Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Meðalskattbyrði er lægri nú en árið 2007 fyrir tekjur upp að 500.000 krón- um en er vissulega hærri ef tekjurnar eru meiri. Við erum ekki búin að ná upp kaupmætti félagsmanna okkar frá því fyrir hrun en það er ekki vegna skatta,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ. Tilefnið er útreikningar sem unnir voru af starfsfólki Alþingis og Rík- isskattstjóra að beiðni Bjarna Bene- diktssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, en samkvæmt þeim hafa skattar á alla tekjuhópa hækkað síð- an á viðmiðunarárinu 2007. „Alþýðusamband Íslands lagði mat á áhrif lagasetn- ingar á Alþingi á greidda skatta. Niðurstaðan var önnur en sú sem Bjarni Benedikts- son kynnti. Það hefur sýnt sig að upptaka lægra skattþrepsins og sú ákvörðun að breikka bilið á milli skattleysis- marka og lægra þrepsins hefur dregið úr skatt- byrði lágtekju- hópa og fólks með meðaltekjur. Það er ekki óeðlilegt að meðalskattbyrðin aukist með hækk- andi tekjum. Það er ekki hægt að gagnrýna stjórnmálamenn fyrir það. Það er hluti af því jákvæða sem fylgir því að tekjur aukist. Aðalatriðið er að hækkun skatttekna ríkissjóðs, sem aðilar vinnumarkaðarins höfðu skiln- ing á að yrði hluti af ríkis- fjármálaáætluninni, var mætt með því að hlífa lægri tekjuendanum en auka álögur á tekjuhærri endann. Skattar hafa því hækkað á tímabilinu. Það er alveg klárt. ASÍ hefur lengi barist fyrir því að fjölga þrepum í skattkerfinu til þess að auka tekju- jöfnunareiginleika þess. Við erum því fylgjandi þeim breyt- ingum sem hafa verið gerðar á skatt- kerfinu. Þær gagnast tekjulágum en eru auðvitað íþyngjandi fyrir þá sem hafa hærri tekjur.“ Telur skattana hafa lækkað Spurður nánar út í útreikningana sem voru unnir fyrir Bjarna segir Gylfi að ASÍ áætli að launþegi með 200.000 krónur í mánaðarlaun borgi 14,1% tekjuskatt, borið saman við 20,1% tekjuskatt árið 2007. Hlutfallið hjá launþega með 300.000 krónur í mánaðarlaun sé nú 22,5% en hafi ver- ið 26%. Þegar tekjurnar séu komnar í 400.000 krónur sé hlutfallið 26,9% en hafi verið 28,7%. Til upprifjunar eru útreikningarnir sem voru unnir fyrir Bjarna birtir hér ásamt útreikningum Samtaka at- vinnulífsins, svo og útreikningar fjár- málaráðuneytisins (til vinstri). Halldór Árnason, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins, ber brigður á útreikninga fjármálaráðuneytisins. „Útreikningarnir byggjast á ein- földun og taka ekki tillit til verðbreyt- inga, annarra en á persónuafslætti. Samanburður á skattbyrði milli tíma- bila verður að byggjast á sambæri- legum launum, þ.e. taka tillit til launaþróunar. Ástæðan liggur fyrst og fremst í persónuafslættinum sem fer yfirleitt hækkandi, ekki af góð- mennsku einni saman, heldur til að mæta rýrnun vegna verðbólgu. Ef ekki er tekið tillit til launaþró- unar og skattprósentur eru óbreyttar en persónuafsláttur er hækkaður, líkt og fjármálaráðuneytið gerir, þá lækkar skattbyrðin stöðugt. Slíkir út- reikningar gefa ekki rétta mynd. Réttasta myndin fæst með því að færa laun á mismunandi tímum á sama verðlag með launavísitölu. Sama á við með persónuafsláttinn. Sé það gert kemur í ljós að skattbyrði allra tekjuhópa hefur hækkað frá 2007, um 2-6% á tekjubilinu 200.000 til 1.000.000 krónur. Sama gildir ef skattprósentan 2007 væri hin sama nú árið 2012 og persónuafsláttur hinn sami og nú er þá væru einnig allir að greiða minni skatt en þeir gera nú,“ segir Halldór. Má í þessu samhengi