Morgunblaðið - 28.09.2012, Page 30

Morgunblaðið - 28.09.2012, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 ✝ Ólöf Hólm-fríður Sigurð- ardóttir fæddist í Reykjavík 1. jan- úar 1931. Hún and- aðist á líknardeild Landspítalans 16. september 2012. Foreldrar Fríðu, eins og hún var ávallt kölluð, voru Guðlaug Margrét Bjarnadóttir, 1906-1979, og Sigurður Sig- urðsson pípulagningameistari, 1901-1979. Fríða var einka- dóttir þeirra hjóna. Eiginmaður Fríðu var Jó- hann Gunnar Einarsson, stöðv- arstjóri Pósts og síma í Hafn- arfirði, f. í Reykjavík 24.10. 1929, d. 4.4. 2006. Foreldrar hans voru Einar Jónsson sím- verkstjóri, 1892-1994, og Jóna Ingvarsdóttir, 1896-1974. Fríða og Gunnar gengu í hjónaband 28.2. 1953. Börn þeirra eru Þór lífeðlisfræðingur, f. 1.2. 1952, og Hrafnhildur kvikmynda- gerðarmaður, f. 17.5. 1964. Eiginkona Þórs er Sigrún Ása Sturludóttir líffræðingur, f. 6.8. 1954. Börn þeirra eru: 1) Embla, f. 14.7. 1978, gift Klaus Wallberg Andreasson, f. 1971, árunum 1962-63 byggðu þau hús sitt í Hörgshlíð 8 og bjuggu þar síðan. Hjá þeim bjuggu foreldrar Fríðu, Guð- laug og Sigurður, í hálfan ann- an áratug allt til dauðadags og þar átti einnig skjól Vilborg Bjarnadóttir, systir Guðlaugar, en hún var ekkja og barnlaus. Freknótt og rauðhærð fór Fríða ekki framhjá neinum, glæsileg og hlý í viðmóti fram á síðustu stund. Hún var flest- um mönnum manngleggri og minnugri, mundi t.d. máltíðir fjölskyldunnar í smáatriðum áratugum eftir að þeirra var neytt, hafði nöfn löngu látins fólks á takteinum þegar um var spurt og gat rakið ættir fólks sem varð á vegi hennar. Hugðarefni hennar voru listir og menning, tíska, brids, sil- ungs- og laxveiði (sem áhorf- andi) og utanlandsferðir. Það varð Fríðu mikið áfall þegar Gunnar lést skyndilega árið 2006 enda höfðu þau þá verið óaðskiljanleg í 54 ár. Alla tíð studdu þau hjón dyggilega við bakið á börnum sínum, vinum þeirra og barnabörnum sem alltaf áttu vísan griðastað hjá þeim. Eftir að Gunnar lést bjó Fríða lengstum hjá dóttur sinni og tengdadóttur sem síðar önn- uðust hana í veikindum hennar fram á síðustu stund. Útför Fríðu fer fram frá Há- teigskirkju í dag, föstudaginn 28. september 2012, og hefst athöfnin kl. 13. og börn þeirra eru Askur Wallberg, f. 2006, og Ísabella Ýr, f. 2009, 2) Sturla, f. 7.6. 1983, og 3) Guðlaug Ýr, f. 16.7. 1992, Unn- usti hennar er Magnús Már Guð- jónsson. Eiginkona Hrafnhildar er Harpa Másdóttir flugfreyja, f. 27.11. 1975. Fríða var Reykvíkingur í húð og hár, fædd á Laugavegi 54, og flutti síðar á Barónsstíg 18 þar sem hún ólst upp. Barna- og unglinganám sitt sótti hún í Austurbæjarskóla og lauk síðan verslunarprófi 1950 frá Verzlunarskóla Ís- lands. Fríða starfaði alla tíð við skrifstofustörf, m.a. hjá dag- blaðinu Vísi og Fasteignamati ríkisins en í byrjun áttunda áratugarins réðst hún til starfa í launadeild fjármálaráðuneyt- isins og vann þar í þrjá áratugi eða þar til hún fór á eftirlaun. Fyrstu árin bjuggu þau Gunnar í húsi fjölskyldu hans á Lauga- vegi 145, í sambýli við foreldra hans og systkini, Katrínu og Egil, maka þeirra og börn. Á Ég átti því láni að fagna að vera fædd til foreldra minna, Gunnars og Fríðu. Móðir mín tjáði mér skömmu áður en hún lést að ég hefði verið óskabarn vegna þess hve langt var um lið- ið frá því að bróðir minn Þór, sem er tólf árum eldri, fæddist þeim. En óskabarnið var ekki alltaf auðvelt, ég var sérstakt barn, mikil „strákastelpa“ og fljótt var ljóst að ég myndi ekki fylgja þeim hefðbundnu leiðum sem litlum stúlkum voru ætl- aðar, neitaði t.d. alfarið frá þriggja ára aldri að fara í kjól. Nágranni okkar í Hörgshlíðinni, Sveinn Hallgrímsson, kom eitt sinn að máli við móður mína og sagði: „Hún er öðruvísi hún dóttir þín, hún hefði ef til vill átt að verða strákur.