Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 11-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU Ermar Röndóttar og einlitar Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! GÓÐIR KULDAGALLA R FYRIR ALLA! Dynjandi hefur úrval af vönduðum kuldafatnaði fyrir alla, börn og fullorðna. Komdu og skoðaðu úrvalið. Dynjandi örugglega fyrir þig! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is Truflanir hafa orðið á starfsemi hestamannafélagsins Gusts í kjölfar gruns um að eitraðri lifrarpylsu hefði verið komið fyrir í reiðhöll fé- lagsins í aðdraganda hundasýn- ingar sem halda átti í höllinni um síðustu helgi. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur engum dýrum verið hleypt inn í reiðhöllina síðan atkvikið kom upp og því hafa æfingar fallið niður en ýmist er um útleigða tíma eða skipulagðar æf- ingar að ræða. Dýrum ekki hleypt inn í reiðhöllina Morgunblaðið/ÞÖK Lokun Ekki er tekin áhætta á því að hleypa dýrum inn í reiðhöll Gusts með- an niðurstöður rannsókna á lifrarpylsunni liggja ekki fyrir. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, snýr aftur í ríkisstjórn þann 1. október næst- komandi, á mánudag. Hún mun taka við embætti efnahags- og fjár- málaráðherra sem Oddný G. Harð- ardóttir hefur gegnt síðan í lok síð- asta árs. Flokksstjórn Sam- fylkingarinnar samþykkti tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra þess efnis í síðasta mán- uði. Katrín sem nýlega sneri aftur úr fæðingarorlofi gengdi áður emb- ætti iðnaðarráðherra. Breytingar á stjórnarráðinu sem komu til fram- kvæmdar 1. september síðastliðinn fólu í sér að iðnaðarráðuneytið var sett undir hatt nýs atvinnuvega- ráðuneytis auk þess sem efnahags- og viðskiptaráðuneyti var sameinað fjármálaráðuneyti. Katrín Júlíusdóttir tekur við af Oddnýju sem nýr efnahags- og fjármálaráðherra Oddný G. Harðardóttir Katrín Júlíusdóttir Síðasta skemmtiferðaskipið á þessu sumri er væntanlegt til Reykjavík- ur á morgun. Það er rússneskt og heitir Aka- demik Sergey Vavilov. Stærð skips- ins er ekki í samræmi við hið vold- uga nafn því skipið er aðeins 6.344 brúttótonn. Áætlað er að það legg- ist að Skarfabakka klukkan 4. Fyrsta skemmtiferðaskip sum- arsins kom 17. maí í vor og á þeim rúmum fjórum mánuðum sem liðnir eru síðan hafa skipakomur verið alls 81. Nú þegar hafa verið bókaðar 75 komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur sumarið 2013 og bók- unum mun væntanlega fjölga í vet- ur. Stærsta skipið sem bókað hefur komu sína heitir Adventure of the Seas og er 137.276 brúttótonn. sisi@mbl.is Síðasta skemmti- ferðaskipið Morgunblaðið/Ómar Skipin Oft er þröng í Sundahöfn. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.