Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 Heildartekjur og útgjöld íslenskra sveitarfélaga hafa ver- ið um 200 milljarðar síðustu ár og heild- arfjöldi sveitarstjórn- armanna eftir kosn- ingarnar 2010 var 512. Þessar tölur mætti túlka þannig að hver sveitarstjórnarmaður í landinu bæri að með- altali ábyrgð á um 390 milljónum króna á ári. Ef meiri- hlutar í sveitarstjórnum eru um 60% af kjörnum fulltrúum eru það í raun ekki nema 300 sveitarstjórn- armenn sem fara með fjárstjórn- arvald og ábyrgð hvers og eins að meðaltali nær 670 milljónum króna á ári. Auðvitað eru sveitarfélög ólík af stærð og gerð en fjárveiting- arvaldi getur fylgt mikil freisting líkt og útgjalda- og tekjuaukning sveitarfélaga árin 2000-2010 ber með sér þó að ekki sé hægt að horfa framhjá nýjum lögbundnum verk- efnum sveitarfélaga sem fjölgaði á þessu tímabili. Verkefni og skyldur Sveitarfélög hafa margvíslegum skyldum að gegna og ber að leysa þau verkefni af hendi sem lög fela þeim auk þess sem þau hafa visst svigrúm til að taka að þér önnur verkefni sem varða íbúa þeirra. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir flokkun þessara verkefna. Verkefni sveitarfélaga hafa verið flokkuð í lögbundin verkefni og ólögbundin verkefni. Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru flokkuð í valkvæð verkefni og skyldubundin verkefni. Byggist sú flokkun á því hvort sveitarfélagi sé skylt að sinna verk- efninu eða hvort því sé heimilt að taka það upp að eigin frumkvæði. Sveitarfélögum er t.d. skylt að reka grunn- skóla en geta sjálf ákveðið hvort þau reki tónlistarskóla. Val- kvætt verkefni getur hinsvegar verið lög- skylt verkefni þ.e. ákveði sveitarfélag að reka tónlist- arskóla skal sá rekstur lúta sérlög- um um tónlistarskóla Í heimildum sveitarfélaga til að beita fjármunum sínum í því skyni að taka að sér ný verkefni – án lög- gjafans – kristallast sjálfstæði sveit- arfélaganna og hin raunverulega þýðing fjárstjórnarvalds þeirra. Tekjur sveitarfélaga koma í gegnum fimm tekjuliði: Útsvar er tæp 55% af heildartekjum, þjón- ustutekjur um 15%, fasteignaskatt- ur 13%, jöfnunarsjóður sveitarfé- laga um 10% og aðrar tekjur um 8% Í kjölfar tekjusamdráttar eftir hrun hefur krafan orðið ríkari á að sveitarstjórnarmenn verði að leita bestu leiða til að draga úr út- gjöldum sveitarfélaga. Þá kemur til skoðunar hvaða lögbundnu verk- efnum sé verið að sinna á hag- kvæman hátt, hvaða verkefni séu ekki lögbundin og hvaða verkefni falli undir svokallaða grunnþjón- ustu. Grunnþjónusta hefur m.a. verið skýrð sem sú þjónusta sem gerir íbúum kleift að rækja samfélags- legar skyldur sínar, er nauðsynleg til að efnahagslíf þrífist með eðlileg- um hætti og/eða rík hefð hefur skapast fyrir í starfseminni. Í skýrslu sem KPMG vann fyrir Garðabæ, og var kynnt á íbúafundi um fjármál þar í bæ 11. nóvember 2009, kom fram að 46% af út- gjöldum sveitarfélagsins runnu til svokallaðrar lögbundinnar þjón- ustu. Önnur grunnþjónusta nýtti 30% af útgjöldum sveitarfélagsins. Önnur þjónusta sem unnt var að leggja af með ákvörðun sveit- arstjórnar var 16% af útgjöldum sveitarfélagsins. Vald og ábyrgð Stjórnarskráin tryggir ekki ein- ungis sjálfstjórn sveitarfélaga held- ur takmarkar hana einnig. Fjár- hagslegt sjálfstæði sveitarfélaga er í raun takmarkað vegna þeirra lög- bundnu verkefna sem þeim er falið og þeim lagaskyldum sem sveit- arfélögum ber að fara eftir reyni þau að fullnusta kröfuna um svo- kallaða grunnþjónustu. Sveitarstjórnarmönnum er falið mikið vald og bera þeir pólitíska og persónulega refsiábyrgð á gjörðum sínum. Verkefni sveitarstjórna eru víðfeðm og bera sveitarstjórn- arfulltrúar ávallt hina endanlegu ábyrgð á þeim enda þótt sveit- arstjórn hafi heimild til að fram- selja verkefni m.a. til nefnda og starfsmanna. Skaðabótaábyrgð sveitarfélaga vegna ákvarðana full- trúa sveitarstjórna og nefnda er rík og í samræmi við vaxandi kröfur sem gerðar eru til opinberra starfs- manna. Refsiábyrgð sveitarstjórn- armanna og reglurnar um skaða- bótaábyrgð eiga að veita sveitarstjórnarmönnum aðhald í störfum sínum Í nýju sveitarstjórnarlögunum eru fjármálareglur sveitarfélaga hertar og ákvæði um eftirlits- hlutverk ríkisins mikið breytt frá því sem var. Það eru hinsvegar á endanum sveitarfélögin, og íbúar þeirra, sem