“ Þótt það hafi kannski ekki alveg verið rétt var ljóst að stúlkan var öðruvísi. En ég naut þess að foreldrar mínir, amma og afi, sem hjá okkur bjuggu, sýndu mér einstaka þolinmæði og virð- ingu. Varla kom fyrir að ég væri pínd til að vera annað en það sem innra með mér bjó þó að það væru óneitanlega von- brigði fyrir skvísuna Fríðu að fylgjast með strákastelpunni sem helst vildi sitja á vaskinum hjá pabba sínum og þykjast vera að raka sig eða skrúfa eitt og annað saman með honum. Sá arfur sem foreldrar mínir færðu mér með stuðningi sínum og skilyrðislausri umhyggju er það afl sem hefur gefið mér þann styrk að ganga þann veg sem fyrir mér lá. Mér hefur auðnast að standa sterk í þeirri baráttu er ég kaus að leggja lið, mann- réttindum samkynhneigðra og annarra hópa sem átt hafa und- ir högg að sækja. Án þessa stuðnings hefði lífið orðið svo miklu erfiðara. Óskandi væri að slíka fyrirmyndarforeldra væri víðar að finna, þá væri betur komið fyrir börnum þessa heims. Mér finnst viðeigandi að minna á það sem Kahlil Gibran sagði um börn: „Börn ykkar eru ekki ekki börn ykkar. Þau eru synir og dætur lífsins og eiga sér sínar eigin langanir. Þið eruð farvegur þeirra, en þau koma ekki frá ykkur. Og þó að þau séu hjá ykkur heyra þau ykkur ekki til. Þið megið gefa þeim ást ykkar, en ekki hugsanir ykkar, þau eiga sér sínar hugsanir. Þið megið hýsa líkama þeirra, en ekki sálir þeirra, því að sálir þeirra búa í húsi framtíðarinnar, sem þið getið ekki heimsótt, jafnvel ekki í draumi. Þið megið reyna að líkjast þeim, en ekki gera þau lík ykkur. Því að lífið fer ekki aftur á bak og verður ekki grafið í gröf gærdagsins. Þið eruð boginn, sem börnum ykkar er skotið af eins og lifandi örvum. En mark bogamannsins er á vegi ei- lífðarinnar, og hann beygir ykkur með afli sínu, svo að örvar hans fljúgi hratt og langt. Látið sveigjuna í hendi bogamannsins vera hamingju ykkar, því að eins og hann elskar örina, sem flýgur, eins elskar hann bogann í hendi sér.“ Óskabarnið kveður óskafor- eldrana og þakkar þeim sam- fylgdina af heilum hug. Hrafnhildur. Kynni mín af Fríðu hófust strax og ég kynntist dóttur hennar Hrafnhildi árið 2007. Það var seint um kvöld þegar ég hitti hana fyrst og þegar ég kynnti mig og sagði hverra manna ég var sagði hún strax: „Ertu þá ekki skyggn eins og hann afi þinn Andrés?“ Mér þótti það óvenjulegt að fólk á svipuðu reki og ég byggi með öldruðu foreldri sínu en svona var þetta bara hjá þeim mæðg- um. Hún tók mér strax eins og jafningja og reyndist mér ákaf- lega vel þegar ég gekk í gegn- um það að missa óvænt litla bróður minn hann Helga Þór. Undir því sorgarskýi flutti ég inn með þeim mæðgum og gæludýrum á Nesveginn og bjuggum við þar undir sama þaki í þau fjögur ár sem síðan eru liðin. Fríða var einstaklega ræðin og hugulsöm við mig og fékk ég með viðkynnum við hana bragð af þeirri móður- og ömmuást sem hún sýndi börnum sínum og fjölskyldum þeirra. Báðar vorum – erum við B-manneskj- ur og beið hún oftast eftir mér þegar ég kom heim úr kvöld- flugi og spurði mig frétta: „Hæ! (stórt bros) Hvernig var flugið? Hvað voru margir farþegar? Hvernig var hitastigið?