Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
Ég er reyndar staddur núna í Orlando í Flórída með systurminni og pabba,“ segir Aron Freyr Leifsson sem er 24 ára ídag. „Ætli maður reyni ekki að halda upp á daginn með því
að fara út að borða og skemmta sér. Það eru hátt í 30 gráðu hiti og
frábært veður hérna.“ Hann lauk stúdentsprófi í eðlisfræðideild MR
2008, kærastan, Freydís Halldórsdóttir, er ekki með í Flórída-
ferðinni en hún er að læra tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Aron
útskrifaðist í sumar með BA-gráðu í arkitektúr frá Listaháskól-
anum og var þar áður eitt ár í undirbúningsnámi í Tækniskólanum
en stefnir á mastersnám erlendis næsta ár. Hann er spænskumæl-
andi og því freistar Spánn, ekki síst Barcelona.
„Ég fékk hlutastarf hjá thg-arkitektum í mánuð í sumar en svo
fóru þeir í sumarfrí og síðan hef ég unnið hjá sjónvarpsstöðinni ÍNN
við upptökur og klippingu,“ segir Aron. „Við tókum m.a. upp þætti
með viðtölum við bændur, bæði í Borgarbyggð og á Snæfellsnesi, og
þetta var mjög gaman. Og um miðjan október tek ég við sem tækni-
stjóri hjá stöðinni, tek við öllum tæknimálum fram í miðjan janúar
meðan fastráðni tæknistjórinn er í barneignarfríi.“
Hann segir að atvinnuhorfur arkitekta hafi skánað frá hruni en
auk þess hafi hann alltaf í bakhöndinni þekkingu sína og reynslu við
myndatökur og klippingu. kjon@mbl.is
Aron Freyr Leifsson er 24 ára í dag
Vinir Aron Freyr Leifsson, B.A. í arkitektúr og bráðum starfandi
tæknistjóri, með heimilisköttinn prúða, Max, í fanginu.
Tekur upp og
klippir hjá ÍNN
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Ása Sigríður
Ólafsdóttir frá
Akranesi er sjötíu
og fimm ára í dag,
28. september. Í
tilefni þess ætla
hún og fjölskylda
hennar að hafa op-
ið hús á morgun, 29. september, frá kl.
15-17, í veislusal Dvalarheimilisins
Höfða á Akranesi. Vonast er til að sem
flestir láti sjá sig.
Árnað heilla
75 ára
Mosfellsbær Bóas Emil fæddist 27.
desember kl. 22.40. Hann vó 3.675 g
og var 52 cm langur. Foreldrar hans
eru Henný Rut Kristinsdóttir og Alvin
Orri Gíslason.
Nýir borgarar
Reykjavík Theódóra Ólöf fæddist 3.
desember. Hún vó 3.850 g og var 52
cm löng. Foreldrar hennar eru Katrín
Hallgrímsdóttir og Sigurbjörn Pálmi
Sigurbjörnsson.
R
annveig fæddist í
Reykjavík en ólst upp
á Seltjarnarnesi. Hún
var í Mýrarhúsaskóla
og Valhúsaskóla,
stundaði nám við Iðnskólann í
Reykjavík og lauk sveinsprófi í rak-
araiðn, var búsett í París 1988-89,
stundaði nám í leiklist við Los Ang-
eles Theatre Academy og útskrif-
aðist þaðan 1994, stundaði síðar
nám við KHÍ og lauk þaðan prófum
sem grunnskólakennari 2003, lauk
síðan MA-prófi í uppeldis- og
menntunarfræði við Mennta-
vísindasvið HÍ 2007 og lauk MA-
prófi í hagnýtri menningarmiðlun
við HÍ 2012.
Rannveig var hárskeri hjá Villa
rakara að loknu sveinsprófi frá Iðn-
skólanum til ársins 1988 er hún fór
til Parísar. Hún starfaði um skeið
með leikhópnum Erlendi eftir að
hún kom heim frá leiklistarnámi,
en hópurinn uppfærði nokkur leik-
verk, m.a. í Borgarleikhúsinu. Þá
hefur hún leikið í nokkrum kvik-
myndum og í sjónvarpsþáttum.
Rannveig hefur verið leiklist-
Rannveig Björk Þorkelsdóttir, leikkona og kennari – 50 ára
Hjónin Rannveig með eiginmanni sínum Gísla Jónassyni, íslenskufræðingi og tölvumanni hjá RÚV.
Leikur að læra að leika
Morgunblaðið/G.Rúnar
Margs að gæta Rannveig aðstoðar nemenda sinn í leikhópunum Elían við
Háteigsskóla fyrir fáeinum árum er hópurinn var á förum til Þýskalands.
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is