bera í grundvall- aratriðum ábyrgðina á því hvernig til tekst með rekstur þeirra. Fjármál sveitarfélaga Eftir Kjartan Örn Sigurðsson » Ábyrgð hvers og eins sveitarstjórnar- manns að meðaltali nær 670 milljónir króna á ári. Kjartan Örn Sigurðsson Höfundur er bæjarfulltrúi. Skatttekjur Lögbundin þjónusta Önnur grunnþjónusta Önnur þjónusta Sameiginlegir liðir Rekstrarniðurstaða Útsvör, fasteignaskattar og framlög frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga Þjónusta sem kveðið er á um í lögum og því ekki unnt að leggja af nema með lagabreytingu Þjónusta sem gerir íbúum kleift að rækja samfélagslegar skyldur sínar, er nauðsynleg til að efnahagslíf þrífist með eðlilegum hætti og/eða rík hefð hefur skapast fyrir starfseminni Þjónusta sem unnt er að leggja af með ákvörðun sveitarstjórnar Sameiginlegur kostnaður sem ekki hefur verið skipt á rekstrareiningar, svo sem rekstur bæjar- skrifstofu og hækkun lífeyrisskuldbindingar. Hlutfallsleg skipt- ing skatttekna skv. ársr. 2008 Hlutfallsleg skipt- ing skatttekna skv. áætl. 2009 41% 46% 29% 30% 13% 16% 8% 7% 9% 1% Tekjur sveitarfélaga Gjöld sveitarfélaga 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 1980 1990 2000 2010 1.1471.133 30.36930.173 78.82881.716 192.585 205.511 Greining útgjalda í Garðabæ (Heimild: KPMG) Þróun tekna og útgjalda sveitarfélaga á Íslandi í þús. kr. frá 1980-2010 (Heimild. Hagstofa Íslands, Þjóðarhagsreikningar og opinber fjármál) Uppi er krafa um að Íslendingar setji sér ný stjórnskip- unarlög. Sú krafa er sett fram án þess að útskýrt sé á fullnægj- andi hátt hvað hrjáir stjórnarskrá lýðveld- ins. Því er haldið fram að á sínum tíma hafi verið skorað á framtíðarkynslóðir Íslendinga að endur- skoða stjórnarskrána. Frá lýð- veldisstofnun hefur stjórnarskráin reyndar verið í nær stanslausri endurskoðun og þar að auki verið breytt sex sinnum. Það liggur fyrir að tillagan sem stjórnlagaráð hefur lagt fram fel- ur ekki í sér endurskoðun á stjórnarskránni. Tillagan felur í sér að stjórnarskráin verði með öllu afnumin – hent í ruslið – og ný og aldeilis ólík henni samþykkt í staðinn. Það felur í raun í sér að lýðveldi Íslands frá 1944 verði lagt niður og 2. lýðveldi Íslands stofnað. Hafi það verið mál manna árið 1944 að hvetja til þess að fram færi yfirveguð endur- skoðun á stjórnarskránni í fyll- ingu tímans þá má fullyrða að sú atburðarás sem núna er farin af stað hafi ekki verið það sem þá var haft í huga. Aldrei mun nást samstaða um að tillaga stjórnlag- aráðs verði grunnur að bættri og endurskoðaðri stjórnarskrá. Ein- faldlega vegna þess að tillagan felur í sér að afnema beri stjórn- arskrána og setja eigi eitthvað annað í staðinn. Án raunverulegr- ar eða rökstuddrar ástæðu. Enn er þó tækifæri til að koma í veg fyrir stjórnskipunarlegt stórslys. Stjórn- arskráin er nefnilega mikilvægari og merkilegri en svo að henni megi fórna í flýti á altari póli- tískra stundarhags- muna núverandi vald- hafa. Hafna ber því í atkvæðagreiðslu að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð til grund- vallar nýrri stjórn- arskrá. Vissulega er þörf á að sníða ýmsa vankanta af ákvæðum stjórnarskrárinnar. En í stað hugmyndavinnu stjórnlagaráðs væri réttara að horfa til tillögu í anda þeirrar sem Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon settu fram að endurskoðaðri stjórnarskrá. Í þeirri tillögu felst yfirveguð og skynsamleg nálgun á viðfangsefninu og breytingar á vanköntum sem líklegt er að sam- staða náist um. Er þar kominn fram ágætur grunnur að frekari umræðu um stjórnarskrármálið á Alþingi og í samfélaginu sem lík- legt er að geti skilað einhverjum árangri og verið Íslendingum til heilla. Endurskoðun í stað ruslakörfunnar Eftir Teit Björn Einarsson » Tillagan felur í sér að stjórnarskráin verði með öllu afnumin – hent í ruslið – og ný og al- deilis ólík henni sam- þykkt í staðinn. Teitur Björn Einarsson Höfundur er lögmaður. VANDAÐIR ÞÝSKIR PÓSTKASSAR MIKIÐ ÚRVAL Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Póstkassar frá 7.980,- Lykilverslun við Laugaveginn frá 1919 Bréfalúgur, dyrahamrar og húsnúmer Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki grein- ar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið- urinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.