“ Oft sát- um við síðan saman fram á rauðanótt eins og náttuglur og spjölluðum um heima og geima á meðan aðrir hvíldust í húsinu. Vökult auga og áhugi Fríðu á daglegu amstri í lífi mínu bjó til nýja tilfinningu í hjarta mínu. Ekki hefði ég getað ímyndað mér að skipuleggja að búa með tengdamóður minni til frambúð- ar en sú var raunin með Fríðu er við unnum að endurbótum á húsinu. Við hefðum svo gjarnan viljað eiga með þér lengri tíma og halda áfram að bæta við skemmtilegum sögum í safnið og skrifa síðan gamanleikrit með dramatísku ívafi kallað „Tengdó“ úr mörgum þeim uppákomum sem áttu sér stað hér heima. Þín verður sárt saknað á Nesveginum, sérstaklega þegar ég skila mér seint heim úr kvöldflugi og fer í bakaríið á morgnana, en vertu viss, elsku Fríða, að við munum spjara okkur. Harpa Másdóttir. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Fríðu tengdamóður minnar og vinkonu. Þegar Þór kynnti mig fyrir foreldrum sín- um var mér fagnað. Fríða var glæsileg kona, ung í anda. Fríða hafði foreldra sína hjá sér og bjuggu þrjár kynslóðir saman. Síðar tók hún til sín móðursystur, og móðurbróður frá Höfða hýsti hún í bæjarferð- um. Heimilið stóð opið frænd- fólki úr föðurætt frá Rifkels- stöðum. Tengdaföður sínum bauð hún iðulega í mat er hann var orðinn ekkill og drifu þau Gunnar hann með sér í hans fyrstu og einu utanlandsferð, þá 89 ára gamlan, til okkar Þórs á námsárunum. Fríða var áberandi rauðhærð. Þegar börn okkar Þórs fæddust spurði hún hvort barnið væri rauðhært áður en hún spurði hvors kyns það væri. Fríða við- hélt rauða hárlitnum. Við höfð- um numið í Englandi og talaði Embla dóttir okkar oft ensku. Spurði hún ömmu sína: „Grandma, why are you so or- ange?“ Þá var Fríðu skemmt. Fríða og Gunnar höfðu ferðast meira en algengt var, farið í siglingu, dvalið í Noregi, Danmörku, Englandi og Alsír. Sólarferðir til Rhodos, Spánar, Kanaríeyja eða Flórída og heimsótt Hrafnhildi í Kaliforníu. Fríða var alltaf smart til fara. Fylgdist hún vel með tísku. Elskaði að bera skartgripi og átti hring á hvern fingur. Heimili Fríðu og Gunnars var smekklegt. Hafði hún gott auga fyrir listum. Stundaði hún postulínsmálun hjá föðurbróður sínum og síðar glervinnu. Hún var frábær kokkur, matreiddi steikur, sína frægu humarsúpu og sósugenið erfðu afkomendur hennar. Minni Fríðu var óbrigð- ult fram til hins síðasta. Rifjuð voru upp gömul kynni eða ferðir og mundi hún nöfn fólks og staða, hvernig hver var klæddur og hvað var í matinn. Hún þekkti ættir margra og gat rifj- að upp sögur þeirra. Fríða tók sín laun út í seðlum og útdeildi þeim af stakri gjaf- mildi. Verðgildi gjafa sem hún laumaði í lófa barnabarna eða lét í umslög á jólum og afmæl- um stigmögnuðust. En mest gaf hún af sjálfri sér. Stærsta gjöfin var samt Flór- ídaferðin sem hún bauð fjöl- skyldunni í fyrir einu og hálfu ári. Áttum við frábærar vikur með henni í glæsilegu einbýlis- húsi og áttræðisafmælisveislu í bleiku hótelhöllinni Don Cesar. Þá fannst okkur hún loks vera búin að taka gleði sína á ný eftir makamissi árið 2006. Upphafsorð þessara endur- minninga notaði Fríða sjálf þeg- ar hún minntist mágkonu sinnar og þótti mér ljúft að geta sagt þau um tengdamóður mína. Börn okkar Þórs, Embla, Sturla og Guðlaug Ýr, hafa átt góðar stundir með ömmu sinni og nutu samvista við hana. Klaus tengdason okkar bauð hún vel- kominn, Magnús Má kærasta Gullýjar sömuleiðis. Lang- ömmubörnin Askur og Ísabella löðuðust að henni og vildu sitja í fangi Fríðu og kysstu alltaf bless. Tengdaforeldrar mínir voru einstaklega samrýnd hjón, höfðu dansað saman og stutt hvort annað í gegnum lífið. Söknuðurinn við fráfall Gunnars var mikill. Hún sagði: „Ég er í sorg og engar pillur geta lækn- að það.