rifja upp að skattleysismörkin voru 90.000 krónur árið 2007 en eru 124.600 kr. í dag. ASÍ og SA ósammála um skattinn  ASÍ telur tekjuskatt hafa lækkað síðan 2007  SA telja skattinn hins vegar hafa hækkað síðan 2007  Fjármálaráðuneytið vísar á bug útreikningum um að tekjuskatturinn hafi hækkað á tímabilinu Þrjú skattþrep » Tekjuskattur einstaklinga á árinu 2012 er sem hér segir: Í fyrsta þrepi er greiddur 37,34% skattur upp að 230.000 króna tekjum. » Í öðru þrepi er greiddur 40,24% skattur upp að 704.366 krónum. » Þriðja og síðasta þrepið nær til tekna frá og með 704.367 kr. en það er 46,24%. Skattbyrði í staðgreiðslu tekjuskattur og útsvar, 2007 og 2012 (% af tekjum) 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 0 100 200 400 600 800 1.000 1.200 (þús. kr./mán.) 2007 2012 Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins Morgunblaðið/Kristinn Tekjur og skattar Deilt er um hvort tekjuskattur á einstaklinga hafi hækkað síðan þensluárið 2007. Gylfi Arnbjörnsson Halldór Árnason Skattbyrði einstaklinga 2007 og 2012 Tekjuskattsstofn (kr.) M eð al te kj us ka tt ur 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 100 þús. 200 þús. 400 þús. 600 þús. 800 þús. 1.000 þús. 1.200 þús. 1.300 þús. Skattbyrði 2012 Skattbyrði 2007 Útreikningar SA fyrir 2007 14,1% 26,9% 31,4% 34,3% 36,7% 38,3% 38,9% 32,1%31,8%31,0%29,8%27,8% 23,9% 12,1% Heimild: Starfsfólk Alþingis, Ríkisskattstjóri 12,5% 24,1% 28,0% 29,9% 31,1% 31,8% 32,1% 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 Nærri 100 Færeyingar, flestir úr Gøtu og nágrenni, ætla að gæða sér á kræsingum úr íslenskri nátt- úru og stíga dans með bjarg- veiðimönnum í Vestmannaeyjum í kvöld. Um 430 manns höfðu í gær keypt miða í matinn á hinu árlega lundaballi, árshátíð Bjargveiði- mannafélags Vestmannaeyja. Veislan hefur aldrei verið jafn fjöl- menn og nú. Auk þess er reiknað með 150-200 manns á dansleikinn. Bjarnareyingar skipuleggja ball- ið að þessu sinni. Hlöðver Guðna- son, Bjarnareyingur og formaður Bjargveiðimannafélagsins, sagði að Færeyingarnir væru að endur- gjalda heimsókn sönghópsins „Blítt og létt“ til Færeyja. „Þetta þýðir að Bjarnareyingar halda stærsta lundaball allra tíma,“ sagði Hlöðver. „Við erum með mjög veglega skemmti- dagskrá og gerum grín að okkur sjálfum og öðrum úteyingum. Hljómsveitin Hrafnar spilar á ball- inu auk Bjartmars Guðlaugssonar. Einnig leiða Hrafnar fjöldasöng ásamt Árna Johnsen. Það var auð- veldara að fá Hrafna en lunda á ballið!“ Bjarnareyingar fengu að fara í Grímsey í sumar og háfa þar lunda fyrir veisluna. Á borðum verður að sjálfsögðu reyktur og steiktur lundi. Auk þess verður boðið upp á kjöt af langreyði og hrefnu, bæði ferskri og reyktri, súrsað hval- rengi og selkjöt, lamb, svartfugl, þorsk, blálöngu og karfa auk með- lætis. Í pásunni eftir fjöldasönginn upp úr miðnætti verður borin fram humarsúpa. gudni@mbl.is Fjölmennasta lundaballið í kvöld  Færeyingar endurgjalda heimsókn Morgunblaðið/RAX Bjarnarey Hlöðver Guðnason á leið í bjargið eftir eggjum.Þú átt betri samskipti Þú verður virkur þáttakandi á mannamótum, getur sinnt vinnu og námi betur og tekið þátt í félagslífinu með ReSound heyrnartækjum því þau hjálpa þér að halda uppi samræðum í hvaða hljóðumhverfi sem er. Fáðu heyrnartæki til reynslu og heyrðu lífið hljóma eins og það er. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Komdu í greininguhjá faglærðumheyrnarfræðingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.