Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. S E P T E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  227. tölublað  100. árgangur  AGNIR RAÐAST SAMAN OG SPRINGA AFTUR Í SUNDUR ASÍ OG SA ÓSAMMÁLA UM SKATTINN HANDAVINNUHÚS, SAUÐARLITIR OG SKOTTHÚFUR DEILT UM ÚTREIKNINGA 14 AUKABLAÐ UM HANNYRÐIRTÓNLISTIN NÝTUR SÍN Í DANSVERKI 42 Fréttaskýring eftir Baldur Arnarson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Atvinnuleysisbætur fólks í hluta- starfi hafa verið skertar of mikið vegna rangs útreiknings og fá um 2.000 einstaklingar endurgreiðslur upp á 250 milljónir fljótlega upp úr næstu mánaðamótum. Skv. upplýsingum Vinnumála- stofnunar þurfti að endurreikna at- vinnuleysisbætur vegna hlutastarfa eftir að skekkja í reikniforriti upp- götvaðist. Í ljós kom að skerðing bóta til þeirra sem höfðu hlutastörf ásamt því að fá greiddar atvinnu- leysistryggingar reyndist of mikil. Nær aftur til 1. september 2010 Við nánari skoðun varð ljóst að um rangan útreikning stofnunarinnar var að ræða frá 1. september 2010 en þá var fyrst greitt samkvæmt laga- breytingu sem tók gildi það ár. „Vinnumálastofnun mun […] end- urgreiða þeim einstaklingum sem hafa orðið fyrir skaða vegna þessa og upphæðin sem greidd verður er um 250 milljónir króna, þar með talin staðgreiðsla skatta og launatengd gjöld. Skekkjan nær til u.þ.b. 2.000 ein- staklinga sem hafa stundað vinnu ásamt því að fá greiddar atvinnu- leysistryggingar á þessu tímabili,“ segir í samantekt stofnunarinnar. Þeir sem rétt eiga á endurgreiðslu fá sent bréf frá stofnuninni og greitt verður 5. október nk. 250 milljónir til baka  Atvinnuleysisbætur vegna hlutastarfa voru skertar of mikið vegna rangra út- reikninga  2.000 manns sem hafa orðið fyrir skaða fá endurgreiðslur 5. október Meiri skerðing bóta » Útreikningi atvinnuleysis- trygginga var breytt 2010. Í stað þess að reikna bætur út frá dögum eru þær reiknaðar út frá meðalmánuði. » Við þessa breytingu var út- reikningi á hlutabótum breytt sem leiddi til meiri skerðingar.  „Það er ekki rétt sem komið hefur fram í fréttum að Höskuldi hafi ekki verið gert viðvart um þessa ákvörð- un. Í fyrsta lagi mína, að ég væri sem sagt að hverfa á braut, og að formaður flokksins vildi efla Fram- sóknarflokkinn í Norðaustur- kjördæmi með því að bjóða fram krafta sína þar. Þannig að það er í raun og veru eitthvað sem hefði ekk- ert átt að koma á óvart og sú um- ræða er mér í raun og veru óskilj- anleg,“ sagði Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, m.a. í spjallþættinum Svartar tung- ur á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Í yfirlýsingu sinni hefur Hösk- uldur Þórhallsson hafnað því að hafa verið látinn vita fyrirfram af ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar um að bjóða sig fram í 1. sæti í Norðausturkjördæmi. Hösk- uldur sækist einnig eftir 1. sæti. »12 Höskuldur vissi um ákvörðun Birkis og Sigmundar Davíðs Morgunblaðið/Birkir Fanndal Framsókn Birkir Jón Jónsson og Hösk- uldur Þórhallsson saman á góðri stund. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, setti RIFF-kvikmyndahátíðina í Hörpu í gærkvöldi, í gervi jedi-riddarans Obi-Wan Kenobi úr Stjörnustríðs- myndunum. Þegar Jón hafði lokið ræðu sinni og lagt niður geislasverðið hófst sýning á opnunarmynd hátíðarinnar, Drottningunni af Montreuil. Riddari og drottning á opnunarhátíð RIFF Morgunblaðið/Golli Þeir sem eru með mánaðartekjur sem eru lægri en 247.500 krónur á mánuði geta fengið 25% afslátt af sektum vegna umferðarlaga- brota, verði nýtt frumvarp til um- ferðarlaga að lögum. Leggja þarf fram skattframtal síðasta árs til að fá sektina lækkaða. Í frumvarpinu kemur ekki fram hvort afslátturinn bætist ofan á 25% afsláttinn sem hægt er að fá með því að greiða sektir innan 30 daga frá því að þær eru gefnar út en líklegt hlýtur að teljast að svo sé. Undanfarið hefur verið bent á að í Finnlandi hækka sektir eftir því sem fjárhagur hinna brotlegu er sterk- ari. Í frumvarpinu er ekki lagt til að sú leið verði farin hér heldur verði komið til móts við tekjulága með því að veita afslátt, enda hafi sektir meiri áhrif á fjárhag þeirra. Afslátt- urinn miðast við hálf önnur lág- markslaun skv. samningum Starfs- greinasambandsins og SA. »22 Tekjulágir geta fengið 25% afslátt af sektum Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, ætlar að kalla eftir því á þingi ASÍ sem haldið verður í næsta mánuði, hvort forseti ASÍ eigi yfirhöfuð að tjá sig um aðildarumsóknina að Evrópu- sambandinu fyrir hönd ASÍ: „Enda er ekki hægt að vitna eilíflega í gamlar ályktanir frá löngu liðnum þingum. Menn verða að endurnýja þá afstöðu til þess að geta talað í umboði þessarar stóru hreyfingar.“ ASÍ hefur um ára- bil fylgt þeirri stefnu að Ísland eigi að sækjast eftir aðild að ESB og taka upp evruna. Ekkert er hins vegar fjallað um Evrópumálin í umræðuskjölum sem unnin hafa verið fyrir þingið og er frestur til að leggja fram tillögur til af- greiðslu á þinginu runninn út. „Ég hélt trúnaðarráðsfund í VR í síðustu viku og þar kom þetta til um- ræðu og það stakk í augun að ekkert væri fjallað um Evrópumálin í þessum pakka,“ segir hann. Kveðst hann túlka umræðuna á fundinum svo að menn telji að ASÍ eigi ekkert að vera að tjá sig um aðild að ESB og evruna. Allar kannanir bendi til þess að meirihluti sé andvígur aðild. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að menn hafi talið að ljúka ætti viðræðunum svo þjóðin gæti tekið af- stöðu til álitaefnanna. ASÍ hafi ekki krafist aðildar að ESB óháð öllu öðru heldur sett mjög sterka fyrirvara um sjávarútvegsmál, byggðamál og land- búnaðarmál. »6 ASÍ tjái sig ekki um ESB  „Ekki hægt að vitna eilíflega í gamlar ályktanir frá löngu liðnum þingum,“ segir formaður VR um málflutning ASÍ  „Ef lögreglu- menn þurfa að velja eitt verkefni umfram annað mun það vænt- anlega leiða til stórslyss,“ segir Snorri Magn- ússon, formaður Landssambands lögreglumanna, um áhrif niðurskurðar til löggæslu. Hann kannast vel við það sem kom fram í grein lögreglumanna í Morgunblaðinu í gær, að lög- reglumenn þurfi að velja á milli slysa eftir alvarleika þeirra. »4 Löggan getur ekki sinnt öllum slysum Snorri Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.