugt að aukast,“ segir Snorri og bætir við að ný fjárlög ríkisins beri þess ekki merki að bætt verði úr ástandinu. „Það er skrítið að stétt- arfélag lögreglumanna þurfi að standa í þeirri baráttu að lögreglumenn fái og geti unnið vinnuna sína.“ Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands, segir að því miður hafi niðurskurður til löggæslumála haft þau áhrif að ekki sé hægt að sinna löggæslunni með sama hætti og var gert fyrir fimm árum. Hann segir lögreglumenn á Suðurlandi hafa áhyggjur en þeir reyni að gera sitt besta og sinna því mikilvægasta. „En það er ákveðin hætta á því að upp kunni að koma aðstæður þar sem við getum ekki gert það, ef margt gerist í einu,“ segir Ólaf- ur. Svo gæti farið að lögreglumenn þyrftu að fremja lög- brot til að geta sinnt vinnu sinni. „Við stöndum frammi fyrir því að velja á milli þess að fara að þeim lögum sem ákvarða um stjórnsýslu og löggæslu og hinsvegar fjár- lögum,“ segir Ólafur. Í ársskýrslu ríkislögreglustjóra 2011 kemur fram að frá árinu 2008 hafi rekstur embættisins einkennst af nið- urskurði og endurskipulagningu. Samanlagður sam- dráttur rekstrarfjár á árunum 2008 til 2012 nemi um 30% en sé í raun mun meiri en prósentutölur fjárlaga gefa til kynna. Hinn 1. febrúar 2011 voru 652 lögreglu- menn starfandi, 77 færri en árið áður. Þá fjölgaði árs- verkum um 2% árið 2011 frá fyrra ári. Ríkislögreglustjóri fundar með lögregluliðum Þessar vikurnar fundar Haraldur Johannessen rík- islögreglustjóri með lögregluliðum landsins um stöðu löggæslumála. Alls verða 11 fundir haldnir víðs vegar um land og var Haraldur staddur á Egilsstöðum í gær á sínum fimmta fundi. Hann segir vera ágætt hljóð í lög- reglumönnum og lögreglustjórum en hinsvegar hafi þeir áhyggjur af áhrifum niðurskurðar á fækkun lögreglu- manna og frumkvæðisvinnu. „Lögreglan hefur fundið fyrir niðurskurðinum undanfarin ár og þurft að bregðast við honum með því að forgangsraða verkefnum og breyta áherslum við löggæsluna. Ég geng út frá því að það komi að því að þessari þróun verði snúið við og lög- gæslan fái það fjármagn sem hún þarf á að halda,“ segir Haraldur. Niðurskurðurinn leiðir til stórslyss  Lögreglumenn geta ekki sinnt öllum slysum, þurfa að velja Ólafur Helgi Kjartansson Haraldur Johannessen Snorri Magnússon Í umræðuskjali um jöfnun lífeyr- isréttinda fyrir þing ASÍ í næsta mánuði segir að líkur séu til þess að reyna muni á ákvæði um jöfnun lífeyrisréttinda við endurskoðun kjarasamninga í ársbyrjun 2013. „Ekki hefur verið staðið við framlög úr ríkissjóði til jöfnunar lífeyrisrétt- inda líkt og samið var um í síðustu kjarasamningum,“ segir þar. Fram kemur einnig að tafir hafa orðið á vinnu starfshóps um sam- ræmt lífeyriskerfi, m.a. vegna kröfu um að ekki verði hróflað við rétt- indum opinberra starfsmanna. „Ekki hefur náðst sátt um skil- greiningu á áunnum réttindum og verður það mál einnig til umfjöll- unar við endurskoðun kjarasamn- inga í janúar. Gert er ráð fyrir að út- færsla á hækkun iðgjalda til lífeyrissjóðanna komi til umræðu við endurskoðun kjarasamninga í byrjun næsta árs.“ Ekki staðið við framlög JÖFNUN LÍFEYRISRÉTTINDA OG SAMRÆMT LÍFEYRISKERFI Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.