Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 272. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Biðröð út á bílaplan við ELKO
2. Missti af 60 milljóna símtalinu
3. Synti slösuð í ískulda og myrkri
4. „Þarna sé ég tvær á lífi“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Gleði- og risarokksveitin Júpiters
stendur fyrir dansiballi í Edrúhöll-
inni, húsi SÁÁ við Efsta-
leiti 7, annað kvöld kl.
21. Sérstakur gestur
sveitarinnar verður
herra Engilbert Jensen,
en Dj Magga Stina
hitar upp.
Júpiters með dansi-
ball í Edrúhöllinni
Dansprufur fyrir
aðra þáttaröð RÚV
af Dans dans dans
hefjast í Hörpu í
dag kl. 15 og fara
þar fram alla
helgina. Keppnin
er opin öllum sem
eru 16 ára á árinu
og eldri. Ein-
staklingar, pör og danshópar geta val-
ið sér hvaða danstegund sem er til að
sýna, s.s. samkvæmisdansa, ballett,
stepp, nútímadans og allt þar á milli.
Dansprufur fara fram
í Hörpu alla helgina
Rusty Anderson, sem verið hefur
aðalgítarleikari Bítilsins Pauls
McCartneys sl. ellefu ár, heldur tón-
leika í Austurbæ 18. október, á
Græna hattinum 20. október og
Rósenberg 22. október. Með honum
leika m.a. Todd O’Keefe bassaleik-
ari, Karl Pétur Smith trommuleikari
og úrvalslið íslenskra tónlistar-
manna.
Rusty Anderson með
tónleika á Íslandi
Á laugardag NV 5-10 m/s við NA- og A-ströndina fyrir hádegi og
stöku skúrir eða slydduél. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast SA-lands.
Á sunnudag A- og NA-átt, víða 8-15 m/s. Rigning S- og A-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Stíf norðanátt með úrkomu, en þurrt á S- og
V-landi og lægir þar smám saman seinnipartinn. Fremur hæg NV-
læg átt í kvöld, einkum V-til. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast syðst.
VEÐUR
Íslandsmeistarar HK eru í
toppsæti N1-deildar karla í
handknattleik þegar tveim-
ur umferðum er lokið. HK
hafði betur á móti Aftureld-
ingu í dramatískum leik í
Digranesi í gær. FH-ingar
gerðu góða ferð á Hlíðar-
enda og fögnuðu sigri gegn
Valsmönnum og Akureyr-
ingar höfðu betur á móti
Frömurum í Safamýrinni.
»2-3
HK-ingar á toppn-
um með fullt hús
Íslenska kvennalandsliðið í golfi hóf í
gær leik á HM áhugamanna sem fram
fer í Tyrklandi. Íslandsmeistarinn Val-
dís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék best
íslensku kylfinganna en hún var á 77
höggum, sem er fimm högg yfir pari
vallarins. »4
Valdís Þóra lék best á
HM í Tyrklandi
Landsliðsmaðurinn í handknattleik,
Arnór Atlason, lék sinn fyrsta Evr-
ópuleik með þýska liðinu Flensburg í
gærkvöld þegar liðið tók á móti
franska meistaraliðinu Montpellier.
Arnór átti góðan leik og skoraði fjög-
ur mörk en liðin skildu jöfn í æsi-
spennandi leik þar sem 74 mörk litu
dagsins ljós. »1
Arnór góður í fyrsta
Evrópuleiknum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þetta er valinn 100 manna hópur,“
segir Hilmar B. Jónsson en þeir
Gissur Guðmundsson voru fyrstir
Íslendinga teknir inn í bandaríska
matreiðslumannaklúbbinn Gullnu
kokkahúfuna (Golden Toque) við
hátíðlega athöfn í Colorado
Springs í Bandaríkjunum á dög-
unum.
Salan hneyksli
Hilmar hefur komið víða við á
um 52 ára matreiðsluferli. Hann
var meðal annars lærlingur á Mat-
stofu Austurbæjar, hóf störf á Hót-
el Loftleiðum þegar það var opnað
1966 og var veitingastjóri þar í
rúman áratug nokkrum árum síð-
ar, var opinber matreiðslumaður
Vigdísar Finnbogadóttur, forseta
Íslands, í 12 ár og matreiðslu-
maður hjá Icelandic Seafood í
Bandaríkjunum í 22 ár. Hann segir
að þegar fyrirtækið var selt til
Kanada hafi forstjórinn verið lát-
inn fara og síðan hafi honum verið
gert að taka pokann sinn. Hann er
ekki sáttur við það, vildi vinna í tvö
til þrjú ár í viðbót, og finnst
hneyksli að Iceland Seafood hafi
verið selt.
„Það tók 63 ár að vinna upp
þetta vörumerki í Bandaríkjunum,
sagan er frábær og fyrirtækið var
með besta dreifi- og sölumanna-
kerfi á fiski í Bandaríkjunum,“
segir Hilmar og áréttar að fisk-
verksmiðjan í Newport News í
Viginíu, þar sem um 700 manns
unnu, hafi verið byggð frá grunni
fyrir um 12 árum og sé sennilega
flottasta fiskverksmiðja í heimi.
„Á 22 árum kom ég inn á mörg
þúsund veitingastaði í Banda-
ríkjunum með merki Ice-
landic á kokkajakkanum
mínum og ég held að ég
geti sagt það að ég kom
aldrei inn í eldhús þar sem menn
þekktu ekki þetta merki.“
Hápunkturinn
Hilmar segist hafa lifað við-
burðaríku lífi og margs sé að minn-
ast frá skemmtilegum tíma. Við-
urkenningarnar eru líka margar.
Hann leynir því ekki að inngangan
í Gullnu kokkahúfuna sé viss há-
punktur enda menn aðeins teknir
inn í klúbbinn þegar félagsmenn
falla frá og þarf meðmæli frá fé-
lagsmönnum til þess að koma til
greina. „Þetta er virtasti kokka-
klúbbur Bandaríkjanna, 100
manna hópur í 300 milljóna manna
landi.“
Gullna kokkahúfan til landsins
Hilmar og Giss-
ur fyrstir Íslend-
inga í klúbbinn
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Meðlimur Hilmar B. Jónsson matreiðslumaður með staðfestingu á aðild að klúbbnum Gullnu kokkahúfunni.
Íslendingar stjórna nú Alheimssamtökum matreiðslumanna (WACS)
annað kjörtímabilið í röð. Fyrir um fjórum árum voru Íslendingar
kjörnir til þess að fara með stjórn WACS. Gissur Guðmundsson,
sem var í fyrri stjórn, ákvað að bjóða Ísland fram til forystu og var
kjörinn forseti, Hilmar B. Jónsson varaforseti og Helgi Einarsson rit-
ari, en gjaldkerinn var frá Sviss eins og undanfarna áratugi.
WACS eru samtök 93 klúbba og félaga matreiðslumanna um allan
heim en í þeim eru samtals um 10 milljónir félagsmanna. „Þetta er í
fyrsta sinn sem smáþjóð er með forystu í samtökunum,“ segir
Hilmar en Íslendingarnir voru endurkjörnir til fjögurra ára í vor,
fengu „rússneska“ kosningu.
Fengu „rússneska“ kosningu
ÍSLENDINGAR STJÓRNA ALHEIMSSAMTÖKUNUM
Gissur
Guðmundsson