“ Mér lánaðist að fá að vaka yf- ir Fríðu síðustu næturnar sem hún lifði, fannst mér að Gunnar Ólöf Hólmfríður Sigurðardóttir ✝ BernharðGuðnason fæddist 10. nóv- ember 1929 á Ber- serkseyri í Eyr- arsveit. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 20. sept- ember 2012. Foreldrar hans voru Sigríður Guð- rún Halldórsdóttir, f. 4. október 1900 í Kothrauni, d. 14. maí 1981, og Guðni Elísson, bóndi á Berserks- eyri, f. 31. október 1897, d. 15. mars 1976. Bernharð var yngstur fjög- urra bræðra, en þeir voru Hall- dór, f. 1922, Elís, f. 1926, og Jón Lárus, f. 1928. Þeir eru allir látnir. Dóttir Bernharðs frá fyrra sambandi er Hrönn, sjúkraliði, f. 1. ágúst 1961. Eig- smiður, f. 18. janúar 1970. Eig- inkona hans er Hugrún Þor- steinsdóttir, leikskólaliði, f. 19. desember 1972. Sonur þeirra er Þorsteinn, f. 7. nóvember 1995. 2) Ágústa Guðrún, kennari, f. 19. ágúst 1972. Eiginmaður hennar er Hákon Arnar Sig- urbergsson, smiður, f. 11. nóv- ember 1968. Börn þeirra eru Margrét Erla, f. 26. febrúar 2001, og Aron Ingi, f. 4. sept- ember 2003. Hákon á einnig soninn Birki Frey, f. 18. apríl 1989. 3) Bernharð Margeir, f. 14. júní 1977. Bernharð vann jafnt á sjó og landi í Grundarfirði, og þá mest við byggingarvinnu og múr- verk. Árið 1969 flutti Bernharð til Reykjavíkur og réð sig til starfa á trésmíðaverkstæði Olíu- félagsins hf. þar sem hann klár- aði sitt nám og starfaði þar síð- an óslitið fram að eftirlaunaaldri. Útför Bernharðs fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 28. september 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. inmaður hennar er Gunnar Leví Har- aldsson, vélstjóri, f. 27. nóvember 1960. Synir þeirra eru Sölvi Leví, f. 16. september 1989, og Patrekur Árni Leví, f. 29. sept- ember 1993. Móðir Hrannar er Gyða Sigurðardóttir. Bernharð kvænt- ist 11. desember 1971 Margréti Eyrúnu Hjörleifsdóttur, f. 27. júní 1935, en hún lést 6. október 1997. Foreldrar hennar voru Ágústa Hallmundsdóttir, f. 5. ágúst 1897 í Gjábakka, d. 29. maí 1986, og Hjörleifur Guð- brandsson, f. 15. apríl 1894 í Bolafæti, d. 2. október 1979. Börn Bernharðs og Mar- grétar eru: 1) Hjörleifur Guðni, Ein af mínum fyrstu minn- ingum um þig er þegar ég er sex ára og við erum staddir á Njálsgötunni og ég er í vist hjá ömmu Guðrúnu. Þið bræðurnir eruð að skipta um skólplagnir í kjallaranum, þið vinnið hratt og örugglega og ég sé á ykkur að það er gaman. Ég fæ að vera í kringum ykkur og ákveð þarna að svona vil ég vera þegar ég verð stór. Upp úr þessu fór ég oft með þér í vinnuna. Árið eft- ir var byggður sumarbústaður í Grímsnesinu, fékk ég að fara með, það var mikið sport því við bjuggum í tjöldum. Ekki svo mörgum árum seinna fékk ég að njóta þeirra forréttinda að vinna með þér og vinnu- félögum þínum á trésmíðaverk- stæði Olíufélagsins Esso í um tíu ár. Þar starfaði einnig um tíma Halli bróðir þinn og sonur hans Guðni. Þú varst vinsæll meðal starfsfélaganna og þeir hafa sagt oftar en einu sinni frá skemmtilegum vinnuferðum um landið þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar. Þegar ég var að heimsækja þig og skila kveðj- um til þín frá gömlum vinnu- félögum ljómaðirðu og sagðir alltaf að þú hefðir verið hepp- inn með vinnufélagana. Með sumum þeirra starfaðir þú allan þinn starfsaldur eða í 25 ár. Þegar við hjónin réðumst í miklar framkvæmdir á húsinu okkar stóð ekki á þinni hjálp. Við nutum góðs af áratuga reynslu þinni í viðgerðum og endurbótum á gömlum húsum og skipti þá ekki máli hvort verið væri að steypa, múra, leggja lagnir eða að ég tali ekki um snúinn tréstiga. Þar varstu í essinu þínu. Öllu þessu fylgd- ist ég með og lærði af þér. Þeg- ar búið var að reisa mæninn tókstu nokkur stökk á honum til að athuga hvort þetta héldi nú allt saman, orðinn 73 ára. Einnig fylgdist ég með og reyndi að læra af þér stangveiði en sá lærdómur gekk ekki eins vel enda ekki hægt að ætlast til þess að nokkur nái viðlíka ár- angri í veiðinni og þú. Þegar ég fór fyrst í Grímsá og kom með fluguna í rassinum heim var ég lengi að hugsa um hvernig ég ætti að segja þér frá þessu. Þegar ég beit á jaxlinn og sagði þér þetta horfðirðu á mig og sagðir „allt er nú hægt“. Þar með var þetta útrætt og ekki minnst á þetta framar. Svona var pabbi, ekkert verið að velta sér upp úr hlutunum heldur snúið sér að næsta verkefni hvort sem það voru við smíðar eða veiði. Ein ferð er mér minnisstæð. Þú baðst mig að koma með þér að athuga bústaðinn eftir mikl- ar rigningar en ætlaðir að kasta tvisvar eða þrisvar í leið- inni. Er við komum á veiðistað- inn eru þar tveir veiðimenn í fullum skrúða. Pabbi spyr hvort hann megi kasta tvisvar eða þrisvar sinnum. Þeir halda að það sé í lagi þar sem þeir hafa ekki fengið neitt. Þeir sem þekkja pabba vita að hann fer til veiða í afajakka og blank- skóm. Færið er rétt komið í ána þegar þessi fíni fiskur er kominn á. Karlarnir hrista hausinn, pabbi kastar aftur og aftur fiskur á og tími kominn til að fara því karlarnir eru orðnir eins og þrumuský! Svipaðar sögur kunna allir af honum við veiðar. Elsku pabbi, nú er komið að leiðarlokum, ég horfi á eftir þér. Þú snýrð þér við, tekur upp vasaklútinn, þurrkar tób- aksdropann af nefinu, veifar og heldur niður að vatninu með stöngina í hendinni. Þinn sonur, Hjörleifur. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku pabbi minn, mikið finnst mér þetta sárt en að sama skapi finn ég fyrir vissum létti. Létti að þú skulir ekki lengur þurfa að þjást. Ég sé þig núna fyrir mér með veiðistöng- ina að renna fyrir fallegan og stóran lax með mömmu og bræður þína hjá þér. Sú hugsun hjálpar mér mikið að takast á við þessa miklu sorg. Þú varst yndislegur pabbi og skemmtilegur afi. Þú vílaðir ekkert fyrir þér að leggjast í gólfið að leika við börnin enda voru þau komin í fangið á þér úti á plani þegar þau sáu þig koma. Þau kölluðu þig gamla afa með miklu stolti. Þú spilaðir við þau fótbolta í sveitinni og varðir stundum heilu tímunum í að spjalla við þau og fíflast með þeim. Þau elskuðu að koma í sveitina til þín enda móttökurn- ar alltaf svo góðar. Ég tel mig endalaust heppna að hafa átt þig sem pabba, svo hlýr og gefandi. Þú varst alltaf tilbúinn að styðja við bakið á mér og í raun að styðja mig í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Ég átti alltaf öruggt skjól hjá ykkur mömmu. Svo varstu svo geðgóður, fyndinn og með eindæmum lyginn, það var dásamlegt. Sögurnar sem við krakkarnir ólumst upp við ylja okkur nú um hjartarætur. Ef við fórum að efast þá kom alltaf sama svarið: spurðu bara Jón bróður. Ekki var nú líklegt að þar kæmi sannleikurinn frekar fram. Þetta eru dýrmætar minn- ingar, þvílíkur gleðigjafi sem þú varst. Þér tókst að heilla alla upp úr skónum með skemmtilegum sögum og fyndnum tilsvörum. Sögur um röndótta árabátamálningu og heybaggabyssu í Þýskalandi koma núna ljóslifandi fram. Þvílík forréttindi að hafa átt ykkur mömmu sem foreldra. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri mömmu og pabba. Þið Bernharð Guðnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.